Færsluflokkur: Bækur

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og skólabækur

Að lokinni helgi sem hefur verið róleg í pólitíkinni er samt ýmislegt að bærast í kolli mínum. Umræðan um ríkisfjármál blundar á bakvið allt suðið í IceSave. Framundan er mjög mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum. Ástæða þess er mikil innspýting inn á bankabækur fjármagnseigenda og endurreisn bankanna. Síðan er það vaxtagreiðslur af öllum lánunum. Niðurskurðurinn verður gríðarlega mikill næstu árin tvö sökum þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) krefst hallalausra fjárlaga eftir 3 ár. Sú krafa er að sjálfsögðu glórulaus og hvaða tilgangi þjónar hún yfir höfuð?

Fréttir um foreldra sem geta ekki keypt skólagögn fyrir börnin sín og jafnvel tilkynna þau veik, því þau skammast sín svo mikið stakk mig þó mest.Hvar er þessi skjaldborg sem lofað var? Hvar er Norrænt velferðasamfélag? Á bara að stoppa í götin eftirá, sérstaklega ef þau rata á síður fjölmiðlanna. 

Ef saga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lesin þá eigum við ekki von á góðu. AGS sker niður laun og alla styrki eða bætur til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Samtímis og AGS setur okkur í gríðarlega skuld sem hefur í för með miklar vaxtargreiðslur krefst hann hallalausra fjárlaga. Niðurstaðan verður sú að nánast ekkert verður til skiptanna og alls ekki fyrir lítilmagnann. Það er ekkert sem bendir til þess enn þá að þetta gangi ekki eftir. Því má vænta þess að mikill landflótti muni bresta á og að erlendir aðilar munu eignast allar auðlindir þjóðarinnar. Spurningin er hvort maður eigi að setja hausinn undir sig og deyja með sæmd eða bara koma sér í burtu.

http://rubeneberlein.files.wordpress.com/2009/06/povertyreductiontanzania.jpg


EVA HEFUR LÖG AÐ MÆLA og sannar það að enginn er spámaður í sínu heimalandi-"it is do or die".

Eva Joly kveður sér hljóðs á siðum dagblaðanna í dag. Við skulum gera okkur grein fyrir því að hún er reyndur lögfræðingur. Slíkir einstaklingar hripa ekki eitthvað á blað og senda síðan um víða veröld. Hvert orð, hver hugsun er hugsuð í þaula og sannreynd. Með því hugafari skal lesa grein hennar. Margt er stórmerkilegt í málflutningi hennar en ég vil draga fram þessi atriði.

1. Hún fullyrðir að Íslendingar geta ekki borgað IceSave hvað svo sem þeir reyna með niðurskurði og skattahækkunum.

Í raun er þetta kjarnaatriðið sem snýr að okkur Íslendingum. Hún telur einsýnt að með samþykkt ríkisábyrgðar á IceSave sé Ísland orðið þrotabú. Þeir sem eftir verða "munu eiga meira undir þeim sem hæst býður".  Ísland verður boðið upp á markaði. Íslendingar verða fyrst að svara þeirri spurningu hvort þeir eru borgunarmenn fyrir þessum víxli. Þeir sem gerast ábekingar-þingmenn-vitandi að það getur ógnað þjóðaröryggi eru landráðamenn. Spurningin er hvort einhver afbrigði finnast í Stjórnarskrá íslenska Lýðveldisins fyrir auðtrúa handaruppréttingarþingmenn Samfylkingarinnar.

2. Hún tekur það skýrt fram að Íslendingar beri ekki ábyrgð á IceSave, " sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða".

Þetta er annað kjarnaatriðið, að við berum ekki ábyrgð á IceSave. Eins og margsinnis hefur komið fram, en jafnharðan er reynt að fela af ýmsum misvitrum kvíslingum, þá er ríkisábyrgð bönnuð á einkabönkum innan EES svæðisins. Eina undantekningin er sú Ríkisábyrgð sem Íslendingar eiga að samþykkja með góðu eða illu núna. Þessi undantekning er eingöngu til þess að upp komist ekki um meingallað regluverk ESB." gríðarlegir hagsmunir sem afmarkast síður en svo af strandlengju Íslands".

3.Hún fullyrðir að um nauðungarsamning sé að ræða-að við höfum verið beitt ofríki af hálfu Breta.

" með þessu setti Bretland Íslendinga, bandamenn sína í NATO, í sama flokk og hryðjuverkasamtök á borð við al-Qaeda..." Það er greinilegt að Evu finnst framganga Breta ekki stórmannleg. Þar sem um nauðungarsamning er að ræða hefur hann ekkert gildi og á þess vegna ekkert erindi inn á hið háa Alþingi Íslendinga. Samningurinn á heima í pappírstætaranum að mínu mati.

4. Hún telur að Bretar beri mikla ábyrgð sem þeir neita að axla í skjóli stærðar sinnar.

5. Hún telur áætlun AGS gjörsamlega úr takt við raunveruleikann.

Eva segir beinum orðum að áætlun AGS geti ekki, eigi enga möguleika að ganga upp á Íslandi. Niðurskurðurinn sem þarf að framkvæma er svo gríðarlegur að hann er óframkvæmanlegur og eins og Eva bendir á algjörlega tilgangslaus. Hvers vegna vill AGS að við rústum innviðum samfélagsins. Hvers vegna á að rústa hinu "Norræna velferðasamfélagi" Henni finnst það glórulaust athæfi að rústa því án þess einu sinni að hafa tryggingu fyrir því að við getum greitt skuldir okkar þó við myndum færa slíkar fórnir. Niðurstaðan verður sú að þjóðfélagið er í rúst en skuldar samt. Hver er tilgangurinn??

6. Eva er eitursnjall lögfræðingur.

Undir millifyrirsögninni " ÆTLAR EVRÓPA OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL?" kemur fram eftirfarandi "Þegar til kastanna kemur verður hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi né Hollandi. Lega Íslands er hernaðarlega mikilvæg og landið ríkt af náttúruauðlindum. Ef svo fer sem horfir mun aldurssamsetning íbúanna breytast og ungt, menntað fólk flytja úr landi. Þeir sem eftir verða munu eiga meira undir þeim sem hæst býður. Engum dylst aukinn áhugi Rússa á svæðinu".

Eva dregur hér saman aðalatriði málsins. Við getum ekki borgað. Samfélaginu verður rústað. Þeir flytja sem geta. Skuldirnar verða eftir sem áður ógreiddar enda er það tilgangurinn. Niðurstaðan gefur alþjóðafjármagninu tækifæri til að kaupa eigur okkar Íslendinga á brunaútsölu.

Þeir sem eftir verða á íslandi verða þeir sem geta ekki flutt sig um set. Alþjóðlegir auðhringir munu ráða lögum og lofum hér á landi. Selja okkar eigin auðlindir ofaní okkur á uppsprengdu verði. 

"ÆTLAR EVRÓPA OG OG OG OG AGS AÐ KOMA ÍSLANDI Á VONARVÖL??"

Ef við samþykkjum IceSave þá verður þetta niðurstaðan, það er nú eða aldrei að snúa við, að feta braut sjálfstæðis. 

Munum að fíkn fjármagnseigenda er ávöxtun, fíkn er ólæknandi sjúkdómur honum er bara hægt að halda í skefjum.

 

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stólafíklar og við-BURT MEÐ SPILLINGALIÐIÐ.

Hvernig á maður að haga sér núna. Á maður að ræða um eftirlaun ráðherra sem skipta engu máli í stóru myndinni. Á maður að velta sér upp úr því hvort Davíð Oddson hefði átt að ræða um eitthvað annað en sjálfan sig. Á maður að velta fyrir sér einhverjum öðrum smámálum. Nei, við eigum að einbeita okkur að aðalatriðunum, því sem skiptir máli.

Lýðræðið; það skiptir máli. Valdhafar hlusta ekki á þjóðina þessa dagana. Valdhafar hafa menn í fullri vinnu til að kasta ryki í augun á okkur borgurunum. Allt til að fegra sinn hlut. Hér er um mjög alvarlegan misskilning að ræða milli okkar og valdhafa. Þeir þurfa ekki að vera í neinni kosningabaráttu gegn okkur. Þeir eiga bara að vinna vinnuna sína og sína af sér heiðarleika og gott siðferði. Því áttu valdhafar að segja af sér strax í upphafi kreppunnar og skipa utanþingsstjórn. Að lafa í stólunum rúin öllu trausti er ekki nokkrum manni til gagns.

Réttlætið; Að endurráða spillingarliðið aftur inn í bankana og viðhalda óhæfum embættismönnum hjá eftirlitsstofnunum ríkisins er ekki bara heimskulegt heldur einnig spilling. Síðan þega ráðherrar hlægja góðlátlega að okkur, almúganum, og í þokkabót fara með rangt mál, þ.e. ljúga, eins og kom fram í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld, þá á okkur að vera nóg boðið. Enda er okkur nóg boðið, við viljum lýðræði, ekki alræði stólafíkla.

Framtíðin; hvernig bregðumst við við þessum erfiðu aðstæðum sem við erum í? Hver einstaklingur vill ekki verða gjaldþrota. Því er verðtrygging lána stórt mál. Hana þarf að afnema, núna. Ef einhverjar stofnanir eða lífeyrissjóðir fara illa út úr því getum við tekið á því seinna. Núna þarf að bjarga heimilunum.

Við þurfum að endurlífga Alþingi Íslendinga og virkni hins almenna borgara í þjóðmálum. 

Mætum á Austurvöll á morgun og í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Verum ábyrg.


Er STRÚTA lýðræðinu lokið?-Burt með spillingaliðið.

Vel heppnaður mótmælafundur. Við getum verið þakklát fyrir þá einstaklinga sem standa að þessum fundum. Hörður Torfa að sjálfsögðu alveg sérstaklega. Góðar ræður sem þakka ber fyrir. Það er nefnilega ekki gefið að fólk leggi allt þetta á sig og ekki sjálfsagt. Borgara-legt lýðræði krefst virkni ef það á að skila árangri. Hitt lýðræðið að kjósa á 4 ára fresti og stinga hausnum svo í sandinn hefur gefist frekar illa. Það má kalla það lýðræði STRÚTA. Núna erum við strútarnir að umbreytast. Hvar sú umbreyting endar eða ber oss er óljóst en umfram allt mjög spennandi. Nokkuð er það víst að hausunum sem enn eru á kafi í sandinum hefur fækkað. Mjög ósennilegt að við stingum þeim þangað aftur, í því felst mikil breyting.

http://www.hedweb.com/animimag/ostrich-hotlinks.jpg


mbl.is Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband