Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,“

Stundum hrekkur út úr mönnum sannleikskorn í hita leiksins. Ekki að ég telji Þór Saari einhvern stórlygara, bara ekki eins vanur og reyndir þingmenn að segja ekki neitt þó þeir tali í tíma og ótíma. Eftirfarandi er haft eftir Þór á Mbl.is

 "Það er hægt að klára málið á mjög skömmum tíma ef það er vilji til þess af hálfu Samfylkingarinnar,“ 

Miðað við þetta er öll töf á IceSave málinu orsökuð af skoðunum Samfylkingarinnar á þeirri ríkisábyrgð sem Alþingi á að samþykkja. Þeir þingmenn sem vilja setja mjög trygga öryggisventla á ríkisábyrgðina eru ekki í Samfylkingunni, þeir eru í ýmsum öðrum flokkum.

Því virðist átaklínan snúast um hvort Samfylkingunni takist að koma ríkisábyrgðinni í gegnum þingið með eins veikum fyrirvörum og hugsast getur. Eina haldbæra skýringin á þessari afstöðu Samfylkingarinnar er þörf hennar að styggja ekki valdið í Brussel. Til að ná þessu markmiði sínu reynir Samfylkingin að hóta, setur þrönga tímaramma og lofar stjórnarslitum ef ekki verður gengið að kröfum hennar. Þeir hóta í Brussel og þeir hóta í Samfylkingunni, ekki furða að þau telji sig eiga betur heima í Brussel en Reykjavík.

Það er vaxandi skilningur meðal þjóðarinnar að ríkisábyrgðin er stórmál. Þetta snýst um sjálfstæði og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Það sem ekki allir gera sér grein fyrir að það eru mjög margir erlendis sem bíða í ofvæni eftir niðurstöðunni. Ef Íslendingum tekst að slíta af sér hlekkina þá er það fordæmi, fordæmi sem gæti gefið öðrum von. Við erum ekkert eyland ef einhver hélt það.


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einmitt málið með Samfylkinguna. Flokkurinn vill bara drífa allt áfram án þess að fara í saumana á málunum, gott dæmi er einmitt ESB umsókn Íslendinga þar sem ekkert raunhæft kostnaðarmat er til staðar.Síðan er einmitt hið mikla Icesave mál, þar berst Samfylkingin fyrir því að vernda hagsmuni annarra þjóða en Íslendinga og reyna því að beita hræðsluáróðri um einangrun og fleira til þess að koma sem verstum samningi í gegnum alþingi.

Þessi vinnubrögð eru til háborinnar skammar fyrir flokk sem kennir sig við lýðræði og jafnaðarmennsku.

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband