Færsluflokkur: Evrópumál
2.12.2009 | 01:09
Hjarðhegðun Samfylkingarinnar
Samfylkingarmenn ætla sér núna að "kristna" þjóðina. Nú skal mikilvægi þess að komast almennilega í samband við heiminn troðið inn í hausinn á okkur. Eins og Sigmundur Ernir segir þá skulum við einangrunarsinnarnir fá að finna til tevatnsins. SER áttar sig ekki á því að allir Íslendingar eru virkilega að finna fyrir því að hafa komist í samband við umheiminn. Við erum í raun skaðbrennd eftir þau kynni. EES reglurnar leyfðu frjálst flæði fjármagns og skópu því grunninn fyrir bóluna sem sprakk í andlitið á okkur. Til að öðlast fleiri brunasár í alþjóðasamskiptum neyðumst við til að borga Icesave. Sjálfseyðingahvöt Samfylkingarmanna er með ólíkindum.
Flestir hagfræðingar eru sammála um að Ísland geti ekki staðið í skilum. Hugmynd Samfó er að nota lán AGS til að lifa af þangað til við komumst inn í ESB. Borga Visa með Euró. Síðan á gjaldþrota Ísland að verða tekið inn og á framfæri ESB. Stundum held ég að Samfylkingin haldi að hún skrifi mannkynssöguna.
Heldur Samfó að skuldunautar okkar stingi skuldabréfunum bara í tætarann þegar við erum kominn inn í ESB. Halda þau að ekki verði gengið að veðum, auðlindum okkar, þegar við getum ekki framleitt upp í skuldirnar. Halda þau að við þrælum hér í áli eða fiski meðan þau spóka sig um í Brussel. Hvers konar framfæri verður okkur boðið upp á? Mannkynsagan er full af dæmum um drottnara og þræla. Öllu sjaldgæfari eru dæmin um stjórnmálaöfl sem grátbiðja um afsal fullveldis þjóða sinna í stað ánauðar.
Það er fátækt framundan. Að trúa því að aðrar þjóðir vilji deila henni með okkur er misskilningur. Ég minnist ekki slíks. Við verðum að viðurkenna orðin hlut, við erum gjaldþrota þjóð. Við verðum að fara í greiðslustöðvun og vinna okkur gegnum kreppuna á þann hátt. Þá gerum við það á okkar eigin forsendum, við skerum niður fyrir okkur. Um það getur ríkt sátt í þjóðfélaginu.
Samfylkingarmenn halda það að vera þrælar skuldunautanna í kór, að vera þrælar í kór, kór ESB, sé hamingjan. Hér hefur tekist að framkalla hjarðhegðun sem á sér fá fordæmi. Eingöngu í þeim tilgangi að lánadrottnum sé fullnægt. Svo segja menn að ekkert sé líkt með Icesave eða inngöngu í ESB. Það hefur hingað til ekki verið mikill munur á kúk eða skít.
28.11.2009 | 22:29
Stórmerkileg frétt á Vísi í dag.
Tók þessa frétt af Vís.is. Hér er fjármálaráðherra Hollands sammála Íslendingum um Icesave málið, þ.e. að við eigum ekki að borga. Sjálfsagt hefur hann samt viljað kanna möguleikann að rukka Íslendinga. Ætli hann hafi ekki orðið hissa þegar Svavar og Steingrímur sögðu bara ok.
"Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt:
Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka.
Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.
Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra.
Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins.
Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna.
Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum.
Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur."
28.11.2009 | 02:09
Óttinn og Samfylkingin
Það er mjög sérstakt að VinstriGrænir ætla að samþykkja Icesave. Það er í raun andstætt stefnu þeirra. Icesave færir okkur nær ESB aðild og það er andstætt stefnu VG. Því kemur það ekki á óvart að sumir í þeim flokki setji spurningamerki við Icesave. Samfylkingamenn styðja Icesave vegna þess að það færir okkur nær ESB. Því fellur það vel að stefnu Samfylkingarinnar að Íslendingar gangist við skuldum óreiðumanna. Það vaknar sú spurning hvort óreiðumenn séu vinir Samfylkingarinnar. Ekki eru Samfylkingarmenn vinir íslensku þjóðarinnar sem þau vilja að borgi skuldir óreiðumannanna, vina sinna, eða hvað?
Sannfæring Samfylkingarmanna fyrir Icesave helgast ekki bara á ást þeirra á ESB og óreiðumönnum. Einnig er sá mikli ótti að ef Icesave fellur á þingi þá standa þau þar með allt niðrum sig. Völd Samfylkingarinnar helgast af ótta VG að stjórnin falli. Ef Icesave verður fellt af VG, þá situr Samfylkingin úti í horni, valdalaus, eins og nemandi í skammarkróknum. Samfylkingin situr þá uppi með skömmina að hafa verið handlangarar Evrópuvaldsins og lánadrottnanna. Aðrir þingmenn munu þá taka höndum saman við að verja land og þjóð.
Hvar Steingrímur karlinn passar inn í þessa mynd er vandséð. Honum hefur að minnsta kosti tekist að koma flokkssystkinum sínum út í forarpytt, þannig að þeim verkjar illilega í sálina. Honum virðist þó vel líka ástandið. Hann passar þess vegna ekki vel inn í grasrót VG. Aftur á móti finnst honum hann passa vel í ráðherrastólinn sinn.
Óttinn ræður ríkjum. Óttinn við að vinstri stjórnin falli og því skal Icesave samþykkt. Þessi ótti þaggar niður í mörgum. Óttinn við að missa vinnuna heldur enn öðrum á mottunni. Óttinn við að Samfylkingin nátti hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera límið. Ég óttast Samfylkinguna af þeirri ástæðu að ef hún er tekin út úr jöfnunni þá verður lausnin einfaldari.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.11.2009 | 23:19
Skúbb-Norska lánið ekki háð Icesave!
Utanríkisráðherra Noregs segir Íslendinga ekki þurfa að samþykkja Icesave til að fá lán frá Noregi.
Í fyrirspurnartíma í Stortinget í Noregi í dag segir utanríkisráðherra Noregs að lán Noregs í AGS pakkanum séu Íslendingum til reiðu núna, þar sem endurskoðun AGS sé lokið. Því sé það á valdi Íslendinga að nýta sér lánið, og þá strax ef það hentar. Mikilvægast af öllu, án nokkurrar tengingar eða hótunar um hvort Icesave sé samþykkt eða ekki.
Hér fylgir með orðaskiptin í norska þingin í dag:
In the Stortinget today, following ble said from Peter N. Myhre, member of Fremskrittspartiet:
Island er rammet av en bankkrise som ikke helt og fullt har sammenheng med den internasjonale, verdensomspennende finanskrisen. Islands sammenbrudd ville nok ha kommet uansett. Det er stor oppmerksomhet rundt de nordiske landenes hjelp til Island. Utenriksministeren sa i sin redegjørelse tirsdag, at de nordiske landene i år har underskrevet og jeg gjentar underskrevet låneavtaler med Island for et samlet lånebeløp på ca. 1,8 milliarder euro, hvorav den norske andelen er 480 mill. euro.
Men det hersker uklarhet om hvordan denne låneavtalen er blitt håndtert fra norsk side. Gjennom media har vi forstått det slik at lånene ikke blir utbetalt før det er gitt et slags klarsignal fra Det internasjonale valutafondet (IMF). Forutsetningen for utbetalingen skulle være at den islandske staten skulle påta seg ansvaret for britiske og nederlandske kunders tap på kundeforhold i islandske banker. Først da skulle den såkalte Icesave-avtalen tre i kraft. Og mandag denne uken kom det ifølge ABC Nyheter meldinger om at den islandske sentralbanken derfor fremdeles ikke har mottatt pengene fra Norge.
Men samtidig kom det klar beskjed fra direktøren i IMF, Dominique Strauss-Kahn, om at det ikke var nødvendig med en slik ansvarsovertakelse. Han opplyste at IMF allerede har utbetalt sin del av kriselånspakken, som skal bestå av de nordiske landenes bidrag og IMFs bidrag.
Dette skaper uklarhet. Når statssekretæren i finansdepartementet, Roger Schjerva, i går antydet at Strauss-Kahn tar feil, gjør ikke det situasjonen noe enklere. Det vil derfor være betryggende om utenriksministeren kunne benytte den anledningen han har her i dag til å klargjøre følgende: Har Norge utbetalt sin del av kriselånet til Island? I tilfelle dette ikke er gjort, hvorfor ikke? Og hvilken rolle har IMF spilt i denne forbindelse?
Foreign minister Jonas Gahr Støre (Arbeiderpartiet) answered:
Når det gjelder Island og nordiske lån, kan jeg si til representanten Myhre at det er nå tilgjengelig for Island å trekke på norske lån. Det har vært slik for de nordiske landene at vi har stilt en vesentlig ressurs til disposisjon, med lengre nedbetalingstid enn det som er IMF-reglene. Men det hele var skrudd sammen slik at dette ble gjort tilgjengelig når IMF kunne ta sitt vedtak. Brevet fra IMFs leder, Strauss-Kahn, kan man tolke begge veier: Er det slik at den ene har holdt igjen den andre? Men realiteten er at denne pakken til Island var klar da IMF hadde behandlet den på sitt styremøte. Det skjedde 28. oktober, og da ligger det til rette for det.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
25.10.2009 | 22:35
AGS og sjálfstæði íslenskrar þjóðar
Það hríslast um mann ónot.
Stöðuleikasáttmálinn er ekki að fæðast og Jóhanna boðar meiri niðurskurð og hækkanir skatta. Sagt er að þeir sem munu hagnast mest á nýjum lögum félagsmálaráðherra séu útrásavíkingarnir. Einhver talar um að leysa megi gjaldþrot án aðkomu dómstóla með nýjum lögum. Össur svara öllum ESB spurningunum fyrir okkur og sendir til Brussel. Allt fer eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslandi. Þessa dagana eru þeir í Wasinthon að skrifa fyrir okkur nýtt prógramm sem verður mun strangara en það gamla, vegna þess að við erum búin að kyngja Icesave.
Icesave, ESB og AGS sinna þörfum fjármagnseigenda. Íslensk alþýða skal borga og blæða. Þetta er innrás. Ekki vegna aðferðanna við innrásina því við hefðum frekar búist við venjulegum hermönnum. Miklu frekar munu afleiðingarnar vera keimlíkar hefðbundinni innrás. Við lok innrásarinnar mun íslensk þjóð hafa glatað sjálfstæði sínu. Þjóðin mun glata sjálfstæði sínu vegna gríðarlegra skulda. Skulda sem munu taka megnið af fjárlögum okkar til að endurgreiða. Mjög lítið ef nokkuð verður eftir til velferðamála.
Þjóðin er sundruð. Hluti hennar heldur að himnaríki sé í Brussel. Þau fórna öllu til að komast í eilífa sælu. Þeim er í raun vorkunn. Eru þessir friðelskandi bændabörn reiðubúin til að munstra sig í samevrópskan her og berja á einhverjum sem hafa sjálfstæða skoðun. Sennilega ekki því þeim dreymir sennilega frekar um leðurklædda skrifstofustóla. Síðan eru allir sérhagsmunahóparnir sem sundra þjóðinni.
Hvernig væri nú að þjóðin vakni og standi saman. Við getum ekkert verið að rífast um pólitík né sérhagsmuni fyrr en AGS er komin af landi brott.
23.10.2009 | 22:53
Skuldasúpan
19.10.2009 | 00:57
Liðhlauparnir á Alþingi
Staðan fyrir íslenskt fullveldið er ískyggileg í dag en ekki vonlaus. Samfylkingin er reiðubúin að ganga í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum ef VG eru ekki hlýðnir. S og S eru tilbúin að fórna Landsvirkjun í gin lánadrottna. Landsvirkjun tók kúlulán sem er að falla á gjalddaga og það er ekki til peningur til að borga það lán. VG eru í þeirri stöðu að kljúfa stjórnina eða kyngja Jóhönnu á þeim rökstuðningi að það sé skárra en S og S stjórn.
Samtímis vita allir að við erum ekki borgunarmenn fyrir öllum þeim skuldum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Sjálfstæðismenn vilja selja auðlindir vorar upp í skuldir. Samfylkingin vill það líka og þar að auki ganga í ESB til að verða gólftuska lánadrottnaranna. Klofningurinn í VG vonast til að við setjum punkt við frekari lántökur, framleiðum okkur úr vitleysunni, eigum auðlindirnar og borðum slátur á meðan. Steingrími finnst það greinilega ekki nógu fínt fyrir sig.
Það er algjörlega augljóst að þeir 63 þingmenn sem sitja núna á Alþingi Íslands eru algjörlega ófærir um að leysa þau vandamál sem steðja að þjóð okkar. Þeim er fyrirmunað að varðveita fullveldi lítillar þjóðar. Við slíkar aðstæður verður að gera byltingu. Annað hvort förum við sem getum og skiljum hina eftir í skítnum eða við stöndum saman og berjumst.
Krefjumst greiðslustöðvunar á lánum sem ógna fullveldi okkar. Semjum, okkur til hagsbóta. Öflum, spörum og stöndum í lappirnar-vér mótmælum öll-fyrir börnin okkar.
18.10.2009 | 01:32
Greiðslustöðvun strax!!
Það er mjög sérstakt að ríkisstjórn sjái sér fært að greiða Icesave skuldina þegar það er nokkuð ljóst að við ráðum ekki við að standa í skilum með skuldir þjóðarinnar í heild. Í stað þess að leggja spilin á borðið og reyna að minnsta kosti að sýna fram á að við getum borgað skuldir okkar þá velur stjórnin leynimakk og blekkingu. Marga grunar að við stefnum hratt í greiðsluþrot ef fram heldur sem horfir. Mun betra væri að lýsa yfir greiðslustöðvun á nokkur ár. Semja upp á nýtt við alla lánadrottna. Nota síðan tímann til að framleiða okkur út úr vitleysunni. Ekki vera í þessu 2007, borga lán með lánum.
Fréttin í kvöld um samning embættismanna er þvílík sprengja ef satt reynist vera. Það verður mjög spennandi að heyra rökstuðning parsins á morgun. Síðan verður mjög fróðlegt að fylgjast með spunameisturunum.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 23:17
Íslendingar, AGS og Austurvöllur
Ég tel vera ögurstund á Íslandi í dag. Ef við fylgjum prógrammi AGS þá munu skuldirnar vaxa okkur yfir höfuð. Því mun Ísland komast í vanskil. Þá verður Ísland að taka meiri lán og enn strangari skilyrði af hálfu AGS. Þar með erum við algjörlega föst og auðlindirnar okkar seldar erlendum kröfuhöfum.
Margir Íslendingar vilja ekki trúa þessu, annars væri Austurvöllur þéttsetinn. Sumir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að við eigum að borga Icesave og þá muni AGS opna faðminn og vandamál okkar séu þar með leyst. Þetta stenst illa nánari skoðun. Til að greiða vexti af lánum okkar þurfum við gjaldeyri. Hann fæst með því að selja mikið út úr landinu og kaupa lítið inn. Jafnvel þó að björtustu vonir okkar um jákvæðan vöruskiptajöfnuð yrðu að raunveruleika mun dæmið ekki ganga upp. Við lendum fyrr eða síðar í vanskilum.
Sumir Íslendingar sem stöðu sinnar vegna ættu að vita um stöðu okkar vilja samt borga Icesave. Það eru yfirleitt Íslendingar sem vilja ganga inn í ESB. Þessir Íslendingar eru reiðubúnir að samþykkja auknar álögur á íslenska þegna þrátt fyrir að engin sátt sé um það í þjóðfélaginu. Þessir Íslendingar eru einnig reiðubúnir að dansa með AGS þrátt fyrir að saga sjóðsins sé hryllileg. AGS er rétt að byrja núna að sína sitt rétta andlit á Íslandi. Kröftugur niðurskurður er boðaður og grunsemdir um enn meiri niðurskurð næsta sumar. Spurningin er hversu miklu Samfylkingin er reiðubúin að fórna af landsins gagni og gæðum bara til þess að komast inn í ESB.
Örlög VG eru sérkennileg. Þeir virðast vera eini flokkurinn sem sé tilbúinn að hjálpa Samfylkingunni inn í ESB. Jafnvel þó að þeir myndu slíta stjórnarsamstarfinu með samfó vill enginn hlaupa í skarðið. Því telur Steingrímur að hann verði að sýna ábyrgð.
Sennilega væri Íslandi fyrir bestu að VG myndu slíta stjórnarsamstarfinu og lýsa yfir að þeir taki ekki þátt í plat-vinstri stjórn. Það er engum til góðs að halda þessari vitleysu áfram. Síðan þurfum við öll sem unnum landi voru, hvort sem við erum í VG eða ekki, að sameinast í mótmælum á Austurvelli og byrja á því að krefjast þess að AGS verði vísað til síns heima. Síðan einhliða greiðslustöðvun.
Evrópumál | Breytt 11.10.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2009 | 21:48
Mætum öll í MÍR salinn á morgun!!
Baráttudagar í Október
- Grasrótahreyfingar funda um nýtt Ísland
Á morgun (laugardag 10. okt.) ætla grasrótahreyfingar úr öllum flokkum að funda í MÍR salnum á Hverfisgötu (við hliðina á lögreglustöðinni) í tilefni af bankahruninu.
1. málstofa byrjar kl. 10:00 með yfirskriftinni
"Bankahrunið og reynslan af fyrsta ári kreppunnar"
Þórarinn Hjartarson
Þórður Björn Sigurðsson
Davíð Stefánsson
2. málstofa kl 13:00 til 15:00
"Hver fer með völdin á Íslandi?"
Jakobína Ólafsdóttir...Hver stjórnar Íslandi
Gunnar Skúli Ármannsson ...Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Haraldur Líndal...Skuldastaða Íslands
3. málstofa kl 16.00 til 18.00
"Átök og verkefni framundan"
Andrea Ólafsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson.
Ráðstefnan mun standa fram á sunnudag.
Ný stefna fyrir Ísland
4. málstofa kl 11.00 til 13.00
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Helga Þórðardóttir
Vésteinn Valgarðsson
Þorvaldur Þorvaldsson