Sól, sumar og kynþáttahatur.

Það er ekki hægt að neita því að maður var heppinn að vera í fríi í dag. Þvílíkt veður. Ég held að þessi dagur toppi allt í Reykjavík hvað við kemur veðurblíðu. Nauthólsvíkin og Kaffi París voru áningastaðir okkar í dag. Smá slatti af sólbað og síðan ögn af hvítvíni og salati. Grillaður lax og meira hvítvín í kvöldmat.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ef það væri ekki fyrir mannlegt eðli hefði dagurinn verið fullkominn. Á Ilströndinni voru nokkrir að stelast til að reykja þó það sé bannað. Það skipti mig engu máli. Aftur á móti þá sá einn íslendingurinn ástæðu til að hreyta ónotum í eina konu sem var að reykja á ströndinni. Þegar hún vildi klára sína rettu bauðst hann til að míga á hana og spurði hana hvort það væri ekki jafngilt. Það sem gerði þetta sérstakt var að reykingakonan var svertingi. Íslendingurinn sá ekki ástæðu til að bjóða hland sitt öðrum reykingamönnum á ströndinni. Því var greinilega um kynþáttafordóma að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvernig getur fólk verið með svona leiðindi í svona góðu veðri?

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Já veðrið lék okkur um vanga í dag, en argaþras og leiðindi virðist ekki hægt að leggja til hliðar eins og þú lýsir hér .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband