Við munum hafa það mjög skítt

Sérfræðingarnir telja eftirfarandi;

1. Stöndum ekki í skilum og förum á hausinn.

2. Stöndum í skilum en rétt merjum það.

3. Ef hið minnsta klikkar stöndum við ekki í skilum og förum á hausinn.

4. Án tillits til hvort leið 1 eða 2 eða 3 verður valin munum við hafa það afspyrnu skítt á komandi árum.

15 - 20% hækkun á beinum sköttum að minnsta kosti. Það mun skerða lífskjör verulega. Það mun draga úr efnahagsbata því þetta mikil skattheimta dregur máttinn úr fólki. Í kjölfarið á slíku ástandi verða enn meiri uppsagnir og enn minni tekjur fyrir hið opinbera. Síðan munu útgjöld ríkisins verða skorin niður verulega. Launalækkun hjá opinberum starfsmönnum um tugi prósenta. Niðurskurður í velferðarmálum.

Sumir segja að það auki trúverðugleika Íslendinga ef við borgum IceSave. Er það aðalsmerki að vera kúguð og beygð þjóð?

Sumir krefja andstæðinga IceSave um lausnir ef við borgum ekki IceSave. Við teljum ekki IceSave lausn fyrir Ísland og því er það lausn að losna við IceSave. Þá eigum við kannski möguleika að standa í skilum með allar hinar skuldirnar.

Annars er þessi skuldasúpa okkar Íslendinga svo klikkuð og möguleikarnir minnka stöðug að við getum staðið í skilum. Það virkar sem nágrannaþjóðirnar séu einfaldlega að ná á okkur taki. Þau eru ekki svo léleg í reikning að þau sjái ekki að við getum ekki borgað til baka. Lánadrottnar okkar eiga allskostar við okkur núna og IceSave er bara berið á ísinn.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Gunnar Skúli og takk fyrir góða viðkynningu og dásvefn.   Erum samherjar varðandi icesave og sé þess kostur á ríkisstjórnin að róa að því öllum árum að losa þjóðina undan þessu oki.  Einhver vakning virðist meðal þingmanna og líkur á að óbreytt fari málið ekki í gegn.  Auðvitað saknar maður frjálslyndra á þingi en formaðurinn var kominn í þrot og hefði átt að skynja sinn vitjunartíma.  Kannski Sigurjón taki við nkeflinu, hver veit?

lydur arnason (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lána Birni 5000 krónur sem hann getur svo ekki borgað mér til baka því hann á ekki þann pening lengur og fyrst svo er þá rukka ég bara Jón og Gunnu um þessar 5000 krónur sem ég lánaði Birni upphaflega, meikar þetta "sense" hjá einhverjum ? svo langar mig að minna á Villtu fá gefins milljón ?

Sævar Einarsson, 26.7.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Lýður, vonandi færðu öruggan og góðan bata.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sævarinn, ertu ekki að meina að tap bankakerfisins er alltaf þjóðnýtt?

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband