Reykvískt Löður.

Í kvöldfréttatímanum kom fram að Sjálfstæðismenn vilja samstarf við Framsóknarmenn í Reykjavík. Ástæðan sem gefin var upp er sú að tryggja þurfi meirihlutann í borginni. Það var og. Meirihlutinn er sem sagt ótryggur.  Óli borgarstjóri er semsagt ekki nægjanlega trygglyndur eða traustur að mati Sjálfstæðismanna. Aldrei hefur neinn borgarstjóri verið gengisfelldur jafn illilega og Ólafur F. Ég gæti best trúað því að Reykvíkingar séu byrjaðir að telja dagana þangað til kosningar verða næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Borgarstórinn er svo sannarlega gengisfelldur, um það verður ekki deilt en hvort að sú gengisfelling sé réttmæt, treysti ég mér ekki til að taka afstöðu til. Finnst þá keyra um þverbak hversu maðurinn er tekinn fyrir. Eftir standa þó vangaveltur um það hvort hann kalli þetta yfir sig að öllu leyti??

Engin spurning, Sjálfstæðismenn eru farnir að biðla til Framsóknarmanna. Það er einungis spurning um tíma í þeim efnum. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband