Daður Össurar við Frjálslynda flokkinn.

Össur fer mikinn á heimasíðu sinni í dag. Margt tilreiðir hann sér í hag. Útlendingastefna FF er varkár stefna sem setur spurningamerki við ýmislegt í þeim málaflokki. Ástæðan er sú að nágrannaþjóðir okkar hafa átt í erfiðleikum með nýbúa. Við í FF höfum viljað draga fram það sem hefur gengið miður og hvað hefur gengið vel hjá nágrannaþjóðum okkar í þessum málaflokki. Fyrir vikið erum við kallaðir rasistar. Þetta veitir andstæðingum okkar góðan höggstað á okkur. Samfylkingarmenn, eins og Össur vita þetta mæta vel. Þeir velta sér upp úr þessu eins og svín í flór.

Að temja sér yfirsýn og stjórn á aðstreymi nýbúa til landsins er kallað rasismi. Svipuð örlög hljóta þeir sem vilja ekki drekka áfengi stjórnlaust. Þynnkan gæti orðið verri en menn hugsuðu sér.

Að Sigurjón vilji velta Guðjóni úr sessi er rangtúlkun á ástandinu. Sigurjón eins og margir í flokknum vilja að honum sé stjórnað  og að jafnræðis sé gætt á milli landshluta og stefnumála. Mikill halli hefur verið á flokknum í átt að Vestfjörðum og því hefur mörgum þótt ástæða til að breyta því. Af þeim sökum fær Sigurjón áskorun um að gefa kost á sér í formanninn. Hvort hann geri það er alls óvíst. Guðjón hafnaði Sigurjóni á sínum tíma, sjálfsagt fyrir áeggjan Kristins H. Sennilega er það sterkur hvati innan FF að hvetja Sigurjón til til formennsku þegar Framsóknarmaður setur fyrir hann fæturna. Ef hann er velkominn í Samfylkinguna er það vel.


mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Gunnar Skúli, mér finnst Össur rausnalegur, segi ekki meir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Rannveig H

Það verðu flott þegar þau fara að takast á Kristinn ig ISG,

Rannveig H, 18.9.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér finnst Össur koma vel fyrir sig orði í þessu bloggi sínu en ég er ekki oft sammála honum. Finnst harla ólíklegt að Kristinn hafi hug á því að ganga til liðs við Samfylkinguna.

Ég tel aðgerðir Sigurjóns og annarra Bakkabræðra ekki til þess fallnar til að auka hróður flokksins. Enn og aftur er í uppsiglingu stórkostleg uppstokkun innan flokksins sem veldur sundrung og leiðindum,svo ekki sé minnst á minnkandi fylgi og mátti flokkurinn síst við því.

Það má vera að Sigurjón finnist Kristinn hafa brugðið fyrir sig fæti varðandi framkvæmdarstjórastólinn, það mál þekki ég ekki. Þessi leið að fara gegn sitjandi formanni á þessum tímapunkti mun hvorki verða honum til góðs. Flokurinn er klofinn í tvennt, tvær stríðandi fylkingar. Ég hef ekki trú á því að Sigurjóni sé ætlað að sitja á formannstóli lengi ef hann á annað borð fær hann. Jón Magnússon ætlar sér meiri landvinninga innan flokksins. Það sást glögglega þegar Ólafur F gaf út að hann myndi leiða lista FFí Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum. Eftir þau viðbrögð hefur hann ekki dulið það markmið sitt að verða ríkjandi innan flokksins. Það má vera að hann sé sá kostur sem meiri hluti FF manna kjósa að leiði flokkinn. En ég er þess fullviss að Sigurjón fær ekki það hlutverk til lengdar. Magnús Þór fær að fljóta með klíkunni um stund en verður síðan fórnað líka. 

Það vekur alltaf athygli þegar menn fara gegn sitjandi formanni sem hefur líst því yfir að vilja sitja áfram. Á það ekki síst við þegar um nánustu samstarfsmenn hans eru að ræða. Menn eru ekki enn farnir að gleyma uppþotinu varðandi Magréti Sverrisdóttur en kveikjan af því var innflytjendamálin og innganga Jóns M í flokkinn.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Merkileg hvað þessi aulafyndni Össurar hitti vel í mark hjá okkur Frjálslyndum. Fjandinn er laus. Að sjálfsögðu fer Kristinn aldrei í Samfylkinguna.

Mér finnst ekkert óeðlilegt við að menn bjóði sig fram gegn sitjandi formanni. Það er bara hluti af lýðræðinu og óþarfi að túlka það sem aðför. Auk þess hefur Sigurjón ekki boðið sig fram ennþá. Það hefur bara verið skorað á hann úr einni sveit. Þar sem Sigurjón er vinsæll er ekki ólíklegt að hefði nokkurt fylgi. Hvort það dugi honum er allt önnur ella. Það fylgi sem hann kynni að fá væri að minnsta kosti mat á styrk hans innan flokksins.

Að Jón M ætli sér stóra hluti kemur ekki nokkrum manni á óvart, það er hluti af því að vera stjórnmálamaður. 

Ef Sigurjón hefði orðið framkvæmdastjóri FF væri margt öðruvísi í dag. Guðrún, þar sem þú þekkir ekki þá sögu get ég ekki annað en bent þér á í fullri vinsemd að kynna þér hana nánar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.9.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband