Færsluflokkur: Ljóð

Er Ísland hernumið?

Allt er ekki komið fram um samning Ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga. Það er skömm að við séum ekki upplýst. Það eru svik að við sem eigum að borga vitum ekki alla málavexti. Þessi staðreynd er sorgleg. Það sem við vitum er að álögur á íslenska þjóð munu aukast um 40 milljarða á ári næstu 7 árum. Ef eignir Landsbankans eru lítils virði munum við skulda 1000 milljarða eftir 15 ár. Þetta er mjög sorglegt. Ég var reiðubúinn til að berjast gegn ofureflinu til síðasta manns. Við rýtingstungu þeirra skötuhjúa setur mig hljóðan. Það er í raun í fyrsta skiptið síðan kreppan skall á sl haust. Ég ætlaði að berjast og sigra. Við héldum að Steingrímur myndi standa við stóru orðin.

Ef þetta er niðurstaðan þá er ekki mikið sem venjulegt fólk getur gert. Ég vil ekki borga, það særir réttlætisvitund mína. Eina leiðin er að flytja úr landi. Það er í raun eðlilegt framhald því við höfum verið hernumin.

http://graphics.ucsd.edu/~iman/images/Braveheart.jpg


BORGARAFUNDUR Á AKUREYRI Í KETILHÚSINU KL 15:00-Landráð af "gáleysi".

Nú er maður kominn á Krókinn til Sigurjóns mágs. Borgarar úr höfuðstaðnum eru á leið til höfuðstaðar norðurlands, Akureyri. Tilefnið er Borgarafundur á Akureyri. Hann mun vera haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri. Kl 15:00. Efni fundarins er Landráð af "gáleysi". Góðir ræðumenn eru á boðstólnum. Sigurjón mágur mun ræða um kvótann og spillinguna. Margrét Heinriksdóttir mun ræða um lög tengd landráði. Andrés Magnússon geðlæknir ræðir um möguleikana að ná fjármunum landráðamannanna til baka. Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur ætlar að hella úr skálum reiði sinnar, eða að ég vona það að minnsta kosti. Síðan verður almenn umræða. Vonandi munu norðanmenn taka vel við sér og gera fundinn líflegan og skemmtilegan.

Landráð af gáleysi. Hvað er það í raun og veru. Landráð er sjálfsagt eitthvað flókið fyrirbæri lagalega séð. Fyrir okkur hinum dauðlegum þá snýst það um að afhenda fjöregg þeirrar þjóðar sem þú tilheyrir til einhverra annarra. Ef til vill verður einhverjum slíkum spurningum svarað á morgun á borgararfundi á Akureyri.


Hátekjuskattur??

Núna er búið að ákveða að leggja gjöld á þá sem leggjast inn á sjúkrahús landsins. Sex þúsund krónur í hvert skiptið. Geir Harði sagði um daginn að ekki væri óeðlilegt að menn greiddu fyrir slíkt. Byggði hann skoðaun sína á því að fólk yrði svo sjaldan veikt að sex þúsund krónur af og til væri ekki of mikið. Að því gefnu að menn séu ekki alltaf að kveikja í sér mörgum sinnum á ári er þetta rétt hjá honum.

Ef hámark hvers einstaklings er 25 þúsund krónur á ári er mér til efs að tilgangi þessarar fjáröflunar í ríkiskassan verði nokkurn tíman náð. Þeir sem leggjast oft inn á sjúkrahús þurfa líka að nýta sér heilbrigðisþjónustuna á fleiri stöðum. Því mun hámarkinu vera náð mjög fljótlega.

Hvers vegna ekki hátekjuskatt. Sú skattheimta hefði bæði verið réttlátari og árangursríkari.

Plís Geir, leggðu á mig hátekjuskatt, samvisku minnar vegna.


Áramótaskupið var frábært.

Þetta fannst öllum á mínu heimili, mikil ánægja og skemmtun.

Kreppuvísur.

Fann þessar vísur á bloggsíðu Guðrúnar Jónínu.

 Hrein snilld, finnst ykkur ekki?

 

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktur

 


Hvert eigum við að sigla skútunni? Í örugga höfn að sjálfsögðu. Hvaða höfn?

Hvernig þjóðfélag bjuggum við í og hvernig viljum við hafa þjóðfélagið í framtíðinni. Við getum huggað okkur við að okkur mun ekki gefast mikið ráðrúm til að velta fyrir okkur gamla þjóðfélaginu okkar. Fyrir því eru tvær ástæður, við megum engan tíma missa við nýsköpunina og hitt að gamla þjóðfélagið hefur nú þegar á liðnum vikum rúllað í gegnum pappírstætarana og er því ekki til frásagnar.

Hvað viljum við, það er augljóst að mjög margir vilja breytingar. Sú pólitíska biðstaða sem þjóðinni er boðið upp á er hneyksli. Að bíða eftir því hvort þessi eða hinn armurinn í Sjálfstæðisflokknum verði undir er tímasóun. Að verða meðlimir í EU tekur minnst 3 ár og að ganga inn í myntbandalagið krefst aga og laga sem fyrirfinnast ekki á Íslandi. Því er öll umræða um EU eingöngu til að tefja tímann frá nauðsynlegri umræðu um það sem skiptir máli.

Það sem skiptir máli í öllum hamförum er að lágmarka skaðann. Annað hvort gerir maður það á staðnum eða forðar sér. Okkur liggur á því annars verður enginn eftir á strandstað til að taka til hendinni. Ýmsar hugmyndir eru ræddar manna á millum en fást ekki ræddar af viti því það þóknast ekki valdhöfum. Ein hugmynd er að taka upp evru einhliða. Enn hefur engum tekist að sannfæra mig um að við verðum ver staddir eftir slíkan gjörning en fyrir. Því finnst mér það vel þess virði að fara þá leið. Annar kostur er sá að þá hættum við að jarma um inngöngu í stóra sérhagsmunaklúbbinn EU.

Síðan þurfum við að endurskoða allan aðgang að upplýsingum í þjóðfélagi okkar. Allt á alltaf að vera upp á borðum, nema hernaðarleyndarmál Íslands sem komast fyrir á einni örk. Ef við óskum upplýsinga þá eigum við að fá þær strax og umbúðalaust. Þannig vil ég hafa nýtt Ísland.

Auk þess vil ég geta kosið flokk og raðað sjálfur upp listanum á þeim flokki sem ég kýs. Jafnvel kæmi til greina að kjósa Forsætisráðherrann sjálfan beinni kosningu. Samhliða myndum við leggja Forsetaembættið niður. 

Að lokum þetta, að Íslendingar séu á hraðferð, hugsunarlaust inn í EU með tilstuðlan Samfylkingarinnar er mér mjög á móti skapi. Ég vil ekki fara þangað inn vegna þess að ég verð, vegna þess að Samfylkingin var svo heppin að allt fór á hausinn og henni gefst þannig tækifæri á að leiða okkur þangað inn eins og hverja aðra þræla. Forfeður mínir herjuðu Evrópu, þannig kann ég bara betur við mig.

http://z.about.com/d/losangeles/1/0/x/-/-/-/2cruiseship-harbor-aerial1.jpg


Hvað gerum við nú?

Fékk útreikning frá Lífeyrissjóðnum mínum í dag. Gerðum ráð fyrir 15% verðbólgu. Liðlega tuttugu milljónir eru orðnar rúmlega fjörutíu milljónir 2014, þ.e. eftir bara fimm ár. Miðað við þetta verð ég orðinn eignalaus maður árið 2014. Þessi fórn mín vegna bankahrunsins bætist ofaná allar skuldirnar sem við Íslendingar erum að taka á okkur. Ég á ekki að vera að kvarta, það eru margir í þessari stöðu í dag. Mitt dæmi bendir þó til þess að mjög margir verði komnir í algjör þrot eftir nokkur ár. Hækkun á bensíni og áfengi eykur enn á vandann, en það var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi.

Verkalýðsforustan segir að það sé ekki sitt hlutverk að taka pólitíska afstöðu til málanna!! Það er eins og allir séu sammála um það að valta yfir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það er eins og það sé stjórnvöldum ofviða að finna sanngirni í stöðunni. Þau geta ekki einu sinni sett á hátekjuskatt þeirra sem þó gefa upp réttar tekjur. Ég hefði verið sáttur við að lenda í slíkum skatti miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.

Hvernig er staðan hjá okkur núna? Það eru ekki kosningar í vændum því stjórnarflokkarnir hafa ekki hug á því og meðan þeir sammælast um að halda stjórnmálasamstarfinu áfram, verða engar kosningar. Jafnvel þó að Sjálfstæðismenn gefi skít í Evrópusambandið mun Samfylkingin liggja utan í þeim því aðrir flokkar ætla ekki inn í EU. Verkalýðsforustan ætlar ekki að taka afstöðu, bara að jarma, því hún er sammála Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að láta þá sem minna mega sín borga kreppuna og Samfylkingin ætlar að ganga inn í EU. Niðurstaðan er sú sama. Við borgum alltaf að lokum, eða hvað? 

Spurningin er hvort maður eigi að skrá sig í VinstriGræna eða flytja bara til útlanda og gleyma því að maður hafi verið Íslendingur.

http://www.gayecameron.com.au/images/Dominos%2002.jpg


Er þér rótt?-Ekki mér.

Borgarfundurinn í gær í Háskólabíói var upplifun á vissan hátt. Ríkissjónvarpið kom við og pikkaði upp eina línu, verðtrygging já eða nei, og svo var fundurinn afgreiddur. Þvílík yfirborðsmennska, allt gert til að halda feisinu svo að maður styggi engan sem getur bitið mann. Heiglar. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir og vagga gagnrýnnar hugsunar. Þess í stað reyna þeir að rata einhvern meðalveg sem heldur öllum góðum, svo þeir missi ekki vinnuna. Hvers vegna tóku þeir ekki öll svör sem fengust á fundinum og krufðu þau til mergjar, véfengdu eða staðfestu þau. Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennska, ég bara spyr?

Hrafn formaður allra lífeyrissjóðanna fullyrti að tap lífeyrissjóðanna á bankabólunni væri um það bil 14% og að öllum sjóðfélögum væri tryggð full réttindi til frambúðar. Var maðurinn í löngu sumarfríi eða heldur hann að við séum bjánar. Öll bólan er komin í núll eða neðar. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu að töluverðu leiti í þessari bólu og því hlýtur rýrnunin að vera meiri en 14%. Ég bendi ykkur á mjög athyglisverða samantekt Risaeðlunnar um þessi mál.

Ég rakst á tilvísun á netfærslu. Þar stendur "Talaði við mann um helgina sem sagðist hafa það frá fyrstu hendi að ríkisstjórnin væri búin að gera samning við fjölmiðlafyrirtækin þrjú sem stjórna nánast allri umræðu í þjóðfélaginu um það að kæla og róa fólk niður."  Það er sem sagt búið að segja fjölmiðlum hvernig þeir eigi að haga sér svo að valdhafar geti haldið gleðileg jól.

Lífeyrissjóðirnir segja okkur ekki allan sannleikann svo við séum róleg. Fjölmiðlum eru gefin fyrirmæli um að róa okkur. Skilanefndirnar segja okkur ekki neitt, svo við séum róleg. Ríkisstjórnin og verkalýðsforystan keppast við að róa okkur með innihaldlausu bulli. Á meðan heldur spillingin og sukkið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fyrirgefið, en mér er ekki rótt, þannig er það bara. Ég skil vel fólk sem hyggur a landvinninga á erlendri grund þar sem lýðræðið virkar betur.


Borgarafundur á morgun kl 20:00-Háskólabíó.

borgarafundur5-8des.jpg

Hvet alla til að mæta og spyrja spurninga.


The day after.

Tilfinningarnar eru æði sérkennilegar í dag. Það er margt og margvíslegt sem hrærist í kolli mínum. Best af öllu væri ef um draum væri að ræða og ég myndi vakna upp í gamla Íslandi þar sem allt lék í lyndi á "lánum". Hinn kosturinn er að haga sér eins og hver önnur skipsrotta og yfirgefa skerið og flytja til annarra landa og eyða ellinni þar.

Borgarafundurinn í gær markaði viss tímamót. Ef stjórnvöld hefðu bara iðrast og viðurkennt að þau hefðu getað staðið betur vaktina þá væru flest allar forsendur fyrir andófi brostnar. Þau gerðu það ekki. Þau voru hrokafull. Því er ég sorgmæddur í dag.

Við vitum öll að ástandið er mun alvarlegra en valdhafar hafa sagt okkur. Við sættum okkur ekki við að við séum sniðgengin. Það má treysta okkur fyrir sannleikanum. Við viljum vita sannleikann. Við þurfum að vita hið rétta því við þurfum að geta brugðist við á réttan hátt. Hvert foreldri ber ábyrgð á sinni fjölskyldu. Við þurfum að lámarka skaðann fyrir börnin okkar. þess vegna krefjumst við réttra upplýsinga. Fyrir börnin okkar. 

 

Image:Thedayafter.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband