Við eigum ennþá val-afkomendur okkar munu ekki hafa sama val

Taglhnýtingum heimsvaldasinna hér á landi finnst mikið til fréttar Financial Times koma. Þeim finnst við vælukjóar eða full drambs í garð nágrannaþjóðanna. Ástæður okkar sem erum andsnúin skuldasöfnun eru margvíslegar. Hollt er að hugsa hlutina út frá sínum eigin heimilisrekstri.

Við óttumst mjög að við getum ekki staðið í skilum. Ef það gerist er þjóðin gjaldþrota. Þar með breytist Ísland í þrotabú. Þá þarf að skipa þrotabúsnefnd og þrotabússtjóra. Þá verða eignir landsins notaðar til að greiða skuldirnar, það er venjan ekki satt. Þá munu auðlindir okkar verða seldar á brunaútsölu eins og venjan er þegar um þrotabú er að ræða. Að taka lán við slíkar aðstæður er brot á lögum. Það flokkast einnig undir landráð ef það leiðir til skerðingar á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Þessi ástæða er í raun nægjanleg.

Ef við höfum rangt fyrir okkur og Ísland getur staðið í skilum þá er það skárra en gjaldþrot. Flest allir eru sammála um að það verði mjög erfitt að greiða þennan skuldabagga. Heildartekjur þjóðarinnar eru liðlega 350 milljarðar á ári. Það stefnir í 140 milljarða afborganir af þessum lánum á ári. Fróðir menn telja að við getum skorið niður um 30 milljarða á ári án þess að allt fari á annan endann í þjóðfélaginu. Næstu tvö ár eigum við að skera niður um 150 milljarða samkvæmt áætlun Ríkisstjórnarinnar, sem sagt 75 milljarða á ári næstu tvö árin. Það er augljóst að ef þessi niðurskurður gengur eftir verður fjandinn laus á Íslandi. Flest allir núlifandi Íslendingar hafa aldrei kynnst slíkum aðstæðum. Þeir munu ekki sætta sig við það og flytja af landi brott. Ef niðurskurðurinn mistekst, sem allt bendir til, þá getur Ísland ekki staðið í skilum og er þar með komið á hausinn. Þrotabú-þrotabústjóri-auðlindir þið skiljið, pottþétt svikamilla.

Ýmislegt er ekki til þess að einfalda stöðuna. Til að mynda eru margir sem telja að Sjóður innistæðutrygginga á Íslandi beri einn ábyrgð á innistæðum því ríkisábyrgð á bönkum er bönnuð í Evrópusambandinu, nema að sjálfsögðu á Íslandi. Hitt er að Alþjóða Gjaldeyris Sjóðurinn er til trafala eðlilegum viðbrögðum Íslendinga við kreppunni. Sjá mjög góða bloggfærslu Marinós um þá hlið mála.

Því finnst mörgum að leynt og ljóst sé unnið að því að koma íslenskri þjóð á vonarvöl. Koma okkur í þá stöðu að lánadrottnar okkar eigi alls kostar við okkur og geti þar með hirt af okkur eignirnar. Þeir sem hallir eru undir erlend yfirráð hafa ekki geta fært nein haldbær rök fyrir því að við eigum auðvelt með að standa í skilum. Samfylkingin heldur að umsókn um ESB aðild sé einhver skiptimynt við greiðslu á skuldum okkar. Við getum eingöngu greitt skuldir okkar með gjaldeyri, ekki umsóknareyðublöðum.

Við erum fiskveiðiþjóð, meðan Hafrannsóknarstofnun þykir vænna um fiska en menn munum við ekki auka tekjur okkar í gjaldeyri. Það er eina leiðin til að auka tekjur okkar. Hin leiðin í efnahagsreikningi okkar er að minnka skuldir. Við eigum bara að borga IceSave eins og okkur ber. Við þurfum ekki tífaldan gjaldeyrisforða miðað við það sem við erum vön. Við verðum að losa okkur við AGS. Sá félagsskapur skiptir sér af öllu hér á landi lánadrottnum okkar til framdráttar. Svei mér þá ég held að bylting sé nauðsynleg.

http://images.quickblogcast.com/114196-106548/Bastille_Thevenin.jpg

 


mbl.is Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það líður að því já hygg ég, samfylkingin situr í fílabeinsturni öll sem eitt og skilja ekkert og fatta ekkert.  Þessu verður að linna.  Við verðum að taka það að okkur að bjarga Íslandi frá þessum hörmungum, barnanna okkar vegna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, er ekki bara að koma að því að þjóðin rízi upp ?

Haglabyzzur & heykvízlar !

Steingrímur Helgason, 31.7.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er nauðsyn að losna strax við AGS. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.7.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála þér um byltingu og betra þjóðfélag kannski að við getum gert einu byltinguna í heiminum sem að ekki étur börnin sín. Ég vil gamla Ísland aftur mér fannst það gott þá á ég við Ísland áður en við héldum að tími framleiðslu með höndunum væri liðinn. Góð færsla hjá þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fínn pistill Gunnar Skúli. Já þessi leið gengur ekki upp. Sammála því. Og tréhausar AGS hafa ekkert hér að gera. Þeir koma i veg fyrir eðlilega uppbyggingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.7.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Flottur pistill hjá þér Gunnar Skúli! Þú ferð á vegginn á Fésinu hjá mér En broslaust þá vekur þú athygli á þeim alvarlegu hlutum sem er útkoma allra hugsandi einstaklinga sem er umhugað um sjálstæði okkar og mannvænleg lífsskilyrði á þessari eyju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.7.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

skoðanakönnun meðal Samfylkingarmanna á sínum tíma samþykkti að sækja um aðild með naumum meirihluta. Síðan þá hefur farið fram þvílíkur heilaþvottur að núna eru allir Samfylkingarmenn tilbúnir að ganga í björg fyrir ESB. Eitt sinn var svipað ástand kallað Aronska. Hvað varð til þess að flugfreyjan heillaði og villti Steingrím er mér hulin ráðgáta. Sumir segja að hann sé kerfiskarl sem auðvelt er að prógrammera.

Annars áttum við góðan kvöldmat hér á Króknum hjá Sigurjóni. Guðjón kom við og borðaði með okkur grillað svínakjöt og löngu. Margt rætt og skrafað og allir sammála um þörf á Grettistaki á íslenskum þjóðmálum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Steingrímur,

ég bind frekar vonir mínar við appelsínugula byltingu, en hver veit???

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:03

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jóna,

algjörlega sammála þér, burt með AGS.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:05

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón,

það sagði einu sinni við mig maður, maður sem hafði mikla reynslu af kaupum á hlutabréfum, að maður á bara að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða eitthvað. Hann tók sem dæmi Coka Cola því þeir framleiða að minnsta kosti eitthvað. Eins er með okkur mörg hér á Íslandi. Við erum farin að skilja að gjaldeyrir fyrir þessa þjóð verður ekki búin til úr loftbólubankavafningum. Núna verðum við að treysta á grunnstoðir okkar og er þar sjávarútvegurinn okkur næstur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:15

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína, takk sjálf, þú skrifar fína pistla sjálf.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:16

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rakel,

ég hef miklar áhyggjur af þjóðarhag. Sérstaklega þar sem ég vinn meðal lækna og hjúkrunarfræðinga sem eiga mjög auðvelt með að finna sér vinnu við hæfi í öðrum löndum. Það sem sumir átta sig ekki á með viðkomandi stéttir er að langflestir læknar og mjög margir hjúkrunarfræðingar hafa unnið á sjúkrahúsum erlendis. Því þurfa viðkomandi einstaklingar ekki nema 1-2 símtöl til að fá vinnu erlendis. Þess utan eru allir ungir Íslendingar sem eiga eftir að fara í framhaldsnám erlendis á hraðferð utan. Þeir sem eru að ljúka sínu framhaldsnámi munu ekki koma heim. Því mun Ísland þurfa að reiða sig á gamla karla og kerlingar sem komast ekki úr landi. Huggulegt ekki satt?

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 00:28

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sammála ofangreindu, ég hef sagt það áður og segi enn því miður held ég að þjóðin sé komin að þeim punkti að ekkert nema bylting komi til greina, en við verðum þá að taka okkur saman í andlitinu og standa saman því það er nú svo að við sem þjóð höfum verið sundruð hjörð og agalaus um langt skeið og hver og einn hugsað um sinn eigin rass og þar þarf að verða breyting á. Betur má ef duga skal.

Hulda Haraldsdóttir, 1.8.2009 kl. 04:45

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvernig var nú aftur gamli söngurinn sem kyrjaður var í partíum í menntó á sínum tíma? Viðlagið var allavega einhvernvegin svona:

Ég spyr af löngun ég vildi vita,

hvort veltir þú aldrei fyrir þér,

að brýna hnífa og byssur fægja

það brýst svo oft um í sjálfum mér.

Svona er þetta nú stundum að Sagan hleypur okkur uppi.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.8.2009 kl. 07:25

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bylting byltingarinnar vegnar er skammgóður vermir.  Hver er forystumaður byltingarinnar?  Hvert er markmiðið?  Hvernig á að reka landbúnað og sjávarútveg nema með erlendri olíu?  Hver á að selja okkur hana?  Við komu til með að borga þessar skuldir á einn af þremur vegum:

1. með samning

2. með skuldatollum

3. með landflótta þar sem næsta kynslóð flyst til ESB og borgar skatta þar

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 08:41

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hulda,

bylting getur verið margskonar en það er rétt hjá þér við verðum að minnsta kosti að standa saman.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 13:08

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ásgeir,

það er rétt hjá þér að sagan endurtekur sig í sífellu. Spurningin er hvort að ástæðan sé náttúrulögmál eða atburðirnir eru skipulagðir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 13:12

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Andri Geir,

Ekki vil ég standa að byltingu bara upp á grín. Bylting getur verið með ýmsu móti og að minnsta kosti vil ég ekki blóðuga byltingu. Ég tel þörf á hugafarsbreytingu hjá þjóðinni. Almenningur þarf að gera sér grein fyrir að sameinuð getum við haft áhrif. Það er sú bylting sem ég vil sjá. Mjög stór hluti þjóðarinnar telur að við eigum ekki að borga IceSave. Mjög margir telja að við getum það ekki, förum einfaldlega á hausinn. Þessi almenna skoðun íbúa landsins þarf að virkjast í þá veru að fólk trúi því að það geti haft áhrif á framvinduna. Það er bylting, að trúa á samtakamáttinn. Ef þú óttast að við verðum svelt til hlýðni þá er það örugglega jafngildi stríðsyfirlýsingar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 13:28

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sé að þú deilir áhyggjum þínum um landflóttann með ekki ómerkari einstaklingum en Evu Joly!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 15:10

20 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bylting þarf foringja.  Ég sé engann foringja á Íslandi í dag. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 16:21

21 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Andri,

bylting þarf fyrst og fremst peninga. Trosky-Lenin-Hitler fengu allir peninga frá Bandaríkjunum á sínum tíma, þannig er það nú bara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 19:51

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Verður ekki sett lögbann á landflóttann af Steingrími J. rétt eins og réttar upplýsingar? 

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2009 kl. 20:20

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi pistill þinn Gunnar er spor í þá átt að hugsa málin til enda og þá fer hvert okkar sínar eigin leiðir í leitinni að lausninni. Það er auðveldasti hluturinn að mótmæla, en til hvers að mótmæla þegar ekki er hægt að bera fram neinar lausnir. Að gera byltingu og láta svo skeika að sköpuðu er til lítils og leiðir aðeins til aukins öngþveitis.

Ég hef lengi barist fyrir einni pólitískri lausn sem fáir hafa gefið gaum. Þessi lausn felst í því að leysa þjóðina- einstaklingana úr fjötrum kerfisheimskunnar sem stöðvar alla frjóa hugsun og sjálfsbjargarviðleitni. Frjáls verslun með afurðir bænda yrði mikil lyftistöng fyrir bændur sjálfa, jafnt í tilliti aukinnar arðsemi og hvatningar til fjölbreyttrar vöruþróunar þar sem hver fjölskylda ynni saman við fullvinnslu og markaðslausnir.

Frjálsar handfæraveiðar og línuveiðar á smærri trillur þar sem eingöngu væri leyft að nota handvirkar færarúllur og landbeitta línu yrði ótrúleg bylting í smærri plássunum sem reyna að halda uppi sjálbæru samfélagi í samkeppninni við falskan velmegunarsvip suðvesturhornsins. Það ætti öllu hugsandi fólki að vera ljóst að engum fiskistofnum stafar hætta af hóflegum strandveiðum með vistvænni og aldagamalli veiðitækni.

Þetta er sterk pólitísk aðgerð því hún opnar samfélaginu nýja sýn á fólkið í landinu, umhverfi þess og auðlindanýtingu í heilbrigðu samhengi. 

Ef við ætlum að reisa þetta samfélag úr rústum verðum við að byggja það upp með nýtt gildismat að leiðarljósi og forðast eins og heitan eldinn að trúa því að við höfum nú verið að gera rétta hluti fyrir hrunið, en fáein óhöpp hafi orðið okkur að falli. Og nú sé um að gera að hefja sömu vegferðina, bara með ofurlítið meiri varkárni.

Þær tvær lausnir sem ég hef bent á hér að ofan bjarga ekki Íslandi einar og sér. En þær eiga að vera upphaf nýrrar vegferðar sem hefst með nýju gildismati og gerbreyttu. Við áttum aldrei að hefja húsbygginguna með því að innrétta penthouse íbúðina og setjast þar að. Og ekki að bjóða í reisugillið nema vera búin að kaupa veisluföngin áður.

Við getum gleymt því að sú aðferð hafi verið rétt en mistekist vegna þess að veisluþjónustan fór á hausinn.

Árni Gunnarsson, 1.8.2009 kl. 20:35

24 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

fyrst banna þeir umræðu um svik stórlaxanna í skjóli bankaleyndar.

Síðan verður öll gagnrýnin umræða bönnuð.

Að lokum verður Íslendingum bannað að flytja af landi brott.

Austur Þýskalandi að hætti Steingríms

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 20:37

25 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Árni,

þú fyrirgefur mér þó ég kalli þig hinn aldna speking. Ástæðan er sú, að þrátt fyrir að þú reynir sjálfur gjaldfella þínar eigni hugmyndir, þá kemur þú að kjarna málsins. Alþjóðlegt fjármagn vill miðstýringu, þeir elska einveldi, kalla eins og Stalín og Hitler. Ástæðan er sú að það er mun fljótlegra að semja við einn karl en marga smáhöfðingja. Þess vegna er dreifing valds eins og þú stingur upp á eitur í beinum heimsvaldasinna. Þess vegna eru hugmyndir þínar langt yfir það hafnar að velta fyrir sér einhverjum fjórðungum á litla Íslandi. Alþjóðlegt fjármagn elskar ESB-Evru og alþjóðlegan seðlabanka. Rafrænan greiðslumáta því þú ert valdalaus gagnvart tölvunni o. sv. fr. Árni haltu áfram!!! 

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 23:39

26 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður. Ég þori varla að nefna byltingu. En....

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2009 kl. 03:14

27 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Arinbjörn, orð eru til alls fyrst.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband