Eru menn bara að fatta grein 13.1.1. núna??

 13.1.1    Aðeins er heimilt að gera breytingar á samningi þessum, bæta við hann eða falla frá honum með skriflegu samkomulagi milli samningsaðila."

 Þessi grein úr Icesave samningnum virðist taka af allan vafa. Við getum ekki breytt samningum nema með skriflegu leyfi Breta og Hollendinga.

Breskur sérfræðingur frá Cambridge kemst að sömu niðurstöðu, sjá hér fyrir neðan.

InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.

Því eru allir þessir fyrirvarar gjörsamlega gagnslausir þegar til kastanna kemur. Síðan segja menn bara "þeir hljóta að halda" þ.e. fyrirvararnir. Mér er spurn, þar sem ég tók sjálfur eftir þessu ákvæði í sumar þegar ég las samninginn, hvað eru menn eiginlaga að gera þarna niðrá þingi?

http://obeygiant.com/images/2008/10/hopeless_poster.jpg


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef aldrei skilið hvað Jón Frímann segir.

Sigurður Þórðarson, 22.8.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar Skúli mig langar að spyrja þig vegna þess að ég veit að þú ert maður með sæmilega dómgreind. Ég fæ það nefnilega stundum á tilfinninguna að það sé eitthvað sem ég geti ekki verið að koma auga á.

Spurningin er:

Er ekkert undarlegt við það að menn séu búnir að sitja dag og nótt við að berja saman fyrirvörum án þess að kynna sér hvort það þjóni tilgangi?

Getur verið að þingmenn séu ekki enn farnir að lesa samninginn eða getur verið að þeir séu ólæsir á lögfræðitexta?

Ég veit að þetta hljómar hrokafullt en ég er að spyrja í fullri einlægni.

PS. Ég held að Jón Frímann skilji ekki hvað Jón Frímann segir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.8.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Jón Lárusson

Ég held að málið sé einfaldlega þannig vaxið að þingheimur er að mestu leiti ekki að vinna fyrir almenning á Íslandi, heldur á fullu að gæta hagsmuna erlendra áhættufjárfesta. Annað hvort hefur þingheimur trúað svona bullinu í landstjóra IMF, eða þá að þingheimur stendur í þeirri trú að ef hann lætur undan, þá fái hann að leika með "stóru krökkunum". Það er til fyrirbæri sem lýsir sér þannig að krakkar eru barðir af hóp í skólanum, verða fyrir einelti, en krakkarnir mótmæla þessu hins vegar ekki, því þau telja að þau "séu með" að árásaraðilarnir séu "vinir" þeirra. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta fyrirbæri eigi við á Alþingi.

Ef þingheimur er eins glær og virðist, þá erum við að horfa upp á ansi mögur fjögur ár.

Jón Lárusson, 24.8.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón Frímann,

ríkisábyrgðin er hluti af samningnum því samningurinn öðlast ekkert gildi nema ríkisábyrgð komi til, og NB á þessu sumarþingi. Ef ríkisábyrgðin er ótamin þá er hægt að ræna líkið restinni af eigum sínum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.8.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

ég spyr mig þess sama og er eftir því jafn hrokafullur . Ég hef á tilfinningunni að togstreitan sé milli Samfylkingar sem vill ekkert pæla meira í þessu og hinna sem vilja fara með gát.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.8.2009 kl. 19:50

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón, ég er sammála þér nema að ég tel að árin veri mun fleiri en 4.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.8.2009 kl. 19:51

7 Smámynd: Jón Lárusson

Ég er bara svo barnslega bjartsýnn á að það verði kosið almennilegt fólk í kjölfarið, fólk sem gerir eitthvað af viti . Þori samt ekki að tala um skemmri tíma þar sem þessi ríkistjórn er hvorki mynduð um ESB eða Icesave, hvað þá einhverja velferð, norræna eða öðruvísi, heldur er þessi stjórn mynduð um völd.

Jón Lárusson, 24.8.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband