Síðasta frjálsa atkvæðagreiðsla Alþingis, í minni vist

Ég hef lesið allt sem að kjafti kemur um skuldir Íslands og greiðslugetu okkar. Þær áætlanir sem smíðaðar hafa verið hingað til ganga ekki upp og örugglega ekki að Icesave viðbættu. Í ljósi þess eru átök innan einhvers stjórnmálaflokks bara sandkorn í mannkynssögunni. Klauf ekki Gunnar Thor sig frá Sjálfstæðismönnum og er sá flokkur eitthvað dauður í dag. Það þarf nú meira til.

Þegar núverandi ríkisstjórn hefur fengið Icesave samþykkt á Alþingi munu lánadrottnar Íslands stjórna öllu hér á landi í gegnum fulltrúa sinn AGS.  Því mun kosningin um Icesave á morgun verða síðasta frjálsa kosningin sem Alþingi okkar tekur. Eftir það mun AGS ráða för. Það verður auðvelt því þrátt fyrir himinhrópandi gagnrök í dag virkar flokksagi stjórnarflokkanna. Þegar stjórnarþingmenn hafa einu sinni kastað skynseminni út í hafsauga verður hún vandfundin á nýjan leik.

Þingmönnum er vandi á höndum á morgun, þeir þurfa að ákveða sig hvernig þeir kjósa. Þegar þeir hafa ákveðið sig þá þurfum við, almenningur, að ákveða okkur. Almenningur þarf að ákveða sig hvort hann treystir sér með stjórnvöldum í þá vegferð sem þau hyggjast leggja í. Ég held að mörgum muni reynast erfitt að deila rúmi með þeim sem troða Icesave oní kokið á okkur hinum. Þannig er það nú bara.

http://www.quercus.com/iceland/skjaldarmerki.gif


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband