Norðmenn ósáttir við orð Strauss-Khan og framgöngu Norðmanna við að hjálpa Íslendingum

Margir Norðmenn eru reiðir sínum stjórnmálamönnum fyrir að styðja ekki Íslandinga. Athyglisvert er að lesa athugsemdir í norskum fjölmiðlum um svar Strauss-Khan við bréfi sem við sendum honum, nokkrir Íslendingar. Þar segir Strauss-Khan að það sé Norðurlöndum að kenna að AGS hafi ekki endurskoðað áætlun sína fyrir Ísland fyrr en núna um daginn. Töfin sé Norðurlöndunum að kenna ekki AGS. Ráðuneytisstjórinn í norska fjármálaráðuneytinu segir þetta vera ósannindi hjá Strauss-Khan, sem sagt Strauss-Khan er lygari. Norðmenn eru að vonum ekki sáttir við sitt hlutskipti.

"Det er pinlig å lese om Stoltenberg/Halvorsens svik mot vårt broderfolk
Islendingene ! Men de har jo feil kulør, ikke sant Jens/Kristin !? Hadde de
vært mørkere i huden/Muslimer så hadde det nok stillet seg annerledes!
Rød/Grønn vidrighet ! "

"Et tankekors kan det jo også være, at dersom det hadde vært Palestina som hadde vært i samme situasjon som Island, så hadde pengene vært utbetalt for lenge siden.
Uten noen krav om tilbakebetaling."

"Stoltenberg bløffer og spiller et svarteperspill for at Island skal bli mer avhengig av eu og etterhvert at Island kapitulerer og gir bort forvaltningen av sin nasjon til unionsmakten i europa. Slikt vil hjelpe Stoltebergs ønske om å legge Norge under fremmed makt(eu).
Dette er et klassisk eksempel på at det er mange måter å vise at en i den store sammenhengen er en "sviker". Ikke bare i eget land, men han sviker også andre land i skandinavia."

"I statsbudsjettet for 2010 er det foreslått å bruke over 27 MILLIARDER Kr. i bistand/uhjelp. Nå blir det vel slik at en brøkdel når frem til de som virkelig trenger det og mye havner vel i lomma på korrupte ledere i diverse land. Koranskoler i Pakistan og diverse diktaturstater og terrororganisasjoner skal vel også ha sitt i tråd med den rød/grønne politikken. Hadde Island vært ei lita øy utenfor Afrika og med et styresett i diktatorstil så hadde nok økonomisk bistand allerede vært gitt. AP og SV hever ved passende anledninger ord som solidaritet. Nåværende ledere i AP og SV er bløffmakere, det eneste dere ser ut for å prioritere er egen makt og egen vinning."

"Slik behandles ett broderfolk ! Synd for Island at de ikke har regnskog.., eller subsahara lignende tilstander. Da hadde nok milliardene drysset ned over dem, fra Jens og Co."


"Men, Island er kun ett hardt arbeidende nordisk folk, som har bygget opp et velferdsamfunn på et av verdens tøffeste og karigste steder. Europas eldste demokrati.
Nå trenger de hjelp, glem det, det får dere ikke av oss.
Jeg skammer meg."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er von að þeir séu reiðir.  Við myndum vera það líka ef þetta væri á hinn veginn.  Ótrúlegt hvernig norðurlandaþjóðirnar hafa hagað sér gagnvart okkur.  En okkar tími mun koma eins og kerlingin sagði, það er ég viss um, og ef við glutrum ekki tækifærunum í flórinn hjá ESB munum við rísa og verða sterkt þjóðfélag.  Það skyldi þó aldrei verða svo að þeir þyrftu á okkur að halda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kattaþvottur hefur löngum þótt léleg hreinsunaraðgerð. Enginn vill bera sökina af þeim drætti sem hefur orðið við að afgreiða lá til okkar. En við erum að hefja ferðina upp brekkuna og miðar nokkuð vel miðað við spár. ESB aðildin mun svo koma okkur á lyganari sjó.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.11.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

ég er sammála þér og Norðmenn ræða það í fullri alvöru sín á milli hvernig við myndum bregðast við í framtíðinni ef þeir þyrftu hjálp. Einnig eru umræður í norskum þingnefndum athyglisverðar. Þar kemur fram verulegur ótti um að ekki muni nokkurn tíman gróa heilt á milli þessara þjóða, þe Íslands og Englands.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.11.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

vonandi hefur þú rétt fyrir þér.

Mín skoðun er sú að við séum í lóðréttu falli niður.

Meginorsökin er sú að Samfylkingin vill ekkert annað en að fara inn í ESB. Svipuð heilabilun átti sér stað hjá þýskum herforingjum í lok stríðsins, þeir töldu sig vinna stríðið því þeir ættu von á einhverju Whunderwapen-leynivopni. Þetta gerist oft í heilum fólks þegar öll sund virðast lokuð, þannig er það nú bara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.11.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Að mínu mati er það bábilja að halda að aðild að ESB bjargi einhverju það er eins og að bóndi í fé þröng selji kýrnar sínar til að bjarga málunum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband