Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Upprisa þjóðarinnar-góð grein-skyldulesning.

Ég mæli eindregið með þessari grein á Neiinu.

LJÓSMÆÐUR OG ÁRNI MATT.

GREIN SEM BIRTIST EFTIR MIG Í MOGGANUM Í DAG.

Hún Ásdís amma konunnar minnar var ljósmóðir í sinni sveit. Ekki veit ég hvað hún hafði í kaup fyrir vinnu sína. Sjálfsagt ekki mikið en þó sjálfsagt meir en margur á þeim tíma. Ef mið er tekið af eftirmælum þeirra hjóna þá er Ásdísar alltaf minnst sem mikils skörungs. Maður hennar Magnús var bóndi. Það endurspeglar verðmætamatið til sveita hér áður fyrr. Hvað er svo sérstakt við að raka hey eða slátra rollum, það getur í sjálfu sér hver sem er lært og gert. Að vera ljósmóðir er svolítið annað. Það er á fárra færi. Verkefnið er einstakt. Við fæðumst bara einu sinni, reyndar endurfæðast sumir í trúarlegum skilningi en við skulum láta það liggja milli hluta. Hver fæðing er einstök hverri móður því hún fæðir hvert barn bara einu sinni. Því erum við að ræða um starfsgrein sem sinnir algjörlega einstökum verkefnum hvernig svo sem við veltum hlutunum fyrir okkur.

Nú er þessi stétt í kjarabaráttu árið 2008. Hún Ásdís heitin hefði örugglega orðið hissa. Í sinni sveit var hún mikils metin og margir leituðu til hennar með ýmis vandamál. Eftir að hafa tekið á móti börnum heima hjá fólki bjó hún hjá þeim í nokkra daga og sá til þess að allt gengi eðlilega fyrir sig, bæði hjá konu og barni. Ljósmæður sinna nefnilega tveimur einstaklingum í einu. Eitt sinn er Ásdís kom ríðandi heim á hesti sínum eftir vel heppnaða yfirsetu, steig hún af hestbaki og gekk til baðstofu og fæddi einn krakkann sjálf.

Að raka saman fé og slátra fyrirtækjum virðist vera mun meira virði í okkar samfélagi í dag en að taka á móti börnum. Slík iðja er kennd við marga Háskóla og flestir virðast geta tamið sér þessa list að rýja fólk fjármunum sínum og virðist ekki þurfa sérstakar gáfur til þess. Að leiðbeina ófæddum einstakling í sinni hættulegustu ferð lífs síns virðist ekki metið til jafns við aðra sem lóðsa mann inní vaxtaokur tilverunnar.

Að vera ljósmóðir er sérstakt. Það er alls ekki öllum gefið. Til þess þarf sérstaka manngerð og menntun. Til að verða góð ljósmóðir þarf reynslu og þykkan skráp. Ég segi oft að þær séu frekustu og ákveðnustu konurnar sem ég fæst við. Enda eins gott, án þessara eiginleika myndu ekki margar konur koma krökkunum sínum út í tilveruna. Síðan krydda þær þetta með hæfilegum skammti af blíðu.

Fjórum sinnum hef ég átt allt mitt undir ljósmæðrum. Það var þegar ég fæddi börnin mín fjögur með aðstoð konu minnar. Til allra hamingju vissi konan mín ekki eins mikið og ég um allt það sem gat farið úrskeiðis í einni fæðingu. Þegar barnið manns síðan tekur á móti góðu stúdentsskírteini 20 árum síðar gerir maður sér grein fyrir því að ljósmóðirin stóð sig í stykkinu nóttina forðum. Ef ljósmóðirin hefði brugðist þá hefði ekki besta uppeldi í heimi getað bætt upp skaðann nóttina þá.

Svo er Árni Hafnfirðingur að slást við þessar stelpur. Neitar að borga þeim mannsæmandi laun. Ég held að fattarinn í honum sé í stysta lagi. Ljósmæður eru mjög ákveðnar konur. Allir standa með þeim, allir hjúkrunarfræðingar, allir læknar sem ég þekki til og allir foreldrar sem munu þyggja þjónustu þeirra í náinni framtíð. Fjárfesting í heilbrigðum einstaklingum er besta fjárfesting sem Fjármálaráðherra tekur sér fyrir hendur, mölur, ryð, gengisþróun né tegund gjaldmiðils skipta þar engu máli.

Ef Gaflaranum tekst að kúga ljósmæður þá munu allir skaðast nema metnaður Árna Mathiesen. Spurningin er hvort viðsemjendur ljósmæðra ættu að vera konur sem hafa fætt börn.

 

 


Ásmundur og mannréttindin.

The image “http://hallgrimurg.blog.is/img/tncache/s100/6e/hallgrimurg/img/2339_491104.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Núna eru þeir búnir að innsigla hann Ásmund. Þar sem málfrelsi er á Íslandi er ekki hægt að innsigla raust hans í krukku. Hann er að berjast fyrir mannréttindum á Íslandi. Gandi þurfti að storka lögunum á sínum tíma og eins er farið fyrir Ásmundi. Kínverjar meina þeim íþróttamönnum um landvistarleyfi á meðan ólympíuleikarnir standa sem eru eru að ybba gogg. Þeir sem eru þægir og þegja eins og Ólafur Ragnar og Þorgerður Katrín fá að koma. Viðbrögð stjórnvalda gegn þeim sem berjast fyrir mannréttindum virðast keimlík hjá ríkisstjórnum Kína og Íslands. Ekki er ég hlynntur lögbrotum almennt séð. Aftur á móti eru brot á mannréttindum hafnar yfir slíkar vangaveltur. Mannréttindi eru kjarnaatriði í lífi hvers einstaklings og hafa því meira vægi. Mannréttindi eru ekki verslunarvara. Því styð ég Ásmund heils hugar og finn til skammar vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda. Auk þess er ég ekkert hreykinn af þeim stjórnmálamönnum eða forseta vorum sem fóru til Kína. Aftur á móti er íþróttafólkinu vorkunnn ekki ákváðu þau að leikarnir skyldu haldnir í storknuðu blóði fólks á Torgi hins himneska friðar.

The image “http://andresm.eyjan.is/wp-content/uploads/2008/03/tiananmen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól, sumar og kynþáttahatur.

Það er ekki hægt að neita því að maður var heppinn að vera í fríi í dag. Þvílíkt veður. Ég held að þessi dagur toppi allt í Reykjavík hvað við kemur veðurblíðu. Nauthólsvíkin og Kaffi París voru áningastaðir okkar í dag. Smá slatti af sólbað og síðan ögn af hvítvíni og salati. Grillaður lax og meira hvítvín í kvöldmat.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ef það væri ekki fyrir mannlegt eðli hefði dagurinn verið fullkominn. Á Ilströndinni voru nokkrir að stelast til að reykja þó það sé bannað. Það skipti mig engu máli. Aftur á móti þá sá einn íslendingurinn ástæðu til að hreyta ónotum í eina konu sem var að reykja á ströndinni. Þegar hún vildi klára sína rettu bauðst hann til að míga á hana og spurði hana hvort það væri ekki jafngilt. Það sem gerði þetta sérstakt var að reykingakonan var svertingi. Íslendingurinn sá ekki ástæðu til að bjóða hland sitt öðrum reykingamönnum á ströndinni. Því var greinilega um kynþáttafordóma að ræða.


Svartur Berlínari.

Það er margt sérkennilegt í tilverunni, eins og ég hef sagt oft áður. Nú er vinsælasti maður í Evrópu svartur gaur sem vill vera forseti í Ameríku. Hann er flottur og verður vonandi góður ef hann verður þá forseti. Það getur nefnilega skipt okkur hin miklu máli. Forseti Bandaríkjanna er nefnilega mjög valdamikill.

Eftir að Bandaríkjamenn voru dregnir úr egginu nauðugir viljugir í seinni heimstyrjöldinni hafa þeir verið afskiptasamir í alþjóðamálum. Sjálfsagt væri veröldin öðruvísi ef athafnasemi þeirra hefði ekki notið við. Hvað hefðu Rússarnir gert ef kaninn hefði bara farið heim?

Hitt er í raun mun athyglisverðara að hugsanlega munu Bandaríkjamenn velja sér svertingja fyrir forseta.  Að minnsta kosti ef hann tapar þá mun stór hluti kjósenda þar styðja hann. Ég minnist þess ekki að neinn litaður maður hafi náð viðlíka langt í vestur Evrópu. Hvernig var þetta nú, vorum við Evrópubúar ekki miklu frjálslyndari en þessir kanar? 

 

 Image:Majestic Liberty Large.jpg


Umskorinn Ísbjörn.

Það er merkileg þessi umræða um Björk og Bubba. Bubbi er að gagnrýna Björk fyrir ást hennar á náttúru Íslands. Stuðningsmenn Bjarkar ráðast síðan á Bubba. Það sem er að brjótast um í mér er að venjulegt fólk, sem les blöðin og hlustar á fréttir veit af því að mörg manneskjan lýður skort. Hvernig geta sömu aðilar verið að setja náttúruna fram yfir manneskjur. Hvernig er hægt að réttlæta það að allt verður vitlaust vegna Ísbjarnar sem skotinn er, talað er um villimannslegt dráp og sv. framv. Það eru þúsundir barnungra kvenna umskornar með rakvélablöðum án deyfingar á ári hverju. Meðan umskurður kvenna er framkvæmdur í sátt við stjórnvöld má mín vegna aflífa alla Ísbirni veraldarinnar. Sá sem myndi voga sér að umskera Ísbjörn án deyfingar fengi sjálfsagt alla upp á móti sér. Hvers eiga konur að gjalda, ég bara spyr.

Bubbi, Björk, Ásmundur og lykkjan.

Bubbi Kóngur er enn einu sinni búinn að valda usla. Honum finnst að Björk eigi frekar að hafa áhyggjur af fátækum Íslendingum en náttúru Íslands. Þ.e.a.s.. að hafa frekar áhyggjur af manneskjum en grasi. Stuðningsmenn Bjarkar taka svo upp hanskann fyrir sína konu og skjóta þungum skotum að Bubba, aðallega neðan mittis. Bubbi er mjög "beisik", hann er bara að hugsa um að sem flestir landsmenn eigi fyrir salti í grautinn, eins og faðir Bjarkar er einnig að vinna að. Svo eru sumir, eins og Björk að reyna að bjarga náttúrunni. Sumir telja okkur mennina ekki til náttúrunnar. Vandamál þeirra er að við erum hluti af náttúrunni. Annað vandamál er að manneskjurnar eru bæði hluti af náttúrunni og miklir áhrifavaldar í náttúrunni. Meðan manneskjur svelta verður náttúran að bíða eftir því að röðin komi að henni, það er bara þetta sem Bubbi er að meina.

Svo er það hann Ásmundur trillukarl. Hvar fittar hann inn í þetta náttúrutal? Hann er að reyna að vera náttúrulegur. Hann vill veiða fisk á litlum bát á hafi sem er fullt af fiski. Hví skyldi hann ekki fá að veiða nokkra fiska? Er það ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að veiða fisk í landi eins og Íslandi? Ef þú vilt viðhalda manneskjum þá veiðir maður fisk og virkjar náttúruna á allan hátt. Náttúran verður því miður að lúta í lægra haldið fyrir okkur mönnununum. Bæði menn og konur  setja sig upp á móti þessu viðhorfi og telja sig til náttúruverndarsinna. Aftur á móti held ég að sömu manneskjur fari sjálfviljugar í fóstureyðingu og noti lykkjuna óspart sem drepur frjóvgað egg, eða þannig sko.


Ásmundur.

Það er þetta með einstaklingsframtakið. Það getur verið á stundum svolítið fallvalt. Tökum sem dæmi. Marteinn Lúter stóð upp og sagðist ekki geta neitt annað. Jón Sigurðsson stóð upp og sagðist mótmæla í kór þó hann væri einradda þá. Núna er einhver kvótalaus trillukarl sem heitir Ásmundur að veiða fisk úr sjó án leyfis. Allt ætlar um koll að keyra, þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir karli eins og hann sé í bráðri lífshættu.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindunni. Að minnsta kosti er Ásmundur að reyna að draga björg í bú, það er meira en hægt er að segja um Ríkisstjórn Íslands. 


Hvalir, veiðimenn og líkbrennsla.

Hvalir, þeir fæðast, lifa og deyja svo. Svo sekkur skrokkurinn til botns og er þar étinn af ránfiskum eða einhverjum örverum. Þegar venjulegur íslenskur sjómaður veiðir hval í soðið þá er rætt um það í Kastljósinu. Dýraverndunarsinnar finnst amalegt að drepa þurfi dýrið og sérstaklega ef ekki tekst að sála því á mannúðlegan hátt. Hitt var einnig slæmt að horfa þurfti upp á dýrið verkað af fagmönnum. Ég veit ekki hvort dýraverndunarsinnar haldi að venjulegur maður geti étið lifandi, spriklandi hval, og þar að auki hráan. Ég tel það að minnsta kosti óvinnandi veg. Auk þess vildi ég ekki mínum versta óvini að vera étinn lifandi og heldur ekki hvölum.

Þegar Afríkubúi deyr úr hungri vegna þess að Ríkisstjórn hans keypti vopn frekar en mat, þá fellur hann til jarðar og er étinn af rándýrum eða einhverjum örverum. Það er örugglega ekki gott að deyja úr hungri og sérstaklega ekki ef hýenurnar eru byrjaðar að narta í mann áður en maður er alveg dauður.

Menn veiða sér til matar og verða eftir sinn dag fóður fyrir móður náttúru. Þeir sem kunna ekki að meta þetta aldna fyrirkomulag munu sjálfsagt panta líkbrennslu. 

 


Hver er sinnar gæfu smiður.

Mér finnst augnablikið eitthvað svo merkilegt. Sjálfsagt eru allir tímar merkilegir. Þessa stundina er ég að velta fyrir mér ægivaldi ríkisins gagnvart viðsemjendum sínum um launakjör. Hver samtökin á fætur öðrum koma tómhent frá því samningaborði. Þetta flokkast víst undir þjóðarsátt.

BHM samdi greinilega illa um daginn. Var þar um að ræða að andstæðingurinn var óvinnandi. Vantaði styrk, samheldni og vilja hjá félagsmönnum. Ekki veit ég.

Þegar tekist er á skipta kænska og aflsmunir miklu máli og í raun þurfa báðir þættir að fá að njóta sín. Núna ætla hjúkrunarfræðingar að reyna að ná góðum samningum við ríkið. Eftir að símsvari Árna hefur sagt nei við öllu hafa hjúkrunarfræðingar ákveðið að grípa til aðgerða. Ég óska þeim alls hins besta og hvet þá áfram í baráttu sinni.

Árna vil ég benda á að til er hlutur sem heitir arðbær fjárfesting. Vel mannaðar heilbrigðisstofnanir af hjúkrunarfræðingum ná betri árangri en illa mannaðar. Þar sem við Árni erum nú báðir komnir af léttasta skeiði gæti það skipt sköpum þá og þegar maður fellur í faðm hjúkrunarfræðinganna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband