Susie Rut og þorskarnir.

Lífið er undarlegt, núna eru prestar að deila um hvernig maður á að koma fram við Þjóðkirkjuna í Kastljósi. Margt er manns bölið.

Það er mér þó öllu ofar í huga hvað faðirinn ritaði um dóttur sína gengna á miðopnu Morgunblaðsins í gær. Það er til marks um alvöru málsins ,hvar greinin er birt í Morgunblaðinu.

Ég á fjögur börn, ég dáist að foreldrunum að geta skrifað slíka minningargrein um barnið sitt. Að vera foreldri gerir mann svo gjörsamlega varnarlausan fyrir sorg þeirra. Það svíður, eins og við djúpt brunasár, grær seint og illa. Börnin eiga að fylgja okkur, ekki öfugt.

Með fullri virðingu fyrir þorskum, hvort sem þeir búa í hafinu, hagfræðideild HÍ eða ríkisstjórninni þá er greinilegt að þorskarnir í fíkniefnaheiminum hafa ekki fengið nægjanlega athygli okkar.

Það var óneytanlega sérstök  tilviljun, að ég var nýbúinn að lesa bókina Sigur, um hetjulega baráttu föður fyrir dóttur sína sem ánetjaðist fíkniefnum þegar Susie Rut andaðist. Sú bók á að vera skyldulesning allra Íslendinga. Við erum algjörlega varnarlaus gagnvart ofurafli fíkniefnasalanna. Þeir hafa tök á því að buffa okkur eða stúta eftir behag. Ef það skyldi ekki duga þá ráðast þeir gegn því sem okkur finnst dýrmætast, maki eða börn. Gegn slíku erum við varnarlaus eins og málum er háttað í dag.  Hvað er til ráða?

Alveg sama hversu vitlaus og firrt við erum gerum við okkur alltaf okkar mat á stöðunni, kost benfit analýsu. Þess vegna fara ekki venjulegir foreldrar og buffa eiturlyfjabaróna upp á sitt einsdæmi. Eina leiðin er að koma hlutunum þannig fyrir að það borgi sig ekki að selja eiturlyf á Íslandi.

Ekki dugar að aflífa eiturlyfjasalana með köldu blóði, það gæti verið barnið manns, sem seinna meir kemst úr viðjum eitursins og lifir síðan innihaldsríku lífi. Lögreglan virðist í besta falli vera "ónæði" fyrir starfsemi eiturlyfjasala eins og hlutirnir eru framkvæmdir í dag. Öll höfum við sagt börnunum okkar að eiturlyf séu lífshættuleg en samt verða þau að prófa. Um leið og ein smyglleið er uppgötvuð er fundin upp ný. Er þetta þá bara náttúrulögmál og fórnirnar bara hluti af lífinu?

Meðan okkur finnst það verður það þannig. Ef við ákveðum að breyta því þá breytist það. Við erum nefnilega menn en ekki dýr. Við getum með samtakamætti breytt þessu ef við viljum. Afskiptaleysið er samt algjört, hraði og tímaleysi er gróðrarstía fyrir eiturlyfjanotkun barna. Við verðum að verða meðvituð og stíga á bremsuna. Þjóðfélagsgerðin verður að breytast, við verðum að hætta að flýta okkur svona mikið. Í því liggur fórnarkostnaðurinn.

Fíkniefnalögreglan þarf að fá mun meiri völd, stuðningsaðilar barna verða að hafa úrræði löngu áður en ástandið eru komið í óefni. 

En hvernig getum við komið hlutunum þannig fyrir að það sé svo óhagstætt að selja eiturlyf að engum detti það í hug? 

Ég held að við verðum að aflétta friðun þessara þorska. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Ef fíkniefni og notkun þeirra verða alfarið skilgreind sem heilbrigðisvandamál - eins og áfengi og tóbak - í stað lögbrots verður til grundvöllur til að kippa fótunum undan innflytjendum og sölumönnum. En það kostar það að samfélagið verður að hætta að móralisera um þetta. Núna er neyslan sjálf - s.s. afleiðingarnar - heilbrigðisvandamál en orsökin - innflutningur og dreifing - er lögbrot. Engin lógík í þessu og vonlaust að ná tökum á því. Skárra að ríkið græði á þessu - tímabundið - heldur en samviskulausir peningamenn við skulum ekki gleyma því hversu óheyrilegt magn af peningum er á bak við þessa starfsemi.

Halldóra Halldórsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ekki ósammála þér í sjálfu sér, en sé ekki ljósið. Kannski þarftu að útskýra þetta betur fyrir mér.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.6.2007 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband