Gasklefi verðtryggingarinnar.

 
Lán hafa þá náttúru að þau þarf að endurgreiða ef einhver hefur ekki fattað það.
 
Hvað skiptir mestu máli núna. ESB?, Oddson? Eftirlaun? Kosningar? Nei og aftur nei. Mál málanna er verðtrygging lána. Er lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verðtryggt? Nei þar eru bara vextir.
 
Verðtrygging er bara á Íslandi. Verðtryggingin mun gera mikinn fjölda Íslendinga eignalausa. Íslendinga sem hafa alltaf staðið í skilum og ekki keypt sér flatskjá. Verðtryggingin mun éta upp sparnaðinn okkar. Íslendingar sem áttu 1/3 í eigninni sinni í fyrra eiga ekkert í dag. Ef fram heldur sem horfir mun verðtryggingin gera venjulega Íslendinga svo skulduga að enginn mannlegur máttur getur komið þeim úr skuldasúpunni. Við munum aldrei geta greitt upp skuldirnar við bankana/lífeyrissjóðina. Við munum ekki geta selt eignirnar okkar því þær duga engan veginn fyrir skuldunum. Við getum ekki leigt þær út því leigan dugar ekki fyrir afborgununum. Við getum því ekki flúið landið. Vegna verðtryggingarinnar erum við föst og borgum og borgum. Við borgum án þess að hafa neinn hvata til þess, enga ánægju, engin eignamyndun, við borgum bara í neikvæða leigu. Við verðum ofurseld lánadrottnum okkar. Við verðum leiguþý, hjáleigubóndi. Við eigum enga sök á þessu.
 
Gylfa formanni og ASÍ finnst þetta bara fínt og allt í besta lagi. Ríkisstjórnin lengir bara í hengingarólinni. Multimillarnir bíða með gullið sitt í útlandinu og ætla svo að kaupa okkur upp þegar við erum komin inn í gasklefann og allt er betra en dauðinn.
 
Hvar er ég? Undralandi, vakna ég á eftir? Eða mun ég bara heyra hvissið í Samfylkingargasinu rétt áður en ég dey.
 
Látum ekki leiða okkur til slátrunar eins og gyðinga forðum daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Báknið er stórt og við höfum ennþá ekki náð tökum á því. Höldum baráttu okkar áfram, Nýja Ísland verður land með heiðarlegu fólki. Stöndum saman.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ótrúlegar tölur!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 22:09

3 identicon

Þeir sem kunna að Reikna ....... Reiknið

Og þá hættið þið að borga í hyldýpið

Margir minna vina eru hættir að borga

Verðtrygging er krabbamein landsins og þarf að skera burt

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún Þóra,

ég vona svo innilega að Nýtt Ísland muni verða eins og þú segir. Heiðarlegt fólk. En ef verðtryggingin verður ekki afnumin verðum við bara heiðarlegt fólk sem getur bara borgað og borgað. Því verðum við að breyta þessu því annars erum við bara þrælar. Það er til lítils að vera heiðarlegur þræll.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Kjartan,

fróður maður sagði mér að 10 milljón króna lán sem er verðtryggt í 13% verðbólgu í 40 ár verði orðið meir en 900 milljónir að þeim tíma liðnum. Pældu í því!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Æsir,

ég átti von á því að margir myndu velta þessu fyrir sér. Það kemur mér í raun ekki á óvart að sumir borgi hreinlega ekki lánin sín. Þetta er svo tilgangslaust. Þú borgar og borgar og lánið vex og vex. Sjálfsagt er þetta mun áhrifaríkara en að kasta eggjum. Hvettu vini þína að blogga eða koma sögum sínum á annan hátt á framfæri.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef lent í þessu einu sinni og langar ekki að upplifa það aftur. Ég keypti íbúð 1983, borgaði nánast öll mín laun í afborganir í 8 ár og alltaf hækkaði höfuðstóllinn. Að lokum neyddist ég til að selja íbúðina 1991.

Ég sé ekki betur en að nú stefni í það sama aftur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Megnið af þessum peningum fer í millifærslur erlendis til að borga skuldir óreiðumanna, eins og kellingin sagði. Þetta er alveg óraunveruleiki úr helvíti, við erum með biluð keis í æðstu stöðum sem útrýma skipulega fyrirfram okkar samningsstöðu með hálfvitablaðri og síðan rennum við skiljanlega á rassgatið í framhaldinu eins og við höfum séð.

Baldur Fjölnisson, 22.11.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gunni, ASÍ forystan er alveg hroðalega slöpp enda var það ekki að ástæðulausu sem hún sýndi formanni Verslunarmannafélagsins fulla samstöðu.  Þessi forysta er svo meðvik spilltum stjórnvöldum  og útrásarævintýramönnum að hún sneiðir hjá allri umræðu um kjara- atvinnu og efnahagsmál með því að kyrja ESB söng Samfylkingarinnar. Ef þessum vesalingum tekst að mylja fiskimiðin undir Breta og Spánverja ásamt því að loka möguleikum okkar til að selja fisk í Asíu hefur þeim tekist að eyðileggja möguleika barnanna okkar til að greiða lánin sem verið er að taka. Svei!

Sigurður Þórðarson, 22.11.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Lára,

þú verður að segja sögu þína svo fólk skilji alvöru málsins. Þú gast að minnsta kosti selt íbúðina. Ég tel að ástandið sé mun alvarlegra í dag. Mjög margir voru skuldsettir 90-100% fyrir nokkrum mánuðum. Sennilega hefur þú verið skuldsett mun minna á sínum tíma. Því eru mjög margir tæknilega gjaldþrota, núna í dag. Þeim á eftir að fjölga mikið ef verðtryggingin verður ekki afnumin.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 23:27

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Baldur,

ég segi nú bara að ég er sammála þér. Til að við rennum ekki endanlega á rassgatið þá verðum við að gera eitthvað í málinu. Við verðum að fá gegnsætt lýðræði, umræðu og almennilega umræðu án aðstoðar norskra spunameistara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 23:38

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Siggi,

sammála þér að mörgu leiti. Verðtryggingin er mun brýnna mál en ESB í dag. ESB verður afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu seinna. En veltu öðru fyrir þér, ef erlendir aðilar eignast bankanna okkar þá eignast þeir líka þá sem skulda bönkunum. Sjávarútvegurinn skuldar mjög mikið hjá bönkunum. Hver á þá íslenskan sjávarútveg þegar bankarnir eru komnir í eigu útlendinga??

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 23:44

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvað er lýðræði? Hvenær sástu það síðast skilgreint? Er það ekki bara enn eitt heilaga hugtakið sem er sjálfvirkt hafið yfir raunverulega umræðu, eitthvað sem er svo sjálfsagt og gott að gagnrýni á það er bara eins og hver önnur trúvilla? Menn eru reyndar ekki brenndir á báli nú á dögum (en geta reyndar lent í Guantanamo Bay) en samt eiga þeir yfir höfði sér að vera til athlægis og eyðileggja framann og missa eftirvinnuna og svo framvegis. Og svo gæti jafnvel Dæetstalín nútímans lagt niður stofnunina sem þeir hafa sitt lifibrauð af. Þetta er allt saman hagsmunatengt og því meir sem aðilarnir eru skuldsettir. Skuldarinn er jú háður lánveitandanum. Þannig lemst þetta niður með tímanum og allir kóa með öllum út í eitt vegna þess að allir eru á fokking hausnum og ekki má rugga bátnum hið minnsta en auðvitað klikkar það að lokum. Lærdómurinn af þessu er að ekki sé að treysta á raðlygara, en flestir áttu að hafa fattað það í öðrum bekk. En gerðu greinilega ekki og nú er spurningin virkilega um að bjarga sér og sínum. Hvernig þið gerið það get ég ekki sagt til um en varla farið þið lengur eftir bulli einhverra pólitískra lygamaskína.

Baldur Fjölnisson, 23.11.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Baldur,

lýðræði er orð sem hefur misst merkingu sína. Í dag þegar skóinn kreppir að lendum við í endurskoðun á þeim gildum sem við höfum tekið sem sjálfsagðan hlut. Því er ekki nema eðlilegt að við nemum staðar og endurmetum stöðuna. Við höfum hingað til álitið "lýðræði" vera tryggingaskírteini fyrir réttlátu þjóðfélagi, nokkurs konar kaskó án sjálfsábyrgðar. Því er mjög nauðsynlegt að efla alla umræðu um innihald lýðræðis.

Dæetstalin fatta ég ekki hvað þú meinar með því, fyrirgefðu hvað ég er grunnur.

Raðlygarar/pólitískar lygamaskínur; þessi punktur þinn veldur mörgum miklum heilabrotum þessa dagana. Mjög mikil endurskoðun í gangi. Er hægt að treysta gömlu valdhöfunum fyrir endurreisninni? Fæstir telja að svo og því er það mikill ábyrgðarhluti að finna sér farveg í dag. Hann verður að helgast af því að það gagnist sem flestum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 01:36

15 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón,

"Það er bara ekki hægt að skilja veskið sitt eftir í vörslu spilafíkils."

Þetta segir þú í þinni færslu og er vel mælt. Ekki bara það heldur krefst það umhugsunar. Stjórnvöld taka ekki ábyrgð og ljúga að okkur í þokkabót. Nú er búið að veðsetja okkur í botn. Verðtryggingin gerir okkur öll að eignalausum skuldsettum einstaklingum. Góða nótt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 02:15

16 Smámynd: Rannveig H

Spaugstofan sýndi þetta á kómískan hátt með litlu Gunnu og litla Jón.

Ég er sammála Sigga verklýðsforingjar eru máttlausir og taka þátt í ábyrgðaleysi stjórnvalda.Mér finnst endilega að næstu fundur eigi að taka á því máli hvað þeir eru samábyrgir og í vasa stjórnmálamanna. Við verðum að fá verðtrygginguna burtu, gott væri að þú gætir komið þessari grein þinni víðar.

Rannveig H, 23.11.2008 kl. 10:55

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gunni, ef erlendir aðilar eignast íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vegna skuldaskila verða þeir að selja þau aftur skv. núgildandi lögum.

 Ég get alls ekki verið sammála þér um að hugsanleg innganga í ESB sé smámál, sem afgreitt verði einhvernvegin í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hér er raunveruleg hætta á ferð.

Fjölmiðlarnir eru allir í eigu fyrrum útrásarbankamanna og reka linnulausan áróður fyrir inngöngu, bæði í forystugreinum, fréttum og viðtölum.  Stór hluti þjóðarinnar er í örvinglan og tækifærissinnaðir lýðskrumarar selja billegar töfralausnir.  Til þess að fletta ofan af þeim þarf upplýsta umræðu og mér þykir miður ef þú telur hana óþarfa.

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 11:28

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón,

í raun er allt betra en að verðtryggingin geri okkur eignalausa skuldara um aldur og ævi. Þú ættir að hamra meira á þessari dollarahugmynd. Ég er sammála þér um ESB, hugmyndin að fara þangað er allra athygli verð. Aftur á móti er það ekkert sem við þurfum að sinna fyrir jól.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 11:38

19 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rannveig,

spaugstofan var frábær. Þeir eru í stjórnarandstöðu og ég velti því fyrir mér í gær hversu lengi þeir halda vinnunni hjá ríkissjónvarpinu. Sjaldan höfum við þurft á að halda sterkri verkalýðshreyfingu. Því miður er hún á mála hjá valdhöfum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 11:43

20 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Siggi,

ég vona að þú hafir rétt fyrir þér um eign útlendinga á kvótanum okkar.

Þegar kemur að ESB þá tel ég að engin vitræn umræða verði um ESB fyrr en við sækjum um aðild. Í kjölfarið verður mikil umræða. Þetta ferli mun taka langan tíma og á að gera það. Að því loknu tökum við upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 12:26

21 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hanna Birna,

er sammála þér í því að verðtryggingin á að hverfa svo við venjulegir borgarar lifum af. Ég veit ekki hvað hann Gylfi er að hugsa eða fyrir hvern hann er að berjast. Að minnsta kosti ekki venjulega launamenn sem vilja standa í skilum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 19:13

22 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gunnar, RE: dæetstalín. Nærtækt dæmi um dæetstalín er Davíð Oddsson. Dæetstalínar eru ávallt valdasjúkir sækópatar og sjúklegir raðlygarar og svífast einskis við að fullnægja valdasýki sinni.

Baldur Fjölnisson, 24.11.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband