Lífið er yndislegt-en samt bíð ég eftir SMS á mánudaginn.

Nú er helgin skollin á. Veðrið er mjög hagstætt. Það er til mikilla bóta. Hugur minn er í Vestmannaeyjum því síðastliðin tvö ár hef ég verið á Þjóðhátíð. Minningarnar þjóta um hugann. Núna þarf ég að vinna um helgina og gat því ekki komist í lundann. Á reyndar nokkra í frystinum síðan í fyrra. Önnur ástæða er að sonurinn er á Þjóðhátíð. Hann flaug frá Bakka og mun fara sömu leið til baka á mánudaginn. Þetta vekur ugg í brjóstum foreldra, skiljanlega. Ég var á bakvakt mánudaginn árið 2000 og sinnti flestum sem lentu í flugslysinu og öðrum slysum þá nótt. Því mun ég ekki vera í rónni fyrr en sms-ið er komið á mánudaginn.

The image “http://www.frostandfire.is/pictures/lundi.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband