13.8.2009 | 06:21
Austurvöllur í dag kl 17
12.8.2009 | 21:10
Ég var að pæla......
Ég var að pæla, óþarfi að halda sér fast ég er ekki svo djúpur. Hefur þetta stríð um IceSave snúist um örfáa einstaklinga sem hafa krafist sterkra fyrirvara við ríkisábyrgðinni. Ögmundur mest áberandi sökum stöðu sinnar og hagstæðrar fortíðar í IceSave málinu. Mótmæli stjórnarandstöðunnar hefðu sennilega verið látin liggja í léttu rúmi ef allir stjórnaliðar hefðu hugsað eins og Samfylkingin. Þá hefði málið verið afgreitt eins og hvert annað stjórnarfrumvarp.
Síðan er það þessi viðbótarsamningur sem Samfylkingin virðist hafa gert við Evrópusambandið. Að minnsta kosti virðist Össur vita manna mest um það mál. Samningurinn er einhver óopinber sáttmáli/viljayfirlýsing um endurgreiðslur á IceSave ef við samþykkjum að ganga í ESB. Það er greinilega gert ráð fyrir því að við séum komin inn í bandalagið innan 7 ára.
Að lokum, að allar hugsanlegar fyrirgreiðslur virðast þurfa að fara um skrifborðin í Washington fyrst. Við fáum enga fyrirgreiðslu nema fulltrúar AGS sleiki frímerkin fyrst. Sérkennileg ráðstöfun stofnunar sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa þjóðum í neyð. Enn þá sérkennilegra að þjóðir skuli sætta sig við það.
12.8.2009 | 13:32
Hvaða samning er Össur að tala um???
Össur sagði að það hefði alvarleg áhrif fyrir landið að fella samninginn. Fórnarkostnaðurinn yrði talsvert meiri þegar upp væri staðið heldur kostnaður vegna samningsins. Þá sé samningur við Evrópusambandið. sem felist í svokölluðum Brussel - viðmiðum um að aðstoða Íslendinga síðar í þessu ferli. Hann segist þegar hafa rætt þennan samning við ESB og það séu engin vanbrögð á því að sambandið beiti sér eins og þar hafi verið lagt upp með.
Er Össur ekki með öllum mjalla, veit hann ekki að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.
![]() |
Ríkisstjórn á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 20:00
Unequal Treaties-Nauðungasamningar.
Var að þvælast á netinu og datt inn á þessa merkilegu síðu á Wikipedia. Fjallar um nauðungasamninga sem nokkur ríki hafa þurft að kyngja, oftast með hörðu. Dálkurinn til hægri telur upp nauðgarana. Mjög algengt að okkar nánustu vinaþjóðir eru þar títtnefndar. Þó nokkuð sé um liðið frá þessum samningum er það nokkuð víst að mannskepnan hefur ekki breyst í megindráttum. Að minnsta kosti eru boðorðin 10 enn í fullu gildi enn í dag.
List of Unequal Treaties
Treaty of Nanking | 南京條約 | 1842 | United Kingdom |
Treaty of the Bogue | 虎門條約 | 1843 | United Kingdom |
Treaty of Wangxia | 中美望廈條約 | 1844 | United States |
Treaty of Whampoa | 黃埔條約 | 1844 | France |
Treaty of Aigun | 璦琿條約 | 1858 | Russia |
Treaty of Tientsin | 天津條約 | 1858 | France, United Kingdom, Russia, United States |
Convention of Peking | 北京條約 | 1860 | United Kingdom, France, Russia |
Treaty of Tientsin | 中德通商條約 | 1861 | Prussia, German Customs Union |
Chefoo Convention | 煙台條約 | 1876 | United Kingdom |
Treaty of Tientsin (1885) | 中法新約 | 1885 | France |
Sino-Portuguese Treaty of Peking | 中葡北京條約 | 1887 | Portugal |
Treaty of Shimonoseki (Treaty of Maguan) | 馬關條約 | 1895 | Japan |
Li-Lobanov Treaty | 中俄密约 | 1896 | Russia |
Convention for the Extension of Hong Kong Territory | 展拓香港界址專條 | 1898 | United Kingdom |
Guangzhouwan Leased Terrority | 廣州灣租界條約 | 1899 | France |
Boxer Protocol | 辛丑條約 | 1901 | U.K., U.S., Japan, Russia, France, Germany, Italy, Austria-Hungary, Belgium, Spain, Netherlands |
Twenty-One Demands | 二十一條 | 1915 | Japan |
Tanggu Truce | 塘沽協定 | 1933 | Japan |
Convention of Kanagawa | 日米和親条約 | 1854 | United States |
Anglo-Japanese Friendship Treaty | 日英和親条約 | 1854 | United Kingdom |
Ansei Treaties | 安政条約 | 1858 | United States, United Kingdom, Russia, Netherlands, France |
Treaty of Amity and Commerce (Harris Treaty) | 日米修好通商条約 | 1858 | United States |
Anglo-Japanese Treaty of Amity and Commerce | 日英修好通商条約 | 1858 | United Kingdom |
Treaty of Ganghwa | 강화도 조약 | 1876 | Japan |
Korean-American Treaty of Amity and Commerce | 조미수호통상조약 | 1882 | United States |
China-Korea Treaty of Merchant and Commerce | 조청상민수륙무역장정 | 1882 | China |
Treaty of Jemulpo | 제물포조약 | 1882 | Japan |
Anglo-Korean Treaty of Amity and Commerce | 조영수호통상조약 | 1883 | United Kingdom |
German-Korean Treaty of Amity and Commerce | 조독수호통상조약 | 1883 | Germany |
Russo-Korean Treaty of Amity and Commerce | 한로수호통상조약 | 1884 | Russia |
Treaty of Hanseong | 한성조약 | 1885 | Japan |
Franco-Korean Treaty of Amity and Commerce | 조불수호통상조약 | 1886 | France |
Japan-Korea Treaty of 1904 | 제1차 한일 협약 | 1905 | Japan |
Taft-Katsura Agreement | 가쓰라-태프트 밀약 | 1905 | United States - Japan |
Eulsa Treaty | 을사조약 | 1905 | Japan |
Japan-Korea Annexation Treaty of 1907 | 한일 신협약 | 1907 | Japan |
Japan-Korea Annexation Treaty | 한일 병합 조약 | 1910 | Japan |
11.8.2009 | 14:31
Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,“
Stundum hrekkur út úr mönnum sannleikskorn í hita leiksins. Ekki að ég telji Þór Saari einhvern stórlygara, bara ekki eins vanur og reyndir þingmenn að segja ekki neitt þó þeir tali í tíma og ótíma. Eftirfarandi er haft eftir Þór á Mbl.is
"Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,
Miðað við þetta er öll töf á IceSave málinu orsökuð af skoðunum Samfylkingarinnar á þeirri ríkisábyrgð sem Alþingi á að samþykkja. Þeir þingmenn sem vilja setja mjög trygga öryggisventla á ríkisábyrgðina eru ekki í Samfylkingunni, þeir eru í ýmsum öðrum flokkum.
Því virðist átaklínan snúast um hvort Samfylkingunni takist að koma ríkisábyrgðinni í gegnum þingið með eins veikum fyrirvörum og hugsast getur. Eina haldbæra skýringin á þessari afstöðu Samfylkingarinnar er þörf hennar að styggja ekki valdið í Brussel. Til að ná þessu markmiði sínu reynir Samfylkingin að hóta, setur þrönga tímaramma og lofar stjórnarslitum ef ekki verður gengið að kröfum hennar. Þeir hóta í Brussel og þeir hóta í Samfylkingunni, ekki furða að þau telji sig eiga betur heima í Brussel en Reykjavík.
Það er vaxandi skilningur meðal þjóðarinnar að ríkisábyrgðin er stórmál. Þetta snýst um sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Það sem ekki allir gera sér grein fyrir að það eru mjög margir erlendis sem bíða í ofvæni eftir niðurstöðunni. Ef Íslendingum tekst að slíta af sér hlekkina þá er það fordæmi, fordæmi sem gæti gefið öðrum von. Við erum ekkert eyland ef einhver hélt það.
![]() |
Hefðbundið pólitískt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 22:16
Þingræði er bara tómt vesen.
Þingræðið þvælist fyrir. Guðbjartur gefur þingmönnum 48 klst. Jóhanna hótar stjórnarslitum ef IceSave er ekki samþykkt. Þingmenn vilja fá tíma til að átta sig sjálfir á afleiðingum ríkisábyrgðar á IceSave samningnum.
Ein hugsanleg afleiðing er að þessi skuld gæti verið líkistungli sjálfstæðis þjóðarinnar. Það er hugsanlegt að við förum á hausinn. Ekki furða að þingmenn vilji hugsa sig vel um.
Það sem vekur furðu mjög margra í þjóðfélaginu er algjört áhyggjuleysi Samfylkingarmanna. Margir þeirra virðast vilja samþykkja samninginn 1 2 og 3. Á þetta alls ekki endilega við þingmannahópinn einvörðungu heldur Samfylkingarmenn vítt og breitt um þjóðfélagið. Þegar maður reynir að rökræða IceSave þá loka þeir eyrunum og fara að tala um veðrið. Sjálfsagt vörn gegn of válegum tíðindum og truflun á fyrirhuguðum skíðaferðum í vetur og því um líku.
![]() |
Efast um alvöru þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2009 | 21:55
Mjög nauðsynleg helgarlesning.
Þýðing Egill Helgi Lárusson
Fidjíbúar búa í Pólinesíu, á eyjum í suður Kyrrahafi. Allur eyjaklasinn, útskýrir prófessor
Yánzhul, samanstendur af smáeyjum sem samtals eru um 20.720 ferkílómetrar. Einungis er
búið á helmingi þeirra og telur þjóðin 150.000 sálir auk 1.500 hvítingja. Frumbyggjarnir, sem
risu úr villimennsku fyrir margt löngu, eru þekktir fyrir dug sinn og eru þess megnugir að
vaxa og dafna eins og þeir hafa sýnt með því að verða fljótt góðir bændur og
húsdýraræktendur. Samfélag þeirra blómstraði en árið 1859 var konungdæmið komið í
örvæntingarfulla stöðu. Fídjíbúar og konungur þeirra, Thakombau, vantaði peninga. Þeir
þurftu 45.000 dollara sem Bandaríkin heimtuðu í skaðabætur fyrir ofbeldi sem sagt var að
Fídjíbúar hafi beitt bandaríska borgara.
Til þess að innheimta þessa upphæð höfðu Bandaríkjamenn sent herdeild á staðinn, sem í
skyndingu hertók nokkrar af bestu eyjunum sem tryggingu. Einnig hótuðu þeir að varpa
sprengjum á byggðir landsins nema skaðabæturnar væru greiddar í hendur fulltrúa
Bandaríkjanna fyrir tiltekna dagsetningu. Bandaríkjamenn höfðu verið meðal fyrstu hvítu
mannanna sem settust að á Fídjíeyjum sem trúboðar. Með einum eða öðrum hætti höfðu þeir
síðan sölsað undir sig besta ræktunarlandið og hófu ræktun á baðmull og kaffi. Þeir réðu hópa
frumbyggja í vinnu með samningum sem frumbyggjarnir skildu ekki eða fengu þá í gegnum
verktaka sem höndluðu með lifandi eignir. Átök milli frumbyggja og plantekrueigenda, sem
litu á þá sem þræla, voru óumflýjanleg. En slík átök urðu síðan ástæðan fyrir kröfu
Bandaríkjamanna. Á Fídjí tíðkaðist að greiðslur væru inntar af hendi með vörum líkt og
tíðkaðist í Evrópu fram á miðaldir. Frumbyggjarnir notuðu ekki peninga, viðskipti þeirra fóru
eingöngu fram með vöruskiptum; vörum var skipt fyrir vörur. Þau litlu opinberu gjöld sem
innheimt voru fengust af því sem landið gaf. Hvað áttu Fídjíbúar og Thakombau konungur að
gera þegar Bandaríkjamenn heimtuðu með þjósti 45.000 dollara í skjóli hótanna um að
afleiðingarnar yrðu alvarlegar ef ekki yrði greitt? Fyrir Fídjíbúa var engin leið að skilja slíka
upphæð, að ekki sé talað um peningana sem þeir höfðu aldrei séð í slíku magni. Thakombau
ráðfærði sig við aðra höfðingja og ákvað að snúa sér til Englandsdrottningar. Í fyrstu bað hann
hana að taka eyjarnar undir sinn verndarvæng og seinna bað hann hana einfaldlega um að
innlima þær. En Englendingar tóku þessari beiðni af varfærni og voru ekki á því að flýta sér
að hjálpa þessu hálfvillimannlega konungsdæmi í vandræðum þess. Í stað þess að svara með
beinum hætti sendu Englendingar af stað leiðangur til eyjanna árið 1860 til þess að meta hvort
það væri þess virði að eyða peningum í að losa landið undan hinum bandaríska lánardrottni og
innlima landið í breska heimsveldið.
Í millitíðinni héldu Bandaríkin kröfum sínum á lofti og í kjölfar þess að hafa hertekið bestu
eyjarnar sem tryggingu og þar með sér velmegun landsins var krafan hækkuð úr 45.000
dollurum í 90.000 dollara. Þessu fylgdi einnig hótun um að krafan yrði hækkuð enn meira ef
ekki yrði greitt á réttum tíma. Undir þessum þrýstingi ákvað Thakombau, sem ekki þekkti
evrópskar aðferðir til að útvega lán, og að áeggjan hvítra landnema, að leita til kaupmanna í
Melbourne um lán með hvaða skilmálum sem byðust, jafnvel þótt hann þyrfti að leggja allt
konungsríkið í hendur einkaaðila. Í kjölfar beiðni Thakombau var stofnað verslunarfélag í
Melbourne. Þetta félag, sem nefnt var Pólinesíufélagið, gerði samning við yfirvöld á Fídjí sem
var þeim mjög hagstæður. Með því að yfirtaka kröfu Bandaríkjanna og greiða hana á
tilteknum dagsetningum, fékk félagið samkvæmt samningnum að taka að eigin vali 40.000 og
síðar 80.000 hektara af besta landsvæðinu fyrir starfsemi sína. Að auki skyldi félagið vera
1 Úr bókinni "What then must we do?" skrifuð af Leo Tolstoy og fyrst gefin út árið 1886.
undanþegið öllum gjöldum og sköttum af verksmiðjum sínum, starfsemi og nýlendum og fá
langtíma einkaleyfi til bankareksturs með þeim forréttindum að gefa út ótakmarkað magn
peninga. Þegar samningurinn var loks undirritaður árið 1868 stóðu Fídjíbúar ásamt konungi
sínum andspænis öðru veldi, hinu áhrifamikla verslunarfélagi með víðfeðmar landareignir og
úrslitavald í málefnum ríkisstjórnarinnar. Til að fullnægja þörfum sínum hafði ríkisstjórn
Thakombau fram að þessu látið sér nægja það sem fékkst greitt með vörum sem landið gaf af
sér auk afraksturs lítilsháttar gjalds á innfluttar vörur. Með tilkomu samningsins og hins
volduga Pólinesíufélags versnaði fjárhagsstaða landsins. Mikilvægur hluti besta landsvæðisins
í ríkinu hafði flust yfir til félagsins þannig að skattheimta minnkaði. Í hinn endann, eins og við
vitum, hafði félagið einnig leyfi til inn- og útflutnings án þess að greiða gjöld sem leiddi
einnig til minnkandi tekna af tollgjöldum. Frumbyggjarnir, það er 99% íbúanna, höfðu alltaf
verið lélegir þátttakendur í tekjum sem fengust af innflutningi þar sem þeir notuðu mjög lítið
af evrópskum varningi fyrir utan lítilræði af baðmullarefnum og málmvöru. En með tilkomu
Pólinesíufélagsins losnuðu hinir efnameiru evrópsku íbúar undan tollgreiðslum og tekjur
Thakombau konungs urðu lítilfjörlegar. Hann þurfti með snatri að auka þær. Thakombau
ráðfærði sig við hvíta vini sína um það hvernig hann gæti leyst vandamál sitt. Honum var
ráðlagt að leggja, í fyrsta sinn í sögu landsins, beinan skatt á landsmenn og til að auðvelda
málin fyrir konung skyldi hann vera í formi peninga. Álögurnar voru settar á sem nefskattur
upp á eitt pund fyrir hvern karlmann og fjóra skildinga fyrir hverja konu á eyjunum.
Allt fram til þessa, eins og við nefndum fyrr, tíðkaðist jarðrækt og bein vöruskipti á
Fídjíeyjum. Mjög fáir frumbyggjar hafa pening milli handanna. Allur auður þeirra byggðist
eingöngu á ýmsum hrávörum og nautgripum, en ekki peningum. Samt sem áður krafðist hinn
nýi skattur, á tilteknum degi og án tafar, ákveðinnar upphæðar sem fyrir frumbyggja með
fjölskyldu varð að töluverðri upphæð. Fram til þessa átti frumbyggi ekki því að venjast að
borga persónulega greiðslu til ríkisins nema í formi vinnu. Allir skattar voru greiddir
sameiginlega af því þorpi sem hann tilheyrði, frá sameiginlegum ökrum sem einnig voru hans
aðaltekjulind. Hans eina leið út úr vandanum var að fá peningana frá hvítu nýlendubúunum,
það er, að fara annað hvort til verslunar- eða plantekrueiganda til að fá það sem honum
vantaði peninga. Þeim fyrrnefnda þurfti hann að selja framleiðslu sína á hvaða verði sem
bauðst þar sem greiða þurfti skattinn á tilteknum degi. Önnur leið var að fá fyrirframgreiðslu á
framleiðsluna, en þessa aðstöðu nýttu kaupmenn sér til þess að auðgast óheiðarlega. Að
öðrum kosti gat frumbygginn boðið plantekrueiganda vinnu sína; gerst verkamaður. En í ljós
kom að laun á Fídjí voru mjög lág, líklegast vegna þess að margir íbúar buðu vinnu sína á
sama tíma. Samkvæmt skýrslu stjórnarinnar voru þau ekki hærri en sem nam einum skildingi
á viku fyrir fullorðinn karlmann eða sem svara 2 pundum og 12 skildingum á ári. Þetta þýðir
að til þess eins að borga sinn eigin skatt, að ekki sé minnst á skatt fjölskyldunnar, þyrfti
Fídjíbúi að yfirgefa heimili sitt, fjölskyldu, sitt eigið land og ræktun, og ferðast oft til annarar
eyjar og binda sig í vinnu hjá plantekrueiganda í hálft ár til þess að vinna sér inn eitt pund til
greiðslu skattsins. Til þess að greiða skattinn fyrir alla fjölskylduna þurfti að leita annara
leiða. Auðvelt er að ímynda sér afleiðingar alls þessa fyrirkomulags. Frá 150.000 þegnum
sínum safnaði Thakombau aðeins 6.000 pundum og fljótlega fór að bera á miklum og áður
óþekktum kröfum um heimtur á sköttum. Stjórnvöld sem áður höfðu þótt heiðarleg komust
fljótt að samkomulagi við hvítu plantekrueigendurna sem voru byrjaðir að stýra landinu.
Fídjíbúar voru dregnir fyrir dómstóla ef þeim tókst ekki að greiða skattinn og voru dæmdir,
auk greiðslu á kostnaði, til fangelsisvistar í lágmark hálft ár. Afplánunarstaðurinn kom í hlut
plantekru þess hvíta manns sem fyrstur bauðst til að greiða skatt og lögfræðikostnað fangans.
Með þessum hætti fengu hinir hvítu ódýrt vinnuafl svo lengi sem þá listi. Í fyrstu var þetta
framsal á nauðungarvinnu takmarkað við sex mánuði, en síðar komust spilltir dómarar að því
að hægt var að dæma menn í allt að 18 mánuði og síðan jafnvel endurnýja dóminn. Á fáeinum
árum breyttust aðstæður gjörsamlega. Stór svæði sem áður höfðu staðið í blóma urðu hálf
mannlaus og fátækt varð gríðarleg. Allir karlmenn, fyrir utan aldraða og veikburða, voru að
heiman að vinna á plantekrum hvítra annað hvort til að vinna sér inn pening fyrir
skattgreiðslum eða vinna af sér dóm. Kvenfólk á Fídjíeyjum vinnur varla nein
landbúnaðarstörf þannig að fjarvera karlmannanna þýddi að landið var vanrækt eða alveg
yfirgefið. Á fáum árum var hálf þjóðin orðin að þrælum hvítra nýlenduherra.
Þetta sorglega tímabil í sögu Fídjíbúa er skýrasta og besta dæmið um það hvað peningar eru
og áhrif þeirra. Hér er öllu lýst: fyrstu grunnþættir þrælahalds fallbyssur, hótanir, morð,
landtakan og að auki aðaltækið peningar, sem leysa af hólmi allar aðrar aðferðir. Það sem
hefur tekið aldir að gerast meðfram efnahagsþróun landa gerðist hér, þegar ýmis form
peningaþvinganna hafa verði fullþróuð, á aðeins tíu árum. Harmleikurinn hefst þegar
Bandaríkjamenn senda skip hlaðin vopnum að ströndum landsins hvers íbúa þeir vilja hneppa
í þrældóm. Yfirvarp hótannanna eru peningalegs eðlis, en harmleikurinn hefst þegar
fallbyssum er beint að öllum íbúum: konum, börnum og gamalmennum, nokkuð sem nú er
verið að endurtaka í Afríku, Kína og Mið-Asíu. Hvert var upphaf harmleiksins:"Peningana
eða lífið", sem sammerkt er öllum herleiðangrum allra þjóða. Fyrst 45.000 dollarar síðan
90.000 dollarar eða fjöldamorð. En það voru engir 90.000 dollara til. Bandaríkjamennirnir
áttu þá. Síðan hefst annar hluti harmleiksins: stuttu, blóðugu, hræðilegu og hnitmiðuðu
fjöldamorði verður að afstýra og skipta út fyrir minna áberandi, en langdregnari þjáningu.
Þjóðflokkurinn og höfðingi hans leita leiða til að skipta út fjöldamorðum fyrir peningalega
þrælkun. Lán er tekið og síðan er útfærslan á peningalegri þrælkun fólksins skipulögð.
Þessi útfærsla byrja strax að haga sér eins og agaður her og innan 5 ára er verkinu lokið.
Fólkið er ekki einungis svipt réttinum til landsins og eigna sinna, heldur einnig frelsinu. Það
er orðið að þrælum.
Þriðji hluti hefst: aðstæður eru orðnar of erfiðar og ógæfufólkið fer að heyra orðróm um að
það sé möguleiki á að skipta um drottnara og bindast þrælaböndum einhverjum öðrum. Að
losna undan þrældómi sem komið var á með peningum virðist ekki koma fólki til hugar
lengur. Og þjóðflokkurinn biðlar til nýs drottnara sem hann óskar eftir að mildi aðstæður þess.
Englendingarnir koma þegar þeir sjá að eyjarnar auðveldi þeim að brauðfæða sitt eigið fólk og
innlima eyjarnar ásamt íbúum þeirra. En þeir taka ekki við fólkinu sem þrælum né taka þeir
landið og dreifa því til eigin stuðningsmanna. Slíkar gamaldags aðferðir eru óþarfar núna. Það
eina sem þarf að gera er að krefjast nægjanlega stórrar verndargreiðslu til að halda þrælunum í
þrældómi annars vegar og hins vegar gefi nóg í aðra höndina.
Íbúarnir urðu að greiða 70.000 pund. Það var grundvallar skilyrðið fyrir því að England
samþykkti að bjarga Fídjíbúum frá amerískri þrælkun. Að sama skapi var þetta allt og sumt
sem þurfti til að fullklára þrældóm frumbyggjanna. En í ljósi þeirra aðstæðna sem Fídjíbúar
voru í var vonlaust fyrir þá að greiða 70.000 pund. Krafan var of há. Um tíma breyttu
Englendingar kröfunni og tóku við hluta af greiðslum í formi framleiðsluvara, en þegar
peningar komust aftur í umferð var kröfunni aftur breytt í fulla upphæð. England hagaði sér
ekki eins og verslunarfélagið hafði gert, sem líkja mátti við herför villimanna á hendur
villimannaþjóð sem vill einungis hirða allt sem hægt er áður en horfið er á braut. England
hagaði sér sem þrælahaldari með langtíma framtíðarsýn og drap ekki gullgæsina, fóðraði hana
jafnvel, vitandi það að hún verpti vel. Í fyrstu slökuðu þeir á taumnum, sér til framdráttar, til
þess eins seinna meir að taka í þá aftur og sökkva Fídjíbúum í sama peningaþrældóm og
Evrópa og hinn siðmenntaði heimur er í og engin sjáanleg leið er út úr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2009 | 00:51
William K. Black í viðtali-mjög athyglisvert.
Hér er mjög athyglisvert viðtal við William K. Black
5.8.2009 | 22:25
Ekki ráðist í niðurfellingu skulda, hins venjulega Íslendings, samkvæmt samkomulagi við AGS.
Þetta er að finna á RÚV þann 4 ágúst 2009.
Félagsmálaráðherra segir ekki verða ráðist í almennar niðurfellingar skulda hjá almenningi. Það sé ein af forsendum samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki sé í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu.
Þetta eru andsvör hans við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna við lélegum úrræðum bankanna og yfirvalda.
Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég heyri Ráðherra segja það hreint út að fólki verði ekki bjargað með niðurfellingum skulda. Gríðarleg aukning á skuldastöðu einstaklinga hefur verið orsökuð af öllum öðrum en þeim sjálfum. Það sem lántakendur skrifuðu undir var að greiða lánin upp á ákveðnum fjölda ára, það hefur nú verið svikið. Svikaforsendurnar fyrir hækkun lána einstaklinga hafa verið ræddar í þaula og eru flestum kunnar.
Það sem er athyglisvert við fréttina er að íslenska Ríkið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu með sér samkomulag í upphafi viðskipta sinna eftir hrun. Samkomulagið gengur út á það að alls ekki eigi að fella niður skuldir almennings. AGS bannar allar afskriftir á lánum einstaklinga og íslenskar Ríkisstjórnir samþykkja það. Hvers vegna hafa ekki stjórnmálamenn sagt okkur lántakendum strax að við sætum ein í súpunni, hvers vegna er verið að gefa fólki von um að einhver hluti lána þeirra verði afskrifaður. Nú er það ljóst, lánin skulu greidd að fullu en við getum valið hversu margar kynslóðir munu taka þátt í greiðslunum. Aftur á móti er hægt að bjarga bönkum og þvíumlíku.
Framkoma íslenskra yfirvalda er hneykslanleg. Þau eru fulltrúar fólksins, eða að minnsta kosti kusum við þau á þing til þess. Alþingismenn og Ráðherrar skammta ofaní okkur upplýsingarnar. Við erum búin að hrópa á gegnsæi. Okkur er bara gefið langt nef. Ef þingmenn hafa ekki fattað það þá treystir íslenska þjóðin þeim ekki lengur. Þess vegna erum við á förum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.8.2009 | 20:09
Blóðugur niðurskurður hjá okkur Íslendingum
Þjóð sem 30 sinnum fjölmennari en við Íslendingar talar um blóðugan niðurskurð upp á 200 milljarða íslenskra króna. Niðurskurður sá sem er framundan hjá okkur Íslendingum er upp á 150 milljarða. Hann á að skiptast á tvö næstu ár, sennilega nokkuð jafnt. Það eru 75 milljarða niðurskurður á ári. Við höfum um 360 milljarða á ári til að reka íslenska ríkið. Það stefnir í 140 milljarða greiðslur í vexti af þeim lánum sem íslenska ríkið hefur tekið á sig.
360 milljarðar til skiptanna,
mínus 140 milljarðar í vexti,
þá eru eftir 220 milljarðar,
mínus 75 milljarða niðurskurður
Þá er eftir 145 milljarðar til að reka allt sem tengist ríkinu.
Ég get bara nefnt að það kostar 35 milljarða á ári að reka Landspítalann.
Þar sem ég útskrifaðist úr menntaskóla með lægstu hugsanlegu einkunn í stærðfræði bið ég alla lesendur að koma með leiðréttingar ef mér hefur orðið hált á svellinu.
![]() |
Blóðugur niðurskurður í Búlgaríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |