Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

HITAMÆLIRINN hans Árna Páls

Árni Páll ráðherra líkti verðbólgunni við hitamæli. Hann sagði að það hjálpaði lítið að þrasa við hitamælinn. Þar sem verð á vörum hækkar þá sé verðbólga. Hann vill líta á verðbólguna sem náttúrufyrirbrigði sem á sinn tilverurétt. Hann er því samt sammála að reyna að minnka neikvæð áhrif verðbólgunnar á almenning.

Kenningin er sú að launahækkanir hafi þau áhrif að verðlag hækkar. Síðan þarf með einhverrjum hætti að auka kaupmáttinn aftur og er það oftast gert með kauphækkunum og síðan endurtekur sagan sig í sífellu.

Afleiðingin er meðal annars sú að íslenska krónan í dag er nánast verðlaus miðað við þegar hún var tekin í notkun. Bandaríski dollarinn hefur sömuleiðis rýrnað um 98% frá því árið 1913. Það sem þú keyptir fyrir 1 $ árið 1913 er 2 centa virði í dag.

Greinilega full þörf á því að hemja þetta náttúrufyrirbrigði.

Nú vill svo til að fyrrnefnd kenning að launahækkanir valdi verðbólgu er röng. Dæmi eru til úr veraldarsögunni þar sem verðlag hefur staðið í stað í hundruðu ára. Ef við framleiðum ákveðið magn af verðmætum og skiptumst síðan á þessum verðmætum eins og við gerum í dag þá er í raun engin ástæða til þess að hækka verð. Í raun ætti framþróun í framleiðslu verðmæta að lækka verð.

Hvað eykst sem veldur kröfunni um hækkun verðlags ef það eru ekki nauðþurftir okkar?

Ef öll framleiðsla heimsins væru tveir bílar og allir peningar í heiminum væru 1000 krónur myndi einn bíll kosta 500 krónur, ekki satt? Ef við myndum auka framleiðsluna í fjóra bíla á næsta ári en ekki auka peningamagnið í umferð myndi bílinn kosta 250 krónur, ekki satt? Ef við aftur á móti framleiðum áfram tvo bíla en aukum peningamagn í umferð í 2000 krónur þá kostar bílinn 1000 krónur stykkið. Það er ástæðan fyrir verðbólgu að peningamagn og framleiðsla fylgjast ekki að.

Ef við framleiddum ALLTAF jafn mikið af bílum og peningum myndi bílverðið aldrei breytast að eilífu.

Þar sem verðbólgan er stöðugt til staðar hlýtur framleiðslan alltaf að minnka eða peningamagn að aukast. Þar sem okkur er alltaf sagt að framleiða meira ár frá ári þá er skýringin sú að peningamagn í heiminum er alltaf að aukast. Það er reyndar staðreynd að peningamagn er stöðugt að aukast ár frá ári. Fall bandaríska dollarans er beintengt magni dollara, eftir því sem fleiri eru búnir til því minna virði verða þeir sem fyrir eru. Ef við myndum búa til 10 afrit af Jóni Gnarr sem væru algjörlega eins og hann þá væri sá upphaflegi orðinn harla verðlítill, ekki satt? Afritin ræna verðgildi af upphaflega eintakinu.

Aukið penngamagn ár frá ári veldur verðbólgunni og vextir á þeirri peningaframleiðslu veldur því að við þurfum alltaf að framleiða meira og meira.

Þar sem bankar stjórna peningamyndun og hafa einkaleyfi á framleiðslu peninga og rukka vexti fyrir það verður Árni Páll að snúa sér að bönkunum ef hann vill stöðva verðbólguna því hún hefur ekkert með laun að gera.


Vanhæfni eftir pöntun-Sveinn Margeirsson

Vanhæfni virðist vera stjórnsýsluverkfærið þessa dagana. Samskipti milli Seðlabanka og viðskiptaráðuneytisins virðast vera í ólagi. Samskipti milli Seðlabanka og forsætisráðuneytisins virðast hafa verið í ólagi. Samskipti milli ráðuneytismanna í viðskiptaráðuneytinu og ráðherra virðast vera í ólagi. Eina sem vitað er með vissu að aðstoðarseðlabankastjóri lét gera álit sem enginn las. Að minnsta kosti skilur Jóhanna ekkert í því hvers vegna enginn setti henni fyrir að lesa heima. Almenningur telur að hér sé um verulega vanhæfni stjórnsýslunnar að ræða. Þrátt fyrir það er enginn settur af.

Sveinn Margeirsson sem tilnefndur var í rannsóknarnefnd um Magma málið var settur af. Hann var talinn vanhæfur sökum þess að hann á frænku sem er í annarri nefnd á vegum hins opinbera. Auk þess mun hann hafa talað við þessa frænku sína. Jóhanna hafði snör handtök og snaraði honum úr nefndinni. Núna hefur hún lagt til atlögu við Bjarnveigu Eiríksdóttur sem er tilnefnd í nefndina og á sennilega frænda einhversstaðar.

Framkvæmdavaldið er ósnertanlegt á Íslandi. Við höfum engin tök á því að setja af vanhæfa einstaklinga af innan þess, nema að bíða eftir því að þeir komist á eftirlaun. Aftur á móti er framkvæmdavaldinu í lófa lagið að ráðskast með einstaklinga og nefndir sem eru þeim ekki þóknanleg. Sveinn er mjög kunnugur því málefni sem hann á að meta í fyrrnefndri nefnd. Sveinn er mjög fylginn sér og auk þess mjög réttsýnn maður. Því virðist vanhæfni Sveins felast í of mikilli hæfni til að fjalla um málið.

Sveinn ógnar þeirri niðurstöðu sem auðhringir höfðu lagt á ráðin með. Jóhanna og vinstri stjórn hennar vinnur með þeim að ryðja öllum hindrunum úr vegi svo að auðlindir okkar komist í eigu erlendra aðila.

 

 

 

 

 

 


Heildsalinn Steingrímur...

Það er þó nokkur áhugi á næstu viljayfirlýsingu sem íslensk stjórnvöld munu senda til AGS. Ekki að undra. Rannsóknarskýrslan sem verður birt á mánudaginn er reyndar mjög mikilvæg en hún fjallar þó um liðna atburði. Mesti fengurinn í henni verður vonandi sá að við vitum þá hvaða leið við eigum ekki að fara. Jafnframt gæti komið fram hverjum við eigum ekki að treysta fyrir framtíð okkar.

Viljayfirlýsingin segir okkur hvernig AGS ætlar að stjórna litla Íslandi. Með viljayfirlýsingunum sem koma fram fyrir hverja endurskoðun kemur fram stefna AGS. Þar sem AGS er mekka nýfrjálshyggjunnar er ekki nema von að Kristján Þór vilji fræðast.

Aðrir Íslendingar hafa þó enn meiri áhyggjur af því að Steingrímur J Sigfússon fyrrverandi róttæklingur sé orðinn heildsali nýfrjálshyggjunnar hér á landi fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Whasington.

Þannig hefur farið fyrir mörgum.


mbl.is Fjárlaganefnd fundi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverra þágu er samið ?

Núna er að hefjast mjög spennandi áratugur. Tímabil þar sem lántakendur og lánveitendur takast á. Icesave er dæmi, fasteignaeigendur eru dæmi og þjóðir eru dæmi. Allir aðilar skulda mjög mikið, í raun það mikið að ekki er nokkur möguleiki að standa í skilum. AGS er innheimtustofnun lánveitenda, stærri útgáfa af Intrum. Reyndar lána þeir líka til að tryggja starfsemi sína til framtíðar.

Gylfi ráðherra telur að lánshæfismat Íslands sé vandamál, að lánveitendur séu óttaslegnir vegna þess. Lánveitendur stjórna matsfyrirtækjunum og beita þeim í sína þágu. Lækka matið til að fá hærri vexti af fjárfestingum sínum eða hræða líftóruna úr íslenskum ráðamönnum. Fundurinn í New York bar þess augljóslega merki að á vogaskálunum voru auðlindir okkar annars vegar gegn tregðu fjárfesta til að lána okkur, allt með blessun og stjórn AGS. 

Sú viljayfirlýsing sem nú virðist tilbúin verður kvíðvænleg lesning. Mun verri en rannsóknarskýrslan því viljayfirlýsingin segir til um framtíðina en hin er bara liðin tíð.

Ég reikna með að í viljayfirlýsingunni verði hæfileg blanda af eftirfarandi: niðurskurður á þjónustu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, einkavæðingu þar sem almenningur þarf að greiða fyrir allt eins og vegatollarnir bera vitni um. Þjónustan sem við áður fengum fyrir skattinn okkar, þá þjónustu munum við þurfa að greiða fyrir í hvert sinn. Skatturinn fer til lánadrottna til að borga skuldir.

Niðurstaðan er verri lífskjör, styttra og verra líf.

Er þetta það sem við viljum?

 


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamannafundur AGS 1. apríl

 Hér er fjallað um Ísland:

 So with that, let’s move to the questions, and could I please ask that you identify yourselves and your affiliation.

QUESTIONER: Do you have any update on Iceland, please? I believe that there is a Letter of Intent that’s been sent to the IMF, and a portion of it includes what the government plans on IceSave. Can you give us any details, please?

MR. RICE: Yes, there was a request from the Iceland authorities to the Managing Director to take forward the second review for consideration by the Board. And I can tell you that the Managing Director has instructed staff to work with the authorities towards this end. And, you know, we’re expecting that to be forthcoming in the coming days.

 Hvernig getur maður skilið þetta, ætlar íslenska ríkisstjórnin að setja Icesave inn í næstu viljayfirlýsingu(letter og intent). Hvað er í gangi?

 

Síðan læt ég meira fylgja til fróðleiks.

QUESTIONER: So are you talking about the review that is going to take place in the next coming days?

MR. RICE: Yes, the Managing Director has instructed staff to work with the authorities to bring forward the review for consideration.

QUESTIONER: So does that mean that there’s a mission going to Iceland?

MR. RICE: I have nothing for you on the mission in particular, but we do expect that this issue will be taken up by the Board for the second review.

QUESTIONER: There’s been some conflicting views between the way that the Managing Director talks and the action of the government. Is there a majority in the Board for this review? So will it be on the agenda soon?

MR. RICE: In terms of how we work with Iceland--and with any other member country for that matter -it’s ultimately up to the Board to approve a review and for that the Board needs to determine that the program is on track and can be fully financed. And what I can tell you is that the staff’s preliminary judgment is that these conditions are met and, of course, our Executive Board will have to share that judgment, and I think that’s exactly what the Managing Director has been saying.

QUESTIONER: So you do think that the Board will share that judgment?

MR. RICE: Well, as I said, the staff’s preliminary judgment is that these conditions are met, and, of course, our Executive Board will have to share that judgment.

QUESTIONER: Have the Dutch and the British been in some way delaying this process?

MR. RICE: I don’t have anything further for you on the views of the Dutch and the British, but, you know, as I said, we expect this to be under consideration by the Board.

QUESTIONER: Do you have a date for the Board meeting?

MR. RICE: I don’t have a date for you.

QUESTIONER: You said that the conditions, including that the program is fully financed, which means that the Nordic countries that have given money towards that have obviously agreed that they ought to provide the financing for this?

MR. RICE: Again, I can only repeat that the staff’s preliminary judgment is that the conditions are met, and our Board will have to share that judgment for it to go forward.

 

Sjá í heild


Ársfundur SÍ í dag-reynslunni ríkari

Mér var boðið á ársfund Seðlabanka Íslands í dag. Ég mætti. Ég hélt í einfeldni minni að boðið yrði upp á umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Í staðinn héldu menn ræður í röðum. Enginn horfðist í augu við staðreyndir lífsins í ræðum sínum og hafði því ekki forsendur til að ráða okkur heilt. Því leið ekki á löngu þangað til höfuð mitt seig ofaní bringu og ég steinsofnaði.

Eftir að fundi lauk var boðið upp á næringu. Eðal áfengi og snittur af dýrustu sort, ekki niðurskurður í þessu húsi. Ég stóð álengdar og virti fyrir mér söfnuðinn samtímis og ég sötraði á hvítvíninu. Elítan virtist þekkjast nokkuð vel innbyrðis, faðmar og knús, en ég stóð utangáttar. Langflestir sem ég kannaðist við höfðu haft rullu í leikhúsi Davíðs á sínum tíma og komið landi mínu lóðbeint á hausinn án vandkvæða.

Í sjálfu sér verður maður að líta á svona uppákomu sem hvern annan listrænan gjörning í boði skattgreiðanda. 


The day after...

Við verðum sjálfsagt nokkurn tíma að jafna okkur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það kom þó greinilega fram í Silfrinu áhugi hjá Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að taka við stjórnartaumunum. Ég tel það ekki gæfulegt og allra síst við þessar aðstæður. Reyndar er svo komið fyrir þjóðinni að málflutningur Steingríms og Jóhönnu gæti á endanum hrakið okkur í fang þeirra, því allt er hey í harðindum.

Ef ríkisstjórnin á að lifa verður Steingrímur að fjarlægja vírusforritið úr sér sem einhver plantaði inn í hann eftir kosningar. Hann þarf bara að standa við öll kosningaloforðin, Icesave ekki á þjóðina, Ekki ESB, Kvótann til þjóðarinnar, Velferðakerfi án nauðungaruppboða á heimilum landsmanna, fjárglæframenn gjaldi heimsku sinnar, stjórnlagaþing, AGS úr landi, ekki enduruppbygging á gamla kerfinu. Gott væri að hann gluggaði aðeins í gamlar sjónvarpsupptökur frá því fyrir kosningar.

Líf ríkisstjórnarinnar hangir því á upprisu gamla Steingríms. Jóhanna var, er og verður þannig að ég er ekkert að ræða hana nánar eða Samfylkinguna. Það virðist hvort sem er sem þau séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Reyndir menn segja mér reyndar að Steingrímur muni ekkert breytast, sumir fullyrða nefnilega að hann var, er og verður, við sáum það bara ekki fyrr en núna.


Góð hugmynd og bætir andrúmsloftið á Alþingi

Það var sérstakt að fylgjast með Alþingismönnum í dag, ég sat á pöllunum. Ég frétti af því að óvissuatkvæðin væru umsetin. Þeir sem voru búnir að gera upp hug sinn voru flestir að taka þátt í þingfundinum.

Tilveran fyrir utan virtist ekki vera í tengslum við þingsalinn. Gamlir refir raða sér í feita stóla í Íslandsbanka. Ráðherrar bera af sér ábyrgð á þessum ráðningum. Þjóðin nær ekki inn á þing því hún vill ekki Icesave í sinni nýjustu mynd. Þess vegna er það vel til fundið að veita okkur möguleika á að kjósa um Icesave. Við berum þá öll sameiginlega ábyrgð, föllum og stöndum með niðurstöðunni. Ekki við nokkurn að sakast nema heimska þjóð.

Er það ekki gott skref í átt að nýju Íslandi að hafa eina þjóðaratkvæðagreiðslu?

http://www.wilsonsalmanac.com/images1/feast_fools.gif


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunni Sig, Bjartur og hinir í Sumarhúsum fengu svar frá Strauss-Khan, á heimsíðu AGS!

Letter from IMF Managing Director to Open Civil Meetings

November 12, 2009

Open Civil Meetings
c/o Gunnar Sigurðsson
Holmgaroi 27
108 Reykjavik
Iceland

Dear Mr.Sigurðsson

Thank you for writing to me about your concerns on behalf of the group that you represent. I couldn’t agree more that the current economic crisis is the most serious challenge that Iceland has had to face in recent memory. I also agree that we all—including us here at the IMF—need to do a better job of explaining what is being done to address it. So let me offer a few reflections on the points you raise.

First, on the Icesave dispute. Resolution of this dispute has never been a condition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes between its member countries and did not do so in this instance. However, the Icesave dispute did indirectly affect the timing of the program’s first review since it held up needed financing from Nordic countries (for whom resolution of this dispute was a condition). I am sure you will agree that the government’s program must be internally consistent—it makes no sense to agree on a macroeconomic framework if the money is not available to finance those policies.

Second, on the more general point about Iceland’s indebtedness. The IMF and the Icelandic authorities recognized from the beginning that Iceland’s post-crisis level of indebtedness would represent a huge challenge to the country. That is why we agreed, as a key principle, that the government should not absorb creditor losses. As I am sure you are aware, investors and creditors have in fact sustained very large losses due to this crisis. Despite repeated appeals for bail outs, the government has not stepped in to shield them.

Third, regarding the origins of Iceland’s crisis. I agree that they lie in the financial sector. Banks took outsized risks, and supervision and regulation failed to rise to the challenge. Privatization did set the stage for this, but this was not a matter of following IMF policy: we did not then and do not now have any policy which requires countries to privatize banks. I want to assure you that the IMF-supported program recognizes that this tragedy cannot be allowed to repeat itself. This is the key reason why there is a focus on reforms to strengthen banking regulation and supervision.

Looking back over the last year, I am certain that the cooperation between the IMF and Iceland has been to Iceland’s benefit. The financing provided by the IMF, together with loans provided by countries within the context of the IMF-supported program, is exceptional relative to the size of Iceland’s economy. This massive assistance has helped stabilize Iceland’s exchange rate, protecting citizens who were exposed to foreign exchange and inflation-indexed debt from enormous increases in their debt service burden. It has also made it possible for the government of Iceland to run a large fiscal deficit that has cushioned the impact of the crisis on the economy. And while I realize it may not seem that way for many of Iceland’s citizens, Iceland’s economic contraction has in fact been milder than what many other countries that have been hit hard by the crisis have gone through to date.

Looking ahead, the IMF will continue to support Iceland’s efforts to extricate itself from this crisis for as long as your government requires it. Without wanting to minimize the hardship your country is going through right now, we are confident that the policies and financing now in place are in Iceland’s best interest and will continue to ease the burden of adjustment.

I regret that I will not be able to meet with your group in person, but I hope that this letter has helped clarify the IMF’s stance on some of the challenges facing Iceland. The IMF’s resident representative in Iceland, Mr. Rozwadowski, whom some of you have already met, would be happy to meet with you to further clarify the Fund’s role in Iceland.

Yours sincerely,



Dominique Strauss-Kahn
Managing Director


Ekki segir Seðlabankinn ósatt?

Það vill enginn í stjórnsýslunni kannast við að skuldastaða þjóðarbúsins sé slæm. Ráðherra viðskipta kemur fram og segir að áhyggjur séu ekki á rökum reistar. Ef farið er á vef Seðlabankans og inn á hagtölur eru þar athyglisverða upplýsingar. Þar finnst tafla sem heitir Greiðslujöfnuður við útlönd. Þar er fram kominn nýr dálkur, hann birtist núna nýlega og kallast vanskil. Vanskil á vöxtum og afborgunum hefur verið að aukast allt þetta ár. Um mitt þetta ár eru vanskil 386 milljarðar. Í hagtölum Seðlabankans er önnur tafla sem heitir erlend staða þjóðarbúsins . Þar er einnig kominn fram nýr dálkur frá síðustu áramótum. Sá heitir fjármögnun vanskila og eru bara vanskil. Þar er talan 1000 milljarðar og hefur hækkað hratt frá áramótum.

Ef Seðlabankinn er farinn að gera grein fyrir vanskilum þjóðarinnar og það er ný starfsemi hjá Seðlabankanum þá er ekki nema að fólk bregði.

Gunnar Tómasson ræðir þessi mál af mikilli yfirvegun og þekkingu. Greinilegt er af viðbrögðunum að ummæli hans eru hættuleg og því að öllum líkindum rétt. Hann bendir á að ekki sé til nein greiðsluáætlun hjá hinu opinbera hvernig eigi að nýta þann litla gjaldeyri sem þjóðin aflar til greiðslu á erlendum skuldum okkar. Því er ekki hægt að horfast í augu við raunverulegan vanda. Við óttumst að þjóðin geti lent í vanskilum. Að mótmæla því án gagna er áróður og því illa til þess fallinn að draga úr kvíða okkar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband