Múhameð, myndir og Highway 105.

Ég er enn að hugsa um myndina af Múhameð. Mér finnst þessar vangaveltur mjög skemmtileg heilaleikfimi. Það er ekki auðvelt að komast að einfaldri niðurstöðu. Mannleg samskipti eru bæði einföld og flókin.

Það virðist vera til hópur af mönnum sem álíta að þeir sem aðhyllast Íslam séu vondir. Þeir eru vissir í sinni sök, Íslam snýst um heimsyfirráð. Þeir sem eru á móti verða drepnir af Íslamistum. Þeir sem ekki trúa þessu eru einfeldningar. Þegar maður les skrif þessara einstaklinga þá finnst mér þeir líkjast mjög þeim sem þeir lýsa. Er einhver munur á kúk og skít?

Er ekki lífið flóknara en svo. Eru ekki til vondir einstaklingar all staðar í öllum trúarbrögðum. Sökum þess að við búum í kristnu þjóðfélagi verðum við ekki að taka mið af þeim kennisetningum. En nú er það þannig að margir í okkar kristna þjóðfélagi eru ekki kristnir. Þeir eru trúlausir eða eitthvað annað. Þeir telja sig óbundna af öllum trúarsetningum. Þeir styðjast frekar við sína eigin heimsmynd eða pólitíska skoðun. Hver er munurinn á réttlætingu gjörða okkar út frá pólitík eða trú.

Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér er ein setning: MÉR FINNST!!.

Mér finnst þetta og hitt. Ef mér finnst þá er það rétt. Mörgum finnst það sem þeim finnst þungamiðja alheimsins. Þegar þú ekur þjóðveg 105 inn í Los Angeles, átta akreinar út og aðrar átta inn, samtals 16 akreinar þá gerir þú þér fulla grein fyrir því að þú verður að taka tillit til nágrannans.

Þannig er bara lífið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll nafni,

takk fyrir innlitið, ég hef ekki lesið stakt orð í Kóraninum en það virðist vera að þú sért lesinn í honum. Aftur á móti hef ég lesið Biblíuna, reyndar langt síðan síðast.

Þar sem einhver veirupest lagði mig í rúmið og gaf mér tækifæri á því að glugga í bloggið en samfara því er ég ekki full skýr í kollinum hef ég því nokkrar spurningar.

Ertu að meina það að það sé kennisetning Múhameðsmanna að snúa okkur til réttrar trúar eða drepa okkur að öðrum kosti?

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mjög athyglisverður pistill og nálgun, Gunnar Skúli. Fær mann til að setjast niður og hugsa, svona til tilbreytingar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

oRÐIÐ

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Orðið "qaatiloohum" sem Skúli og ýmsir aðrir ofstækismenn halda fram að  þýði "stríð" eða "barátta" er sama orðið og notað er um innri átök og er miklu betur tjáð með enska orðinu "strife" eða viðleitni.

Það er stór munur á að að heygja styrjaldir og stríð við náunga sinn eða sýna viðleitni, eða jafnvel berjast fyrir einhverju, líkt og við berjumst fyrir ýmsu án þess að grípa til eiginlegra vopna. En þessi túlkun hentar ofstækismönnum sem leita allra ráða til að afsaka ofstæki sitt í garð múslima.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Skúli,

eru ekki neinar sögulegar skýringar á því að Múhameð leggur þetta mikla áheyrslu á útrýmingu trúleysingja. Getur hugsast að þær aðstæður séu ekki til staðar í dag. Eru menn ekki að nota úrelta kennisetningu til að réttlæta gjörðir sínar nú á dögum.

Hver er skýringin á því að trúarleiðtoga er byrlað eitur af konu, hvað gekk eiginleg á? 

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skúli Skúlason heldur að hann geti afgreitt ákvæði Kóransins samkvæmt túlkunum fáfróðra Talibana og bókstafstrúaðra Íslamista sem standa í geo-pólitískum hernaði gegn vesturlöndum. Þeir nota í baráttu sinni ýmiss ákvæði í Kóraninum sem fræðimenn Íslam í gegnum aldirnar  voru sammála um að væru afar vandmeðfarnar vegna nákvæmni og blæbrigðaríki arabíska tungumálsins. 

Til dæmis kemur orðið “qaatiloo” og orðið “aqtuloo” bæði frá sömu rót eða orðinu ”qatala” sem merkir "hann drap". Bæði orðin hafa mjög mismunandi sterka meiningu eftir samhengi þeirra. Bæði geta þýtt að drepa og að berjast. Að berjast hefur aftur ýmsar aðrar merkingar og þar á meðal "að standa gegn."

Sá barbarismi sem ríkti á Arabíuskaga þegar Múhameð kom fram, kallaði á boð sem voru svo sveigjanleg í túlkun sinni að samfélagið gæti með góðri samvisku varið hendur sínar ef á það var ráðist og rekið burtu af höndum sér þá sem reyndu að kúga það eða ræna. Boðin voru þannig orðuð að hófstilling hernaðar og átaka var í fyrirrúmi og boð um að drepa eingöngu lögmæt þegar ekki var hjá því komist.

Saga útbreiðslu Íslam hefur orð á sér á vesturlöndum fyrir að vera blóðug og átakamikil. Hún er samt eins og blítt ævintýri borin saman við  útbreiðslu  vestrænnar menningar með öllum sínum stríðsrekstri og þjóðarmorðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 17:49

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sælir Skúli og Svanur.

Það er augljóst að þið eruð báðir vel lesnir í fræðunum. Niðurstaða ykkar er samt gjörólík. Það kemur manni ekki á óvart í sjálfu sér. Þekki það vel úr mínu eigin starfi að menn geta haft mismunandi skoðanir á sama vandamáli. Oftast hafa báðir eitthvað til síns máls.

Ef við höldum okkur við myndbirtinguna hans Illuga sem olli heilabrotum mínum í upphafi. Við skulum ganga út frá því að í Kóraninum sé ákvæði sem bannar slíka myndbirtingu. Sú athöfn Illuga að birta myndina gerir þá kennisetningu virka. Ef hann hefði látið það ógert hefði sú kennisetning legið dauð og ómerk á sínum stað í Kóraninum. Ég sé í sjálfu sér ekki að neinn beri skarðan hlut í því máli. Það eina sem Illugi hefði þurft að gera er að kyngja orðunum "mér finnst".

Það sem ég er að benda á að þegar átök eru milli manna og hópa þarf að minnsta kosti tvo til, eins og dæmið með ykkur Svan og Skúla sannar. Það er venjulega kallað geðklofi þegar einn deilir sem tveir.

Það sem ég er í raun að velta fyrir mér hvort framferði okkar vesturlandabúa hafi virkjað eða framkallað allt hið versta sem til er í múhameðstrú. Ef það reynist rétt hjá mér þá þarf að taka á þessu vandamáli frá báðum hliðum. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2008 kl. 19:57

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gunnar Skúli.

Sammála þér um flest.

Það hrannast upp líkindin fyrir því að viðbrögð Vesturlanda, sér í lagi Í USA og UK, hreinlega gefi ómenntuðum og ungum íslömskum uppreisnarseggjum allar þær afsakanir sem þeir þurfa til að gerast öfgasinnaðir íslamistar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband