Hvalir, veiðimenn og líkbrennsla.

Hvalir, þeir fæðast, lifa og deyja svo. Svo sekkur skrokkurinn til botns og er þar étinn af ránfiskum eða einhverjum örverum. Þegar venjulegur íslenskur sjómaður veiðir hval í soðið þá er rætt um það í Kastljósinu. Dýraverndunarsinnar finnst amalegt að drepa þurfi dýrið og sérstaklega ef ekki tekst að sála því á mannúðlegan hátt. Hitt var einnig slæmt að horfa þurfti upp á dýrið verkað af fagmönnum. Ég veit ekki hvort dýraverndunarsinnar haldi að venjulegur maður geti étið lifandi, spriklandi hval, og þar að auki hráan. Ég tel það að minnsta kosti óvinnandi veg. Auk þess vildi ég ekki mínum versta óvini að vera étinn lifandi og heldur ekki hvölum.

Þegar Afríkubúi deyr úr hungri vegna þess að Ríkisstjórn hans keypti vopn frekar en mat, þá fellur hann til jarðar og er étinn af rándýrum eða einhverjum örverum. Það er örugglega ekki gott að deyja úr hungri og sérstaklega ekki ef hýenurnar eru byrjaðar að narta í mann áður en maður er alveg dauður.

Menn veiða sér til matar og verða eftir sinn dag fóður fyrir móður náttúru. Þeir sem kunna ekki að meta þetta aldna fyrirkomulag munu sjálfsagt panta líkbrennslu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ágæt hugleiðing Gunnar Skúli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 03:27

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já en Gunnar Skúli, ef líkið er brennt þá notar jörðin öskuna sem næringu. Af moldu ertu komin og að moldu........ekki satt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband