Ekki gengið að auðlindum Íslands segir RÚV-þar með er möguleikinn staðfestur.

"Bretar og Hollendingar hafa staðfest að ekki verði gengið að auðlindum Íslands ef ekki tekst að greiða Icesave-skuldirnar."

Þetta er haft eftir formanni fjárlaganefndar, Guðbjarti Hannessyni. Þetta er mjög athyglisvert með hliðsjón af hvernig þessi samningur við Breta og Hollendinga kom til landsins. Ef við rifjum þetta upp þá voru áhöld um að við fengjum að sjá samninginn. Það voru jafnvel til þingmenn sem voru reiðubúnir að samþykkja hann óséðan.  Það var umsvifalaust kveðið í kútinn ef einhver Íslendingur óttaðist að við gætum ekki staðið í skilum. Sömuleiðis ef menn óttuðust að gengið yrði að veðum ef svo færi, þ.e. eignum íslenska ríkisins.

Nú hefur sá ótti verið staðfestur. Það hefur semsagt verið staðfest af Guðbjarti að hugsanlega gætum við ekki staðið í skilum. Þar að auki hefur sá möguleiki verið staðfestur að hægt hefði verið að ganga að auðlindum okkar. Það var sem sagt mögulegt.

Það má segja að sá möguleiki að auðlindir gengju upp í skuldir þjóðarinnar, að þjóðin sé á því augnabliki komin í greiðsluþrot. Því hlýtur sá möguleiki um gjaldþrot þjóðarinnar að svipta alla þingmenn möguleikanum að samþykkja IceSave samninginn, að öðrum kosti væru þeir að framkvæma landráð. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur.

http://www.ushmm.org/propaganda/assets/images/500x/anti-versailles-treaty.jpg


Skáldskapur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins by Eva Joly

Þessi orð Evu Joly sitja í mér.

"Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður."

Hún er sannfærð um að þetta verði niðurstaðan ef við samþykkjum IceSave. Í sömu grein gefur hún ekkert fyrir áætlanir stórlaxanna í heimsmálunum til betrunar. Hún kallar slíkt fagurgala.

Eftir sem ég velti þessu meira fyrir mér þá verður það stöðugt verra. Takið eftir að hún gerir ekki ráð fyrir því að við getum endurgreitt lán AGS. Ekki einu sinni þau lán. Þegar haft er í huga að þessi lán frá AGS eru eingöngu hugsað sem viðspyrna fyrir krónuna, sem gjaldeyrisforði. Þeir hjá AGS hafa reiknað út þörf okkar fyrir gjaldeyrisforða og komist að því að við þurfum tíu sinnum meira en við höfum notast við hingað til. Mjög merkilegt. Þetta risalán er eins og yfirdráttarheimild sem er ekki nýtt en samt greiddir vextir af. Ennþá merkilegra. Ég sem einstaklingur hef betri díl við bankann minn, ég borga ekki vexti af minni yfirdráttarheimild fyrr en ég nota hana.

Ef Eva hefur lög að mæla þá er þessi lánasúpa sem ekki er hægt að endurgreiða til þess að setja Ísland í þrot. Enda spyr Eva;

"Ætla Evrópa og AGS að koma Íslandi á vonarvöl?"

Verðum við ekki að taka orð hennar alvarlega og hugsa okkar gang betur?

http://thetruthorthefight.files.wordpress.com/2009/04/imf-trapping-countries-in-debt.jpg

 

 


EVA HEFUR LÖG AÐ MÆLA og sannar það að enginn er spámaður í sínu heimalandi-"it is do or die".

Eva Joly kveður sér hljóðs á siðum dagblaðanna í dag. Við skulum gera okkur grein fyrir því að hún er reyndur lögfræðingur. Slíkir einstaklingar hripa ekki eitthvað á blað og senda síðan um víða veröld. Hvert orð, hver hugsun er hugsuð í þaula og sannreynd. Með því hugafari skal lesa grein hennar. Margt er stórmerkilegt í málflutningi hennar en ég vil draga fram þessi atriði.

1. Hún fullyrðir að Íslendingar geta ekki borgað IceSave hvað svo sem þeir reyna með niðurskurði og skattahækkunum.

Í raun er þetta kjarnaatriðið sem snýr að okkur Íslendingum. Hún telur einsýnt að með samþykkt ríkisábyrgðar á IceSave sé Ísland orðið þrotabú. Þeir sem eftir verða "munu eiga meira undir þeim sem hæst býður".  Ísland verður boðið upp á markaði. Íslendingar verða fyrst að svara þeirri spurningu hvort þeir eru borgunarmenn fyrir þessum víxli. Þeir sem gerast ábekingar-þingmenn-vitandi að það getur ógnað þjóðaröryggi eru landráðamenn. Spurningin er hvort einhver afbrigði finnast í Stjórnarskrá íslenska Lýðveldisins fyrir auðtrúa handaruppréttingarþingmenn Samfylkingarinnar.

2. Hún tekur það skýrt fram að Íslendingar beri ekki ábyrgð á IceSave, " sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða".

Þetta er annað kjarnaatriðið, að við berum ekki ábyrgð á IceSave. Eins og margsinnis hefur komið fram, en jafnharðan er reynt að fela af ýmsum misvitrum kvíslingum, þá er ríkisábyrgð bönnuð á einkabönkum innan EES svæðisins. Eina undantekningin er sú Ríkisábyrgð sem Íslendingar eiga að samþykkja með góðu eða illu núna. Þessi undantekning er eingöngu til þess að upp komist ekki um meingallað regluverk ESB." gríðarlegir hagsmunir sem afmarkast síður en svo af strandlengju Íslands".

3.Hún fullyrðir að um nauðungarsamning sé að ræða-að við höfum verið beitt ofríki af hálfu Breta.

" með þessu setti Bretland Íslendinga, bandamenn sína í NATO, í sama flokk og hryðjuverkasamtök á borð við al-Qaeda..." Það er greinilegt að Evu finnst framganga Breta ekki stórmannleg. Þar sem um nauðungarsamning er að ræða hefur hann ekkert gildi og á þess vegna ekkert erindi inn á hið háa Alþingi Íslendinga. Samningurinn á heima í pappírstætaranum að mínu mati.

4. Hún telur að Bretar beri mikla ábyrgð sem þeir neita að axla í skjóli stærðar sinnar.

5. Hún telur áætlun AGS gjörsamlega úr takt við raunveruleikann.

Eva segir beinum orðum að áætlun AGS geti ekki, eigi enga möguleika að ganga upp á Íslandi. Niðurskurðurinn sem þarf að framkvæma er svo gríðarlegur að hann er óframkvæmanlegur og eins og Eva bendir á algjörlega tilgangslaus. Hvers vegna vill AGS að við rústum innviðum samfélagsins. Hvers vegna á að rústa hinu "Norræna velferðasamfélagi" Henni finnst það glórulaust athæfi að rústa því án þess einu sinni að hafa tryggingu fyrir því að við getum greitt skuldir okkar þó við myndum færa slíkar fórnir. Niðurstaðan verður sú að þjóðfélagið er í rúst en skuldar samt. Hver er tilgangurinn??

6. Eva er eitursnjall lögfræðingur.

Undir millifyrirsögninni " ÆTLAR EVRÓPA OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL?" kemur fram eftirfarandi "Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður. Engum dylst aukinn áhugi Rússa á svæðinu".

Eva dregur hér saman aðalatriði málsins. Við getum ekki borgað. Samfélaginu verður rústað. Þeir flytja sem geta. Skuldirnar verða eftir sem áður ógreiddar enda er það tilgangurinn. Niðurstaðan gefur alþjóðafjármagninu tækifæri til að kaupa eigur okkar Íslendinga á brunaútsölu.

Þeir sem eftir verða á íslandi verða þeir sem geta ekki flutt sig um set. Alþjóðlegir auðhringir munu ráða lögum og lofum hér á landi. Selja okkar eigin auðlindir ofaní okkur á uppsprengdu verði. 

"ÆTLAR EVRÓPA OG OG OG OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL??"

Ef við samþykkjum IceSave þá verður þetta niðurstaðan, það er nú eða aldrei að snúa við, að feta braut sjálfstæðis. 

Munum að fíkn fjármagnseigenda er ávöxtun, fíkn er ólæknandi sjúkdómur honum er bara hægt að halda í skefjum.

 

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum ennþá val-afkomendur okkar munu ekki hafa sama val

Taglhnýtingum heimsvaldasinna hér á landi finnst mikið til fréttar Financial Times koma. Þeim finnst við vælukjóar eða full drambs í garð nágrannaþjóðanna. Ástæður okkar sem erum andsnúin skuldasöfnun eru margvíslegar. Hollt er að hugsa hlutina út frá sínum eigin heimilisrekstri.

Við óttumst mjög að við getum ekki staðið í skilum. Ef það gerist er þjóðin gjaldþrota. Þar með breytist Ísland í þrotabú. Þá þarf að skipa þrotabúsnefnd og þrotabússtjóra. Þá verða eignir landsins notaðar til að greiða skuldirnar, það er venjan ekki satt. Þá munu auðlindir okkar verða seldar á brunaútsölu eins og venjan er þegar um þrotabú er að ræða. Að taka lán við slíkar aðstæður er brot á lögum. Það flokkast einnig undir landráð ef það leiðir til skerðingar á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Þessi ástæða er í raun nægjanleg.

Ef við höfum rangt fyrir okkur og Ísland getur staðið í skilum þá er það skárra en gjaldþrot. Flest allir eru sammála um að það verði mjög erfitt að greiða þennan skuldabagga. Heildartekjur þjóðarinnar eru liðlega 350 milljarðar á ári. Það stefnir í 140 milljarða afborganir af þessum lánum á ári. Fróðir menn telja að við getum skorið niður um 30 milljarða á ári án þess að allt fari á annan endann í þjóðfélaginu. Næstu tvö ár eigum við að skera niður um 150 milljarða samkvæmt áætlun Ríkisstjórnarinnar, sem sagt 75 milljarða á ári næstu tvö árin. Það er augljóst að ef þessi niðurskurður gengur eftir verður fjandinn laus á Íslandi. Flest allir núlifandi Íslendingar hafa aldrei kynnst slíkum aðstæðum. Þeir munu ekki sætta sig við það og flytja af landi brott. Ef niðurskurðurinn mistekst, sem allt bendir til, þá getur Ísland ekki staðið í skilum og er þar með komið á hausinn. Þrotabú-þrotabústjóri-auðlindir þið skiljið, pottþétt svikamilla.

Ýmislegt er ekki til þess að einfalda stöðuna. Til að mynda eru margir sem telja að Sjóður innistæðutrygginga á Íslandi beri einn ábyrgð á innistæðum því ríkisábyrgð á bönkum er bönnuð í Evrópusambandinu, nema að sjálfsögðu á Íslandi. Hitt er að Alþjóða Gjaldeyris Sjóðurinn er til trafala eðlilegum viðbrögðum Íslendinga við kreppunni. Sjá mjög góða bloggfærslu Marinós um þá hlið mála.

Því finnst mörgum að leynt og ljóst sé unnið að því að koma íslenskri þjóð á vonarvöl. Koma okkur í þá stöðu að lánadrottnar okkar eigi alls kostar við okkur og geti þar með hirt af okkur eignirnar. Þeir sem hallir eru undir erlend yfirráð hafa ekki geta fært nein haldbær rök fyrir því að við eigum auðvelt með að standa í skilum. Samfylkingin heldur að umsókn um ESB aðild sé einhver skiptimynt við greiðslu á skuldum okkar. Við getum eingöngu greitt skuldir okkar með gjaldeyri, ekki umsóknareyðublöðum.

Við erum fiskveiðiþjóð, meðan Hafrannsóknarstofnun þykir vænna um fiska en menn munum við ekki auka tekjur okkar í gjaldeyri. Það er eina leiðin til að auka tekjur okkar. Hin leiðin í efnahagsreikningi okkar er að minnka skuldir. Við eigum bara að borga IceSave eins og okkur ber. Við þurfum ekki tífaldan gjaldeyrisforða miðað við það sem við erum vön. Við verðum að losa okkur við AGS. Sá félagsskapur skiptir sér af öllu hér á landi lánadrottnum okkar til framdráttar. Svei mér þá ég held að bylting sé nauðsynleg.

http://images.quickblogcast.com/114196-106548/Bastille_Thevenin.jpg

 


mbl.is Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Free and independent"

AGS segist ætla að fresta okkur vegna þess að mörgum málum sé ólokið hjá okkur Íslendingum.  Jóhanna Forsætisráðherra segir að allt sé klappað og klárt nema IceSlave. Hverjum á maður að trúa? Að minnsta kosti fáum við frest sem við þurfum að nýta vel.

Það ætti að vera orðið öllum hugsandi Íslendingum ljóst að það á að þvinga okkur til að samþykkja IceSlave. Hinu gagnstæða var haldið fram fyrir skömmu en nú hefur hinn augljósi sannleikur opinberast öllum. Spurningin er hvernig við höldum áfram héðan í frá.

Við eigum val. Viljum við skuldsetja þjóðina til ólífis eða gera eitthvað annað. Ef við erum skuldsett þannig að við séum algerlega háð duttlungum lánadrottna okkar þá erum við ekki í raun sjálfstæð þjóð. Þetta er möguleiki, þeir sem aðhyllast þessa leið segja að við fáum trúverðugleika og virðingu hjá öðrum þjóðum fyrir vikið. Hlýðnum hundum hlotnast svipuð virðing. Mér finnst það ekki eftirsóknarvert.

Hin leiðin er mun torsóttari fyrir alla að meðtaka og því er hún ekki eins góð söluvara fyrir hina pólitísku flokka. Sú leið snýst um að reyna að vera frjáls og óháður. Það er ekki einfalt. Það hefur aldrei verið einfalt að lifa þessu lífi. Við verðum að afneita IceSlave samningnum. Við greiðum það sem okkur ber. Við þurfum ekki tífaldan gjaldeyrisforða í Washington miðað við það sem við höfum hingað til þurft. Við lækkum stýrivexti og látum krónuna sigla þangað sem hún vill. Síðan lifum við á landsins gæðum. Rómantískt en mögulegt.

http://chandrakantha.com/articles/indian_music/filmi_sangeet/media/1963_JFK.jpg


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá á kvölina sem á völina-stórmenni eða dusilmenni

Núna er ég komin norður í Skagafjörð, raunar á Sauðárkrók. Dvel hjá mági mínum í góðu yfirlæti. Þegar vinnufélagarnir kvöddu mig í dag þá báðu þau mig að nota tíman hér fyrir norðan til að leysa vandamá Íslands. Sem sagt kippa kreppunni í liðinn. Vandamálið er í raun mjög hefðbundið. Við vitum nokkurn vegin hvaða leiðir eru í boði. Vandamálið er að velja sér leið til árangurs. Sá á kvölina sem á völina. Þannig er það bara.

Sú leið sem núna er mörkuð er að taka ný stór lán hjá AGS. Þau á að geyma í banka í Bandaríkjunum. Sú vissa að við Íslendingar höfum annarra manna fé á bankabók þar ytra á okkar kennitölu á víst að liðka fyrir því að útlendingar vilji versla við okkur. Þannig, fyrir þá sök að peningar liggja á bankabók, eiga hjól atvinnulífsins á Íslandi að fara að snúast á ný. Málið er víst þannig vaxið að ef við höfum bankabók í USA fulla af peningum sem við höfum fengið að láni þá séu enn aðrir til í að lána okkur enn meiri pening til að atvinnustarfsemi á Íslandi geti þrifist. Til að við komust yfir þennan Lottóvinning verðum við líka að borga IceSave, sennilega til að gulltryggja það að við sjáum örugglega ekki til sólar fyrir skuldum. Síðan hefur Samfylkingin komið því svo haganlega fyrir, sennilega af umhyggju fyrir lánadrottnum okkar, að koma okkur inn í ESB. Þá þurfa lánadrottnar okkar ekki að vera að þvælast til Íslands til að rukka okkur heldur geta stýrt öllu saman frá Brussel.

Eins og hverjum Íslendingi mætti vera ljóst þá hugnast engum Íslendingi þessi leið. Við erum nýbúin að stunda mikið lánafyllerí undanfarin ár. Miklu frekar eigum við að hverfa af þeirri braut og reyna að þurrka okkur upp. Það er nú ekki einfalt, því róninn á það til að komast ekki úr ræsinu nema láréttur.

Hin leiðin og sú sem ég tel vænlegri er leið sjálfstæðis, frelsis og án miðstýringar heimsins. Sú leið er eitur í beinum alheimslánveitenda. Sú leið felur í sér að hafna öllum lánum frá AGS. Borga IcesaVe að því marki sem lög skylda okkur til. Skera niður kostnað á Íslandi á okkar eigin forsendum fyrir okkur. Auka útflutningstekjur með auknum veiðum. Hækka rafmagnsverð til stóriðju. Nurla og spara fyrir okkur sjálf, ekki AGS. Þetta er vel gerlegt en flestir Íslendingar með meðalgreind hafa áttað sig á að hún er ófær.

Ástæðan er einföld. Sú kvislingaríkisstjórn sem situr við völd er ekki reiðubúin að taka slaginn. Hefur ekki þann manndóm sem þarf. Þannig er staðan í dag. Þá er alltaf möguleiki, ef menn eru ekki sáttir, að gera byltingu. Ég tel þennan möguleika nánast útilokaðan. Til þess að framkvæma byltingu þarf pening og þá höfum við ekki. Lenín og Hitler fengu peningastyrki frá austurströnd Bandaríkjanna á sínum tíma. Sennilega njótum við ekki slíkrar fyrirgreiðslu í dag á Íslandi.

Því er bara ein lausn eftir. Flytja þangað sem það er skárra að búa. Það hefur mannskepnan alltaf gert. Þannig mun það einnig verða á íslandi. Útrásarvíkingarnir og ríkisstjórnin munu búa í vellystingum á erlendri grund en við hin munum vinna þar sem við höfum það skaplegt.

http://i2.ytimg.com/vi/9D9Ltja2Ws0/default.jpg


Þumalskrúfan og slefandi Spánverjar

Mér er til efs að nokkur þjóð hafi fengið jafnmargar slæmar fréttir á jafnskömmum tíma og við Íslendingar. Því finnst mér það varla frétt að við kvíðum vetrinum. Nýtt leyniplagg leit dagsins ljós. Samningur milli innistæðutryggingasjóða Íslands og Bretlands. Sá breski má sækja okkur til saka hvar og hvenær sem er, en við bara í London. AGS fresta okkur um mánuð. Úttekt á virkjunarframkvæmdum okkar sýnir að við högnumst ekki neitt en skuldum 1000 milljarða vegna framkvæmdanna. Útrásarvíkingarnir fluttu allt góssið út, við vissum það svo sem en núna var það staðfest. Síðast en ekki síst Hulda forstjóri Landspítalans er farin í árs leyfi. Þar misstum við frá okkur góðan starfskraft.

Það er orðið ljóst að efnahagsaðstoð AGS mun ekki koma fyrr en við samþykkjum IceSave. Ýmsir sem eru duglegir í reikning hafa komist að því að Ísland geti ekki staðið í skilum og þá erum við komin á hausinn-gjaldþrota þjóð. Þá verðum við að setja auðlindirnar okkar upp í skuldir. Spánverjar eru nú þegar farnir slefa yfir væntanlegum aðgangi að fiskimiðunum okkar.

Þetta er stríð sem við erum að tapa. Á maður bara ekki að koma sér í burtu áður en ósigurinn verður innsiglaður. Eða eigum við að gera eins og Rússarnir, sprengja og brenna allt á flóttanum. 

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/49/Retreat_of_the_Russian_Army_after_the_Battle_of_Mukden.jpg/800px-Retreat_of_the_Russian_Army_after_the_Battle_of_Mukden.jpg


Litli Jón sem komst ekki á Saga Class.

Óréttlætið í samfélagi okkar er óásættanlegt. Núna er við völd vinstri stjórn. Pólitík sem hefur viljað kenna sig við aðstoð við litla manninn. Þessi litli venjulegi Jón virðist vera langaftast á verkefnalista þessarar Ríkisstjórnar. Það er búið að tryggja innistæður þeirra sem áttu einhverjar.  Litli Jón átti bara skuldir, ekki innistæður. Það er búið að afskrifa skuldir stórfyrirtækja, ekki Litla Jóns. Stóri Jón fór með allan ránsfenginn sinn í skattaskól skömmu fyrir hrun vegna þess að Stóri Jón fékk viðvörun sem Litli Jón fékk ekki. Að auki á Litli Jón að borga allar skuldir íslenska þjóðarbúsins að viðbættum IceSave skuldum bankaræningjanna. Litli Jón á að minnka við sig kaupið um 20-30%. Allt sem Litli Jón kaupir sér til viðurværis er 100% dýrara í dag. Skattbyrðin mun aukast um 20-30%.

Þegar hann afi minn var orðinn einn eldaði hann kjötsúpu einu sinni í viku og át hana svo alla vikuna. Ekki keypti hann ost á brauðið en leyfði sér smjör. Þegar ég kvartaði yfir þessum meinlætalifnaði hans, því hann hafði ráð á meiru, sagðist hann þá vilja að það væri einhver peningur til skiptanna þegar hann kveddi þennan heim.

Hvernig höfum við getað orðið svona firrt. Hefur það kannski alltaf verið "löglegt" að sparka í Litla Jón. Samt er það sérkennilegt að sjá vinstri stjórn verja fjármagnseigendur með kjafti og klóm á kostnað venjulegra borgara. Venjulegar fjölskyldur sem missa heimili sín því það eru helgispjöll að afskrifa skuldir Litla Jóns. Á meðan horfum við upp á menn flytja milljarða úr landi um hábjartan dag, menn sem skorti ekki neitt, hvar er þessi jöfnuður Jóhanna? Annars er ég búinn að gefast upp á henni Jóhönnu því það er augljóst að hún vinnur bara á Saga Class.

http://farm4.static.flickr.com/3093/2727496899_50bfa3666c.jpg?v=0


Marsbúar á Íslandi

In the extremely unlikely event that the Icelandic government wasn’t in a position to meet all claims, all the Nordic countries have an arrangement where they will step in and help any one of the participating countries that are in trouble so there is an additional layer of reassurance and cover.

Þessa merkilegu tilvitnun fann ég á bloggsíðu Jakobínu. Tilvitnunin vekur upp óþægilegar spurningar. Er það þannig að Norðurlandaþjóðirnar hafi með sér samkomulag? Samkomulag að ef einhver þeirra er í vandræðum með sitt eigið "IceSave" þá muni hinar hjálpa til. Hvers vegna deila þá ekki Norðurlandaþjóðirnar með okkur byrðunum af IceSave. Eru eigin vandræði vinaþjóða okkar svo mikil í kreppunni að þau telji vænlegast að við borgum IceSave ein. Eða telja þau okkur svo mikla fjárglæframenn að við eigum ekki annað skilið en að borga þetta sjálf.Að minnsta kosti vilja vinir okkar á Norðurlöndunum að við göngum alveg frá IceSave málinu áður en þau láni okkur svo mikið sem eina krónu.

Lán vinaþjóða okkar frá Norðurlöndunum er forsenda þess að AGS haldi áfram að hjálpa okkur, IceSave málið er forsenda þess að Norðurlöndin hjálpa okkur. Því er dagskráin ákveðin. Fyrst samþykkjum við IceSave, þá geta Norðurlandaþjóðirnar veitt lán sín og að því loknu getur AGS haldið áfram að hjálpa litla Íslandi. Hvað er til ráða?

Margt hefði verið hægt að gera fyrir hrun til að afstýra þessu. Gáfnaljósin í Samfylkingunni höfðu besta tækifærið af öllum til að bjarga íslenskri þjóð. Þau kusu frekar að koma okkur inn í ESB. Því fóru hagsmunir Samfylkingarinnar saman við hagsmuni eigenda alþjóðlegs fjármagns. Því sitjum við, meðal annars, í súpunni í dag.

Þegar Sigríður Inga Samfylkingarkona kvartar yfir Jóni Ráðherra vegna þess að hann skilur tilveruna, finnst manni eins og Marsbúi hafi komið í viðtal í sjónvarpið, þvílík er veruleikafyrringin hjá Samfylkingunni.

Spurningin  hvað er til ráða með Marsbúa í áhöfninni. Ekki margt tel ég. Dagskráin er prentuð með leyfi Samfylkingarinnar. Spurningin er hvort við getum hafnað AGS og reynt að standa á eigin fótum. Sá möguleiki er mjög fjarlægur þar sem Marsbúarnir ráða för. 

http://people.cis.ksu.edu/~nagini/marsian.jpg

 


Við munum hafa það mjög skítt

Sérfræðingarnir telja eftirfarandi;

1. Stöndum ekki í skilum og förum á hausinn.

2. Stöndum í skilum en rétt merjum það.

3. Ef hið minnsta klikkar stöndum við ekki í skilum og förum á hausinn.

4. Án tillits til hvort leið 1 eða 2 eða 3 verður valin munum við hafa það afspyrnu skítt á komandi árum.

15 - 20% hækkun á beinum sköttum að minnsta kosti. Það mun skerða lífskjör verulega. Það mun draga úr efnahagsbata því þetta mikil skattheimta dregur máttinn úr fólki. Í kjölfarið á slíku ástandi verða enn meiri uppsagnir og enn minni tekjur fyrir hið opinbera. Síðan munu útgjöld ríkisins verða skorin niður verulega. Launalækkun hjá opinberum starfsmönnum um tugi prósenta. Niðurskurður í velferðarmálum.

Sumir segja að það auki trúverðugleika Íslendinga ef við borgum IceSave. Er það aðalsmerki að vera kúguð og beygð þjóð?

Sumir krefja andstæðinga IceSave um lausnir ef við borgum ekki IceSave. Við teljum ekki IceSave lausn fyrir Ísland og því er það lausn að losna við IceSave. Þá eigum við kannski möguleika að standa í skilum með allar hinar skuldirnar.

Annars er þessi skuldasúpa okkar Íslendinga svo klikkuð og möguleikarnir minnka stöðug að við getum staðið í skilum. Það virkar sem nágrannaþjóðirnar séu einfaldlega að ná á okkur taki. Þau eru ekki svo léleg í reikning að þau sjái ekki að við getum ekki borgað til baka. Lánadrottnar okkar eiga allskostar við okkur núna og IceSave er bara berið á ísinn.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband