Færsluflokkur: Dægurmál

Frjálslyndi Flokkurinn og Kristinn H.

Á fjölmennum fundi hjá FF í síðustu viku kom fram einlæg ósk meirihluta fundarmanna að Kristinn H Gunnarsson yrði ekki lengur formaður þingflokksins.

img_1219.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þingflokkurinn varð við þessari ósk fundarmanna og Jón Magnússon hefur verið skipaður formaður þingflokksins. Þarna skynjaði flokksforystan grasrótina og megi hún eiga þökk fyrir. Í Reykjavíkurfélögunum er mikill áhugi fyrir öflugu flokkstarfi. Bæði er það starf sem snýr meir að Reykjavíkurborg og málefnum hennar. Borgarmálafélagið sinnir því. Einnig eru tvö kjördæmafélög í Reykjavík sem tengjast frekar starfinu á landsvísu með hugann við alþingiskosningar Við væntum þess að sú breyting sem gerð hefur verið á æðstu stjórn FF muni hafa það í för með sér að starfið í Reykjavík muni eflast mjög. Afleiðing þess gæti orðið aukið fylgi við flokkinn og fleiri (kven)menn á þing. Ef svo fer mun landsbyggðin njóta ávaxtanna af vinnu okkar í Reykjavík.

img_1218.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vonandi er hér um gæfuspor að ræða fyrir Frjálslynda flokkinn. Að minnsta kosti hefur alvarlegt ágreiningsefni innan flokksins verið leyst.


Ekki gera ekki neitt.

Eitthvað er veðurspáin hálf ónotaleg hjá okkur þessa dagana. Stefnir í storm og óveður. Reyndar hefur blásið á skerinu áður og enn byggir þjóð landið. Veðurfar og önnur náttúra hefur engu að síður sett mark sitt á tilveruna. Margt væri öðruvísi ef alltaf hefði verið logn.

Eins er það í stjórnmálum. Núna gustar dulítið í Frjálslynda flokknum. Nýjasta rokinu veldur tillaga sem Eiríkur Stefánsson flutti í miðstjórn um daginn. Þar fer hann fram á það að þingflokkurinn velji sér nýjan formann. Það myndi falla betur að jafnræðisreglu að valdamikil embætti væru ekki öll frá sama kjördæminu. Guðjón Arnar var ekki sáttur við þessa tillögu vitandi að tillagan myndi valda honum mikilli vinnu við að bera klæði á vopnin. Reyndar er Guðjón í vanda. Það skiptir varla máli hvernig Guðjón bregst við, það munu alltaf einhverjir verða ósáttir. Spurningin er hvernig hann lendir þessu máli.

Nauðsynlegt er að taka af skarið þannig að sem flestir flokksmenn verði nokkurn veginn ánægðir og starfsfriður komist á í flokknum. Eins og segir í auglýsingunni,"ekki gera ekki neitt".


BerlínarMúrinn og Frjálslyndi flokkurinn.

Var að koma frá Berlín í dag. Mjög merkileg borg og gott að vera ferðamaður þar. Sá að vísu bara borgarkjarnann og það er yfirleitt sá hluti sem er túristavænstur. Saga Berlínar er mjög merkileg því hluti íbúanna var lokaður inni árum saman með Berlínarmúrnum. Þrátt fyrir að múrinn sé horfinn er saga hans enn ljóslifandi í Berlín.

Á meðan ég var fjarverandi varð allt vitlaust í Frjálslynda flokknum. Miðstjórn flokksins samþykkir ályktun þess efnis að þingflokkurinn kjósi sér nýjan þingflokksformann. Rökstuðningurinn er sá að halli sé á lýðræðinu og jafnræðinu innan þingflokksins. Mönnum finnst ekki eðlilegt að formaður flokksins og þinflokksformaðurinn komi báðir úr sama kjördæminu. Meiri valddreifing sé eðlileg og af hinu góða.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindu þessa máls. Vonandi hafa menn gæfu til sátta.


Daður Össurar við Frjálslynda flokkinn.

Össur fer mikinn á heimasíðu sinni í dag. Margt tilreiðir hann sér í hag. Útlendingastefna FF er varkár stefna sem setur spurningamerki við ýmislegt í þeim málaflokki. Ástæðan er sú að nágrannaþjóðir okkar hafa átt í erfiðleikum með nýbúa. Við í FF höfum viljað draga fram það sem hefur gengið miður og hvað hefur gengið vel hjá nágrannaþjóðum okkar í þessum málaflokki. Fyrir vikið erum við kallaðir rasistar. Þetta veitir andstæðingum okkar góðan höggstað á okkur. Samfylkingarmenn, eins og Össur vita þetta mæta vel. Þeir velta sér upp úr þessu eins og svín í flór.

Að temja sér yfirsýn og stjórn á aðstreymi nýbúa til landsins er kallað rasismi. Svipuð örlög hljóta þeir sem vilja ekki drekka áfengi stjórnlaust. Þynnkan gæti orðið verri en menn hugsuðu sér.

Að Sigurjón vilji velta Guðjóni úr sessi er rangtúlkun á ástandinu. Sigurjón eins og margir í flokknum vilja að honum sé stjórnað  og að jafnræðis sé gætt á milli landshluta og stefnumála. Mikill halli hefur verið á flokknum í átt að Vestfjörðum og því hefur mörgum þótt ástæða til að breyta því. Af þeim sökum fær Sigurjón áskorun um að gefa kost á sér í formanninn. Hvort hann geri það er alls óvíst. Guðjón hafnaði Sigurjóni á sínum tíma, sjálfsagt fyrir áeggjan Kristins H. Sennilega er það sterkur hvati innan FF að hvetja Sigurjón til til formennsku þegar Framsóknarmaður setur fyrir hann fæturna. Ef hann er velkominn í Samfylkinguna er það vel.


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið og Ólafur F.

Yfirlýsing Ólafs F varðandi inngöngu sína í Frjálslynda flokkinn hefur að vonum vakið mikla athygli. Mönnum hefur verið tíðrætt um brotthvarf hans frá flokknum á sínum tíma og þann skort á haldbærum skýringum á því háttalagi. Enn meiri athygli hafa yfirlýsingar hans um að hann muni leiða Frjálslynda flokkinn í næstu kosningum vakið. Undrun fólks og sér í lagi flokksmanna Frjálslyndra byggist á lítilli örðu á vegferð Ólafs sem heitir lýðræði. Hér á landi ganga menn í flokka og bjóða fram krafta sína. Leita eftir stuðningi og eru kosnir til trúnaðarstarfa. Ef Ólafur fetar sig þennan stíg gæti hugsast að draumar hans rættust. Þar sem hann virðist ekki hafa skráð sig í Frjálslynda flokkinn ennþá verður að túlka yfirlýsingar hans sem drauma.


Reykvískt Löður.

Í kvöldfréttatímanum kom fram að Sjálfstæðismenn vilja samstarf við Framsóknarmenn í Reykjavík. Ástæðan sem gefin var upp er sú að tryggja þurfi meirihlutann í borginni. Það var og. Meirihlutinn er sem sagt ótryggur.  Óli borgarstjóri er semsagt ekki nægjanlega trygglyndur eða traustur að mati Sjálfstæðismanna. Aldrei hefur neinn borgarstjóri verið gengisfelldur jafn illilega og Ólafur F. Ég gæti best trúað því að Reykvíkingar séu byrjaðir að telja dagana þangað til kosningar verða næst.

Hinsegin dagar.

Í dag er gleðidagur homma og lesbía. Skrúðganga með meiru sem er orðin fastur liður í Reykjavík. Öllum finnst þetta hið besta mál og allir reyna að skemmta sér eftir bestu getu. Veðrið er gott svo það stefnir í góðan dag.

Á slíkum tímamótum er gott að staldra við og rifja upp að ekki var slíku frelsi fyrir að fara áður fyrr, það er ekki einu sinni mannsaldur síðan þetta hefði verið ógjörningur. Þetta kostaði að sjálfsögðu mikla baráttu. Mannréttindi eru ekki keypt í næsta sjálfsala, það þarf að berjast fyrir þeim. Það þarf einnig að halda vöku sinni svo þau glutrist ekki niður í ræsi mannvonskunnar.

Það hafa ekki allir sömu mannréttindi og við á Íslandi. Samkynhneigðir eru ofsóttir víða. Sumstaðar liggur við dauðarefsing. Nú hafur einhver hótað ofbeldi vegna gleðigöngu. Sættum okkur aldrei við það og sínum samstöðu. Því var það sorgleg frétt að Borgarstjórinn mætti ekki á opnunarátið Hinsegin daga á fimmtudagskvöldið. Til viðhalds mannréttindum landsmanna þurfa allir að leggja sitt af mörkum, líka hann. 


Ásmundur og mannréttindin.

The image “http://hallgrimurg.blog.is/img/tncache/s100/6e/hallgrimurg/img/2339_491104.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Núna eru þeir búnir að innsigla hann Ásmund. Þar sem málfrelsi er á Íslandi er ekki hægt að innsigla raust hans í krukku. Hann er að berjast fyrir mannréttindum á Íslandi. Gandi þurfti að storka lögunum á sínum tíma og eins er farið fyrir Ásmundi. Kínverjar meina þeim íþróttamönnum um landvistarleyfi á meðan ólympíuleikarnir standa sem eru eru að ybba gogg. Þeir sem eru þægir og þegja eins og Ólafur Ragnar og Þorgerður Katrín fá að koma. Viðbrögð stjórnvalda gegn þeim sem berjast fyrir mannréttindum virðast keimlík hjá ríkisstjórnum Kína og Íslands. Ekki er ég hlynntur lögbrotum almennt séð. Aftur á móti eru brot á mannréttindum hafnar yfir slíkar vangaveltur. Mannréttindi eru kjarnaatriði í lífi hvers einstaklings og hafa því meira vægi. Mannréttindi eru ekki verslunarvara. Því styð ég Ásmund heils hugar og finn til skammar vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda. Auk þess er ég ekkert hreykinn af þeim stjórnmálamönnum eða forseta vorum sem fóru til Kína. Aftur á móti er íþróttafólkinu vorkunnn ekki ákváðu þau að leikarnir skyldu haldnir í storknuðu blóði fólks á Torgi hins himneska friðar.

The image “http://andresm.eyjan.is/wp-content/uploads/2008/03/tiananmen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kverúlantar og pólitík.

Tilveran er sérstök. Bankarnir hagræða bókhaldinu þannig að líti sem best út og koma flottir undan vetri. Við þessir venjulegir höfum ekki kost á því. Við töpum og berum allan kostnað af fylleríi bankanna. Ég hef stundum velt því fyrir mér að meðaljóninn í okkar samfélagi gæti stýrt stjórnmálaflokkunum mun betur en þeir sem gera það núna. Ætli það veljist bara einhverjir kverúlantar í þær stöður. Meðaljóninn nennir þessu ekki og einbeitir sér að því sem er mun mikilvægara að sinna maka og börnum. Er það þannig að ekki er hægt að gera bæði og. Verður maður að vera kverúlant til að taka þátt í pólitík. Ég bara spyr?

The image “http://z.about.com/d/scifi/1/7/z/L/2/starwars74.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


GESTIR OG "TÚRISTANIÐURGANGUR".

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera gestkomandi á framandi slóðum. Í mínu tilfelli virðist meltingarvegurinn hafa fengið óvelkomna gesti. Síðan í morgun hef ég einbeitt mér að losa mig við þá, endurtekið. Í sjálfu sér get ég lítið gert til að hindra að þetta gerist. Þegar slík padda kemst í gegnum allar varnir mínar og kemst alla leið í meltingarveginn minn þá fer í gang sjálfvirkt ferli sem sér um að tæma görnina og paddan fer burt þannig. Í sjálfu sér eru þessir gestir ekki sérstaklega hættulegir í sjálfu sér. Veikindi mín stafa mun frekar af ofsafengnum viðbrögðum líkama míns sem byggja á þeirri hugmyndafræði að allir framandi gestir séu mér hættulegir. Meltingarvegur mannsins er talinn frekar vanþróaður því hann er þróunarlega gamalt fyrirbæri.

Því er það ákaflega sorglegt þegar Útlendingastofnun Íslands og Dómsmálaráðherra haga sér eins og frumstæð görn og fá bullandi niðurgang þegar gestir eru ekki alveg þeim að skapi.

Ferlega "primitíft" enda er öll æðri hugsun ekki í þörmunum okkar. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband