Nýja Ísland.

Jólin sjálf eru oft góður tími. Ef vel tekst til tekst manni að hægja örlítið á atburðarrásinni. Venjulega er maður svo upptekinn í sínu daglega amstri að ekki gefst ráðrúm til að hugleiða. Jólin sjálf gefa manni kost á því að lesa kannski eina góða bók og hugleiða málin. Afleiðingin gæti orðið að það örlaði á gagnrýnni hugsun. Því hljóta jólin að vera þyrnir í augum allra sem vilja óbreytt ástand.

Með því að troða öllum uppákomum sem nöfnum tjáir að nefna í desembermánuð auk alls þess undirbúnings sem jólahaldið sjálft krefur gerir allt venjulegt fólk uppgefið og örmagna. Síðan koma útsölurnar eftir flugeldasýninguna. Það sem skiptir öllu máli er að landinn hafi enga dauða stund til að íhuga tilveruna. Hann gæti orðið gagnrýninn. Þá er voðinn vís.

Mér tókst þó að lesa bókina "Nýja Ísland" eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Mjög góð bók og skyldulesning í dag. Hægt er að gagnrýna eitthvað smotterí í bókinni en aðalatriðin yfirskyggja þau. Ég tel að sem flestir ættu að verða sér út um þessa bók og lesa hana vel og vandlega.

Árið 2009 veldur mér hugarangri. Ég óttast að fjárlögin haldi engan veginn og þau verði margskrifuð á næsta ári. Heilbrigðiskerfið verði einkavætt í auknu mæli með vaxandi gjaldtöku þeirra sem síst mega við því. Okkur verði troðið inn í ES án þjóðaratkvæðagreiðslu, bara si svona. Auðmenn munu halda sínu en við hin borgum brúsann. Það virðist ekki nein fær leið innan okkar lýðræðiskerfis til að koma í veg fyrir þessa þróun. Ef ekkert markvert gerist óttast ég að fólk muni grípa til örþrifaráða, það væri mjög bagalegt, en eina lausnin, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband