Bubbi, Björk, Ásmundur og lykkjan.

Bubbi Kóngur er enn einu sinni búinn að valda usla. Honum finnst að Björk eigi frekar að hafa áhyggjur af fátækum Íslendingum en náttúru Íslands. Þ.e.a.s.. að hafa frekar áhyggjur af manneskjum en grasi. Stuðningsmenn Bjarkar taka svo upp hanskann fyrir sína konu og skjóta þungum skotum að Bubba, aðallega neðan mittis. Bubbi er mjög "beisik", hann er bara að hugsa um að sem flestir landsmenn eigi fyrir salti í grautinn, eins og faðir Bjarkar er einnig að vinna að. Svo eru sumir, eins og Björk að reyna að bjarga náttúrunni. Sumir telja okkur mennina ekki til náttúrunnar. Vandamál þeirra er að við erum hluti af náttúrunni. Annað vandamál er að manneskjurnar eru bæði hluti af náttúrunni og miklir áhrifavaldar í náttúrunni. Meðan manneskjur svelta verður náttúran að bíða eftir því að röðin komi að henni, það er bara þetta sem Bubbi er að meina.

Svo er það hann Ásmundur trillukarl. Hvar fittar hann inn í þetta náttúrutal? Hann er að reyna að vera náttúrulegur. Hann vill veiða fisk á litlum bát á hafi sem er fullt af fiski. Hví skyldi hann ekki fá að veiða nokkra fiska? Er það ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að veiða fisk í landi eins og Íslandi? Ef þú vilt viðhalda manneskjum þá veiðir maður fisk og virkjar náttúruna á allan hátt. Náttúran verður því miður að lúta í lægra haldið fyrir okkur mönnununum. Bæði menn og konur  setja sig upp á móti þessu viðhorfi og telja sig til náttúruverndarsinna. Aftur á móti held ég að sömu manneskjur fari sjálfviljugar í fóstureyðingu og noti lykkjuna óspart sem drepur frjóvgað egg, eða þannig sko.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Heill og sæll!

Góður pistill hjá þér

Smá innlits kvitt.

 Kveðja úr Garðabænum.

   HalldóraÁsgeirsdóttir. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góður Gunnar Skúli, þér tókst að koma orðum að því...

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband