Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
30.11.2008 | 21:27
Eru bara að fá útrás.
Ýmsir eru að reyna þessa dagana að gjaldfella mótmælin sem eru víða í þjóðfélaginu. Sagt er að við séum bara að þessu til að fá útrás. Kvartað er yfir því að við komum ekki með lausnir á vandamálum þjóðarinnar. Það er greinilegt að þessi tvö orð eiga ekki saman í dag, þ.e. "útrás" og "lausnir".
Staðreyndin er sú að útrás mun hingað til tengjast vandamálum frekar en nokkru öðru. Aftur á móti tel ég að það sé tilgangur í því að fá "bara útrás". Fólki líður kannski betur, það er ekki slæmt markmið í sjálfu sér.
Ég tel að öll sú mikla virkni sem við upplifum hjá almenningi í dag sé af hinu góða. Fólk er að minnsta kosti að velta fyrir sér vandamálunum, það er forsenda þess að einhverjar lausnir komi fram.
Sumir hafa gagnrýnt Borgarafundina, eins og þann sem var í Háskólabíó um daginn. Sjálfsagt ekki gallalausir frekar en önnur mannanna verk. Meginstef fundanna er krafan um upplýsingar. Almenningur hefur ekki aðgang að þeim upplýsingum sem þarf til að leysa vandamál þjóðarinnar. Það er sennilegasta skýringin á því að Jón Jónsson á götunni er ekki búinn að leysa kreppuna fyrir okkur-svona í einum grænum. Án upplýsinga er mjög erfitt að mynda sér skoðun. Mjög mörgum finnst vera mikill upplýsingaskortur á Íslandi. Við viljum búa í upplýstu samfélagi, ekki vera hluti af sértrúarflokki þar sem æðstu prestarnir ráða öllu.
27.11.2008 | 22:01
Vill einhver kaupa húsið mitt á 3 milljarða?
Ég hef verið að velta fyrir mér verðtryggingu eins og margir aðrir þessa dagana. Ég ákvað að prófa reiknivél Íbúðalánasjóðs. Ef ég tek verðtryggt 20 milljón kr. lán til 40 ára miðað við 20% verðbólgu þá enda ég með að borga tæpa 10 MILLJARÐA
Heildarendurgreiðsla | |||
Íbúðalánasjóður | Sparisjóðir | Samtals lánveiting | |
Afborgun | 20.000.000 kr. | 20.000.000 kr. | |
Vextir | 28.862.437 kr. | 28.862.437 kr. | |
Verðbætur | 9.866.906.833 kr. | 9.866.906.833 kr. | |
Greiðslugjald | 36.000 kr. | 36.000 kr. | |
Samtals greitt | 9.915.805.271 kr. | 9.915.805.271 kr. |
Útborguð fjárhæð (andvirði) | |||
Íbúðalánasjóður | Sparisjóðir | Samtals | |
Lánsupphæð | 20.000.000 kr. | 20.000.000 kr. | |
Lántökugjald | -200.000 kr. | -200.000 kr. | |
Útborgað hjá ÍLS | 19.800.000 kr. | ||
Opinber gjöld | -301.350 kr. | ||
Útborguð fjárhæð | 19.498.650 kr. |
Áramótin 2013 og 2014 skulda ég allt húsið, þ.e. eignalaus maður.
Vorið 2042 eru eftirstöðvarnar með verðbótum liðlega 3 þúsund milljónir eða 3 milljarðar.
Svar ASÍ er að lengja lánstímann í 70 ár. Greinilega mínir menn, gallinn er bara sá að ég vænti þess ekki að verða 120 ára.
Ég er bara læknir og mín stærðfræðikunnátta er mjög takmörkuð, því spyr ég er þetta mögulegt?
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.12.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.11.2008 | 21:54
Gasklefi verðtryggingarinnar.
16.11.2008 | 22:44
Skyldulesning-ræða Viðars á Austurvelli í gær.
Sjá hér ræðu Viðars á Austurvelli í gær. Algjör skyldulesning, auk hinna ræðanna sem voru mjög góðar
.
15.11.2008 | 23:09
Verðtrygging-fyrir hvern?
Ég fann þetta á heimasíðu SilfurEgils og fannst þetta svo athyglisvert að ég stal þessu. Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.
Fundur um verðtryggingu
Sæll, var á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík í gær um verðtryggð lán og þar kom Gylfi formaður ASÍ sem er í forsvari hóps sem Jóhanna skipaði til að skoða málefni fólks með verðtryggð lán. Þar fór sannarlega fulltrúi alþýðunnar - EÐA EKKI! Hann var alveg harður á því að halda óbreyttri verðtryggingu og í raun bara að lengja í snörunni. Þú átt að geta sótt um að lækka greiðslubyrði um 20% frá og með fyrsta des. ef þú vilt en mismunurinn fer bara á höfuðstólinn og safnar þar vöxtum og verðbótum. Síðan sagði hann (lausleg endursögn) að ef verðtryggingunni væri breytt færi Íbúðarlánasjóður og bankarnir á hausinn nokkrum vikum síðar og þá þyrfti að skera niður velferðarkerfið, borga hærri skatta og sparnaður foreldra okkar myndi hverfa. Viljið þið það?!.
Síðan var hann svo ósmekklegur (að okkar mati sem finnst það grafalvarlegt mál að sjá höfuðstól lána okkar hækka um fleiri hundruð þúsund í hverjum mánuði) að segja nokkra fimmaurabrandara um að hann vildi að hann væri jólasveinninn sem gæti gert allt fyrir alla og um Davíð Oddson. Frekar lélegt. Hverra hagsmuna er hann að gæta? Ég skil vel að einhver á þessa peninga en gætu ekki báðir hópar þurft að taka á sig eitthvað tap - ekki bara lántakendur. Ég er búin að missa alla von á þessu dæmi öllu.
14.11.2008 | 23:32
Upprisa þjóðarinnar-góð grein-skyldulesning.
14.11.2008 | 18:56
Að vera eða vera ekki þjónustufulltrúi í banka.
Grein eftir mig sem er í Mogganum í dag.
Austurrískur bankastarfsmaður hringdi í vin sinn sem starfar á Íslandi og er samlandi hans. Þetta var í apríl 2008. Bankastarfsmaðurinn sagði samlanda sínum að íslensku bankarnir stæðu illa og hún skyldi geyma sparifé sitt annars staðar, sem hún og gerði. Hún sagði henni að mat manna í Austurríki væri það að miklir möguleikar væru á því að íslensku bankarnir gætu farið í þrot ef illa áraði. Ekki var um neitt leyndarmál að ræða. Öllum starfsmönnum viðkomandi banka í Austurríki var með tölvupósti tjáð að draga úr öllum viðskiptum við Ísland þangað til annað væri ákveðið. Hvar voru íslenskir blaðamenn þá? Að eltast við íslenska Utanríkisráðuneytið við atkvæðasöfnun um allan heim vegna framboðs Íslands til Öryggisráðsins.
Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sendir bréf til Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra á sama tíma, þ,e, í apríl 2008. Boðskapurinn var hinn sami og austurríska bankamannsins. Sjálfsagt vegna þess að Sigurður og sá austurríski voru að rýna í sömu hagtölurnar. Munurinn er sá að hlustað var á þann austurríska en ekki bankastjóra Kaupþings. Þess vegna á austurríski einstaklingurinn sem starfar á Íslandi allt sitt sparifé, í austurrískum banka, en við Íslendingar ekki krónu með gati, bara skuldir.
Það voru margir fleiri sem vöruðu við að illa gæti farið en ekki var á þá hlustað. Ríkistjórn landsins, yfirmenn Seðlabanka og fjármálaeftirlitið hafa brugðist. Fjölmiðlanir hafa verið gjörsamlega gagnslausir, bara lýst orðnum hlut en ekki krufið málin til mergjar. Önnum kafin þjóðin dansaði með og veitti ekki nauðsynlegt aðhald. Ábyrgð hinna ýmsu aðila er þó mismikil. Ölvunarakstur útrásarmannanna er vítaverður en ef lögreglan lætur ölvunarakstur óáreittan af því að hann sé svo kúl þá verður slæmt enn þá verra. Þegar við bætist að engar ráðstafanir sem duga voru gerðar til að kljást við afleiðingarnar verða fíklarnir að englum því landsfeðurnir voru að minnsta kosti edrú.
Þegar heimilsfaðir skrifar upp á lán sem ábyrgðarmaður í misskilinni góðvild og heimilið lendir undir hamrinum er svipað ástand og við stöndum í núna sem þjóð. Skynsamir menn veðsetja ekki börnin sín. Núna hefur það gerst.
Hvernig komumst við úr klípunni? Við erum strand og enginn í áhöfninni er með hreint sakavottorð né próf úr Stýrimannaskólanum. Áhöfnin neitar að fara úr brúnni. Þeir reyna að sannfæra okkur farþegana að sökum þess hvað þeim tókst vel að sigla skútunni í strand að þá sé engum betur treystandi en þeim að ná henni á flot aftur. Það er ekki laust við vissa kyngingarörðuleika hjá farþegunum.
Þannig standa málin í dag. Við mætum á Austurvöll því við kyngjum þessu ekki. Við viljum nýja áhöfn því við treystum ekki þeirri gömlu. Allur umheimurinn treystir ekki stjórnendum þessa lands, það þorir enginn að senda fjármuni inn fyrir landsteinana sökum algjörs vantrausts á gæslumönnum þess. Allir aðilar að hruni Íslands benda hvor á annan og kenna hinum um. Maður upplifir sig eins og leikskólakennara sem hlustar á hóp barna útskýra hvers vegna rúðan brotnaði. Á meðan sundrast fleygið okkar í spón á strandstað.
Austurrískir bankar gátu lesið rétt í spilin s.l. vor og gert viðeigandi ráðstafanir skjólstæðingum sínum til hagsbótar. Að okkar hálaunaðu gæslumenn voru staurblindir sökum eigin hagsmunagæslu er eins hallærislegt og hugsast getur. Þeir hefðu átt að gera viðeigandi ráðstafanir eins og þeir austurrísku og hindra frekari skaða. Það er ekki að undra að ráðamenn séu rúnir öllu trausti hér heima og erlendis.
13.11.2008 | 18:50
Enn eitt neyslulánið??
Gætum hæglega sleppt IMF-láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 19:23
Hart í bak.
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 16:22
Silfur EGILS.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)