Tyrkland og hundar.

Hundurinn minn hugsar bara um um mat og tíkur. Tyrkneskir karlmenn eru mjög opinskáir með aðdáun sína á kvenfólki og minna mig því svolítið á hundinn minn. Á Íslandi erum við svolítið meira "dannaðir" í framkomu okkar við kvenfólk.

Það er í raun ekki mikil kúnst að temja hund svo hann hagi sér vel. Því minna íslenskir karlmenn mig meir á vel taminn hund en minn sem er illa taminn.

Eitthvað verða hundar að hafa fyrir stafni. Það er farið með þá í göngutúra, ratleiki og að finna falinn kjötbita. Þeir komast aldrei í tæri við tíkur því þeir eru í taumi.

Getur hugsast að mikill áhugi karla á golfi, laxveiði og skotveiði eigi sér þá skýringu að næst besta hvötin sé betri en engin.

Þetta "fittar" að minnsta kosti ekki nógu vel saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband