Hvernig nýtir maður þorskhausa?

Kosningabaráttan hófst í sjónvarpinu í kvöld. Að sjálfsögðu fannst mér minn maður flottastur, þ.e. Addi Kiddi frá Frjálslynda flokknum. Bjarni Ben og Sigmundur voru ekki neinar stjörnur. Tengdamamma sem horfði á þetta með mér skaut því að að feður þeirra tveggja ættu N1 saman. Silvurskeiðastrákar í pólitík. Greinilegt var á málfari þeirra að þeir hafa ekki í saltan sjó migið um langa hríð ef nokkurn tíman. Þeir gera sér enga grein fyrir hvað fólk er að berjast við. Þeir vilja álver þegar enginn vill kaupa ál. Halda þeir að vel menntaðir viðskiptafræðingar sem hafa misst vinnuna hjá bönkunum vilji endilega bræða ál. Þeir eru ekki í sambandi þessir guttar.

Guðjón vill veiða meiri fisk og er það fljótlegasta leiðin til að afla þjóðinni gjaldeyris. Við höfum allt til alls. Við þurfum bara leyfi til að veiða meira, fiskurinn bíður eftir að breytast í gjaldeyri. Sjálfdauður fiskur á hafsbotni gerir engum gagn.

http://www.sams.ac.uk/sams-news/Media%20releases/Members/aham/COD.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst minn maður bestur   Hann Þór Saari

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já hverjum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé bæði ljótur og magur. Ég leit aðeins á sjónvarpið og nennti svo ekki að horfa á ruglið. En ég er ekki viss um hverja ég ætla að kjósa nema að það verður ekki xD. Flest annað opið, þótt mér finnist oft að ráðherrastólarnir á Alþingi hljóti að vera mjúkir, loforð eru of sjaldan efnd þótt flokkar komist í stjórn.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.4.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Bjarni Ben og Sigmundur vilja nýta bráðnandi jökla sem renna til sjávar. Ein helsta leiðin til þess að nota það mikla rafmagn er í greiningu áls, þar er eftirspurnin eftir magnrafmagni , þótt hún nái alls ekki toppunum sínum núna. Viðskiptafræðingarnir geta þá einmitt stundað þjónustustörf, fyrst grunnurinn að baki þeirra starfa styrkist með orkufrekri starfsemi sem styrkir hagkerfið. Slíkt verður að vera fyrir hendi til þess að þjóðfélagið geti náð að nýta menntun sína og komist á hátt þjónustustig.

Annars ættu mínir menn að nota varúðarreglu í fiskveiðum á annan veg en gert hefur verið, þ.e. ættu að veiða meira og þá líka af hval. Milljón tonn af síld hangir inn á Grundarfirði og í nágrenninu og rotnar þar og sýkist í stað þess að nýta þetta betur. Á meðan sveltur landinn í loðnuleysinu. Blind fylgni við fiskifræðina er eins og fylgni hagfræðinganna var við háa stýrivexti þar til allt sprakk. Það er nú ekki hundrað í hættunni að leyfa meiri veiði.

Ívar Pálsson, 4.4.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband