784 milljarðarnir, the case is all yours...

 Ég stal þessu frá pressunni, án leyfis að sjálfsögðu.

Dómstólaleiðin er Íslendingum enn opin - einungis 16 milljarðar í tryggingasjóðnum

Ef Tryggingasjóður innstæðueigenda lýsir sig gjaldþrota 23. október þegar 800 milljarða krafa Breta og Hollendinga verður virk þurfa þeir að sækja mál sitt fyrir íslenskum dómstólum. Þetta segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.

 Ef við göngum ekki frá IceSave samningnum við Breta og Hollendinga þá falla 800 milljarðar á íslenska tryggingasjóðinn. Í íslenska tryggingasjóðnum eru bara 16 milljarðar, þannig að Bretar og Hollendingar munu sakna sárlega uþb 784 milljarða. Hvað gera Rotschildarnir þá?

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/b/b8/Rotschilds_arms.jpg

Þeir geta farið að siðaðra manna háttum og sótt rétt sinn til dómstólanna í Reykjavík. Íslenski tryggingasjóðurinn er eins og hvert annað prívat fyrirtæki í Reykjavík. Íslenska ríkið hefur engar skyldur við íslenska tryggingasjóðinn.Evrópusambandið bannar til og með ríkisábyrgð á einkabönkum svo því sé haldið til haga.

Bretar og Hollendingar hafa hingað til ekki komið fram af neinni hógværð, mun frekar hafa taktar þeirra svarið sig meira í ætt við nýlendutaktík. Þess vegna er harla ólíklegt að þeir muni sætta sig við dómstólaleiðina, og þar að auki með tapað mál í farteskinu.

Mun sennilegra er að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði beitt áfram eins og hingað til. Því munu Jóhanna og Steingrímur hlýða og keyra málið í gegn fyrir 23 október. Íslenska ríkisstjórnin hefur hingað til farið í einu og öllu að óskum AGS. Því er ekki að vænta neinna breytinga á því háttalagi skötuhjúanna.

Nýlendutaktík er hvimleið tík, við erum rétt búin að losna við dönsku nýlenduherrana og þá eru komnir nýir á þröskuldinn. Hverjir hleypa þeim uppí er spurning, en er ekki kominn tími til að draga ákveðin mörk, standa í fæturna með sjálfsvirðingu sína að veði og segja;

we won't pay-sorry....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Setti þetta nákvæmlega svona fram í nokkrum athugasemdum síðustu daga og hef einnig reynt að vekja athygli á því að það getur engin bannað okkur að fara dómstólaleiðina. Við erum beitt þrýstingi af AGS og fleirum  til að ganga frá málinu, ekkert segir að það sé verið að krefjast þess að við gereiðum umyrðalaust. Það væri fjárkúgun. Dómstólaleiðin er opin og hefur alltaf verið það, þótt einhver ríki andmæli henni. Ástæða þess er sú að ef við vinnum þá myndi það gera út af við traust á bankakerfinu. Eins og það njóti einhvers trausts fyrir. Dómsmál er niðurstaða. Það er allt sem verið er að biðja um.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er dálítið merkilegt að Rozwadowski veit ekki að það stendur í Evróputilskipuninni að hið opinbera í aðildarlöndunum megi ekki veita bönkum/tryggingasjóðum ábyrgð.

Ég sendi Rozwadowsky tilskipunina og vona að hann lesi hana vandlega.

Ef þú vilt senda honum bréf og ítreka þetta þá er tölvupósturinn hans rr-isl@imf.org

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:57

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekkert í þezzu sem að gengur ekki alveg upp fyrir mér.

Steingrímur Helgason, 21.9.2009 kl. 22:32

4 identicon

Ég skrifaði IMF fyrir þó nokkru, bæði innanlands og utan, og setti EU tilskipunina með þar.   Við vitum vel að Icesave er fjárkúgun.   Þetta er erlenda póstfang aðalstöðva IMF:  imffa@imf.org

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband