Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
1.10.2009 | 00:30
Ögmundur, Árni Páll og sjálfstæði landsins
Ég held að ég sé orðinn eitthvað meir, sjálfsagt aldurinn.
Horfði á Ögmund í Kastljósinu. Fékk bara gæsahúð. Þegar Ögmundur sagði að plan B væri að standa í fæturna risu bara hárin. Svolítil þjóðremba, afsakið. Framsókn reddar norsku láni, sá norski kvarta yfir því að engin FORMLEG beiðni hafi enn komið frá Íslendingum. Ef hún kæmi vilja allir nossararnir ólmir lána okkur. Árni Páll dissar svo algjörlega framtak Framsóknar og telur Norðmanninn ábyrgðarlausna með öllu. Þau hafi margoft "rætt" við Norðmenn og ekki fengið lán, segir Árni. Kunna ekki Íslendingar að óska eftir láni á FORMLEGAN hátt. Að ræða um lán í einhverjum kokteilpartíum er ekki formleg beiðni Árni minn.
Andstæðurnar eru að kristallast fram þessa dagana. Jóhanna er þekkt fyrir að vera frekja og gribba, afsakið orðbragði, en þetta segir almanna rómur. Í dag kom fram að hún krafðist þess að allir væru sammála henni í Icesave málinu. Ögmundur er það ekki og sagði því af sér. Af því leiðir að Jóhanna trúir því að við eigum að borga Icesave. Hún trúir því að við berum ábyrgð á Icesave. Enginn okkar sem erum væntanlegir greiðendur Icesave trúum því. Þess vegna er trú hennar á skjön við trú þjóðarinnar. Af því leiðir einnig að Steingrímur trúir því sama og Jóhanna.
Jóhanna trúir þessu til að komast inn í Evrópusambandið. Hvers vegna Steingrímur trúir þessu er mér hulin ráðgáta, ekki vil ég trúa því að honum finnist stóllinn svona mjúkur.
Eftir að hafa hlustað á Arna Pál og Jóhönnu í dag þá fallast manni hendur. Hvaða gagn gerir Samfylkingin íslenskri þjóð í dag, ég bara spyr. Þau vilja AGS og þann niðurskurð sem þeir mæla fyrir. Þau vilja borga Icesave þó okkur beri ENGIN skylda til þess. Þau leggjast í duftið fyrir fjármálavaldinu bara til þess að komast inn í ESB.
Þess vegna vakti það von að Ögmundur skyldi rísa upp og segja "ég er ekki sammála".
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2009 | 09:58
Webster Tarpley í kvöld kl 20 JL húsinu.
Í kvöld kl 20 verður Webster með fyrirlestur sem væntanlega mjög athyglisverður. Hann var í viðtali hjá Agli í Silfrinu í gær. Hann kom þar skemmtilega á óvart. Mæli með þessu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2009 | 20:35
Davíð, landráð og endurheimt fullveldis Íslands
Þá mun Davíð okkar Oddsson koma til starfa á ný, sem ritstjóri Morgunblaðsins ef einhver skyldi hafa misst af því. Það er ekki laust við blendnar tilfinningar. Þar sem ég er karlkyns og frekar praktískur í eðli mínu hafa hugsanir mínar snúist mest um þá hugsanlegu gagnsemi sem má hafa af DO sem ritstjóra. Hugsa sér má að hollusta við kvótaeigendur og andstaða við Evrópusambandið muni verða ráðandi. Við vitum þetta svo sem og ekki óvænt. Því mun Mogginn verða lesinn eins og við lásum flokksblöðin í denn, þ.e. með sérstökum gleraugum. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera ókostur því í raun eigum við aldrei að lesa nokkuð gagnrýnislaust.
Ég tel þó ábyrgð Davíðs vera gríðarlega mikla. Ísland berst nú fyrir tilveru sinni. Stór hluti heimila og fyrirtækja landsins er á barmi gjaldþrots. Bankar og orkufyrirtæki eru að hverfa úr eigu okkar í hendur erlendra aðila. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur uppi stýrivöxtum sem setur fyrirtækin í þrot, hann smyr landið með óborganlegum skuldum sem mun færa allt vald frá Reykjavík til Washington og skylda okkur til að selja auðlindir okkar erlendum aðilum á tombóluprísum.
Því er það stóra spurningin hvort Davíð muni taka þátt í landvörnum Íslands sem sannur sjálfstæðismaður eða skemmta skrattanum með því að ná sér niður á fornum fjendum. Tækifæri Davíðs til að reka óværur af landi brott er einstakt, að misnota slíkt er nánast landráð. Við ætlumst til þess að hver maður geri skyldu sína, ef ekki, þá verður það aldrei fyrirgefið.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 23:24
784 milljarðarnir, the case is all yours...
Ég stal þessu frá pressunni, án leyfis að sjálfsögðu.
Dómstólaleiðin er Íslendingum enn opin - einungis 16 milljarðar í tryggingasjóðnum
Ef Tryggingasjóður innstæðueigenda lýsir sig gjaldþrota 23. október þegar 800 milljarða krafa Breta og Hollendinga verður virk þurfa þeir að sækja mál sitt fyrir íslenskum dómstólum. Þetta segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.Ef við göngum ekki frá IceSave samningnum við Breta og Hollendinga þá falla 800 milljarðar á íslenska tryggingasjóðinn. Í íslenska tryggingasjóðnum eru bara 16 milljarðar, þannig að Bretar og Hollendingar munu sakna sárlega uþb 784 milljarða. Hvað gera Rotschildarnir þá?
Þeir geta farið að siðaðra manna háttum og sótt rétt sinn til dómstólanna í Reykjavík. Íslenski tryggingasjóðurinn er eins og hvert annað prívat fyrirtæki í Reykjavík. Íslenska ríkið hefur engar skyldur við íslenska tryggingasjóðinn.Evrópusambandið bannar til og með ríkisábyrgð á einkabönkum svo því sé haldið til haga.
Bretar og Hollendingar hafa hingað til ekki komið fram af neinni hógværð, mun frekar hafa taktar þeirra svarið sig meira í ætt við nýlendutaktík. Þess vegna er harla ólíklegt að þeir muni sætta sig við dómstólaleiðina, og þar að auki með tapað mál í farteskinu.
Mun sennilegra er að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði beitt áfram eins og hingað til. Því munu Jóhanna og Steingrímur hlýða og keyra málið í gegn fyrir 23 október. Íslenska ríkisstjórnin hefur hingað til farið í einu og öllu að óskum AGS. Því er ekki að vænta neinna breytinga á því háttalagi skötuhjúanna.
Nýlendutaktík er hvimleið tík, við erum rétt búin að losna við dönsku nýlenduherrana og þá eru komnir nýir á þröskuldinn. Hverjir hleypa þeim uppí er spurning, en er ekki kominn tími til að draga ákveðin mörk, standa í fæturna með sjálfsvirðingu sína að veði og segja;
we won't pay-sorry....
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2009 | 21:40
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.
Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu-sunnudagsblaðinu.
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) hefur mikil áhrif á Íslandi í dag. AGS er banki sem setur mjög ströng skilyrði fyrir þeim lánum sem hann veitir. Þessi skilyrði eiga hug og hjarta AGS því sjóðurinn leggur mikið á sig til að farið sé eftir skilyrðunum. Oft eru lánin það stór að ómögulegt er að endurgreiða þau. Því virðist sem sjálf endurgreiðsla lánanna sé ekki mesta áhyggjuefni AGS. Það sem skiptir þá höfuðmáli er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Ég vona að menn skilji að þetta er harla óvenjuleg framkoma hjá lánastofnun. Þar sem mér hefur enn ekki tekist að finna samninginn sem valdhafar Íslands skrifuðu undir verður maður að styðjast við þekkta afrekaskrá AGS. Kröfur AGS eru yfirleitt eftirfarandi.
Fjálst og óheft flæði fjármagns yfir landamæri. Við tókum ómakið af AGS með EES samningnum 1994 við ESB. Kreppurnar í Asíu, Rússlandi og núna á vesturlöndum hófust þannig. Fyrst kemur mikið af erlendu fjármagni inn í landið. Mikil hækkun fasteignaverðs og gjaldmiðilsins. Þar á eftir kemur til mikil lántaka hjá öllum aðilum innanlands. Síðan, í miðri veislunni gerist það eins og hendi sé veifað, að fjármagnið hverfur aftur heim tíl sín. Þá hrynur allt hagkerfið því endurfjármögnun skulda verður ómöguleg og gjaldþrot verður niðurstaðan. Þetta er margendurtekið og klikkar aldrei.
Krafa um markaðsvæðingu, sem þeir kalla frjálsa og er þá reynt að vísa til Adam Smith. Gamli Skotinn þyrfti sjálfsagt áfallahjálp í dag ef hann sæi þessa klámvæðingu á kenningum sínum. AGS vill óheft viðskipti, enga tolla og þess háttar. Vandamálið er að oft er um einstefnufrelsi að ræða, mörg þriðja heims lönd fá ekki að selja vörur sínar á Vesturlöndum. Þess í stað er dælt inn vörum frá eigendum AGS, jafnvel þó framleiða mætti slíka vöru í heimalandinu. Viðkomandi þjóð verður því háð dýrum innflutningi og fjarlægist enn frekar sjálfsþurftarbúskap.
Þá skulum við kanna þá þætti sem á eftir að fullgera hér á landi. AGS krefst þess ætíð að stýrivextir séu háir. Það gera þeir á þeirri forsendu að verðbólga verði ekki of mikil hjá örmagna þjóðum. Reyndar er mikilvæg undantekning, það eru Bandaríkin. Þar eru stýrivextir lágir, núna innan við 1%, sjálfsagt til að örfa atvinnulífið. Í Indónesíu á sínum tima fór AGS með stýrivextina í 80%. Afleiðingin af þessari hávaxtarstefnu hefur ætið haft í för með sér fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila í viðkomandi löndum(margendurtekið og klikkar ekki). Þetta er núna að gerast á Íslandi. Síðan bætist verðtrygging lána við, hjá Íslendingum, sem hvati sem flýtir öllu ferlinu.
Strangar kröfur koma frá AGS um ríkisfjármál. Þeir hafa skipað öllum löndum að skera niður ríkisútgjöld til að ná hallalausum fjárlögum. Undantekningin er aftur Bandaríkin sem fer yfir á kortinu til að efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi. Seðlabanki þeirra prentar bara dollara fyrir þá, sem verðbólgan étur síðan upp með tíð og tíma. Vandamál okkar er að við þurfum að framleiða til að eignast dollara til að greiða erlendu lánin. Til að sem mestur afgangur verði til að kaupa dollara verður að minnka öll ríkisútgjöld. Þessi stefna AGS hefur valdið miklum niðurskurði í heilbrigðis, mennta og félagsmálum. Laun almennings hafa lækkað verulega. Yfirleitt skreppur miðstétt úr 60-70% niður í 20%. Fátækt eykst að sama skapi.
AGS kemur með eða styður kröfuna um einkavæðingu. Heibrigðis- og menntakerfið, járnbrautir, flugfélög, olívinnsla, orkuvinnsla, vatnsveita , rafmagn og fleira. Niðurstaðan er oftast sú að þjónusta minnkar og verður það dýr að notkun einstaklinga ræðst af efnahag. Þegar um er að ræða auðlindir sem þjóðir hafa byggt afkomu sína á, eins og olíu o.þ.h. þá verður viðkomandi þjóð algjörlega berskjölduð því hún hefur engin tök á því að afla sér tekna til að greiða skuldir sínar hjá AGS.
Elexír AGS virkar einhvern veginn svona. Fyrst er að koma á mikilli skuldsetningu. Háir stýrivextir sem setja heimili og fyrirtæki á hausinn. Mikill niðurskurður sem veldur miklu atvinnuleysi. Mikill niðurskurður á launum og öllum bótum frá hinu opinbera. Einkavæðing sem eykur kostnað einstaklingsins á nauðþurftum til daglegs lífs. Yfirskuldsett kynslóð sem lifir við kjör sem hún hefur aldrei kynnst áður og er til í að selja eigur sínar upp í skuldir. Sala á auðlindum landsins og þar með möguleikanum á því að endurgreiða lán AGS. Þar með verður þjóðin að fá lán fyrir láninu, gott dæmi um þetta er Argentína.
AGS er kominn inn á gafl hjá okkur. Til að lágmarka skaðann þurfum við að skuldsetja okkur sem minnst. Framleiða sem mest og greiða skuldirnar. Halda í auðlindirnar hvað sem það kostar. Látum ekki neyða okkur til að brjóta Mannréttindasáttmála SÞ þar sem kveðið er á um; rétt einstaklinga til atvinnu, frelsi til að velja sér atvinnu og rétt á mannsæmandi lífsskilyrðum þrátt fyrir skort á atvinnu, skort sem viðkomandi ber enga ábyrgð á.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (65)
28.8.2009 | 23:52
Okkar Dunkirk.
Bretar flúðu undan Þjóðverjum eftir algjöran ósigur í Frakklandi. Chamberlain kom með ónýtan samning heim eins og Svavar Gestsson og ári síðar voru Bretar komnir niður í fjöru í Dunkirk. IceSave ríkisábyrgðin var samþykkt á Alþingi Íslendinga í dag. Þjóðverjar túlkuðu Chamberlain samninginn eftir sínu höfði. Hvort við fáum eins og Bretar einhvern Winston Churchill er önnur saga. En við þurfum á þeim anda að halda núna.
Þegar flest sund virtust lokuð þá lofaði karlinn svita, blóði, tárum og sigri.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) hefur skuldsett okkur svo hrikalega að við ráðum engu sjálf. Heyrst hefur að AGS banni Steingrími Fjarmálaráðherra að kaupa HS orku til okkar Íslendinga svo orkan á Suðurnesjum falli ekki í hendur útlendinga. AGS samþykkir ekki frekari lán nema við samþykktum IceSlave samninginn. AGS krefst hallalausra fjárlaga innan tveggja ára. Það þýðir meiriháttar niðurskurð. AGS stjórnar Íslandi gott fólk. Einhver staðar er til samningur um yfirtöku AGS á sjálfstæði Íslands en hann höfum við ekki fengið að sjá. Hvort það er hótun um líflát eða svissneskar bankabækur veit ég ekki, en að minnsta kosti er farið með þennan samning eins og mannsmorð.
Það var ákveðið að skera lítið niður í ár. Almenningi var leyft að frysta lánin sín tímabundið. Núna er komið að skuldadögum. Niðurskurður á ríkisútgjöldum verður a.m.k 30% á næsta ári. Í Lettlandi geysar kreppan og AGS stjórnar þar og því er gott að fylgjast með þeim, því þeir eru skrefi á undan okkur. Þar sem skólar eru nálægt hvor öðrum eru þeir sameinaðir. Laun kennara verða skorin niður um 30% frá og með 1 september í ár. Heilbrigðisráðherrann segir að ef ekki fæst meira fjármagn þá muni hún þurfa að rukka alla sjúklinga fyrir sjúkrahúsvist, sem liggja lengur inni en tvo daga.
Það er ekkert í spilunum sem bendir til hins gagnstæða hjá okkur Íslendingum, nema hefðbundin íslensk brjálsemi. Ef við stöndum saman, yfir allar flokkslínur, og mótmælum áformum AGS, krefjumst þess að fá að ráða okkar málum sjálf þá eigum við von. Við erum ekki heimsk, við getum siglt okkur út úr þessari kreppu, með aðstoð, án þess að gefa allar eigur okkar. Vaknið kæru landsmenn og stöndum saman.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2009 | 23:28
Eru menn bara að fatta grein 13.1.1. núna??
13.1.1 Aðeins er heimilt að gera breytingar á samningi þessum, bæta við hann eða falla frá honum með skriflegu samkomulagi milli samningsaðila."
Þessi grein úr Icesave samningnum virðist taka af allan vafa. Við getum ekki breytt samningum nema með skriflegu leyfi Breta og Hollendinga.
Breskur sérfræðingur frá Cambridge kemst að sömu niðurstöðu, sjá hér fyrir neðan.
InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.
Því eru allir þessir fyrirvarar gjörsamlega gagnslausir þegar til kastanna kemur. Síðan segja menn bara "þeir hljóta að halda" þ.e. fyrirvararnir. Mér er spurn, þar sem ég tók sjálfur eftir þessu ákvæði í sumar þegar ég las samninginn, hvað eru menn eiginlaga að gera þarna niðrá þingi?
Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.8.2009 | 00:35
Þannig er það bara, alveg sama hvað okkur finnst
Ég er að melta daginn. Þurfti reyndar að vinna fram á kvöld þannig að ég missti af fundinum í dag á Austurvelli. Hef frétt að hann hafi verið vel heppnaður.
Fundurinn varð til þess að umræða skapaðist í dag um stöðu Íslands. Ég ræddi málið við all nokkra og reyndi samtímis að hafa hemil á mér og hlusta. Það eru all nokkur hópur fólks sem veit ekkert hvernig á að taka á IceSave en vill ræða málið. Síðan er það hópur fólks sem vill ganga frá þessu sem fyrst og án þess að vera með málalengingar. Sömu aðilar sjá ekkert rangt við það að nota IceSave skuldirnar sem aðgöngumiða inn í ESB. Þetta eru yfirleitt Samfylkingarfólk. Svo er það hópurinn sem telur að hægri/vinstri pólitík skipti einhverju máli í IceSave. Tala mikið um að allt sé Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum að kenna. Allt sé betra en að hleypa þeim aftur í stjórn. Enn einn hópurinn skynjar ógn og er hræddur en skilur ekki út á hvað málið gengur. Síðan er það hópurinn sem myndast ætið þegar flóknir hlutir eru sífellt í fréttum, þ.e. þau verða hundleið á málinu og reyna ýta því frá sér.
Allir hóparnir eiga það sameiginlegt að þeir sjá þessa risaöldu nálgast landið, viðbrögðin eru bara mismunandi. Viðbrögðin tengjast einhverjum viðmiðum sem þau hafa tileinkað sér áður, pólitísk afstaða, áhugi/andstaða við ESB o. sv. fr. Vandamálið er að sú staða sem Ísland er í dag á sér enga hliðstæðu, við höfum aldrei gengið í gegnum neitt svipað áður, við höfum lítið gagn af okkar viðmiðum sem við höfum tileinkað okkur við hversdagsleg vandamál. Hugsun og ályktunargeta okkar getur ekki stuðst við fyrri reynslu nema mjög takmarkað.
Hingað til hef ég sagt því miður, en í dag ætti ég frekar að segja Guði sé lof að mjög sársaukafull reynsla úr æsku hefur ætið fylgt mér. Pabbi skrifaði undir lán sem ábekingur hjá náfrænda sínum, hann borgaði aldrei. Rest is history.
Þannig er það bara, skoðanir okkar á tilverunni skipta engu máli, bara undirskriftin, þannig er það bara og hefur alltaf verið.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 13:32
Hvaða samning er Össur að tala um???
Össur sagði að það hefði alvarleg áhrif fyrir landið að fella samninginn. Fórnarkostnaðurinn yrði talsvert meiri þegar upp væri staðið heldur kostnaður vegna samningsins. Þá sé samningur við Evrópusambandið. sem felist í svokölluðum Brussel - viðmiðum um að aðstoða Íslendinga síðar í þessu ferli. Hann segist þegar hafa rætt þennan samning við ESB og það séu engin vanbrögð á því að sambandið beiti sér eins og þar hafi verið lagt upp með.
Er Össur ekki með öllum mjalla, veit hann ekki að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 14:31
Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,“
Stundum hrekkur út úr mönnum sannleikskorn í hita leiksins. Ekki að ég telji Þór Saari einhvern stórlygara, bara ekki eins vanur og reyndir þingmenn að segja ekki neitt þó þeir tali í tíma og ótíma. Eftirfarandi er haft eftir Þór á Mbl.is
"Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,
Miðað við þetta er öll töf á IceSave málinu orsökuð af skoðunum Samfylkingarinnar á þeirri ríkisábyrgð sem Alþingi á að samþykkja. Þeir þingmenn sem vilja setja mjög trygga öryggisventla á ríkisábyrgðina eru ekki í Samfylkingunni, þeir eru í ýmsum öðrum flokkum.
Því virðist átaklínan snúast um hvort Samfylkingunni takist að koma ríkisábyrgðinni í gegnum þingið með eins veikum fyrirvörum og hugsast getur. Eina haldbæra skýringin á þessari afstöðu Samfylkingarinnar er þörf hennar að styggja ekki valdið í Brussel. Til að ná þessu markmiði sínu reynir Samfylkingin að hóta, setur þrönga tímaramma og lofar stjórnarslitum ef ekki verður gengið að kröfum hennar. Þeir hóta í Brussel og þeir hóta í Samfylkingunni, ekki furða að þau telji sig eiga betur heima í Brussel en Reykjavík.
Það er vaxandi skilningur meðal þjóðarinnar að ríkisábyrgðin er stórmál. Þetta snýst um sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Það sem ekki allir gera sér grein fyrir að það eru mjög margir erlendis sem bíða í ofvæni eftir niðurstöðunni. Ef Íslendingum tekst að slíta af sér hlekkina þá er það fordæmi, fordæmi sem gæti gefið öðrum von. Við erum ekkert eyland ef einhver hélt það.
Hefðbundið pólitískt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)