Skáldskapur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins by Eva Joly

Þessi orð Evu Joly sitja í mér.

"Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður."

Hún er sannfærð um að þetta verði niðurstaðan ef við samþykkjum IceSave. Í sömu grein gefur hún ekkert fyrir áætlanir stórlaxanna í heimsmálunum til betrunar. Hún kallar slíkt fagurgala.

Eftir sem ég velti þessu meira fyrir mér þá verður það stöðugt verra. Takið eftir að hún gerir ekki ráð fyrir því að við getum endurgreitt lán AGS. Ekki einu sinni þau lán. Þegar haft er í huga að þessi lán frá AGS eru eingöngu hugsað sem viðspyrna fyrir krónuna, sem gjaldeyrisforði. Þeir hjá AGS hafa reiknað út þörf okkar fyrir gjaldeyrisforða og komist að því að við þurfum tíu sinnum meira en við höfum notast við hingað til. Mjög merkilegt. Þetta risalán er eins og yfirdráttarheimild sem er ekki nýtt en samt greiddir vextir af. Ennþá merkilegra. Ég sem einstaklingur hef betri díl við bankann minn, ég borga ekki vexti af minni yfirdráttarheimild fyrr en ég nota hana.

Ef Eva hefur lög að mæla þá er þessi lánasúpa sem ekki er hægt að endurgreiða til þess að setja Ísland í þrot. Enda spyr Eva;

"Ætla Evrópa og AGS að koma Íslandi á vonarvöl?"

Verðum við ekki að taka orð hennar alvarlega og hugsa okkar gang betur?

http://thetruthorthefight.files.wordpress.com/2009/04/imf-trapping-countries-in-debt.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Skúli. Hinir svonefndu "virtu fræðimenn" okkar Íslendinga eru endalaust að valda mér vonbrigðum. Það er auðvitað ekki einleikið að þegar um heit álitamál pólitísks eðlis er rætt þá kemur fjöldi þessara virtu gapuxa okkar fram á sviðið og engum tveim ber saman. Meðan Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor stóð á hliðarlínunni og kom í viðtöl hjá Agli Helgasyni leist mér því betur á manninn sem hann tók oftar til máls. Og ég veit að svo var um fleiri.

Ég viðurkenni að lengi eftir að Gylfi tók við starfi viðskiptaráðherra leiddist ég til að trúa hverju hans orði. Nú er svo komið að mér finnst maðurinn vera orðinn fastur í því principi að það sem hann sagði fyrir 2 mánuðum verði að vera endanlegur úrskurður. Og í stuttu máli þá hef ég misst alla trú á fræðimanninum Gylfa Magnússyni sem er kominn í gíslingu hins prúða ráðherra sem ber sama nafn.

Enginn sæmilega normal tamningastrákur á hrossabúi trúir því að hagvöxtur og útflutningstekjur þjóðarinnar aukist um fjölda prósenta á næstu 10 árum eða svo. Og þá er haft í huga að ungt og öflugt fólk er nú að flýja þetta land þúsundum saman. Að við þær aðstæður og vaxandi kreppu iðnríkjanna blasi við bjartari sýn á efnahagshorfur okkar sem muni þá breytast svo til batnaðar við að skuldsetja þessa þjóð um margfalda þjóðarfamleiðslu er auðvitað meiri fásinna en nokkru tali tekur. 

Árni Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Árni,

þegar maður "gúgglar" netið fram og til baka um AGS þá eru margir sem halda því fram að fyrst þurfi sjálfstæð ríki að skrifa undir einhverskonar skírnarheit. Heit þar sem öllu er afsalað til æðri mátta-AGS. Að því loknu hefjast lánafyrirgreiðslur. Rætt er um skírnarheit í 111 liðum. Hvað er satt í því veit ég ekki. Aftur á móti eru viðbrögð Steingríms, Jóhönnu og Gylfa nákvæmlega eins og allra annarra sem hafa kelað við AGS. Banvænn koss það. Því er viðsnúningur þessara staðföstu karlmanna skiljanlegur í því ljósi að þeir hafi verið kýldir kaldir í viðskiptum sínum við AGS. Eigum viðbara ekki að slútta þessu partíi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verðum við ekki að taka orð hennar alvarlega og hugsa okkar gang betur?

http://thetruthorthefight.files.wordpress.com/2009/04/imf-trapping-countries-in-debt.jpg 

Jú svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2009 kl. 15:35

4 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nefnilega ákúrat máli Skúli.

Halla Rut , 3.8.2009 kl. 18:09

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sælar Stöllur, Ásthildur og Halla. Takk fyrir innlitið.

Nú verðum við að sameinast í gagnrýnni umræðu og upplýstri svo við getum takið heilladrjúgar ákvarðanir fyrir land og þjóð.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.8.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það er endalaust verið að valda landsmönnum vonbrigðum af þeim sem við "höldum" að stjórni. Og ekki fáum við að sjá neitt. Peningar stjórna öllu okkar lífi og þeir sem eiga þá ráða, frá hvaða landi sem þeir eru.

Góðir pislar hjá þér.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.8.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband