Líknandi meðferð.

Þegar sjúklingur á enga von um bata er hann settur á líknandi meðferð. Það er siðferðilega rangt að beita meðferð sem dregur dauðastríð einstaklingsins á langinn. Innan heilbrigðiskerfisins eru til vinnureglur hvernig eigi að standa að þessum málum. 

Ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að hafa hlustað á fréttir undanfarna daga um ástandið á Vestfjörðum. Vestfirðir eru eins og sjúklingur sem fær hvorki að njóta þess að vera á fullri meðferð né að vera á líknandi meðferð. Þetta hálfkák í kjölfar lokana vinnustaða fólksins á Vestfjörðum er til skammar. Við verðum að fara að ákveða okkur. Sjúklingurinn skaðast meðan beðið er.

Einkenni huglausra lækna er að taka taka ekki ákvörðun og vona að almættið klári dæmið fyrir sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Kostuleg samlíking...engu að síður sönn

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.6.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband