BLEIUSKIPTI OG LANDAMÆRI.

Nú erum við komin heim. Vorum í Tyrklandi í tvær vikur, í Marmaris. Það var lítið sjávarþorp sem breyst hefur í ferðamannabæ. Mjög góður staður til að slaka á og njóta lífsins. Sit núna við lifandi eld úti á palli í blíðskaparveðri.

Áður fyrr hnepptu Tyrkir menn í ánauð og fluttu nauðuga til Tyrklands. Nú er öldin önnur. Nú hópumst við þangað sjálfviljug. Aftur á móti kemst venjulegur Tyrki ekki út úr sínu eigin landi nema með verulegri fyrirhöfn.

Þegar einn saklaus Kenía maður vill skipta á bleium á barni sínu á Íslandi er hann rekinn frá landinu með harðri hendi. Fyrir hvern eru eiginlega þessi landamæri? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Velkominn heim, mér sýnist ferðin hafa verið vel lukkuð.

Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Ekki á ég til svar við spurningu þinni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband