Eru þeir í vinnu hjá okkur?

Sjálfsagt finnst Sjálfstæðismönnum nýmæli í því að vera með málþóf. Þeir hafa yfirleitt verið í stjórn og þurft að sitja undir málþófi hinna flokkanna. Nú vill svo illa til fyrir Sjálfstæðismenn að sitjandi ríkisstjórn hefur klofið stjórnarandstöðuna í viðkomandi máli. Bæði Framsókn og Frjálslyndir styðja stjórnarflokkana í þessu máli. Venjulega er stjórnarandstaðan heil og óskipt í sínu málþófi. Þetta er í sjálfu sér aukaatriði þó það sýni hroka Sjálfstæðismanna í hnotskurn. Aðalástæðan fyrir því að hallmæla Sjálfstæðismönnum er að hingað til hafa menn stundað málþóf í góðæri. Núna er kreppa og þjóðin er á barmi gjaldþrots. Það er ekki bara að þeir séu að tefja fyrir nauðsynlegum málum sem bíða afgreiðslu heldur eru þeir greinilega á móti þeim breytingum til lýðræðisáttar sem unnið er að. Samantekið þá er Sjálfstæðismönnum meinilla við að vera ekki með völdin og vilja alls ekki deila þeim með þjóðinni á nokkurn hátt.
mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Já einmitt það er þá ekki vanhæf ríkisstjórn að setja málin fram í þessari röð ?

Það væri nær að klára efnahagsmálin og karpa síðan fram að kosningum um stjórnarskrána.

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já Gunnar! Það er nokkuð til í því:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Ásgeir,

Carl, nú vill meirihlutinn fara þessa leið og þar að auki á að ræða efnahagsmálin líka. Þetta virkar ekki að láta svona í kreppu. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.4.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Nákvæmlega, kreppa í gangi. Á maður þá ekki einmitt að gagnrýna forgangsröðunina hjá ríkisstjórninni, væri ekki annað hræsni eftir gagnrýnina á fyrri ríkisstjórn ?

Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ótrúlegt að horfa upp á Sjálfstæðismenn á alþingi.  'Eg heyri allstaðar að fólk er gáttað á þeim algjörlega.  Þeir ríða ekki feitum hesti frá þessari viðureign svo mikið er víst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Tillaga var lögð fyrir Alþingi í morgun um að taka brýnni mál framyfir, samanber Helguvík. Tillagan var felld.

Segir þetta ekki manni að ríkisstjórnin er ekki að standa sig gagnvart heimilum og fyrirtækjum landsins ?
Það er nefnilega nægur tími til að láta Sjálfstæðismenn líta illa út í málþófi ef fólki finnst það, aðalatriðið er að klára strax þau mál sem virkilega skipta heimilin máli.

Carl Jóhann Granz, 6.4.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband