Hátekjuskattur??

Núna er búið að ákveða að leggja gjöld á þá sem leggjast inn á sjúkrahús landsins. Sex þúsund krónur í hvert skiptið. Geir Harði sagði um daginn að ekki væri óeðlilegt að menn greiddu fyrir slíkt. Byggði hann skoðaun sína á því að fólk yrði svo sjaldan veikt að sex þúsund krónur af og til væri ekki of mikið. Að því gefnu að menn séu ekki alltaf að kveikja í sér mörgum sinnum á ári er þetta rétt hjá honum.

Ef hámark hvers einstaklings er 25 þúsund krónur á ári er mér til efs að tilgangi þessarar fjáröflunar í ríkiskassan verði nokkurn tíman náð. Þeir sem leggjast oft inn á sjúkrahús þurfa líka að nýta sér heilbrigðisþjónustuna á fleiri stöðum. Því mun hámarkinu vera náð mjög fljótlega.

Hvers vegna ekki hátekjuskatt. Sú skattheimta hefði bæði verið réttlátari og árangursríkari.

Plís Geir, leggðu á mig hátekjuskatt, samvisku minnar vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, segðu maður hvers vegna ekki hátekjuskatt frekar en að sjúklingar taki með sér nesti á skurðstofuna. Eða verða þeir að borga? Hafa kannski ekki heldur val um nesti eða greiða þennan ósóma. En það er víst bara "táknrænt" að setja slíkan skatt á hátekjufólk. Lofa að verða ekki litla kommatittskonan með eldspýturnar svo þú þurfir ekki að hlúa að mér í vinnunni

Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er líka til í að borga hátekjuskatt en hef aldrei verið spurð.

Berglind Steinsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er gott að lesa þessa færsu - gott að vita að til er gott fólk hérna í þessu landi - ennþá.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband