Færsluflokkur: Vísindi og fræði
30.8.2009 | 22:18
Steingrímur, hér er kvöldlesningin fyrir morgundaginn
...um sameiginlega eign auðlinda
Flokksráðsfundur VG, haldinn á Hvolsvelli dagana 28.-29. ágúst 2009, leggst eindregið gegn því að lausafjárvandi samfélagsins verði leystur með sölu eða langtímaframsali á auðlindum og orkufyrirtækjum.
Í þeirri vá sem nú vofir yfir þar sem Magma Energy og GGE eru nálægt því að eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auðlindir á Reykjanesi er það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform. Flokksráðið beinir því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS orku í samfélagslegri eigu. Aðeins þannig er hægt að tryggja að Hitaveita Suðurnesja var stofnuð um, árið 1974. Ljóst er að ekki er seinna vænna að breyta lögum og reglugerðum þannig að almannahagsmunir séu varðir og að samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og orkuauðlinda sé tryggt.
Ef Steingrímur klikkar og selur frá okkur auðlindina á Suðurnesjum, þvert gegn vilja flokksins hefur hann gengið í björg.Hann hefur þá sennilega verið heilaþveginn(Stokkhólms heilkennið), hótað lífláti eða keyptur með svissneskri bankabók. Innst inni vil ég ekki trúa neinu af þessu. Ég óttast að annað kvöld er ég fer að sofa hafi ég áttað mig og það sé endanlega orðið opinbert að hann hefur skipt um lið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
"Bretar og Hollendingar hafa staðfest að ekki verði gengið að auðlindum Íslands ef ekki tekst að greiða Icesave-skuldirnar."
Þetta er haft eftir formanni fjárlaganefndar, Guðbjarti Hannessyni. Þetta er mjög athyglisvert með hliðsjón af hvernig þessi samningur við Breta og Hollendinga kom til landsins. Ef við rifjum þetta upp þá voru áhöld um að við fengjum að sjá samninginn. Það voru jafnvel til þingmenn sem voru reiðubúnir að samþykkja hann óséðan. Það var umsvifalaust kveðið í kútinn ef einhver Íslendingur óttaðist að við gætum ekki staðið í skilum. Sömuleiðis ef menn óttuðust að gengið yrði að veðum ef svo færi, þ.e. eignum íslenska ríkisins.
Nú hefur sá ótti verið staðfestur. Það hefur semsagt verið staðfest af Guðbjarti að hugsanlega gætum við ekki staðið í skilum. Þar að auki hefur sá möguleiki verið staðfestur að hægt hefði verið að ganga að auðlindum okkar. Það var sem sagt mögulegt.
Það má segja að sá möguleiki að auðlindir gengju upp í skuldir þjóðarinnar, að þjóðin sé á því augnabliki komin í greiðsluþrot. Því hlýtur sá möguleiki um gjaldþrot þjóðarinnar að svipta alla þingmenn möguleikanum að samþykkja IceSave samninginn, að öðrum kosti væru þeir að framkvæma landráð. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur.
3.4.2009 | 23:02
Hvernig nýtir maður þorskhausa?
Kosningabaráttan hófst í sjónvarpinu í kvöld. Að sjálfsögðu fannst mér minn maður flottastur, þ.e. Addi Kiddi frá Frjálslynda flokknum. Bjarni Ben og Sigmundur voru ekki neinar stjörnur. Tengdamamma sem horfði á þetta með mér skaut því að að feður þeirra tveggja ættu N1 saman. Silvurskeiðastrákar í pólitík. Greinilegt var á málfari þeirra að þeir hafa ekki í saltan sjó migið um langa hríð ef nokkurn tíman. Þeir gera sér enga grein fyrir hvað fólk er að berjast við. Þeir vilja álver þegar enginn vill kaupa ál. Halda þeir að vel menntaðir viðskiptafræðingar sem hafa misst vinnuna hjá bönkunum vilji endilega bræða ál. Þeir eru ekki í sambandi þessir guttar.
Guðjón vill veiða meiri fisk og er það fljótlegasta leiðin til að afla þjóðinni gjaldeyris. Við höfum allt til alls. Við þurfum bara leyfi til að veiða meira, fiskurinn bíður eftir að breytast í gjaldeyri. Sjálfdauður fiskur á hafsbotni gerir engum gagn.
27.2.2009 | 23:02
E.D.(eftir Davíð)
Nú hafa Íslendingar fengið nýtt tímatal. Fyrir og eftir Davíð. Kristin trú kennir að Kristur hafi verið krossfestur saklaus fyrir syndir mannanna. Ástandið í Valhöll er svipað í dag. Saklaus maður hefur verið hrakinn út og það fyrir einhvern útlending. Er mögulegt að Stjórnaskrá okkar sé haldin kynþáttarfordómum. Er rasismi meitlaður í stein í okkar gömlu Stjórnarskrá. Agnes Braga og kompaní munu syrgja fallinn foringja en þeim til huggunar er endurrisan eftir. Hvítasunnan er skammt undan og ef Davíð stofnar nýtt framboð þá má kalla það Hvítasunnuflokkinn.
Fyrir utan að hafa áhyggjur af timburmönnum áhangenda Davíðs þegar heilagur andi rennur af þeim með tímanum hef ég mest verið að hugsa um hversu erfitt er að storka fjórflokkunum. Það virðist sem við Íslendingar hugsum fyrst og síðast í fjórum meginrásum í pólitík. Viðhald þessarar einhæfni er að sjálfsögðu 5% reglan sem bælir niður alla fjölbreytni. Það er augljóst að sú regla hugnast fjórflokkunum. því er það mjög nauðsynlegt að henni verði hafnað á Stjórnlagaþingi. Ég óttast að sameiginlegur ótti fjórflokkanna við það að Stjórnlagaþing afnemi þessa reglu muni sameina þá í því að koma í veg fyrir Stjórnlagaþing.
4.1.2009 | 00:40
Lifandi lík í farteskinu.
Það er svo sérkennilegt hvað við höfum mikla þörf fyrir það að blogga. Þörfin hefur sjaldan verið meiri en nú. Bloggið er tjáskipti sem hugnast opinni umræðu og þar með lýðræðinu. Því er það mjög sorglegt þegar Mbl lokar fyrir athugasemdir á frétt sem er óþægileg. Vonandi eru það bara mistök sem verða ekki endurtekin. Agnes Braga fékk ekki viðtalið sitt birt um árið, Mogginn hlýtur að þroskast eitthvað, þeir verða að klippa á naflastrenginn ef þeir ætla að verða fullgildir einstaklingar í þjóðfélagi borgara.
Núna er komin óþreyja í mótmælendur og er það vel. Menn kvarta yfir því að helstu leikendur á sviði mótmælenda hafi ekki skýra stefnu. Þeir hafa það reyndar en hinir óþreyjufullu vilja sjá breytingar strax. Það sem hinir óþreyjufullu gera sér ekki grein fyrir er að mótmælendur sem hingað til hafa mótmælt er forsenda þessara væntinga hinna óþreyjufullu. Því er um þróun að ræða. Fyrst eru hógvær mótmæli en síðan koma minna hógvær mótmæli.
Við viljum ekki þjóðfélag þar sem opinn miðill lokar á athugasemdir og ekki heldur þar sem mótmæli fara úr böndunum. Við viljum ekki kjálkabrot né piparúða. Við getum verið sammála um það. Okkur mun því miður ekki verða að ósk okkar. Það virðist vera einlægur vilji Geirs og Ingibjargar að spila sinn pólitíska leik áfram. Hann gengur út á það að koma til kosninga eins sigurstrangleg og hugsast getur. Að þeim loknum ætla þau að viðhalda sama óbreytta þjóðfélaginu. Flokkurinn fram yfir fólkið.
Þar er ásteytingarsteinn okkar. Við, þessir mótmælendur, viljum ekki óbreytt Ísland. Við viljum nýtt Ísland. Forsenda þess er sársaukafull krufning, því líkið er ekki dautt. Um þetta mun árið 2009 snúast, hvort líkið skynjar sinn vitjunartíma og deyr.
26.12.2008 | 01:54
Nýja Ísland.
Jólin sjálf eru oft góður tími. Ef vel tekst til tekst manni að hægja örlítið á atburðarrásinni. Venjulega er maður svo upptekinn í sínu daglega amstri að ekki gefst ráðrúm til að hugleiða. Jólin sjálf gefa manni kost á því að lesa kannski eina góða bók og hugleiða málin. Afleiðingin gæti orðið að það örlaði á gagnrýnni hugsun. Því hljóta jólin að vera þyrnir í augum allra sem vilja óbreytt ástand.
Með því að troða öllum uppákomum sem nöfnum tjáir að nefna í desembermánuð auk alls þess undirbúnings sem jólahaldið sjálft krefur gerir allt venjulegt fólk uppgefið og örmagna. Síðan koma útsölurnar eftir flugeldasýninguna. Það sem skiptir öllu máli er að landinn hafi enga dauða stund til að íhuga tilveruna. Hann gæti orðið gagnrýninn. Þá er voðinn vís.
Mér tókst þó að lesa bókina "Nýja Ísland" eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Mjög góð bók og skyldulesning í dag. Hægt er að gagnrýna eitthvað smotterí í bókinni en aðalatriðin yfirskyggja þau. Ég tel að sem flestir ættu að verða sér út um þessa bók og lesa hana vel og vandlega.
Árið 2009 veldur mér hugarangri. Ég óttast að fjárlögin haldi engan veginn og þau verði margskrifuð á næsta ári. Heilbrigðiskerfið verði einkavætt í auknu mæli með vaxandi gjaldtöku þeirra sem síst mega við því. Okkur verði troðið inn í ES án þjóðaratkvæðagreiðslu, bara si svona. Auðmenn munu halda sínu en við hin borgum brúsann. Það virðist ekki nein fær leið innan okkar lýðræðiskerfis til að koma í veg fyrir þessa þróun. Ef ekkert markvert gerist óttast ég að fólk muni grípa til örþrifaráða, það væri mjög bagalegt, en eina lausnin, eða hvað?
23.12.2008 | 00:14
55 milljarðar út um gluggann.
Margir eru að undirbúa jólin og reyna að gleyma tilvist kreppunnar, það er í sjálfu sér gott og blessað, en munum það að lýðræðið tekur sér aldrei frí. Ýmsir aðrir eru einnig á yfirvinnu þessa dagana. Um helgina fréttist það að fyrirtækið Milestone sem datt inn í ríkisbankann okkar hefði gert samning við skilanefnd skipuð af okkar mönnum. Sem sagt okkar banki og okkar skilanefnd gerði upp fyrirtækið Milestone. Niðurstaðan er sú að þeim voru gefnar upp skuldir upp á 55 milljarða. Við áttum kröfu á þá en af einhverjum orsökum ákveða okkar menn að sleppa þeim við að greiða skuld þeirra við OKKUR.
Ef þú fellir niður kröfu ertu að sjálfsögðu kröfunni fátækari.
Við erum 55 milljörðum fátækari.
Við þurfum því að greiða 55 milljarða meira í skatt.
Hvað er hægt að gera við 55 milljarða, t.d. byggja nýjan Landspítala.
9.12.2008 | 21:21
Er þér rótt?-Ekki mér.
Borgarfundurinn í gær í Háskólabíói var upplifun á vissan hátt. Ríkissjónvarpið kom við og pikkaði upp eina línu, verðtrygging já eða nei, og svo var fundurinn afgreiddur. Þvílík yfirborðsmennska, allt gert til að halda feisinu svo að maður styggi engan sem getur bitið mann. Heiglar. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir og vagga gagnrýnnar hugsunar. Þess í stað reyna þeir að rata einhvern meðalveg sem heldur öllum góðum, svo þeir missi ekki vinnuna. Hvers vegna tóku þeir ekki öll svör sem fengust á fundinum og krufðu þau til mergjar, véfengdu eða staðfestu þau. Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennska, ég bara spyr?
Hrafn formaður allra lífeyrissjóðanna fullyrti að tap lífeyrissjóðanna á bankabólunni væri um það bil 14% og að öllum sjóðfélögum væri tryggð full réttindi til frambúðar. Var maðurinn í löngu sumarfríi eða heldur hann að við séum bjánar. Öll bólan er komin í núll eða neðar. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu að töluverðu leiti í þessari bólu og því hlýtur rýrnunin að vera meiri en 14%. Ég bendi ykkur á mjög athyglisverða samantekt Risaeðlunnar um þessi mál.
Ég rakst á tilvísun á netfærslu. Þar stendur "Talaði við mann um helgina sem sagðist hafa það frá fyrstu hendi að ríkisstjórnin væri búin að gera samning við fjölmiðlafyrirtækin þrjú sem stjórna nánast allri umræðu í þjóðfélaginu um það að kæla og róa fólk niður." Það er sem sagt búið að segja fjölmiðlum hvernig þeir eigi að haga sér svo að valdhafar geti haldið gleðileg jól.
Lífeyrissjóðirnir segja okkur ekki allan sannleikann svo við séum róleg. Fjölmiðlum eru gefin fyrirmæli um að róa okkur. Skilanefndirnar segja okkur ekki neitt, svo við séum róleg. Ríkisstjórnin og verkalýðsforystan keppast við að róa okkur með innihaldlausu bulli. Á meðan heldur spillingin og sukkið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fyrirgefið, en mér er ekki rótt, þannig er það bara. Ég skil vel fólk sem hyggur a landvinninga á erlendri grund þar sem lýðræðið virkar betur.
7.12.2008 | 20:29
Borgarafundur á morgun kl 20:00-Háskólabíó.
16.11.2008 | 23:43
"Ég flyt bara héðan"-mætum á NASA og finnum lausnir.
Ég hef heyrt í mörgum. Fólk er að hugsa um að yfirgefa skerið og koma sér vel fyrir á erlendri grund. Það hefur enginn trú á lýðræðinu á Íslandi. Mætum á NASA annað kvöld kl 20:00, þe mánudagskvöld og fyllumst einhverri von. Von um jákvæðar breytingar, annars hoppum við af þessu sökkvandi skeri.