EVA HEFUR LÖG AÐ MÆLA og sannar það að enginn er spámaður í sínu heimalandi-"it is do or die".

Eva Joly kveður sér hljóðs á siðum dagblaðanna í dag. Við skulum gera okkur grein fyrir því að hún er reyndur lögfræðingur. Slíkir einstaklingar hripa ekki eitthvað á blað og senda síðan um víða veröld. Hvert orð, hver hugsun er hugsuð í þaula og sannreynd. Með því hugafari skal lesa grein hennar. Margt er stórmerkilegt í málflutningi hennar en ég vil draga fram þessi atriði.

1. Hún fullyrðir að Íslendingar geta ekki borgað IceSave hvað svo sem þeir reyna með niðurskurði og skattahækkunum.

Í raun er þetta kjarnaatriðið sem snýr að okkur Íslendingum. Hún telur einsýnt að með samþykkt ríkisábyrgðar á IceSave sé Ísland orðið þrotabú. Þeir sem eftir verða "munu eiga meira undir þeim sem hæst býður".  Ísland verður boðið upp á markaði. Íslendingar verða fyrst að svara þeirri spurningu hvort þeir eru borgunarmenn fyrir þessum víxli. Þeir sem gerast ábekingar-þingmenn-vitandi að það getur ógnað þjóðaröryggi eru landráðamenn. Spurningin er hvort einhver afbrigði finnast í Stjórnarskrá íslenska Lýðveldisins fyrir auðtrúa handaruppréttingarþingmenn Samfylkingarinnar.

2. Hún tekur það skýrt fram að Íslendingar beri ekki ábyrgð á IceSave, " sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða".

Þetta er annað kjarnaatriðið, að við berum ekki ábyrgð á IceSave. Eins og margsinnis hefur komið fram, en jafnharðan er reynt að fela af ýmsum misvitrum kvíslingum, þá er ríkisábyrgð bönnuð á einkabönkum innan EES svæðisins. Eina undantekningin er sú Ríkisábyrgð sem Íslendingar eiga að samþykkja með góðu eða illu núna. Þessi undantekning er eingöngu til þess að upp komist ekki um meingallað regluverk ESB." gríðarlegir hagsmunir sem afmarkast síður en svo af strandlengju Íslands".

3.Hún fullyrðir að um nauðungarsamning sé að ræða-að við höfum verið beitt ofríki af hálfu Breta.

" með þessu setti Bretland Íslendinga, bandamenn sína í NATO, í sama flokk og hryðjuverkasamtök á borð við al-Qaeda..." Það er greinilegt að Evu finnst framganga Breta ekki stórmannleg. Þar sem um nauðungarsamning er að ræða hefur hann ekkert gildi og á þess vegna ekkert erindi inn á hið háa Alþingi Íslendinga. Samningurinn á heima í pappírstætaranum að mínu mati.

4. Hún telur að Bretar beri mikla ábyrgð sem þeir neita að axla í skjóli stærðar sinnar.

5. Hún telur áætlun AGS gjörsamlega úr takt við raunveruleikann.

Eva segir beinum orðum að áætlun AGS geti ekki, eigi enga möguleika að ganga upp á Íslandi. Niðurskurðurinn sem þarf að framkvæma er svo gríðarlegur að hann er óframkvæmanlegur og eins og Eva bendir á algjörlega tilgangslaus. Hvers vegna vill AGS að við rústum innviðum samfélagsins. Hvers vegna á að rústa hinu "Norræna velferðasamfélagi" Henni finnst það glórulaust athæfi að rústa því án þess einu sinni að hafa tryggingu fyrir því að við getum greitt skuldir okkar þó við myndum færa slíkar fórnir. Niðurstaðan verður sú að þjóðfélagið er í rúst en skuldar samt. Hver er tilgangurinn??

6. Eva er eitursnjall lögfræðingur.

Undir millifyrirsögninni " ÆTLAR EVRÓPA OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL?" kemur fram eftirfarandi "Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður. Engum dylst aukinn áhugi Rússa á svæðinu".

Eva dregur hér saman aðalatriði málsins. Við getum ekki borgað. Samfélaginu verður rústað. Þeir flytja sem geta. Skuldirnar verða eftir sem áður ógreiddar enda er það tilgangurinn. Niðurstaðan gefur alþjóðafjármagninu tækifæri til að kaupa eigur okkar Íslendinga á brunaútsölu.

Þeir sem eftir verða á íslandi verða þeir sem geta ekki flutt sig um set. Alþjóðlegir auðhringir munu ráða lögum og lofum hér á landi. Selja okkar eigin auðlindir ofaní okkur á uppsprengdu verði. 

"ÆTLAR EVRÓPA OG OG OG OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL??"

Ef við samþykkjum IceSave þá verður þetta niðurstaðan, það er nú eða aldrei að snúa við, að feta braut sjálfstæðis. 

Munum að fíkn fjármagnseigenda er ávöxtun, fíkn er ólæknandi sjúkdómur honum er bara hægt að halda í skefjum.

 

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.   http://tinyurl.com/kmltur   <-  spillingin í hnotskurn 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 02:49

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tilgangurinn er sem sagt til lengri tíma litið að einoka orkuna og tryggja sér aðgang að norðurheimskautssvæðinu. Rétt skilið?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2009 kl. 03:23

3 Smámynd: doddý

gjurrsamlega sammála þér - nú varstu djúpur . án djóks er þetta kvíðvænlegar upplýsingar, eins og verið sé að lýsa því fyrir manni hvernig endalokin verða !!

kv d

doddý, 2.8.2009 kl. 04:44

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Greining Evu er góð og rökföst.  Hún er mikil mannúðarkona en það eru hernaðarveldin Bretland og Bandaríkin ekki að sama skapi.  Þar eiga menn að taka út sína refsingu eða eins og sagt er undir rós  "taka meðulin sín".  Erlendir fjárfestar hafa tapað peningum á íslenskum bönkum sem voru undir umsjá FME og því erum við ekki saklaus.  Alþjóðasamfélagið hefur tekið afstöðu gegn Íslandi og ákveðið að Ísland verði að taka sín meðul ef við viljum tilheyra þeirra samfélagi.  Því miður mun ein grein Evu þótt góð sé ekki breyta neinu þar um.

Þetta veit Steingrímur og það verður að virða við hann, að hann er orðinn praktískur pólitíkus sem gerir sér grein fyrir þeirri þröngu stöðu sem landið er í.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 10:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa góðu samantekt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 10:41

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jóna, nú hefurðu gert mig meðsekan um skerðingu persónufrelsis ræningja-bara að grínast.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Arinbjörn,

lestu bókina Falið Vald, þá sérðu að tilgangur kreppu eins og við erum að upplifa núna er sá að setja lönd og fyrirtæki á hausinn svo hægt sé að kaupa þau á brunaútsölu. Ísland er bara eins og eitt fyrirtæki að stærð fyrir þessa gaura. Því er hugmyndin að skuldsetja okkur í botn þannig að við getum alls ekki staðið í skilum. Þá verðum við að setja eigur okkar-auðlindir upp í. Þeir munu aldrei sleppa klónni fyrr en allt er fengið. AGS er konsertmeistari í þessu spili.  Þannig að þú hefur skilið þetta hárrétt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:20

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Doddy, þú ert með alþjóðlega menntun svo það er bara að taka fram ferðatöskuna ef þeir samþykkja IceSave.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:22

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Andri Geir,

ef ég teldi að við gætum borgað IceSave án sérstakra vandræða fyrir íslenska þjóð þá myndi ég borga þessa vitleysu strax. Þá væri mér nákvæmlega sama þó við værum að borga þó við ættum ekki að gera það. Best væri að losa okkur á þann hátt við þessa óværu. Þar sem ég og margir aðrir teljum að við getum ekki staðið í skilum setjum við upp á móti þessu. Ástæðurnar eru borðleggjandi, þú skrifar ekki upp á víxil sem þú getur ekki borgað-segir sig sjálft. Þú setur ekki börnin þín í aðstöðu sem er ólíðandi-einu sinni foreldri alltaf foreldri. Tengsl okkar við fósturjörðina eru af sama toga-við berum ábyrgð á fullveldi landsins, skárra væri það að fremja landráð vitandi vits. Andri, hugsa,horfa og framkvæma svo.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:31

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur, takk sjálf fyrir góðar færslur,

Guðjón var hjá okkur hér á Króknum í gær í kaffi. Við ræddum mikið um þessi mál og vorum sammála að ef IceSave verður samþykkt á næstu vikum þá er búið að skella í lás. Þá er það bara ferðataskan...

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 12:36

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gunnar,

Ég held að allir viti að við getum ekki borgað þetta en hér verðum við að spila í ákveðnum pólitískum leik þar sem við setjum ekki leikreglurnar.  Við höfum samið af okkur og samþykkt þetta á framkvæmdavaldsstigi með fyrirvara um samþykki Alþingis.  Við höfum því gefið alþjóðasamfélaginu sterka vísbendinu um að við göngum að þessu.  Það sem ég og aðrir eru að segja er að við verðum að fara ákveðna Fjallabaksleið að sama markmiði.  Samþykkja Icesave og strax biðja um endurskoðun.  Hollendingar og Bretar munu ekki taka neitt annað í mál.  Það eru kosningar í Bretlandi eftir nokkra mánuði svo Gordon Brown verður að halda andliti gagnvar kjósendum sínum.  Að lúffa fyrir Íslendingum núna er pólitískt sjálfsmorð fyrir hann.  Þetta eru nú einu sinn hinar pólitísku leikreglur.  Ekki parfínar, en við erum þar sem við erum og verðum að gera það besta úr erfiðri stöðu.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 14:05

12 Smámynd: Sigrún Óskars

alltaf góður Gunnar Skúli - góð færsla

Sigrún Óskars, 2.8.2009 kl. 16:24

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Andri Geir,

það er ein synd sem Guð getur ekki fyrirgefið, það er þegar maður syndgar upp á náðina.

Við spilum ekki pólitíska leiki með fullveldi okkar og hana nú. Ég frábið mér slíkum málflutningi Andri Geir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 16:47

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gunnar,

Við erum búin að spila pólitíska leiki með fullveldið okkar síðan 1918.  Það er ekkert nýtt undir sólinni.  Auðvita eru það margir sem er illa við "realpolitik" en við erum þar sem við erum og getum ekki annað.  Um leið og við setjum samansem merki á milli Icesave og trúarbragða eru við á hættulegri braut.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 18:21

15 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Frábær samantekt Gunnar,

 Eva er okkar rödd í eyðimörkinni og hana ber að virða

takk fyrir mig

Hulda Haraldsdóttir, 3.8.2009 kl. 05:21

16 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það æpir allt á okkur með að samþykkja ekki þennan samning en virkar um leið eins og samþykki Alþingis sé bara málamyndagerningur. Þessi yfirtaka valdsins er í boði Breta, Hollendinga og AGS. Með stuðningi EBS og Norðurlandanna.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.8.2009 kl. 13:03

17 Smámynd: doddý

- þeir síðustu slökkvi á eftir sér. bið að heilsa. kv d

doddý, 3.8.2009 kl. 21:27

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ævar,

þetta er rétt hjá þér. Eina leiðin út úr þessu er að afþakka öll lán og senda AGS heim. Það er fjarlægur möguleiki að það gerist, en samt....

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.8.2009 kl. 22:32

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég mæli einnig með útgöngu úr Norðurlandaráði úrsögn úr NATO og að fara að lifa hér í fyrsta skipti sem frjáls og fullvalda þjóð. Með hina hernaðarlega mikilvægu legu vill í raune ngin styggja okkur. Auk þess myndi sparast fé með því að hætta pólistískri sýndarmennski í svona batteríum og við yrðum mun trúverðugri friðarboðar utan þeirra.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband