Í hverra þágu er samið ?

Núna er að hefjast mjög spennandi áratugur. Tímabil þar sem lántakendur og lánveitendur takast á. Icesave er dæmi, fasteignaeigendur eru dæmi og þjóðir eru dæmi. Allir aðilar skulda mjög mikið, í raun það mikið að ekki er nokkur möguleiki að standa í skilum. AGS er innheimtustofnun lánveitenda, stærri útgáfa af Intrum. Reyndar lána þeir líka til að tryggja starfsemi sína til framtíðar.

Gylfi ráðherra telur að lánshæfismat Íslands sé vandamál, að lánveitendur séu óttaslegnir vegna þess. Lánveitendur stjórna matsfyrirtækjunum og beita þeim í sína þágu. Lækka matið til að fá hærri vexti af fjárfestingum sínum eða hræða líftóruna úr íslenskum ráðamönnum. Fundurinn í New York bar þess augljóslega merki að á vogaskálunum voru auðlindir okkar annars vegar gegn tregðu fjárfesta til að lána okkur, allt með blessun og stjórn AGS. 

Sú viljayfirlýsing sem nú virðist tilbúin verður kvíðvænleg lesning. Mun verri en rannsóknarskýrslan því viljayfirlýsingin segir til um framtíðina en hin er bara liðin tíð.

Ég reikna með að í viljayfirlýsingunni verði hæfileg blanda af eftirfarandi: niðurskurður á þjónustu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, einkavæðingu þar sem almenningur þarf að greiða fyrir allt eins og vegatollarnir bera vitni um. Þjónustan sem við áður fengum fyrir skattinn okkar, þá þjónustu munum við þurfa að greiða fyrir í hvert sinn. Skatturinn fer til lánadrottna til að borga skuldir.

Niðurstaðan er verri lífskjör, styttra og verra líf.

Er þetta það sem við viljum?

 


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei, ég vil AGS burt af Íslandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 01:05

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gott

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.4.2010 kl. 01:12

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mér finnast áhyggjur fjárfesta miklu meira spennandi. Fjárfestar eru þeir, sem dreifa fé.

Hvað er fé?

Það er afrakstur af vinnu almennings, verðmætasköpun, sem orðið hefur til með hugsanlega "blóði, svita og tárum" eins og litli fíkillinn orðaði svo vel á sínum tíma.

Í þessu reiptogi er tekist á við hagsmuni almennings í Hollandi og Bretlandi og á Íslandi. Fjárfestarnir eru svo vandamál Breta og Hollendinga ekki síður en okkar. Þeir fjárfestar, sem við fóstruðum í skónúmerum við vöxt, hefðu sökkt Hollandi löngu áður en Hollandshjálpin kom til sögunnar.

Í Hollandi eru tvær þjóðir eins og hér. Annars vegar fólk eins og við og hins vegar fjármálajöfrar eins og við höfum kynnst.   Einhvern veginn hefur þeirri þjóð tekist að halda sjó. Kannski vegna þess að þeir áttu sjónmenntir með aldagömlum ljósstöfum og skuggum, sem núllstilltu tilveruna og fylltu rúnir tímans.

Kannski er okkar vandamál heildyngull, sem pendlar ekki í takt við birtu dægranna. Íslendingar hafa amk. alið af sér meira frávik  í genialiteti fjárfestingar en eðlilegt getur talist.

Má ég biðja um Bárð á Búrfelli? 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2010 kl. 01:14

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Grikkir, USA, Bretar, Spánverjar og fleiri eru að fara á hausinn Sigurbjörn. Einhver staðar verðum við að draga mörkin og segja að skuldir sem ekki er hægt að greiða verða ekki greiddar. Að greiða skuldir er ekki náttúrulögmál. Við erum því miður komin fram yfir Bárð og verðum að leysa málin með okkar eigin atgervi, það er sennilega nýlunda fyrir okkur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.4.2010 kl. 01:32

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það væru mikilvæg skilaboð til heimsbyggðarinnar ef við træðum skuldum okkar ofaní kok á þessum þjóðum, sem þú nefnir.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2010 kl. 01:43

6 Smámynd: Elle_

Icesave-stjórnin er EKKI að semja um skuldir OKKAR Sigurbjörn.  Það er verið að semja um ólögvarðar kröfur bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnanna gegn íslenskum almúganum, börnum, foreldrum þeirra og gamalmennum þessa lands sem kemur Icesave ekkert við.  Fjárkúgun með dyggum stuðningi AGS og EU, ekkert minna.

Elle_, 10.4.2010 kl. 03:30

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Gunnar.

Það er löngu orðið tímabært  að fólk átti sig á muninum á nútíð og fortíð.

Leikurum Borgarleikhússins væri nær að lesa upp þessa viljayfirlýsingu, og þekkt dæmi úr samtímasögu um afleiðingar af stefnu AGS fyrir almenning í þeim löndum þar sem hann hefur komist með krumlur sínar.

En vissulega er hugsanlegt að fólk óttist langlífi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2010 kl. 13:45

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það ekki óskráð regla og byggð á mannlegu eðli að kröfuhafar meta skuldunauta sína eftir hinum ýmsu viðhorfum sem inn í kröfuna blandast?

Gæti ekki hugsast að inn í kröfur á hendur okkur Íslendinga blandist vitneskjan um að fjárglæframenn okkar eru helst í fréttum erlendis vegna oflátungsfullra fjárfestinga en enginn hefur ennþá verið ónáðaður vegna glæpastarfsemi?

Getur ekki hugsast að við séum talin vera þjóð með sérstæðan viðskiptamóral og frumstætt réttarkerfi sem fyrst og fremst hentar glæpalýð?

Hafi ég rétt fyrir mér að einhverju leyti erum við ekki í góðri samningsstöðu.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ómar,

það er góð hugmynd að breyta innihaldi á upplestrinum hjá leikurunum.

Það er nokkuð til í því að það gæti verið að fólk óttist langlífi, en sennilega er hegðun þeirra komin til af einhverjum enn meiri ótta eða vanþekkingu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.4.2010 kl. 17:15

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Árni,

það er örugglega nokkuð til í þessu hjá þér. Á móti kemur að í Enron málinu liðu nokkur ár áður en nokkur var sakfelldur. Það er sennilega vitað um Rannsóknarnefndina og Evu Joly þannig að erlendir aðilar vita að við erum að vinna í málaunum.

Í hinum sérstaka heimi stórfjárfesta og megin lánadrottna er sennilega lítill áhugi fyrir því að við kryfjum íslenska bankahrunið til mergjar. Ef við komum upp með skýringar sem gætu orðið þess valdandi að bankakreppur yrðu sjaldgæfari yrðu þeir ekki kátir. Þessir aðilar hafa ekkert á móti bankakreppum því þeir græða á þeim.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.4.2010 kl. 17:21

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

Varðandi skuldirnar....það er oft talað um "skuldatryggingarálag".
Ef fólk veltir þessu aðeins fyrir sér má ætla að það sé lagt ofan á lán álag sem er misjafnt eftir því hversu lánið er mikil áhætta. Í "áhætta" felst þá það sem raunin getur orðið að ekki fáist greitt tilbaka.
Lánveitandi græðir því meira sem álagið er hærra ef og aðeins ef hann fær greitt tilbaka. Fái hann ekki greitt tilbaka, var tekjuflæðið þó afar jákvætt fram að því að greiðslustöðvun skellur á.

Erlendir lánadrottnar töpuðu ekki bara
Umræðan fór hátt á sínum tíma hversu hátt álag gamli Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn þurftu að greiða. Þetta gaf lánadrottnum þessara banka verulega ábátasamt tekjuflæði lengi vel. Þeir tóku áhættu, sem síðar endaði með gríðarlegu tapi.
400 puntkar á LIBOR....hljómar voða tæknilegt....merkir þó að auk London Interbank Offered Rate voru 4% aukalega lögð á lánin. Sem sagt bankarnir greiddu breytilega vexti (LIBOR) og því til viðbótar 4% álag. Með LIBOR fær lánveitandinn sinn fjármagnskostnað greiddan (aðeins einfaldað) og með álaginu fær hann bætur fyrir reiknaða áhættu sína.

Það liggur því augljóslega fyrir að lánveitandi reiknar ekki endilega með að fá allt greitt.

Haraldur Baldursson, 17.4.2010 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband