Fyrir hverju böršust afi og amma

Strįin nuddast varla saman ķ logninu. Sólin skķn og vermir hśšina, žorstanum er svalaš meš hreinu ómengušu vatni. Dóttirin kallar frį sjónum, pabbi sjįšu, žaš er frķ og allir njóta. Konan ofhitnar og fleygir sér ķ sjóinn til kęlingar, nokkur öldugangur en ekki meiri umhverfisspjöll aš sinni. Įratuga barįtta foreldra okkar og foreldra žeirra endurspeglast ķ tilveru okkar. Sumarfrķ į launum, heilsugęsla frį getnaši til grafar. Kallast sósķalķskt eša sósķaldemókratķskt kerfi. Byggir į sameiginlegri įbyrgš hópsins į einstaklingunum. Allir borga ķ pottinn įn nokkurrar vissu um endurgreišslu. Eingöngu vissan um aš ef eitthvaš bjįtar į žį er til öryggisnet sem tekur af manni falliš.

Žessa dagana er gerš gangskör ķ žvķ aš afnema žetta kerfi. Sagt er aš viškomandi kerfi ķ mörgum löndum séu svo skuldum vafiš aš skera žurfi burt allann óžarfa til aš standa ķ skilum viš skuldir landanna.  Afleišingin er mikill nišurskuršur į launum, eftirlaunum og mikiš atvinnuleysi. Einkavęša žurfi heilbrigšiskerfiš žannig aš eingöngu žeir sem eru meš platķnu Visa fįi žjónustu. Rķkissjóšir verša aš selja aušlindir og ašrar eigur sķnar į brunaśtsölu. Öll barįtta afa og ömmu fyrir bęttum hag hverfur ofanķ hyldżpi skuldarinnar.

Skuldirnar eru skuldir bankakerfisins sem rķkissjóšir margra landa hafa veriš neyddar til aš taka į sig. Žetta eru ekki skuldir vegna flatskjįrkaupa einstaklinga eša velferšakerfisins.

Reynt hefur veriš aš bjarga skuldum Grikklands meš neyšarpökkum. Viš venjulegar ašstęšur žegar fyrirtęki fara į hausinn eru žau endurskipulögš sem hefur ķ för meš sér afskriftir į skuldum žannig aš fyrirtękin komist į fętur į nż. Ķ tilfelli Grikklands og fleiri landa hefur sś leiš veriš bönnuš. Sagt er aš žau skulu borga meš žjóšartekjum sķnum fyrir allann glęfraskap bankanna. Hljómar ósanngjarnt.

Vandamįliš eru afleišuvišskipti bankakerfisins. Afleišur eru vešmįl um hvort eitthvaš hękki eša lękki ķ verši. Žaš veit enginn hversu miklar afleišur leynast ķ grķska hagkerfinu, hvaš žį hinna landanna ķ Evrópu. Vesalings Trichet forseti Sešlabanka Evrópu hefur ekki hugmynd um magn afleiša innan evrópsks hagkerfis. Žess vegna mį ekki setja Grikki né ašra ķ žrot žvķ žį žarf aš kryfja lķkiš og žį gęti komiš ķ ljós aš ekki nokkur einasta stofnun ķ veröldinni į fjįrmuni til aš borga allar afleišurnar. Žess vegna finnst žeim betra aš lįta skrokkinn rotna lifandi ķ žeirri fįranlegu von aš vandamįliš gufi upp einhvern daginn. Žaš mun ķ sjįlfu sér gerast ef žrišja heimstyrjöldin skellur į.

Heimurinn er ķ gķslingu Grikkja žvķ ef žeir verša settir ķ žrot vellur ófögnuširinn fram og leggur helstu rķki heimsins aš velli. Afleišuvišskiptin eru afrakstur óheftrar bankastarfsemi um vķša veröld. Ķ staš žess aš taka ķ lurginn į unglingnum žį sitja og standa stjórnmįlamenn eins og bankamönnum žóknast. Margir segja aš „the banks own the place". Žess vegna er heimurinn gķslar bankanna.

Sś stašreynd aš ķ mörgum löndum eru vinstri stjórninr ķ dag, stjórnmįlaflokkar sem eiga uppruna sinn ķ barįttu afa og ömmu, barįttu fyrir öryggi og jöfnuši, ķ dag gera žessar vinstri stjórnir nįkvęmlega eins og bankarnir segja žeim aš gera. Afi og amma létu berja sig ķ plokkfisk til aš koma į réttlęti en ķ dag žį eru arftakar afa og ömmu gólftuskur afkomenda žeirra sem žau hjónakornin böršust gegn. Žess vegna er žaš klįm žegar Steingrķmur kallar sig vinstri mann. Aš telja žaš til bóta aš hęgri mašur komist til valda flokkast undir ranghugmyndir. „The banks own the place".

Um allan heim skynjar almenningur aš stjórnmįlamenn eru taglhnżtingar bankakerfisins og žaš  skiptir engu mįli hvernig žeir litgreina sig. Žess vegna eru mótmęli vķšsvegar. Meira aš segja ķ Ķsrael eru mótmęli gegn nżfrjįlshyggjunni, žaš kallast nś aš bölva ķ kirkjunni. Bandarķkjamenn eru lķka aš fara aš mótmęla og ętla aš setjast į Wall Street žann 17. september og krafan veršur einföld og skżr „It's time for DEMOCRACY NOT CORPORATOCRACY, we're doomed without it".

Barįttan ķ dag snżst um okkur, lżšręšiš okkar gegn bönkum, fjįrmįlavaldi og stórfyritękjum. Ķ raun bara nż nöfn į kóngum vs almśga. Upp śr sauš ķ Frakklandi į sķnum tķma eftir langar og myrkar aldir. Munum viš sjį bankana stjórna öllu nęstu aldir žangaš til upp śr sķšur seint og um sķšir eša munum viš sem menntašir og upplżstir einstaklingar drulluhalast śt į torg og stręti og gefa óyggjandi til kynna hvar valdiš liggur. Er til of mikils męlst aš allir geti legiš og hlustaš į strįin nuddast saman ķ logninu eša į žaš bara aš vera į fęri örfįrra.

Žitt er vališ. Er hęgt aš sameinast um aš standa saman sem einn mašur, bara nśna?

 

 

 


« Sķšasta fęrsla

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband