Færsluflokkur: Ferðalög

ÞEIR SIGRUÐU ÞVÍ ÞEIR UNNU SILFRIÐ-TAKK, ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRIR.

The image “http://eyjan.is/files/2008/08/lidid-allt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 

 


Lífið er yndislegt-en samt bíð ég eftir SMS á mánudaginn.

Nú er helgin skollin á. Veðrið er mjög hagstætt. Það er til mikilla bóta. Hugur minn er í Vestmannaeyjum því síðastliðin tvö ár hef ég verið á Þjóðhátíð. Minningarnar þjóta um hugann. Núna þarf ég að vinna um helgina og gat því ekki komist í lundann. Á reyndar nokkra í frystinum síðan í fyrra. Önnur ástæða er að sonurinn er á Þjóðhátíð. Hann flaug frá Bakka og mun fara sömu leið til baka á mánudaginn. Þetta vekur ugg í brjóstum foreldra, skiljanlega. Ég var á bakvakt mánudaginn árið 2000 og sinnti flestum sem lentu í flugslysinu og öðrum slysum þá nótt. Því mun ég ekki vera í rónni fyrr en sms-ið er komið á mánudaginn.

The image “http://www.frostandfire.is/pictures/lundi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


Svartur Berlínari.

Það er margt sérkennilegt í tilverunni, eins og ég hef sagt oft áður. Nú er vinsælasti maður í Evrópu svartur gaur sem vill vera forseti í Ameríku. Hann er flottur og verður vonandi góður ef hann verður þá forseti. Það getur nefnilega skipt okkur hin miklu máli. Forseti Bandaríkjanna er nefnilega mjög valdamikill.

Eftir að Bandaríkjamenn voru dregnir úr egginu nauðugir viljugir í seinni heimstyrjöldinni hafa þeir verið afskiptasamir í alþjóðamálum. Sjálfsagt væri veröldin öðruvísi ef athafnasemi þeirra hefði ekki notið við. Hvað hefðu Rússarnir gert ef kaninn hefði bara farið heim?

Hitt er í raun mun athyglisverðara að hugsanlega munu Bandaríkjamenn velja sér svertingja fyrir forseta.  Að minnsta kosti ef hann tapar þá mun stór hluti kjósenda þar styðja hann. Ég minnist þess ekki að neinn litaður maður hafi náð viðlíka langt í vestur Evrópu. Hvernig var þetta nú, vorum við Evrópubúar ekki miklu frjálslyndari en þessir kanar? 

 

 Image:Majestic Liberty Large.jpg


BLEIUSKIPTI OG LANDAMÆRI.

Nú erum við komin heim. Vorum í Tyrklandi í tvær vikur, í Marmaris. Það var lítið sjávarþorp sem breyst hefur í ferðamannabæ. Mjög góður staður til að slaka á og njóta lífsins. Sit núna við lifandi eld úti á palli í blíðskaparveðri.

Áður fyrr hnepptu Tyrkir menn í ánauð og fluttu nauðuga til Tyrklands. Nú er öldin önnur. Nú hópumst við þangað sjálfviljug. Aftur á móti kemst venjulegur Tyrki ekki út úr sínu eigin landi nema með verulegri fyrirhöfn.

Þegar einn saklaus Kenía maður vill skipta á bleium á barni sínu á Íslandi er hann rekinn frá landinu með harðri hendi. Fyrir hvern eru eiginlega þessi landamæri? 


Tyrkland-myndir.

IMG 0754

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0737

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0713

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0711

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0690

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0654

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0682


Tyrkland-1.

Þá erum við komin aftur til Tyrklands. Marmari er það og aftur sama hotel-Foum. Við höfum aldrei áður farið tvisvar á sama stað og það segir nokkuð um hvað við kunnum að meta þennan stað. Íbúðirnar eru stórar og þægilegar, góð loftkæling og veðrið frábært. Sundlaugin hrein unun þegar sólarkremið er farið að krauma á kroppnum.

Í kvöld er stór dagur. EM í fótbolta. Tyrkland-Þýskaland. Nú ætlum við að gata þýska stálið. Ég er vel undirbúinn. Stórir flatskjár tilbúnir á sundlaugabakkanaum á hotelinu. Ég er búinn að kaupa eldrauða tyrkneska treyju sem ég verð í. Svo einn tyrkneskur öl og allt er redí. 

IMG_0375


Múhameð, myndir og Highway 105.

Ég er enn að hugsa um myndina af Múhameð. Mér finnst þessar vangaveltur mjög skemmtileg heilaleikfimi. Það er ekki auðvelt að komast að einfaldri niðurstöðu. Mannleg samskipti eru bæði einföld og flókin.

Það virðist vera til hópur af mönnum sem álíta að þeir sem aðhyllast Íslam séu vondir. Þeir eru vissir í sinni sök, Íslam snýst um heimsyfirráð. Þeir sem eru á móti verða drepnir af Íslamistum. Þeir sem ekki trúa þessu eru einfeldningar. Þegar maður les skrif þessara einstaklinga þá finnst mér þeir líkjast mjög þeim sem þeir lýsa. Er einhver munur á kúk og skít?

Er ekki lífið flóknara en svo. Eru ekki til vondir einstaklingar all staðar í öllum trúarbrögðum. Sökum þess að við búum í kristnu þjóðfélagi verðum við ekki að taka mið af þeim kennisetningum. En nú er það þannig að margir í okkar kristna þjóðfélagi eru ekki kristnir. Þeir eru trúlausir eða eitthvað annað. Þeir telja sig óbundna af öllum trúarsetningum. Þeir styðjast frekar við sína eigin heimsmynd eða pólitíska skoðun. Hver er munurinn á réttlætingu gjörða okkar út frá pólitík eða trú.

Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér er ein setning: MÉR FINNST!!.

Mér finnst þetta og hitt. Ef mér finnst þá er það rétt. Mörgum finnst það sem þeim finnst þungamiðja alheimsins. Þegar þú ekur þjóðveg 105 inn í Los Angeles, átta akreinar út og aðrar átta inn, samtals 16 akreinar þá gerir þú þér fulla grein fyrir því að þú verður að taka tillit til nágrannans.

Þannig er bara lífið. 

 


NORÐFJARÐARFLUGVÖLLUR-BÆTUM HEILSUNA MEÐ MALBIKI.

 Sæl öll sömul, þetta er grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið um daginn.

 

Austurland er fjarri Reykjavík eins og alkunna er. Ekki það að hvorugur aðilinn sýti það sérstaklega. Sjálfsagt er sú staða kostum hlaðin í flestu tilliti að mati beggja. Við sem búum hér fyrir sunnan erum sjálfsagt hér því við kunnum því vel eða þekkjum ekkert annað. Sömu sögu má sjálfsagt segja um þá fyrir austan.
Nútíma tækni hefur fært fjarlægar byggðir nær hver annari. Tæknin hefur gert okkur kleift að hafa samskipti mun hraðar og örar en áður, án tillits til búsetu. Hægt er að senda gögn á rafrænu formi á sekúndum. Framþróunin hefur einnig sett auknar kröfur á þjóðfélagið. Þessi krafa um hraða og skilvirkni hefur einnig sett mark sitt á heilbrigðiskerfið. Alltaf hafa snör handtök skipt miklu þegar um bráðasjúkdóma eða slys er að ræða. Áður fyrr skipti kannski ekki svo miklu máli hvar þú varst búsettur, svipuð meðferð var í boði á flestum stöðum. Með sívaxandi tækni hefur mismunun aukist með tilliti til búsetu.
Viss meðferð er eingöngu í boði í Reykjavík við bráðum veikindum. Sem dæmi er hægt að nefna bráða kransæðastíflu. Hægt er að meðhöndla hana með blóðþynningarlyfjum hvar sem er. Aftur á móti næst bestur árangur við kransæðastíflu ef sjúklingurinn kemst inn á Landspítalann innan 4-6 klst í hjartaþræðingu. Í henni opnar hjartalæknirinn kransæðina og setur í fóðringu ef þarf. Því hafa þeir einstaklingar sem búa næst Landspítalanum ákveðið forskot. Einnig má nefna nýbura. Það gerist einstaka sinnum að jafnvel eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu þarf nýburi gjörgæslumeðferð á Landspítalanum eftir fæðinguna.Til að árangur verði svipaður og hjá Reykvíkingum þarf sjúklingurinn að komast sem fyrst að austan. Vandamálið er að ekki er hægt að senda sjúklinga jafn hratt og tölvupóst á milli landshluta.
Þar með er ég loksins kominn að efninu. Það er flugvöllur rétt hjá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ekki tekur nema nokkrar mínútur að aka sjúklingi þangað. Galli er samt á gjöf Njarðar því þetta er malarvöllur og oft ekki hægt að lenda vegna aurbleytu. Þá þarf að flytja sjúklinginn á Egilstaðarflugvöll, ferð sem tekur um klukkustund. Um er að ræða fjallvegi sem geta verið viðsjárverðir að vetrarlagi.
Þar sem ég hef oft leyst af á Neskaupstað sem læknir þekki ég þetta á eigin skinni. Þegar kunnugir tjáðu mér að kostnaðurinn við að leggja bundið slitlag á flugvöllinn í Neskaupstað hlypi á 20-30 milljónum gat ég bara ekki orða bundist. Þetta eru þvílíkir smáaurar að það tekur því varla að ræða um það. Þetta malbik verður búið að greiða sig upp á örfáum árum bara í minnkuðum kostnaði við akstur sjúklinga til Egilsstaða. Þegar við bætist betri árangur af meðferð sjúklinga vegna minni tafa við að komast í meðferð þá erum við að tala um endurgreiðslutíma í mánuðum.
Ég skora hér með á ábyrg stjórnvöld að sýna skynsemi í ráðstöfun skattpeninga okkar og malbika Norðfjarðarflugvöll sem allra fyrst, að öðrum kosti eru menn að henda krónunni en spara aurinn.


Kvótinn og Köben.

Núna er ég í Köben. Áður fyrr var hún kölluð kóngsins Köben. Í dag kallast hún Bónus Köben. Við erum bráðum búin að kaupa upp allt hérna sem er einhvers virði. Það er varla svo slæmt, ef einhver vill kaupa mann er maður að minnsta kosti einhvers virði.

Var á fundi í gærkvöldi hjá Frjálslynda flokknum. Það hafa verið smá væringar innan flokksins í sumar. Menn ræddu hlutina hreint út. Lang flestir mjög málefnalegir. Í stuttu máli mjög góður fundur. Á fundinum kom greinilega fram að mikill kraftur er í grasrótinni. Allir eru fullir áhuga og vilja að gera enn betur næst. Þetta var eins og að sjá 8 gata tryllitæki nötra skömmu áður en því er skellt í gírinn.

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Íslendingar myndu kaupa upp Kaupmannahöfn. Hver trúir því að FF muni kollvarpa kvótakerfinu. Við trúum því. 


Nú er fjör í Grímseyjarferjunni.

Hrútarnir stangast á í Grímseyjarferjuævintýrinu. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni. Að einn smádallur sem á eftir að flytja innan við einn milljónasta af prómilli mannkyns tekur meira rými í fréttaflutningi en mun stærri og alvarlegri mál er með ólíkindum.

Þetta snýst um sjálfsvirðingu margra aðila. Sumir hefðu bara lagt niður Ríkisendurskoðun, kannski verður það lausnin.

Þeir sem hafa keypt og selt bíla eða hús vita að að gera upp gamalt er dýrt en að kaupa nýtt er tryggt. Kannski þeir hjá Vegagerðinni hafi aldrei keypt bíl eða hús? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband