Þumalskrúfan og slefandi Spánverjar

Mér er til efs að nokkur þjóð hafi fengið jafnmargar slæmar fréttir á jafnskömmum tíma og við Íslendingar. Því finnst mér það varla frétt að við kvíðum vetrinum. Nýtt leyniplagg leit dagsins ljós. Samningur milli innistæðutryggingasjóða Íslands og Bretlands. Sá breski má sækja okkur til saka hvar og hvenær sem er, en við bara í London. AGS fresta okkur um mánuð. Úttekt á virkjunarframkvæmdum okkar sýnir að við högnumst ekki neitt en skuldum 1000 milljarða vegna framkvæmdanna. Útrásarvíkingarnir fluttu allt góssið út, við vissum það svo sem en núna var það staðfest. Síðast en ekki síst Hulda forstjóri Landspítalans er farin í árs leyfi. Þar misstum við frá okkur góðan starfskraft.

Það er orðið ljóst að efnahagsaðstoð AGS mun ekki koma fyrr en við samþykkjum IceSave. Ýmsir sem eru duglegir í reikning hafa komist að því að Ísland geti ekki staðið í skilum og þá erum við komin á hausinn-gjaldþrota þjóð. Þá verðum við að setja auðlindirnar okkar upp í skuldir. Spánverjar eru nú þegar farnir slefa yfir væntanlegum aðgangi að fiskimiðunum okkar.

Þetta er stríð sem við erum að tapa. Á maður bara ekki að koma sér í burtu áður en ósigurinn verður innsiglaður. Eða eigum við að gera eins og Rússarnir, sprengja og brenna allt á flóttanum. 

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/49/Retreat_of_the_Russian_Army_after_the_Battle_of_Mukden.jpg/800px-Retreat_of_the_Russian_Army_after_the_Battle_of_Mukden.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar Skúli landið er þegar komið í þrot samkvæmt þeirri skilgreiningu sem AGS gaf út í haust. Bretar og Hollendingar vita þetta en þeir ganga eftir undirskrift þessa samnings til þess að þvinga okkur til þess að fá ríkissjórnina til þess að afsala réttindum þjóðarinnar sem slíkrar. Þess vegna er talað um fullveldisafsal.

Þetta vita Bretar og þetta vita Hollendingar. Verst er að sennilega veit Jóhanna þetta líka og ætlar bara að fremja landráð, þ.e.a.s. að skrifa undir samninginn meðvituð um það að hún er að svifta börnin okkar réttinum til að lifa á landsins gæðum. Afsala þeim rétti til Breta og Hollendinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband