Færsluflokkur: Lífstíll
21.7.2008 | 21:39
Bubbi, Björk, Ásmundur og lykkjan.
Bubbi Kóngur er enn einu sinni búinn að valda usla. Honum finnst að Björk eigi frekar að hafa áhyggjur af fátækum Íslendingum en náttúru Íslands. Þ.e.a.s.. að hafa frekar áhyggjur af manneskjum en grasi. Stuðningsmenn Bjarkar taka svo upp hanskann fyrir sína konu og skjóta þungum skotum að Bubba, aðallega neðan mittis. Bubbi er mjög "beisik", hann er bara að hugsa um að sem flestir landsmenn eigi fyrir salti í grautinn, eins og faðir Bjarkar er einnig að vinna að. Svo eru sumir, eins og Björk að reyna að bjarga náttúrunni. Sumir telja okkur mennina ekki til náttúrunnar. Vandamál þeirra er að við erum hluti af náttúrunni. Annað vandamál er að manneskjurnar eru bæði hluti af náttúrunni og miklir áhrifavaldar í náttúrunni. Meðan manneskjur svelta verður náttúran að bíða eftir því að röðin komi að henni, það er bara þetta sem Bubbi er að meina.
Svo er það hann Ásmundur trillukarl. Hvar fittar hann inn í þetta náttúrutal? Hann er að reyna að vera náttúrulegur. Hann vill veiða fisk á litlum bát á hafi sem er fullt af fiski. Hví skyldi hann ekki fá að veiða nokkra fiska? Er það ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að veiða fisk í landi eins og Íslandi? Ef þú vilt viðhalda manneskjum þá veiðir maður fisk og virkjar náttúruna á allan hátt. Náttúran verður því miður að lúta í lægra haldið fyrir okkur mönnununum. Bæði menn og konur setja sig upp á móti þessu viðhorfi og telja sig til náttúruverndarsinna. Aftur á móti held ég að sömu manneskjur fari sjálfviljugar í fóstureyðingu og noti lykkjuna óspart sem drepur frjóvgað egg, eða þannig sko.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 23:13
Hvalir, veiðimenn og líkbrennsla.
Hvalir, þeir fæðast, lifa og deyja svo. Svo sekkur skrokkurinn til botns og er þar étinn af ránfiskum eða einhverjum örverum. Þegar venjulegur íslenskur sjómaður veiðir hval í soðið þá er rætt um það í Kastljósinu. Dýraverndunarsinnar finnst amalegt að drepa þurfi dýrið og sérstaklega ef ekki tekst að sála því á mannúðlegan hátt. Hitt var einnig slæmt að horfa þurfti upp á dýrið verkað af fagmönnum. Ég veit ekki hvort dýraverndunarsinnar haldi að venjulegur maður geti étið lifandi, spriklandi hval, og þar að auki hráan. Ég tel það að minnsta kosti óvinnandi veg. Auk þess vildi ég ekki mínum versta óvini að vera étinn lifandi og heldur ekki hvölum.
Þegar Afríkubúi deyr úr hungri vegna þess að Ríkisstjórn hans keypti vopn frekar en mat, þá fellur hann til jarðar og er étinn af rándýrum eða einhverjum örverum. Það er örugglega ekki gott að deyja úr hungri og sérstaklega ekki ef hýenurnar eru byrjaðar að narta í mann áður en maður er alveg dauður.
Menn veiða sér til matar og verða eftir sinn dag fóður fyrir móður náttúru. Þeir sem kunna ekki að meta þetta aldna fyrirkomulag munu sjálfsagt panta líkbrennslu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 19:56
Bókaþjófur á jeppa.
Merkilegt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef ég stel bók í búð og það kemst upp, er það tilkynnt til lögreglunnar strax. Í kjölfarið verð ég að skila þýfinu, greiða sekt og er síðan skráður í sakaskrá ríkisins.
Fyrrum forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur lét af störfum fyrir skömmu. Hann var leystur út með 30 milljón krónum að skilnaði. Eitthvað fannst honum það naumt skammtað því hann tók jeppa og mikilvæg skjöl traustataki. Sjálfsagt hefur hann þurft jeppann undir skjölin. Fyrrum samtarfsmenn hans hafa verið að hringja í hann undanfarið og falast eftir því að hann skili aftur eigum Orkuveitunnar. Hann neitar og kemst upp með það. Hvað er í gangi? Hver á Orkuveituna, við eða Gummi? Hvar er löggan?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 21:31
BLEIUSKIPTI OG LANDAMÆRI.
Nú erum við komin heim. Vorum í Tyrklandi í tvær vikur, í Marmaris. Það var lítið sjávarþorp sem breyst hefur í ferðamannabæ. Mjög góður staður til að slaka á og njóta lífsins. Sit núna við lifandi eld úti á palli í blíðskaparveðri.
Áður fyrr hnepptu Tyrkir menn í ánauð og fluttu nauðuga til Tyrklands. Nú er öldin önnur. Nú hópumst við þangað sjálfviljug. Aftur á móti kemst venjulegur Tyrki ekki út úr sínu eigin landi nema með verulegri fyrirhöfn.
Þegar einn saklaus Kenía maður vill skipta á bleium á barni sínu á Íslandi er hann rekinn frá landinu með harðri hendi. Fyrir hvern eru eiginlega þessi landamæri?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2008 | 20:24
Tyrkland og hundar.
Hundurinn minn hugsar bara um um mat og tíkur. Tyrkneskir karlmenn eru mjög opinskáir með aðdáun sína á kvenfólki og minna mig því svolítið á hundinn minn. Á Íslandi erum við svolítið meira "dannaðir" í framkomu okkar við kvenfólk.
Það er í raun ekki mikil kúnst að temja hund svo hann hagi sér vel. Því minna íslenskir karlmenn mig meir á vel taminn hund en minn sem er illa taminn.
Eitthvað verða hundar að hafa fyrir stafni. Það er farið með þá í göngutúra, ratleiki og að finna falinn kjötbita. Þeir komast aldrei í tæri við tíkur því þeir eru í taumi.
Getur hugsast að mikill áhugi karla á golfi, laxveiði og skotveiði eigi sér þá skýringu að næst besta hvötin sé betri en engin.
Þetta "fittar" að minnsta kosti ekki nógu vel saman.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 00:33
Get ég forðað börnum frá nauðgun?
Hvað fær heilan ráðherra til að rífa sig upp, fresta ferðalagi erlendis og ferðast norður í land? Er það hrun íslensku krónunnar um fjórðung? Er það alkul íslensk fasteignamarkaðar? Er það stöðvun í nýbyggingum og yfirvofandi atvinnuleysi fjölda byggingaverkamanna? Er það mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda á sjómönnum? Er það megn óánægja kvennastétta með kjör sín? Nei það er ekki svo heldur ísbjörn. Ísbjörn sem vilst hefur yfir hafið til Íslands frá Grænlandi.
Ég er svo gamaldags og óendanlega nýtinn að fyrir mér er ísbjörn bara matur. Þar sem hann getur verið mönnum hættulegur finnst mér það sjálfsagt að aflífa hann sem fyrst. Sjálfsagt má reyna að gera það fljótt og án mikilla þjáninga fyrir dýrið. Að standa í einhverju veseni til að forða Norðlendingum frá góðri búbót finnst mér út í hött.
Mitt vandamál er að sjá glóruna í því að elska bjarndýr meira en menn. Í Darfur héraði í Súdan er búið að nauðga svo til öllum konum af óvinahermönnum. Þegar fyrrum kvennalistakona, Þórunn, hleypur út um víðan völl til að bjarga gömlu lífsþreyttu bjarndýri í stað þess að sinna því umhverfi sem er okkur kærast, þ.e. dætrum okkar sem verið er að nauðga á skipulegan hátt í Súdan er manni nóg boðið
Meðan íslenskur ráðherra reynir að hlaupa upp grænlenskt bjarndýr bjargar hann ekki dætrum okkar frá nauðgunum í Súdan. Mér er spurn, finnst Samfylkingarfólki hefðbundinn grænlenskur matur mikilvægari en meydómur dætra okkar? Komumst við ekki í Öryggisráðið fyrr en við höfum bjargað einu bjarndýri?
Svona eru sögurnar frá Sudan:
Hundreds of people in Khartoum have been rounded up because they are from Darfur, and brutally beaten and thrown into overcrowded jails where some have died. The Sudanese authorities should account for every individual and charge them with a cognizable crime or immediately release them.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 23:43
Animal Farm.
Á morgun er 11 júní. Sjálfu sér ekki tíðindi fyrir þá sem kunna að lesa dagatal. Á morgun rennur út frestur Íslendinga til að svara mannréttindanefnd Sameinu Þjóðanna. Hún hefur kveðið upp þann úrskurð að við brjótum mannréttindi. Fyrir morgundaginn vildi mannréttindanefndin fá svör hvernig við ætluðum að hætta að brjóta mannréttindi og hvernig við myndum bæta þeim skaðann sem orðið hefðu fyrir þeim brotum.
Svör íslensku ríkisstjórnarinnar eru þau að bæta ekki mannréttindabrot og sennilega, einhvernvegin, nokkurnveginn, einhverntíman breyta lögum þannig að mannréttindabrotum linni á Íslandi.
Hvað er hægt að gera í þessari stöðu. Á ég að sækja um sænskan ríkisborgararétt á þeim forsendum að íslensk stjórnvöld brjóti mannréttindi á þegnum sínum. Get ég orðið pólitískur flóttamaður frá Íslandi? Sennilega verð ég bara að ganga með hauspoka erlendis, slík er skömmin.
Eða á ég að hugsa eins og margir, það er í góðu lagi að brjóta mannréttindi á sumum Íslendingum.
Lífstíll | Breytt 11.6.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2008 | 20:25
Gleymd börn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.5.2008 | 23:58
Það var og.
Stundum getur maður orðið svolítið þreyttur á þessari pólítík. Þetta endalausa pot og plott. Dæmi um það er flutningur á flóttamönnum til Akranesbæjar. Eftir því sem Magnús Þór segir þá er sú framkvæmd gerð á fljótfærnislegan og ólýðræðislegan hátt. Ekki það að Akurnesingar hafi eitthvað á móti þessu fólki heldur aðferðum stjórnvalda við að koma þessu á koppinn. Utanríkisráðuneytið er sjálfsagt orðið svo heimaríkt apparat að örlítill lýðræðislegur halli skiptir þá engu máli. Þá þyrstir í öryggisráðið og því hafa þeir ekki tíma til að ræða málin við lítið sveitarfélað á Íslandi.
Það væri óskandi að þessi framtakssemi væri alsráðandi í störfum ríkisstjórnarinnar. Því miður er ekki svo. Meðan krónan okkar er í frjálsu falli og heimalagaðir vextir bólgna eins og gerbolla gerir stjórnin ekki neitt. Krónan hefur sjálfsagt sitt frelsi til að falla. Ríkisstjórnin hefur sjálfsagt líka sitt frelsi til að gera ekki neitt. En ef frelsið skaðar okkur hin?
Ef kosið hefði verið núna til þings þá hefðu ráðherrar nýtt sér betur innanlandsflugið og ef til vill gert eitthvað meira í málinu, eða hvað? Það var og.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)