Hvert eigum við að sigla skútunni? Í örugga höfn að sjálfsögðu. Hvaða höfn?

Hvernig þjóðfélag bjuggum við í og hvernig viljum við hafa þjóðfélagið í framtíðinni. Við getum huggað okkur við að okkur mun ekki gefast mikið ráðrúm til að velta fyrir okkur gamla þjóðfélaginu okkar. Fyrir því eru tvær ástæður, við megum engan tíma missa við nýsköpunina og hitt að gamla þjóðfélagið hefur nú þegar á liðnum vikum rúllað í gegnum pappírstætarana og er því ekki til frásagnar.

Hvað viljum við, það er augljóst að mjög margir vilja breytingar. Sú pólitíska biðstaða sem þjóðinni er boðið upp á er hneyksli. Að bíða eftir því hvort þessi eða hinn armurinn í Sjálfstæðisflokknum verði undir er tímasóun. Að verða meðlimir í EU tekur minnst 3 ár og að ganga inn í myntbandalagið krefst aga og laga sem fyrirfinnast ekki á Íslandi. Því er öll umræða um EU eingöngu til að tefja tímann frá nauðsynlegri umræðu um það sem skiptir máli.

Það sem skiptir máli í öllum hamförum er að lágmarka skaðann. Annað hvort gerir maður það á staðnum eða forðar sér. Okkur liggur á því annars verður enginn eftir á strandstað til að taka til hendinni. Ýmsar hugmyndir eru ræddar manna á millum en fást ekki ræddar af viti því það þóknast ekki valdhöfum. Ein hugmynd er að taka upp evru einhliða. Enn hefur engum tekist að sannfæra mig um að við verðum ver staddir eftir slíkan gjörning en fyrir. Því finnst mér það vel þess virði að fara þá leið. Annar kostur er sá að þá hættum við að jarma um inngöngu í stóra sérhagsmunaklúbbinn EU.

Síðan þurfum við að endurskoða allan aðgang að upplýsingum í þjóðfélagi okkar. Allt á alltaf að vera upp á borðum, nema hernaðarleyndarmál Íslands sem komast fyrir á einni örk. Ef við óskum upplýsinga þá eigum við að fá þær strax og umbúðalaust. Þannig vil ég hafa nýtt Ísland.

Auk þess vil ég geta kosið flokk og raðað sjálfur upp listanum á þeim flokki sem ég kýs. Jafnvel kæmi til greina að kjósa Forsætisráðherrann sjálfan beinni kosningu. Samhliða myndum við leggja Forsetaembættið niður. 

Að lokum þetta, að Íslendingar séu á hraðferð, hugsunarlaust inn í EU með tilstuðlan Samfylkingarinnar er mér mjög á móti skapi. Ég vil ekki fara þangað inn vegna þess að ég verð, vegna þess að Samfylkingin var svo heppin að allt fór á hausinn og henni gefst þannig tækifæri á að leiða okkur þangað inn eins og hverja aðra þræla. Forfeður mínir herjuðu Evrópu, þannig kann ég bara betur við mig.

http://z.about.com/d/losangeles/1/0/x/-/-/-/2cruiseship-harbor-aerial1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta. það er ótrúlaga skammhugsað að ætla að draga þjóðina inn í ESB við verstu aðstæður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ein svona samsæringarleg tilgáta... getur verið að allt talið um ESB-aðild núna sé bara til að fá okkur til að gleyma því sem þarf að gera upp í sambandi við nýliðna atburði??

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband