Færsluflokkur: Lífstíll

LJÓSMÆÐUR OG ÁRNI MATT.

GREIN SEM BIRTIST EFTIR MIG Í MOGGANUM Í DAG.

Hún Ásdís amma konunnar minnar var ljósmóðir í sinni sveit. Ekki veit ég hvað hún hafði í kaup fyrir vinnu sína. Sjálfsagt ekki mikið en þó sjálfsagt meir en margur á þeim tíma. Ef mið er tekið af eftirmælum þeirra hjóna þá er Ásdísar alltaf minnst sem mikils skörungs. Maður hennar Magnús var bóndi. Það endurspeglar verðmætamatið til sveita hér áður fyrr. Hvað er svo sérstakt við að raka hey eða slátra rollum, það getur í sjálfu sér hver sem er lært og gert. Að vera ljósmóðir er svolítið annað. Það er á fárra færi. Verkefnið er einstakt. Við fæðumst bara einu sinni, reyndar endurfæðast sumir í trúarlegum skilningi en við skulum láta það liggja milli hluta. Hver fæðing er einstök hverri móður því hún fæðir hvert barn bara einu sinni. Því erum við að ræða um starfsgrein sem sinnir algjörlega einstökum verkefnum hvernig svo sem við veltum hlutunum fyrir okkur.

Nú er þessi stétt í kjarabaráttu árið 2008. Hún Ásdís heitin hefði örugglega orðið hissa. Í sinni sveit var hún mikils metin og margir leituðu til hennar með ýmis vandamál. Eftir að hafa tekið á móti börnum heima hjá fólki bjó hún hjá þeim í nokkra daga og sá til þess að allt gengi eðlilega fyrir sig, bæði hjá konu og barni. Ljósmæður sinna nefnilega tveimur einstaklingum í einu. Eitt sinn er Ásdís kom ríðandi heim á hesti sínum eftir vel heppnaða yfirsetu, steig hún af hestbaki og gekk til baðstofu og fæddi einn krakkann sjálf.

Að raka saman fé og slátra fyrirtækjum virðist vera mun meira virði í okkar samfélagi í dag en að taka á móti börnum. Slík iðja er kennd við marga Háskóla og flestir virðast geta tamið sér þessa list að rýja fólk fjármunum sínum og virðist ekki þurfa sérstakar gáfur til þess. Að leiðbeina ófæddum einstakling í sinni hættulegustu ferð lífs síns virðist ekki metið til jafns við aðra sem lóðsa mann inní vaxtaokur tilverunnar.

Að vera ljósmóðir er sérstakt. Það er alls ekki öllum gefið. Til þess þarf sérstaka manngerð og menntun. Til að verða góð ljósmóðir þarf reynslu og þykkan skráp. Ég segi oft að þær séu frekustu og ákveðnustu konurnar sem ég fæst við. Enda eins gott, án þessara eiginleika myndu ekki margar konur koma krökkunum sínum út í tilveruna. Síðan krydda þær þetta með hæfilegum skammti af blíðu.

Fjórum sinnum hef ég átt allt mitt undir ljósmæðrum. Það var þegar ég fæddi börnin mín fjögur með aðstoð konu minnar. Til allra hamingju vissi konan mín ekki eins mikið og ég um allt það sem gat farið úrskeiðis í einni fæðingu. Þegar barnið manns síðan tekur á móti góðu stúdentsskírteini 20 árum síðar gerir maður sér grein fyrir því að ljósmóðirin stóð sig í stykkinu nóttina forðum. Ef ljósmóðirin hefði brugðist þá hefði ekki besta uppeldi í heimi getað bætt upp skaðann nóttina þá.

Svo er Árni Hafnfirðingur að slást við þessar stelpur. Neitar að borga þeim mannsæmandi laun. Ég held að fattarinn í honum sé í stysta lagi. Ljósmæður eru mjög ákveðnar konur. Allir standa með þeim, allir hjúkrunarfræðingar, allir læknar sem ég þekki til og allir foreldrar sem munu þyggja þjónustu þeirra í náinni framtíð. Fjárfesting í heilbrigðum einstaklingum er besta fjárfesting sem Fjármálaráðherra tekur sér fyrir hendur, mölur, ryð, gengisþróun né tegund gjaldmiðils skipta þar engu máli.

Ef Gaflaranum tekst að kúga ljósmæður þá munu allir skaðast nema metnaður Árna Mathiesen. Spurningin er hvort viðsemjendur ljósmæðra ættu að vera konur sem hafa fætt börn.

 

 


ÞEIR SIGRUÐU ÞVÍ ÞEIR UNNU SILFRIÐ-TAKK, ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRIR.

The image “http://eyjan.is/files/2008/08/lidid-allt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 

 


Botnlaus gleði hvernig sem fer.

Frakkar telja íslenska liðið ekki eiga mikla möguleika í úrslitaleiknum.<br /><em>mbl.is/Brynjar Gauti</em>

Að sjálfsögðu er gullið skárra, eða þannig sko. 


Flashback gamals fíkils.

Ég fann það í kvöld að ég er fíkill. Vil ekki neina meðferð í bili. Víman gaf gott kikk. Hugurinn hvarf til fyrri tíma, svona eins og er kallað flashback. Fór sem sagt á tripp í kvöld. Var á Miklatúni og hlustaði á Magnús og Jóhann-Ísland er land þitt.. algjör alsæla. Ungu krakkarnir horfðu á okkur gamlingjana og flissuðu. Þannig umgangast nú allir fólk sem er í vímu. Mér er sama þetta var æðislegt. Takk.

Draumur aldamótabarnsins - Magnús Þór Sigmundsson


 


Lýðræðið og Ólafur F.

Yfirlýsing Ólafs F varðandi inngöngu sína í Frjálslynda flokkinn hefur að vonum vakið mikla athygli. Mönnum hefur verið tíðrætt um brotthvarf hans frá flokknum á sínum tíma og þann skort á haldbærum skýringum á því háttalagi. Enn meiri athygli hafa yfirlýsingar hans um að hann muni leiða Frjálslynda flokkinn í næstu kosningum vakið. Undrun fólks og sér í lagi flokksmanna Frjálslyndra byggist á lítilli örðu á vegferð Ólafs sem heitir lýðræði. Hér á landi ganga menn í flokka og bjóða fram krafta sína. Leita eftir stuðningi og eru kosnir til trúnaðarstarfa. Ef Ólafur fetar sig þennan stíg gæti hugsast að draumar hans rættust. Þar sem hann virðist ekki hafa skráð sig í Frjálslynda flokkinn ennþá verður að túlka yfirlýsingar hans sem drauma.


Sjálfshól eða jákvæð samvinna.

Það eru allir svo uppteknir af sjálfum sér þessa dagana. Í endalausum viðtölum eru allir borgarfulltrúar okkar svo góðir og vammlausir og allir hinir svo ómögulegir. Ef allir eru svona góðir og allir svo slæmir þá er spurningin hver er vondi karlinn. Það er ekki nema von að við séum rugluð í ríminu. Það er sennilega best að fara að dæmi þessara borgarfulltrúa og segja alltaf að hinir séu vondir, amk verri en við. Það er þó hugsanlegt að lausnin felist í öðru. Hvernig ætli það virki að upphefja náungann með jákvæðu umtali. Klappa viðkomandi á öxlina og hrósa honum. Ætli það gæti virkað. Vandamálið er að þá lendir maður sjálfkrafa í öðru sæti og sumum finnst það óviðunandi. Aftur á móti geta flestir haft gagn af smá samvinnu.

http://www.tailored.com.au/uploaded_images/monkeys-grooming-749185.jpg


Hinsegin dagar.

Í dag er gleðidagur homma og lesbía. Skrúðganga með meiru sem er orðin fastur liður í Reykjavík. Öllum finnst þetta hið besta mál og allir reyna að skemmta sér eftir bestu getu. Veðrið er gott svo það stefnir í góðan dag.

Á slíkum tímamótum er gott að staldra við og rifja upp að ekki var slíku frelsi fyrir að fara áður fyrr, það er ekki einu sinni mannsaldur síðan þetta hefði verið ógjörningur. Þetta kostaði að sjálfsögðu mikla baráttu. Mannréttindi eru ekki keypt í næsta sjálfsala, það þarf að berjast fyrir þeim. Það þarf einnig að halda vöku sinni svo þau glutrist ekki niður í ræsi mannvonskunnar.

Það hafa ekki allir sömu mannréttindi og við á Íslandi. Samkynhneigðir eru ofsóttir víða. Sumstaðar liggur við dauðarefsing. Nú hafur einhver hótað ofbeldi vegna gleðigöngu. Sættum okkur aldrei við það og sínum samstöðu. Því var það sorgleg frétt að Borgarstjórinn mætti ekki á opnunarátið Hinsegin daga á fimmtudagskvöldið. Til viðhalds mannréttindum landsmanna þurfa allir að leggja sitt af mörkum, líka hann. 


Kverúlantar og pólitík.

Tilveran er sérstök. Bankarnir hagræða bókhaldinu þannig að líti sem best út og koma flottir undan vetri. Við þessir venjulegir höfum ekki kost á því. Við töpum og berum allan kostnað af fylleríi bankanna. Ég hef stundum velt því fyrir mér að meðaljóninn í okkar samfélagi gæti stýrt stjórnmálaflokkunum mun betur en þeir sem gera það núna. Ætli það veljist bara einhverjir kverúlantar í þær stöður. Meðaljóninn nennir þessu ekki og einbeitir sér að því sem er mun mikilvægara að sinna maka og börnum. Er það þannig að ekki er hægt að gera bæði og. Verður maður að vera kverúlant til að taka þátt í pólitík. Ég bara spyr?

The image “http://z.about.com/d/scifi/1/7/z/L/2/starwars74.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


Lífið er yndislegt-en samt bíð ég eftir SMS á mánudaginn.

Nú er helgin skollin á. Veðrið er mjög hagstætt. Það er til mikilla bóta. Hugur minn er í Vestmannaeyjum því síðastliðin tvö ár hef ég verið á Þjóðhátíð. Minningarnar þjóta um hugann. Núna þarf ég að vinna um helgina og gat því ekki komist í lundann. Á reyndar nokkra í frystinum síðan í fyrra. Önnur ástæða er að sonurinn er á Þjóðhátíð. Hann flaug frá Bakka og mun fara sömu leið til baka á mánudaginn. Þetta vekur ugg í brjóstum foreldra, skiljanlega. Ég var á bakvakt mánudaginn árið 2000 og sinnti flestum sem lentu í flugslysinu og öðrum slysum þá nótt. Því mun ég ekki vera í rónni fyrr en sms-ið er komið á mánudaginn.

The image “http://www.frostandfire.is/pictures/lundi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


Svartur Berlínari.

Það er margt sérkennilegt í tilverunni, eins og ég hef sagt oft áður. Nú er vinsælasti maður í Evrópu svartur gaur sem vill vera forseti í Ameríku. Hann er flottur og verður vonandi góður ef hann verður þá forseti. Það getur nefnilega skipt okkur hin miklu máli. Forseti Bandaríkjanna er nefnilega mjög valdamikill.

Eftir að Bandaríkjamenn voru dregnir úr egginu nauðugir viljugir í seinni heimstyrjöldinni hafa þeir verið afskiptasamir í alþjóðamálum. Sjálfsagt væri veröldin öðruvísi ef athafnasemi þeirra hefði ekki notið við. Hvað hefðu Rússarnir gert ef kaninn hefði bara farið heim?

Hitt er í raun mun athyglisverðara að hugsanlega munu Bandaríkjamenn velja sér svertingja fyrir forseta.  Að minnsta kosti ef hann tapar þá mun stór hluti kjósenda þar styðja hann. Ég minnist þess ekki að neinn litaður maður hafi náð viðlíka langt í vestur Evrópu. Hvernig var þetta nú, vorum við Evrópubúar ekki miklu frjálslyndari en þessir kanar? 

 

 Image:Majestic Liberty Large.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband