Færsluflokkur: Evrópumál
3.10.2009 | 20:51
Örlög Samfylkingarinnar
Samfylkingin virðist vera komin í blindgötu. Leggur af stað sem rödd hins almenna borgar, hinna vinnandi stétta og einnig hinna sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hugmyndin var að mynda sameinað afl gegn hægri mönnum og einokun þeirra á völdum landsins. Í kjölfar atkvæðagreiðslu meðal Samfylkingarmanna var aðild að Evrópusambandinu gert að einu helsta stefnumáli flokksins. Nú er svo komið að þjóðin upplifir að Samfylkingin sé reiðubúin að fórna öllu fyrir það eitt að komast inn í ES. Það skapraunar þjóðinni og Samfylkingarmenn eru farnir að skynja það. Því setur Össur upp skúespil fyrir framan sofandi fulltrúa á alsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna.
Hvenær fór Samfylkingin út af sporinu, eða var þetta ætlunin allan tímann. Völdin sem allir töldu að væri forsenda fyrir bættum hag hins breiða hóps vinnandi stétta og þeirra sem minna mega sín, þau völd tilheyra núna hinni rauðu fylkingu sem söng Maístjörnuna forðum. Völdin eru ekki hinna "vondu" hægri manna. Þau segja að þetta væri allt verra ef þau væru ekki við stjórn. Spákúluvísindi.
Rætur vinstri hreyfinga Íslands eru í hungri, atvinnuleysi, Gúttóslag, niðurlægingu og afneitun pólitískra skoðana til að geta brauðfætt börnin sín. Þau ætluðu að vinna á, vinna gegn auðvaldinu en ekki með því. Að pólitískur skollaleikur, leynd, klækjastjórnmál og hræðsluáróður yrðu örlög Samfylkingarinnar eru svik við hina öldnu kempur. Byltingin át ekki börnin sín, auðvaldið át Samfylkinguna.
1.10.2009 | 00:30
Ögmundur, Árni Páll og sjálfstæði landsins
Ég held að ég sé orðinn eitthvað meir, sjálfsagt aldurinn.
Horfði á Ögmund í Kastljósinu. Fékk bara gæsahúð. Þegar Ögmundur sagði að plan B væri að standa í fæturna risu bara hárin. Svolítil þjóðremba, afsakið. Framsókn reddar norsku láni, sá norski kvarta yfir því að engin FORMLEG beiðni hafi enn komið frá Íslendingum. Ef hún kæmi vilja allir nossararnir ólmir lána okkur. Árni Páll dissar svo algjörlega framtak Framsóknar og telur Norðmanninn ábyrgðarlausna með öllu. Þau hafi margoft "rætt" við Norðmenn og ekki fengið lán, segir Árni. Kunna ekki Íslendingar að óska eftir láni á FORMLEGAN hátt. Að ræða um lán í einhverjum kokteilpartíum er ekki formleg beiðni Árni minn.
Andstæðurnar eru að kristallast fram þessa dagana. Jóhanna er þekkt fyrir að vera frekja og gribba, afsakið orðbragði, en þetta segir almanna rómur. Í dag kom fram að hún krafðist þess að allir væru sammála henni í Icesave málinu. Ögmundur er það ekki og sagði því af sér. Af því leiðir að Jóhanna trúir því að við eigum að borga Icesave. Hún trúir því að við berum ábyrgð á Icesave. Enginn okkar sem erum væntanlegir greiðendur Icesave trúum því. Þess vegna er trú hennar á skjön við trú þjóðarinnar. Af því leiðir einnig að Steingrímur trúir því sama og Jóhanna.
Jóhanna trúir þessu til að komast inn í Evrópusambandið. Hvers vegna Steingrímur trúir þessu er mér hulin ráðgáta, ekki vil ég trúa því að honum finnist stóllinn svona mjúkur.
Eftir að hafa hlustað á Arna Pál og Jóhönnu í dag þá fallast manni hendur. Hvaða gagn gerir Samfylkingin íslenskri þjóð í dag, ég bara spyr. Þau vilja AGS og þann niðurskurð sem þeir mæla fyrir. Þau vilja borga Icesave þó okkur beri ENGIN skylda til þess. Þau leggjast í duftið fyrir fjármálavaldinu bara til þess að komast inn í ESB.
Þess vegna vakti það von að Ögmundur skyldi rísa upp og segja "ég er ekki sammála".
28.9.2009 | 09:58
Webster Tarpley í kvöld kl 20 JL húsinu.
Í kvöld kl 20 verður Webster með fyrirlestur sem væntanlega mjög athyglisverður. Hann var í viðtali hjá Agli í Silfrinu í gær. Hann kom þar skemmtilega á óvart. Mæli með þessu.
18.9.2009 | 00:33
Hægt andlát sjálfstæðis landsins
Það er mjög sérstök tilfinning að hafa verið áhorfandi að kvikmynd en verða síðan hluti af sjálfri kvikmyndinni. Sú er upplifunin eftir að hafa horft á John Perkins, lesið Falið Vald, kynnt sér AGS, lesið J. Stiglitz og M. Hudsson og marga fleiri. Það voru bara önnur lönd, aðallega fátæk lönd, sem glata sjálfstæðinu, kynslóðunum vegna skulda. Núna erum við að komast í þennan hóp.
Eru ekki viðbrögð þjóðarinnar mjög mannleg. Eru viðbrögðin ekki svipuð og þegar náinn ættingi er kominn fram í andlátið. Þá vonast ættingjarnir að hann lifi fram að jólum, hann er nú svo hress segja þau og hlustaði meira að segja á útvarpið í morgun, þó að öllum öðrum sé ljóst að hann lifi bara í nokkra daga til viðbótar.
Þegar þjóðin verður skuldsett 500 ár fram í tímann, þegar þjóðin verður eignalaus og þegar þjóðin verður í sárri fátækt munu sjálfsagt flestir segja, en skrítið og við sem vorum svo rík í gær.
Er eitthvað sem getur sameinað þessa þjóð annað en sukk og svínarí? Hversu margar manneskjur hafa fórnað sér fyrir frelsi og sjálfstæði í gegnum tíðina en aldrei haft erindi sem erfiði. Sjálfsagt verður maður að sætta sig við að maður er bara lítill múrsteinn í stórri byggingu. Á þeirri forsendu verður maður að halda áfram og einnig í þeirri von að börnin manns muni erfa eitthvað.
Ef við stöndum saman og fylkjum liði mun okkur takast að hrekja landtökuliðið af landi brott, en bara ef við stöndum saman.
21.8.2009 | 23:28
Eru menn bara að fatta grein 13.1.1. núna??
13.1.1 Aðeins er heimilt að gera breytingar á samningi þessum, bæta við hann eða falla frá honum með skriflegu samkomulagi milli samningsaðila."
Þessi grein úr Icesave samningnum virðist taka af allan vafa. Við getum ekki breytt samningum nema með skriflegu leyfi Breta og Hollendinga.
Breskur sérfræðingur frá Cambridge kemst að sömu niðurstöðu, sjá hér fyrir neðan.
InDefence hópurinn hefur borið fyrirvarana undir Dr. Michael Waibel, sérfræðing í alþjóðarétti við Cambridge háskóla. Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga. Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.
Því eru allir þessir fyrirvarar gjörsamlega gagnslausir þegar til kastanna kemur. Síðan segja menn bara "þeir hljóta að halda" þ.e. fyrirvararnir. Mér er spurn, þar sem ég tók sjálfur eftir þessu ákvæði í sumar þegar ég las samninginn, hvað eru menn eiginlaga að gera þarna niðrá þingi?
Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 00:35
Þannig er það bara, alveg sama hvað okkur finnst
Ég er að melta daginn. Þurfti reyndar að vinna fram á kvöld þannig að ég missti af fundinum í dag á Austurvelli. Hef frétt að hann hafi verið vel heppnaður.
Fundurinn varð til þess að umræða skapaðist í dag um stöðu Íslands. Ég ræddi málið við all nokkra og reyndi samtímis að hafa hemil á mér og hlusta. Það eru all nokkur hópur fólks sem veit ekkert hvernig á að taka á IceSave en vill ræða málið. Síðan er það hópur fólks sem vill ganga frá þessu sem fyrst og án þess að vera með málalengingar. Sömu aðilar sjá ekkert rangt við það að nota IceSave skuldirnar sem aðgöngumiða inn í ESB. Þetta eru yfirleitt Samfylkingarfólk. Svo er það hópurinn sem telur að hægri/vinstri pólitík skipti einhverju máli í IceSave. Tala mikið um að allt sé Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum að kenna. Allt sé betra en að hleypa þeim aftur í stjórn. Enn einn hópurinn skynjar ógn og er hræddur en skilur ekki út á hvað málið gengur. Síðan er það hópurinn sem myndast ætið þegar flóknir hlutir eru sífellt í fréttum, þ.e. þau verða hundleið á málinu og reyna ýta því frá sér.
Allir hóparnir eiga það sameiginlegt að þeir sjá þessa risaöldu nálgast landið, viðbrögðin eru bara mismunandi. Viðbrögðin tengjast einhverjum viðmiðum sem þau hafa tileinkað sér áður, pólitísk afstaða, áhugi/andstaða við ESB o. sv. fr. Vandamálið er að sú staða sem Ísland er í dag á sér enga hliðstæðu, við höfum aldrei gengið í gegnum neitt svipað áður, við höfum lítið gagn af okkar viðmiðum sem við höfum tileinkað okkur við hversdagsleg vandamál. Hugsun og ályktunargeta okkar getur ekki stuðst við fyrri reynslu nema mjög takmarkað.
Hingað til hef ég sagt því miður, en í dag ætti ég frekar að segja Guði sé lof að mjög sársaukafull reynsla úr æsku hefur ætið fylgt mér. Pabbi skrifaði undir lán sem ábekingur hjá náfrænda sínum, hann borgaði aldrei. Rest is history.
Þannig er það bara, skoðanir okkar á tilverunni skipta engu máli, bara undirskriftin, þannig er það bara og hefur alltaf verið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 06:21
Austurvöllur í dag kl 17
12.8.2009 | 21:10
Ég var að pæla......
Ég var að pæla, óþarfi að halda sér fast ég er ekki svo djúpur. Hefur þetta stríð um IceSave snúist um örfáa einstaklinga sem hafa krafist sterkra fyrirvara við ríkisábyrgðinni. Ögmundur mest áberandi sökum stöðu sinnar og hagstæðrar fortíðar í IceSave málinu. Mótmæli stjórnarandstöðunnar hefðu sennilega verið látin liggja í léttu rúmi ef allir stjórnaliðar hefðu hugsað eins og Samfylkingin. Þá hefði málið verið afgreitt eins og hvert annað stjórnarfrumvarp.
Síðan er það þessi viðbótarsamningur sem Samfylkingin virðist hafa gert við Evrópusambandið. Að minnsta kosti virðist Össur vita manna mest um það mál. Samningurinn er einhver óopinber sáttmáli/viljayfirlýsing um endurgreiðslur á IceSave ef við samþykkjum að ganga í ESB. Það er greinilega gert ráð fyrir því að við séum komin inn í bandalagið innan 7 ára.
Að lokum, að allar hugsanlegar fyrirgreiðslur virðast þurfa að fara um skrifborðin í Washington fyrst. Við fáum enga fyrirgreiðslu nema fulltrúar AGS sleiki frímerkin fyrst. Sérkennileg ráðstöfun stofnunar sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa þjóðum í neyð. Enn þá sérkennilegra að þjóðir skuli sætta sig við það.
12.8.2009 | 13:32
Hvaða samning er Össur að tala um???
Össur sagði að það hefði alvarleg áhrif fyrir landið að fella samninginn. Fórnarkostnaðurinn yrði talsvert meiri þegar upp væri staðið heldur kostnaður vegna samningsins. Þá sé samningur við Evrópusambandið. sem felist í svokölluðum Brussel - viðmiðum um að aðstoða Íslendinga síðar í þessu ferli. Hann segist þegar hafa rætt þennan samning við ESB og það séu engin vanbrögð á því að sambandið beiti sér eins og þar hafi verið lagt upp með.
Er Össur ekki með öllum mjalla, veit hann ekki að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 22:16
Þingræði er bara tómt vesen.
Þingræðið þvælist fyrir. Guðbjartur gefur þingmönnum 48 klst. Jóhanna hótar stjórnarslitum ef IceSave er ekki samþykkt. Þingmenn vilja fá tíma til að átta sig sjálfir á afleiðingum ríkisábyrgðar á IceSave samningnum.
Ein hugsanleg afleiðing er að þessi skuld gæti verið líkistungli sjálfstæðis þjóðarinnar. Það er hugsanlegt að við förum á hausinn. Ekki furða að þingmenn vilji hugsa sig vel um.
Það sem vekur furðu mjög margra í þjóðfélaginu er algjört áhyggjuleysi Samfylkingarmanna. Margir þeirra virðast vilja samþykkja samninginn 1 2 og 3. Á þetta alls ekki endilega við þingmannahópinn einvörðungu heldur Samfylkingarmenn vítt og breitt um þjóðfélagið. Þegar maður reynir að rökræða IceSave þá loka þeir eyrunum og fara að tala um veðrið. Sjálfsagt vörn gegn of válegum tíðindum og truflun á fyrirhuguðum skíðaferðum í vetur og því um líku.
Efast um alvöru þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)