Hverju skiptir Icesave þjóðina

Spá AGS og íslenskra stjórnvalda, á getu okkar til að standa í skilum sem þjóð, er mikil bjartsýnisspá. Fjárlög fyrir árið 2010 eru klár merki þess að höfundarnir eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Forsendurnar, gjaldeyrisafgangur, tekjur ríkisins og þjóðarframleiðsla, standast ekki. Ef forsendurnar eru brostnar þá er ekkert að marka þessi plön. Þá er framtíð okkar ekki eins og okkur er talin trú um.

Hvernig verður þá framtíð okkar Íslendinga?

Ég óttast að þegar AGS birti sína næstu endurskoðun fáum við verri tíðindi. Sú endurskoðun verður ekki birt fyrr en Icesave hefur verið samþykkt sökum þvingunaraðgerða AGS gagnvart okkur. Sennilega verður okkur tjáð að til að geta klofið skuldirnar verðum við að skera enn meira niður. Síðan mun AGS koma með fleiri endurskoðanir og markmið þeirra allra er að við verðum borgunarmenn fyrir skuldum okkar. Því munu þeir leggja til að við setjum hvað eina upp í skuldir. Ef vinnuframlag okkar dugar ekki fara eignir okkar líka.

Því mun arður Íslands fara í vasa lánadrottna. 

Til að hámarka arðinn mun laun og annar kostnaður, heilbrigðis- og menntamál, vera skorinn niður.

Þannig óttast ég að framtíð Íslands verði.

Ef Icesave verður fellt á Alþingi kemur upp sú nýja staða að þjóðin þarf að fara að hugsa. Þjóðin þarf þá að setja sig inn í málin og finna lausnir. Þjóðin mun þá gera sér grein fyrir stöðu sinni. Þá er það kostur að hafa fyrirvarana við Icesave.

Ef Icesave verður samþykkt núna mun fyrrnefnd stað, að þjóðin taki til sinna mála, koma upp mun seinna. Saga annarra þjóða í sömu stöðu og við segir okkur það. Þá mun skuldasúpan vera orðin mun verri. Sennilega er þjóðinni fyrirmunað að skynja vitjunartíma sinn fyrr en seinna og sjálfsagt verður maður að sætta sig við það.


mbl.is Afborganir lána 40% tekna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Komdu sæll.

Það er gaman af að sjá hvað þú ert hress.  Það er alveg merkilegt að það sé VG ráðherra sem sé svona fastur í vinavæðingunni að hann geti bara alls ekki tekið neinum skynsemisrökum og sé sennilega að takast að berja ósköpin í gegn án fyrirvarana góðu.

Ég held reyndar að vinstri grænir séu að vinna að hröðustu virkjanavæðingu Íslands með þessu.

Eitthvað þarf til þess að greiða ósköpin.  Og þegar fjárhagslegt frelsi er ekki til staðar, ráða ekki Vinstri Grænir hvað verður virkjað.  Það verða rukkararnir sem sjá um að ákveða það.  Og þá verður allt virkjað.  Allt.  Í það minsta ef það býr til evrur eða pund.

Með jóla og nýárskveðjum,

Jón Ásgeir Bjarnason, 29.12.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband