Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Örlög Samfylkingarinnar

Samfylkingin virðist vera komin í blindgötu. Leggur af stað sem rödd hins almenna borgar, hinna vinnandi stétta og einnig hinna sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hugmyndin var að mynda sameinað afl gegn hægri mönnum og einokun þeirra á völdum landsins. Í kjölfar atkvæðagreiðslu meðal Samfylkingarmanna var aðild að Evrópusambandinu gert að einu helsta stefnumáli flokksins. Nú er svo komið að þjóðin upplifir að Samfylkingin sé reiðubúin að fórna öllu fyrir það eitt að komast inn í ES. Það skapraunar þjóðinni og Samfylkingarmenn eru farnir að skynja það. Því setur Össur upp skúespil fyrir framan sofandi fulltrúa á alsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna.

Hvenær fór Samfylkingin út af sporinu, eða var þetta ætlunin allan tímann. Völdin sem allir töldu að væri forsenda fyrir bættum hag hins breiða hóps vinnandi stétta og þeirra sem minna mega sín, þau völd tilheyra núna hinni rauðu fylkingu sem söng Maístjörnuna forðum. Völdin eru ekki hinna "vondu" hægri manna. Þau segja að þetta væri allt verra ef þau væru ekki við stjórn. Spákúluvísindi.

Rætur vinstri hreyfinga Íslands eru í hungri, atvinnuleysi, Gúttóslag, niðurlægingu og afneitun pólitískra skoðana til að geta brauðfætt börnin sín. Þau ætluðu að vinna á, vinna gegn auðvaldinu en ekki með því. Að pólitískur skollaleikur, leynd, klækjastjórnmál og hræðsluáróður yrðu örlög Samfylkingarinnar eru svik við hina öldnu kempur. Byltingin át ekki börnin sín, auðvaldið át Samfylkinguna.

http://www.haraldur.is/images/guttoslagurinn_olafur.jpg


784 milljarðarnir, the case is all yours...

 Ég stal þessu frá pressunni, án leyfis að sjálfsögðu.

Dómstólaleiðin er Íslendingum enn opin - einungis 16 milljarðar í tryggingasjóðnum

Ef Tryggingasjóður innstæðueigenda lýsir sig gjaldþrota 23. október þegar 800 milljarða krafa Breta og Hollendinga verður virk þurfa þeir að sækja mál sitt fyrir íslenskum dómstólum. Þetta segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður.

 Ef við göngum ekki frá IceSave samningnum við Breta og Hollendinga þá falla 800 milljarðar á íslenska tryggingasjóðinn. Í íslenska tryggingasjóðnum eru bara 16 milljarðar, þannig að Bretar og Hollendingar munu sakna sárlega uþb 784 milljarða. Hvað gera Rotschildarnir þá?

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/b/b8/Rotschilds_arms.jpg

Þeir geta farið að siðaðra manna háttum og sótt rétt sinn til dómstólanna í Reykjavík. Íslenski tryggingasjóðurinn er eins og hvert annað prívat fyrirtæki í Reykjavík. Íslenska ríkið hefur engar skyldur við íslenska tryggingasjóðinn.Evrópusambandið bannar til og með ríkisábyrgð á einkabönkum svo því sé haldið til haga.

Bretar og Hollendingar hafa hingað til ekki komið fram af neinni hógværð, mun frekar hafa taktar þeirra svarið sig meira í ætt við nýlendutaktík. Þess vegna er harla ólíklegt að þeir muni sætta sig við dómstólaleiðina, og þar að auki með tapað mál í farteskinu.

Mun sennilegra er að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði beitt áfram eins og hingað til. Því munu Jóhanna og Steingrímur hlýða og keyra málið í gegn fyrir 23 október. Íslenska ríkisstjórnin hefur hingað til farið í einu og öllu að óskum AGS. Því er ekki að vænta neinna breytinga á því háttalagi skötuhjúanna.

Nýlendutaktík er hvimleið tík, við erum rétt búin að losna við dönsku nýlenduherrana og þá eru komnir nýir á þröskuldinn. Hverjir hleypa þeim uppí er spurning, en er ekki kominn tími til að draga ákveðin mörk, standa í fæturna með sjálfsvirðingu sína að veði og segja;

we won't pay-sorry....


The Luckiest Nut In The World !!


Hægt andlát sjálfstæðis landsins

Það er mjög sérstök tilfinning að hafa verið áhorfandi að kvikmynd en verða síðan hluti af sjálfri kvikmyndinni. Sú er upplifunin eftir að hafa horft á John Perkins, lesið Falið Vald, kynnt sér AGS, lesið J. Stiglitz og M. Hudsson og marga fleiri. Það voru bara önnur lönd, aðallega fátæk lönd, sem glata sjálfstæðinu, kynslóðunum vegna skulda. Núna erum við að komast í þennan hóp.

Eru ekki viðbrögð þjóðarinnar mjög mannleg. Eru viðbrögðin ekki svipuð og þegar náinn ættingi er kominn fram í andlátið. Þá vonast ættingjarnir að hann lifi fram að jólum, hann er nú svo hress segja þau og hlustaði meira að segja á útvarpið í morgun, þó að öllum öðrum sé ljóst að hann lifi bara í nokkra daga til viðbótar.

Þegar þjóðin verður skuldsett 500 ár fram í tímann, þegar þjóðin verður eignalaus og þegar þjóðin verður í sárri fátækt munu sjálfsagt flestir segja, en skrítið og við sem vorum svo rík í gær.

Er eitthvað sem getur sameinað þessa þjóð annað en sukk og svínarí? Hversu margar manneskjur hafa fórnað sér fyrir frelsi og sjálfstæði í gegnum tíðina en aldrei haft erindi sem erfiði. Sjálfsagt verður maður að sætta sig við að maður er bara lítill múrsteinn í stórri byggingu. Á þeirri forsendu verður maður að halda áfram og einnig í þeirri von að börnin manns muni erfa eitthvað.

Ef við stöndum saman og fylkjum liði mun okkur takast að hrekja landtökuliðið af landi brott, en bara ef við stöndum saman.


Hverjum nýtist gróðinn, þeim eða okkur

Hvenær er rétti tíminn til að selja auðlind sem hækkar stöðugt í verði, aldrei. Hvenær er rétti tíminn til að kaupa auðlind sem hækkar stöðugt í verði, núna. Ég þvældist aðeins um viðskiptablogg vestanhafs og það er augljóst að margir bíða slefandi eftir því að hagnast vel á kaupum Magma á HS-Orku. Margir segjast ætla að kaupa hlut í Magma um leið og viðskiptin eru frágengin hér á landi. Gott fyrir Magma en hvað merkir það fyrir okkur Íslendinga.

Menn reikna með gróða, ég tel að hann sé betur kominn í vasa okkar Íslendinga.

Ross er þekktur fyrir að hámarka verð fyrirtækja sem hann kaupir og selja síðan hæstbjóðanda. Að hámarka þýðir að lækka laun og hækka raforkuverðið, þannig verður HS-Orka álitlegur pakki til sölu.

Ef við höldum eignarhaldinu innan landsins þá getum við nýtt þessa auðlind til að afla okkur vaxandi tekna og um leið ódýrrar orku fyrir landsmenn. Það lækkar reikning heimilanna og stuðlar að hagvexti heillar þjóðar en ekki einhvers eins fyrirtækis úti í heimi og hluthafa þess.

Ég óttast það mest að Steingrímur verði svínbeygður af AGS og missi þessa auðlind úr landi.


mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.

 Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu-sunnudagsblaðinu.

 ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) hefur mikil áhrif á Íslandi í dag. AGS er banki sem setur mjög ströng skilyrði fyrir þeim lánum sem hann veitir. Þessi skilyrði eiga hug og hjarta AGS því sjóðurinn leggur mikið á sig til að farið sé eftir skilyrðunum. Oft eru lánin það stór að ómögulegt er að endurgreiða þau. Því virðist sem sjálf endurgreiðsla lánanna sé ekki mesta áhyggjuefni AGS. Það sem skiptir þá höfuðmáli er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Ég vona að menn skilji að þetta er harla óvenjuleg framkoma hjá lánastofnun. Þar sem mér hefur enn ekki tekist að finna samninginn sem valdhafar Íslands skrifuðu undir verður maður að styðjast við þekkta afrekaskrá AGS. Kröfur AGS eru yfirleitt eftirfarandi.

Fjálst og óheft flæði fjármagns yfir landamæri. Við tókum ómakið af AGS með EES samningnum 1994 við ESB. Kreppurnar í Asíu, Rússlandi og núna á vesturlöndum hófust þannig. Fyrst kemur mikið af erlendu fjármagni inn í landið. Mikil hækkun fasteignaverðs og gjaldmiðilsins. Þar á eftir kemur til mikil lántaka hjá öllum aðilum innanlands. Síðan, í miðri veislunni gerist það eins og hendi sé veifað, að fjármagnið hverfur aftur heim tíl sín. Þá hrynur allt hagkerfið því endurfjármögnun skulda verður ómöguleg og gjaldþrot verður niðurstaðan. Þetta er margendurtekið og klikkar aldrei.

Krafa um markaðsvæðingu, sem þeir kalla frjálsa og er þá reynt að vísa til Adam Smith. Gamli Skotinn þyrfti sjálfsagt áfallahjálp í dag ef hann sæi þessa klámvæðingu á kenningum sínum. AGS vill óheft viðskipti, enga tolla og þess háttar. Vandamálið er að oft er um einstefnufrelsi að ræða, mörg þriðja heims lönd fá ekki að selja vörur sínar á Vesturlöndum. Þess í stað er dælt inn vörum frá eigendum AGS, jafnvel þó framleiða mætti slíka vöru í heimalandinu. Viðkomandi þjóð verður því háð dýrum innflutningi og fjarlægist enn frekar sjálfsþurftarbúskap.

Þá skulum við kanna þá þætti sem á eftir að fullgera hér á landi. AGS krefst þess ætíð að stýrivextir séu háir. Það gera þeir á þeirri forsendu að verðbólga verði ekki of mikil hjá örmagna þjóðum. Reyndar er mikilvæg undantekning, það eru Bandaríkin. Þar eru stýrivextir lágir, núna innan við 1%, sjálfsagt til að örfa atvinnulífið. Í Indónesíu á sínum tima fór AGS með stýrivextina í 80%. Afleiðingin af þessari hávaxtarstefnu hefur ætið haft í för með sér fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila í viðkomandi löndum(margendurtekið og klikkar ekki). Þetta er núna að gerast á Íslandi. Síðan bætist verðtrygging lána við, hjá Íslendingum, sem hvati sem flýtir öllu ferlinu.

Strangar kröfur koma frá AGS um ríkisfjármál. Þeir hafa skipað öllum löndum að skera niður  ríkisútgjöld til að ná hallalausum fjárlögum. Undantekningin er aftur Bandaríkin sem fer yfir á kortinu til að efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi. Seðlabanki þeirra prentar bara dollara fyrir þá, sem verðbólgan étur síðan upp með tíð og tíma.  Vandamál okkar er að við þurfum að framleiða til að eignast dollara til að greiða erlendu lánin. Til að sem mestur afgangur verði til að kaupa dollara verður að minnka öll ríkisútgjöld. Þessi stefna AGS hefur valdið miklum niðurskurði í heilbrigðis, mennta og félagsmálum. Laun almennings hafa lækkað verulega. Yfirleitt skreppur miðstétt úr 60-70% niður í 20%. Fátækt eykst að sama skapi.

AGS kemur með eða styður kröfuna um einkavæðingu. Heibrigðis- og menntakerfið, járnbrautir, flugfélög, olívinnsla, orkuvinnsla, vatnsveita , rafmagn og fleira. Niðurstaðan er oftast sú að þjónusta minnkar og verður það dýr að notkun einstaklinga ræðst af efnahag. Þegar um er að ræða auðlindir sem þjóðir hafa byggt afkomu sína á, eins og olíu o.þ.h. þá verður viðkomandi þjóð algjörlega berskjölduð því hún hefur engin tök á því að afla sér tekna til að greiða skuldir sínar hjá AGS.

Elexír AGS virkar einhvern veginn svona. Fyrst er að koma á mikilli skuldsetningu. Háir stýrivextir sem setja heimili og fyrirtæki á hausinn. Mikill niðurskurður sem veldur miklu atvinnuleysi. Mikill niðurskurður á launum og öllum bótum frá hinu opinbera. Einkavæðing sem eykur kostnað einstaklingsins á nauðþurftum til daglegs lífs. Yfirskuldsett kynslóð sem lifir við kjör sem hún hefur aldrei kynnst áður og er til í að selja eigur sínar upp í skuldir. Sala á auðlindum landsins og þar með möguleikanum á því að endurgreiða lán AGS. Þar með verður þjóðin að fá lán fyrir láninu, gott dæmi um þetta er Argentína.

AGS er kominn inn á gafl hjá okkur. Til að lágmarka skaðann þurfum við að skuldsetja okkur sem minnst. Framleiða sem mest og greiða skuldirnar. Halda í auðlindirnar hvað sem það kostar. Látum ekki neyða okkur til að brjóta Mannréttindasáttmála SÞ þar sem kveðið er á um; rétt einstaklinga til atvinnu, frelsi til að velja sér atvinnu og rétt á mannsæmandi lífsskilyrðum þrátt fyrir skort á atvinnu, skort sem viðkomandi ber enga ábyrgð á.


Eru menn bara að fatta grein 13.1.1. núna??

 13.1.1    Aðeins er heimilt að gera breytingar á samningi þessum, bæta við hann eða falla frá honum með skriflegu samkomulagi milli samningsaðila."

 Þessi grein úr Icesave samningnum virðist taka af allan vafa. Við getum ekki breytt samningum nema með skriflegu leyfi Breta og Hollendinga.

Breskur sérfræðingur frá Cambridge kemst að sömu niðurstöðu, sjá hér fyrir neðan.

InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.

Því eru allir þessir fyrirvarar gjörsamlega gagnslausir þegar til kastanna kemur. Síðan segja menn bara "þeir hljóta að halda" þ.e. fyrirvararnir. Mér er spurn, þar sem ég tók sjálfur eftir þessu ákvæði í sumar þegar ég las samninginn, hvað eru menn eiginlaga að gera þarna niðrá þingi?

http://obeygiant.com/images/2008/10/hopeless_poster.jpg


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðugur niðurskurður hjá okkur Íslendingum

Þjóð sem 30 sinnum fjölmennari en við Íslendingar talar um blóðugan niðurskurð upp á 200 milljarða íslenskra króna. Niðurskurður sá sem er framundan hjá okkur Íslendingum er upp á 150 milljarða. Hann á að skiptast á tvö næstu ár, sennilega nokkuð jafnt. Það eru 75 milljarða niðurskurður á ári. Við höfum um 360 milljarða á ári til að reka íslenska ríkið. Það stefnir í 140 milljarða greiðslur í vexti af þeim lánum sem íslenska ríkið hefur tekið á sig.

           360 milljarðar til skiptanna,

 mínus 140 milljarðar í vexti,

þá eru eftir 220 milljarðar,

         mínus 75 milljarða niðurskurður 

Þá er eftir 145 milljarðar til að reka allt sem tengist ríkinu.

Ég get bara nefnt að það kostar 35 milljarða á ári að reka Landspítalann.

Þar sem ég útskrifaðist úr menntaskóla með lægstu hugsanlegu einkunn í stærðfræði bið ég alla lesendur að koma með leiðréttingar ef mér hefur orðið hált á svellinu.

http://torfifrans.blog.is/tn/300/users/f8/torfifrans/img/author_icon_7416.jpg


mbl.is Blóðugur niðurskurður í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það hagur VG að allt fari aftur á steinöld því þá verður allt svo "grænt".

Það er farið að læðast að manni illur grunur. Þeir einstaklingar sem fá að sjá leyniskjöl um Icesave samninginn eru ekki samir á eftir. Hárin rísa á höfði þeirra, nema að sjálfsögðu Steingrími. Orðrómur er á kreiki um að við eigum engra kosta völ. Til að greiða Icesave og aðrar skuldir verðum við að virkja enn meira og reisa enn fleiri álver. Er það skýringin á algjörri uppgjöf Steingríms gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að öll þingstörf séu bara formsatriði.

Sú leynd sem er á ýmsum staðreyndum gerir almenningi mjög erfitt um vik. Er hugsanlegt að látið sé í veðri vaka að við séum í vonlausri aðstöðu svo við séum ekki með múður. Svo að við samþykkjum Icesave í þeirri trú að við getum ekkert annað. Ég tel að það sé borgaraleg skylda allra sem vita sannleikann að opinbera hann.

Atburðir síðustu mánaða bera þess glögg merki að allir eru að tapa nema lánadrottnar. Þeir halda sínum hlut. Almenningur og fyrirtæki skulu blæða þangað til þau geta ekki greitt meir. Allt til þess að lánadrottnar beri ekki nokkurn skaða af kreppunni. Hugsanlegt er að það samrýmist stefnu VG því ef allir flytja af landi brott mun náttúran blómstra án mannskepnunnar á Íslandi, virkilega grænt, ekki satt?

Margar orrustur hafa verið háðar án fyrirfram gefinnar niðurstöðu og óvissra lykta. Því er aðstaða okkar Íslendinga ekkert óvenjuleg. Meðan við vitum ekki betur tel ég best að taka slaginn og falla með sæmd, eða sigra

http://static.panoramio.com/photos/original/168061.jpg

 

 


Svona borgum við IceSave.

Okkur Íslendingum eru flestar bjargir bannaðar. Ef við samþykkjum IceSave samninginn þá munum við lifa við hungurmörk árum saman ef við förum hreinlega ekki á hausinn. Ef við höfnum honum fer Evrópusambandið í fýlu og reynir að einangra okkur. Bandaríkjamenn og NATO hafa engan áhuga á okkur eftir að kalda stríðinu lauk.

Spurningin er hvort smá smjörklípa kæmi að notum. Segjum okkur úr NATO og bjóðum Kínverjum Keflavíkurflugvöll fyrir herstöð. Auk þess gætum við fengið hingað inn kínverskar verksmiðjur því við erum hvort eð er láglaunasvæði. Allt þetta gegn hóflegu gjaldi, svona einu stykki af IceSave samningi. Þetta er í raun bara spurningin hverjum við afhendum fullveldi okkar, eða þannig sko.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband