Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Frjálslyndir og byltingin

Við í Frjálslynda flokknum heyrðum búsáhaldabyltinguna hrópa gömlu slagorðin okkar. Við upplifðum tengingu við almenning. Slagorð alþingis götunnar, hagsmunasamtaka heimilanna og andstaðan við AGS, allt slær í takt við okkur, stefnumál Frjálslyndra.

Við ákveðum að reyna að koma rödd almennings upp á borð elítunnar með lýðræðislegum hætti, bjóða fram. Þar með breyttumst við í litla ljóta andarungann.

Er ekki til nein pólitísk hugsun í þessari þjóð, ráða gamlir fordómar og nennir enginn að kynna sér málin til hlítar eða fylgir pöpullinn bara straumnum í algjöru hugsunarleysi og eða gamla góða flokknum sínum. Er sem sagt í lagi að við séum vinnudýr byltingarinnar en ekki forustuafl?


Hreppsómagar og AGS

Ekki get ég sagt að ég sé hlutlaus í umfjöllun minni um frambjóðenda Frjálslynda flokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég er kvæntur Helgu sem er í fyrsta sætinu. Í sumar verða 30 ár liðin frá brúðkaupinu og eins og eðalvínum er einum lagið þá batnar ávöxturinn með hverju árinu sem líður. Þar sem ekkert mark er á mér takandi vegna hagsmunatengsla ætla ég að ræða önnur mál.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið fyrirmæli um hvernig á að binda enda á óraunhæfar væntingar almennings um afskriftir skulda. Einhver ný lög sem samþykkja á fyrir lok júní munu setja þann ramma sem skuldugir einstaklingar þurfa að fylgja. Kjarninn í þeim lögum virðist eiga að vera sá að ef skuldarar geta ekki sýnt fram á trúverðugar afborganir lána þá munu lánadrottnar eiga alls kostar við þá.

Hér er átt við skuldirnar eins og þær hafa margfaldast vegna hrunsins, þeir sem geta borgað þær lifa af hinir ekki.

Í tillögum AGS er ekki gert ráð fyrir neinni leiðréttingu hvað þá lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur.

Að öllu óbreyttu munu mörg þúsund heimili verða gerð upp í haust. Heimilunum verður sundrað, hreppsómagar munu aftur öðlast tilveru á Íslandi. Er þetta sú framtíð sem við kjósum að sjá hér á landi?


mbl.is Helga leiðir Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS virðist kunna að smala....

Meira að segja Jesús sjálfur efaðist fyrir krossfestinguna en Íslendingar efast ekki. Við réttum út alla skanka til að neglingin gangi vel fyrir sig. Meðan nöglunum er hagrætt rífumst við um allt annað en hvað böðullinn hefur fyrir stafni. Það er eins og hann sé ekki til, fyrr en að naglarnir rjúfa holdið og þá er allt um seinan.

Við rífumst um ríkisstjórn, stjórnarandstöðu, kvóta o. fl. Allt mjög mikilvægt en það er stór leikari kominn inn á svið íslenskrar tilveru. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Starfsmenn hans segja núna að við uppfyllum öll skilyrði sjóðsins en stjórn sjóðsins þarf að samþykkja niðurstöðu starfsmanna sinna. Að við stöndumst prófið svona vel segir mér að við látum negla okkur við krossinn möglunarlaust.

Stefna sjóðsins hefur sýnt sig skaða almenning í þeim löndum sem hann hefur ráðskast með. Sami lánlausi lyfseðillinn er okkur réttur og við fylgjum fyrirmælunum af kostgæfni. Oft var þörf en nú er nauðsyn að við förum að haga okkur eins og sjálfstæðir kettir í samskiptum okkar við AGS í stað þess að láta leiða okkur til slátrunar eins og hverja aðra sauði.

 

 

 


Bessastaðir kl 10:30 í fyrramálið og koma svo

Við skulum taka daginn snemma og mæta tímanlega svo athöfnin verði fumlaus og virðuleg.

Mörgum virðist órótt vegna undirskriftanna og telja Ísland einangrast í eilífðri fátækt ef forsetinn skrifar ekki undir.

Vil minna á að til eru staðfest lög frá því í sumar sem segja til um greiðslur á Icesave skuldunum. Því er ekki um það að ræða að fólk haldi að Icesave skuldin hverfi. Fólk vill ekki hafa greiðslurnar án fyrirvaranna. Án fyrirvaranna er landið okkar og gæði þess sett að veði fyrir skuldunum. Um þetta atriði snýst málið, fólk vill eiga landið sitt.

Stjórnarsinnar sjá þetta sem tilraun til að fella núverandi ríkisstjórn. Mín undirskrift hjá inDefence er ekki í þeim tilgangi. Því miður hefur framganga ríkisstjórnarinnar í vetur stefnt lífi hennar í voða. Mikil óánægja er meðal fólks með viðhorf hennar til skuldastöðu Íslands. Það viðhorf er reyndar nátengt Icesave. Stjórnin hefur kappkostað að gera lítið úr skuldum okkar til að við samþykkjum Icesave. Sá gjörningur gæti orðið okkur hættulegur, því ef við vanmetum vandamálið gætum við anað áfram að hætti okkar árið 2007.

Sjá annars hugleiðingar mínar í gær.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta frjálsa atkvæðagreiðsla Alþingis, í minni vist

Ég hef lesið allt sem að kjafti kemur um skuldir Íslands og greiðslugetu okkar. Þær áætlanir sem smíðaðar hafa verið hingað til ganga ekki upp og örugglega ekki að Icesave viðbættu. Í ljósi þess eru átök innan einhvers stjórnmálaflokks bara sandkorn í mannkynssögunni. Klauf ekki Gunnar Thor sig frá Sjálfstæðismönnum og er sá flokkur eitthvað dauður í dag. Það þarf nú meira til.

Þegar núverandi ríkisstjórn hefur fengið Icesave samþykkt á Alþingi munu lánadrottnar Íslands stjórna öllu hér á landi í gegnum fulltrúa sinn AGS.  Því mun kosningin um Icesave á morgun verða síðasta frjálsa kosningin sem Alþingi okkar tekur. Eftir það mun AGS ráða för. Það verður auðvelt því þrátt fyrir himinhrópandi gagnrök í dag virkar flokksagi stjórnarflokkanna. Þegar stjórnarþingmenn hafa einu sinni kastað skynseminni út í hafsauga verður hún vandfundin á nýjan leik.

Þingmönnum er vandi á höndum á morgun, þeir þurfa að ákveða sig hvernig þeir kjósa. Þegar þeir hafa ákveðið sig þá þurfum við, almenningur, að ákveða okkur. Almenningur þarf að ákveða sig hvort hann treystir sér með stjórnvöldum í þá vegferð sem þau hyggjast leggja í. Ég held að mörgum muni reynast erfitt að deila rúmi með þeim sem troða Icesave oní kokið á okkur hinum. Þannig er það nú bara.

http://www.quercus.com/iceland/skjaldarmerki.gif


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju skiptir Icesave þjóðina

Spá AGS og íslenskra stjórnvalda, á getu okkar til að standa í skilum sem þjóð, er mikil bjartsýnisspá. Fjárlög fyrir árið 2010 eru klár merki þess að höfundarnir eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Forsendurnar, gjaldeyrisafgangur, tekjur ríkisins og þjóðarframleiðsla, standast ekki. Ef forsendurnar eru brostnar þá er ekkert að marka þessi plön. Þá er framtíð okkar ekki eins og okkur er talin trú um.

Hvernig verður þá framtíð okkar Íslendinga?

Ég óttast að þegar AGS birti sína næstu endurskoðun fáum við verri tíðindi. Sú endurskoðun verður ekki birt fyrr en Icesave hefur verið samþykkt sökum þvingunaraðgerða AGS gagnvart okkur. Sennilega verður okkur tjáð að til að geta klofið skuldirnar verðum við að skera enn meira niður. Síðan mun AGS koma með fleiri endurskoðanir og markmið þeirra allra er að við verðum borgunarmenn fyrir skuldum okkar. Því munu þeir leggja til að við setjum hvað eina upp í skuldir. Ef vinnuframlag okkar dugar ekki fara eignir okkar líka.

Því mun arður Íslands fara í vasa lánadrottna. 

Til að hámarka arðinn mun laun og annar kostnaður, heilbrigðis- og menntamál, vera skorinn niður.

Þannig óttast ég að framtíð Íslands verði.

Ef Icesave verður fellt á Alþingi kemur upp sú nýja staða að þjóðin þarf að fara að hugsa. Þjóðin þarf þá að setja sig inn í málin og finna lausnir. Þjóðin mun þá gera sér grein fyrir stöðu sinni. Þá er það kostur að hafa fyrirvarana við Icesave.

Ef Icesave verður samþykkt núna mun fyrrnefnd stað, að þjóðin taki til sinna mála, koma upp mun seinna. Saga annarra þjóða í sömu stöðu og við segir okkur það. Þá mun skuldasúpan vera orðin mun verri. Sennilega er þjóðinni fyrirmunað að skynja vitjunartíma sinn fyrr en seinna og sjálfsagt verður maður að sætta sig við það.


mbl.is Afborganir lána 40% tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafna Icesave er sennilega andstætt náttúruvernd

Milli jóla og nýárs mun Icesave verða samþykkt. Það verður mikill léttir fyrir alla Íslendinga. Þeir sem hafa kynnt sér málið og skilja það munu afskrifa Ísland. Þá mun fólk hefjast handa við að skipuleggja framtíð sína fyrir sjálft sig. Við munum hætta að standa í þessu brölti fyrir þjóðina og hugsa eingöngu um eigin hag. Orrustan töpuð og bara að viðurkenna það.

Þegar maður hugsar aðeins út fyrir kassann, hugsar í víðara samhengi er þetta augljóst. Það eru á hverjum degi einhverjar dýra- og plöntutegundir að koma og fara. Þjóðir koma og fara, það er hinn eðlilegi gangur sögunnar, hvað er maður að æsa sig? Hvernig gat nokkrum Íslendingum dottið í hug að stöðva þróun sem þeir hafa ekkert vald til að hafa áhrif á.

Í sinni einföldustu mynd er staðan eftirfarandi: Ísland er gjaldþrota, við lestur skýrslu AGS er það augljóst. Þar að auki munu fleiri skuldir eiga eftir að bætast við og síðan að sjálfsögðu Icesave. Áætlun AGS stenst ekki, hún er óframkvæmanleg. Þegar viljayfirlýsing Jóhönnu og Steingríms við AGS er lesin sér maður hvað er í vændum. Niðurskurður og fátækt. Lausn AGS verður meiri lántaka og vaxtagreiðslur að eilífu.

Vandinn er sérkennilegur. Ef allir Íslendingar hefðu lesið skýrslu AGS, viljayfirlýsingu stjórnvalda við AGS og velt fyrir sér skuldastöðu okkar væru allir á móti Icesave, líka á Alþingi. Þess vegna hafa andstæðingar Icesave ekkert vald.

AGS vill að við samþykkjum Icesave. Meðan það er ógert beita þeir okkur þrýstingi. Þegar Icesave er samþykkt þurfa þeir ekki að beita okkur þrýstingi. Þegar Icesave er samþykkt á Alþingi Íslendinga getur AGS sagt okkur fyrir verkum. Ef Icesave verður samþykkt, verður það síðasta frjálsa/fullvalda atkvæðagreiðsla Alþingis Íslendinga.

Ég ætla að mæta á Austurvöll og mótmæla, meira svona til að geta sagt frá því við afabörnin. Eftir Icesave ætla ég bara að hugsa um sjálfan mig, en sennilega mun ég aldrei skilja hvernig náttúruverndarhugsjónir VG gátu falið í sér tortímingu fullveldis þjóðar sinnar.

http://www.cartoonstock.com/newscartoons/cartoonists/ato/lowres/aton1642l.jpg


mbl.is Undarlega lítill kraftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn ósáttir við orð Strauss-Khan og framgöngu Norðmanna við að hjálpa Íslendingum

Margir Norðmenn eru reiðir sínum stjórnmálamönnum fyrir að styðja ekki Íslandinga. Athyglisvert er að lesa athugsemdir í norskum fjölmiðlum um svar Strauss-Khan við bréfi sem við sendum honum, nokkrir Íslendingar. Þar segir Strauss-Khan að það sé Norðurlöndum að kenna að AGS hafi ekki endurskoðað áætlun sína fyrir Ísland fyrr en núna um daginn. Töfin sé Norðurlöndunum að kenna ekki AGS. Ráðuneytisstjórinn í norska fjármálaráðuneytinu segir þetta vera ósannindi hjá Strauss-Khan, sem sagt Strauss-Khan er lygari. Norðmenn eru að vonum ekki sáttir við sitt hlutskipti.

"Det er pinlig å lese om Stoltenberg/Halvorsens svik mot vårt broderfolk
Islendingene ! Men de har jo feil kulør, ikke sant Jens/Kristin !? Hadde de
vært mørkere i huden/Muslimer så hadde det nok stillet seg annerledes!
Rød/Grønn vidrighet ! "

"Et tankekors kan det jo også være, at dersom det hadde vært Palestina som hadde vært i samme situasjon som Island, så hadde pengene vært utbetalt for lenge siden.
Uten noen krav om tilbakebetaling."

"Stoltenberg bløffer og spiller et svarteperspill for at Island skal bli mer avhengig av eu og etterhvert at Island kapitulerer og gir bort forvaltningen av sin nasjon til unionsmakten i europa. Slikt vil hjelpe Stoltebergs ønske om å legge Norge under fremmed makt(eu).
Dette er et klassisk eksempel på at det er mange måter å vise at en i den store sammenhengen er en "sviker". Ikke bare i eget land, men han sviker også andre land i skandinavia."

"I statsbudsjettet for 2010 er det foreslått å bruke over 27 MILLIARDER Kr. i bistand/uhjelp. Nå blir det vel slik at en brøkdel når frem til de som virkelig trenger det og mye havner vel i lomma på korrupte ledere i diverse land. Koranskoler i Pakistan og diverse diktaturstater og terrororganisasjoner skal vel også ha sitt i tråd med den rød/grønne politikken. Hadde Island vært ei lita øy utenfor Afrika og med et styresett i diktatorstil så hadde nok økonomisk bistand allerede vært gitt. AP og SV hever ved passende anledninger ord som solidaritet. Nåværende ledere i AP og SV er bløffmakere, det eneste dere ser ut for å prioritere er egen makt og egen vinning."

"Slik behandles ett broderfolk ! Synd for Island at de ikke har regnskog.., eller subsahara lignende tilstander. Da hadde nok milliardene drysset ned over dem, fra Jens og Co."


"Men, Island er kun ett hardt arbeidende nordisk folk, som har bygget opp et velferdsamfunn på et av verdens tøffeste og karigste steder. Europas eldste demokrati.
Nå trenger de hjelp, glem det, det får dere ikke av oss.
Jeg skammer meg."

 

 


Frjálslyndir og næstu jól.

Núna eru kosningar á morgun. Það verður mjög spennandi að vita hvernig fer. Þrír flokkar hafa komið okkur í þetta klúður, Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Samfylkingin. Þrátt fyrir minniháttar lýtaaðgerð á forsíðu þessara flokka eru innviðirnir eins. Það mun valda mér miklum vonbrigðum ef öll búsáhaldarbyltingin og öll sú óánægja sem hefur kraumað hefur ekkert í för með sér. Ef þessir þrír flokkar koma sterkir inn aftur er mér brugðið. Er fólk að kjósa eftir skoðanakönnunum?

Rödd Frjálslynda flokksins er mikilvæg. Við viljum afla og vinna okkur strax út úr kreppunni. Sérkennilegt að almenningur kveikir ekk á þessu. Okkur hefur skort múturfé, til allrar hamingju, en við gjöldum þess engu að síður. 

Ég vil bara benda kjósendum á að kröfur almennings í vetur, í mótmælunum eru að mestu samhljóma stefnu Frjálslynda flokksins. Því ættu margir að geta fundið atkvæði sínu gott skjól hjá Frjálslynda flokksins.


Í hvaða liði erum við??

Spillingaumræðan er að hjaðna. Þrátt fyrir það situr óbragðið enn þá í munni mínum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið kaupa sig. Hver voru málefnin sem hann barðist fyrir. Þingmenn koma og fara en stefnan á vara áfram. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sátu að völdum árum saman. Þeir sem nutu þess voru þeir sem meira máttu sín. Þeir sem voru minnimáttar hlutu ekki náð fyrir þessum flokkum. Því ættu fyrrverandi kjósendur þessara flokka að hugsa sig vel um á laugardaginn kemur. Erum við í liði með yfirstéttinni eða ekki?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband