Færsluflokkur: Bloggar

Flanagan flóttamaður

Það er mjög sérkennilegt að blogga um frétt sem maður er sjálfur í viðtali í. Sjálfsagt er maður orðinn létt geggjaður. Blogg er aðferð til að ausa hugrenningum sínum yfir náungann, á því byggi ég bíræfni mína.

Sem sagt, ég átti fund með Flanagan í dag. Hann bauð okkur því við skrifuðum bréf til sjóðsstjórans í Washington, Strauss-Kahn. Flanagan var ósköp almennilegur en undir býr harður nagli, það var augljóst.

Ég var að velta fyrir mér kost-benifit analýsu þeirra með þessum fundi. Þeir leggja töluvert á sig til að þóknast okkur Þeir vilja ekkert vesen. Mjög sennilega hafa þeir þurft að svara fyrir sjóðinn í öðrum löndum. Þetta er hluti af vinnunni þeirra.

Ég fékk samt á tilfinninguna að meðan allt logar ekki í óeirðum á Íslandi stjórna þeir. Þeir virtust ekki hafa stórar áhyggjur af því sem þeir segja við okkur, þeir virtust nánast geta kjaftað frá öllu án áhættu um að þeir missi völdin. Það virtist sem vilji ríkisstjórnarinnar væri aukaatriði. Þeir reyndu að sjálfsögðu að láta hlutina ekki líta þannig út. Öllum má þó ljóst vera að ríkisstjórnin dansar eftir þeim. Ríkisstjórnin stuðlar að þöggun í samfélaginu um þessi kjarnaatriði sem við ræddum við Flanagan. Þess vegna er hún framlengdur armur Flanagans. Þingmenn sem styðja ríkisstjórnina eru það sömuleiðis.

Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi. Flanagan stjórnar endurreisn Íslands. Steingrímur er greinilega ekki að fatta málið.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrollvekja á páskum.

Ég var að lesa pistil eftir Andra Geir á netinu. Þvílík hrollvekja, ég tel að allir að ættu að lesa þennan pistil og hugleiða málin. Bara hvers vegna þetta er ekki meira rætt í aðdraganda kosninganna.

Valdasýki þingmanna.

Ég er að hlusta á Kastljósið. Ömurleiki flokkræðisins er æpandi. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki sætt sig við að Samfylkingin fengi Forsætisráðuneytið. Niðurstaðan er stjórnarslit og kosningar. Sökum mikilmennsku Sjálfstæðisflokksins þá vill hann frekar upplausn og óvissu en stöðugleika. Flokkurinn sem seldi sig sem málsvara stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn velur frekar upplausn en að vera ábyrgur aðili að Ríkisstjórn. Völd Davíðs Oddsonar eru með ólíkindum. Honum tekst með þrásetu sinni í Seðlabankanum að bola Sjálfstæðismönnum frá völdum. Margir Sjálfstæðismenn sem ég þekki hafa verið furðu lostnir hvers vegna maður sem er kominn á mjög góð eftirlaun segi ekki af sér og geri þannig gömlum félaga lífið léttara. Ég heyrði einn segja í dag,"hvernig getur hann gert þetta félaga sínum Geir". Manni er nú spurn líka.

Það var mjög merkilegt að hlusta á Samfylkingarmenn koma út úr skápnum í dag. Þeir höfðu haft ýmsar tillögur í Ríkisstjórninni. Geir tafði fyrir með málalengingum. Allt til að verja Davíð kallinn. Tilfinningin að valdhafar séu staddir í allt annarri tilveru en almenningur verður æ sterkari. Að valdhafar búi í  glerhúsi öðlast merkingu.

Að það skipti einhverju máli í dag að Sjálfstæðismenn gefi frá sér Forsætisráðuneytið er þvílík firra að leitun er að öðru eins. Sjálfstæðismenn komu okkur í þessi vandræði með frjálshyggjunni. Ef þeim er einhver alvara með slagorðinu "stöðugleiki" þá hefðu þeir að sjálfsögðu átt að samþykkja Samfylkinguna í Forsætisráðuneytið. Við það hefði skapast stöðugleiki. Sýn Sjálfstæðismanna á stjórn landsins eru eftirfarandi; að þeir stjórni, að þeir gæti hagsmuna ættanna í flokknum, því Sjálfstæðisflokkurinn er bara regnhlífasamtök valdasjúkra ætta, Davíð sé óskaddaður o.sv.fr. Að þjóðin sé einhver staðar með í spilum þeirra er misskilningur.

Stefna Sjálfstæðisflokksins er að mörgu leiti ágæt. Það sama gildir um aðra flokka. Aftur á móti eru fulltrúar þeirra einstaklingar sem eru að hugsa um völd og sérhagsmuni. Þingmenn eru í sýndarveruleika sem hjákátlegir embættismenn hefða og venja. Allir með hálsbindi í þingsal. Á einhverjum tímapunkti glötuðust tengsl við umbjóðendur sína. Þeir gleymdu því að þeim var falið af meirihlutanum að sinna þörfum hans. Ekki þeirra, þ.e. minnihlutanum.

Því er bráðnauðsynlegt að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Skuldirnar munum við borga hvort eð er.

 


Ingibjörg og þjóðin.

Ég viðurkenni fúslega að ég stal þessu úr Smugunni, en freistingin var of sterk.


Henry010109

Að pissa í skóna sína.

Það ku vera skammgóður vermir, fyrst volgt en síðan enn kaldara.

Áramót eru tími uppgjörs. Þá horfum við afturábak og áfram. Pælum og metum. Reynum að komast að niðurstöðu, stillum kúrsinn og strengjum heit, allt í þeim tilgangi að næsta ár verði betra en það gamla.

Ef ég ætti að gefa árinu 2008 einkunnarorð þá yrði það "að pissa skóna sín". Þannig hafa valdhafar hagað sér allt þetta ár. Allir sem fylgdust með vissu að bankarnir voru gjaldþrota árið 2007. Allir sem fyldust með vissu eftir síðustu áramót að skuldir bankanna voru 12 sinnum fjárlög íslenska ríkisins. Og allir sem fylgdust með gerðu ekki nokkurn skapaðan hlut til að afstýra hruninu. Allir pissuðu í skóna sína.

Þegar horft er um öxl er vandséð hvernig valdhafar hefðu getað klúðrað þessu meir eða betur. Það hefur í raun allt klikkað sem bilað gat.

Síðast liðna 3 mánuði hafa valdhafar og skilanefndir bankanna verið að sortera úr haugnum. Í fyrsta lagi fer öll sú vinna á bak við luktar dyr. Það er mjög óheppilegt því þar með er komin forsenda fyrir trúnaðarbresti á milli valdhafa og almennings. Þegar einhverjar fréttir leka út er oftast um að ræða niðurfellingu skulda hjá vellauðugu fólki. Trúnaðarbrestur breytist í gjá. Þar að auki virðist sem þeir sem fóru á hausinn eftir allt sukkið verði endurreistir á ný með hjálp íslenskra skattgreiðenda. Núna held ég að gjáin sé að breytast í D-day.

Ef auðmenn og valdhafar ætla að tína bestu bitana handa sér og þátttaka almenning felst eingöngu í að borga brúsann er ekki von á góðu. Þá höfum við farið úr öskunni í eldinn. Göran Persson sagði að við ættum að sækja fjármuni auðmanna, hann manaði okkur til þess. Ekkert lífsmark er í þá veru hjá valdhöfum.  Rannsóknarnefndin sem skipuð hefur verið nýtur ekki trúverðugleika strax í upphafi og er það miður.

Niðurstaða almennings er sú að það eigi að hlunnfara okkur eina ferðina enn.

http://www.history.army.mil/images/Reference/normandy/pics/blue-Gray.jpg


The Untouchables.

Það virðist sem nýr sértrúarflokkur sé fæddur á Íslandi. Það má kalla þá "the untouchables" eða hinir ósnertanlegu. Það eru svona einstaklingar sem búa yfir þeim einstæða eiginleika að mega ekki skulda, nema það henti þeim sérstaklega. Þ.e.a.s. ef þeir eru að kaupa sér hlutabréf sem munu aukast í verðgildi.

[untouchables-cast_1137616950-000.jpg]

En núna árar illa á hlutabréfamarkaðnum og þá minnka líkur á því að kaupendur á hlutabréfum geti staðið í skilum. Sérstaklega ef það er haft í huga að hlutabréfakaupin voru fjármögnuð með lánum. Við venjulegar aðstæður eru slíkir einstaklingar gerðir upp. Nú vill svo til að töluverður hópur manna sem vinna innan fjármálafyrirtækja njóta sérkjara. Það má segja að kreppan nær ekki til þeirra því þeim er ekki gert að greiða skuldir sínar. Forsendan er sú að ekki sé hægt að hafa gjaldþrota einstaklinga í vinnu í bönkum og slíkum stofnunum.-The Untouchables-.

Á sínum tíma hreinsuðu menn til og fjarlægðu skemmdu eplin. Það var mikill uppgjörstími og ýmsir lágu í valnum að lokum. Það sýndi sig þá að menn voru ekki svo ósnertanlegir.

Á Íslandi í dag eru að myndast mjög sérkennilegar aðstæður. Það er algjör vantrú á Ríkisstjórn og Seðlabanka, bæði hér heima og erlendis. Flokkshollusta riðlast sem aldrei fyrr. Mikil ólga og gerjun á sér stað. Því er þessi sérhagsmunagæsla eins og bensín á bálið. Ætli mörlandanum sé ekki nóg boðið og fjandinn verði laus. Sjálfsagt ekki vanþörf á því.

 

 


Sjálfshól eða jákvæð samvinna.

Það eru allir svo uppteknir af sjálfum sér þessa dagana. Í endalausum viðtölum eru allir borgarfulltrúar okkar svo góðir og vammlausir og allir hinir svo ómögulegir. Ef allir eru svona góðir og allir svo slæmir þá er spurningin hver er vondi karlinn. Það er ekki nema von að við séum rugluð í ríminu. Það er sennilega best að fara að dæmi þessara borgarfulltrúa og segja alltaf að hinir séu vondir, amk verri en við. Það er þó hugsanlegt að lausnin felist í öðru. Hvernig ætli það virki að upphefja náungann með jákvæðu umtali. Klappa viðkomandi á öxlina og hrósa honum. Ætli það gæti virkað. Vandamálið er að þá lendir maður sjálfkrafa í öðru sæti og sumum finnst það óviðunandi. Aftur á móti geta flestir haft gagn af smá samvinnu.

http://www.tailored.com.au/uploaded_images/monkeys-grooming-749185.jpg


Reykvískt Löður.

Í kvöldfréttatímanum kom fram að Sjálfstæðismenn vilja samstarf við Framsóknarmenn í Reykjavík. Ástæðan sem gefin var upp er sú að tryggja þurfi meirihlutann í borginni. Það var og. Meirihlutinn er sem sagt ótryggur.  Óli borgarstjóri er semsagt ekki nægjanlega trygglyndur eða traustur að mati Sjálfstæðismanna. Aldrei hefur neinn borgarstjóri verið gengisfelldur jafn illilega og Ólafur F. Ég gæti best trúað því að Reykvíkingar séu byrjaðir að telja dagana þangað til kosningar verða næst.

Tyrkland og hundar.

Hundurinn minn hugsar bara um um mat og tíkur. Tyrkneskir karlmenn eru mjög opinskáir með aðdáun sína á kvenfólki og minna mig því svolítið á hundinn minn. Á Íslandi erum við svolítið meira "dannaðir" í framkomu okkar við kvenfólk.

Það er í raun ekki mikil kúnst að temja hund svo hann hagi sér vel. Því minna íslenskir karlmenn mig meir á vel taminn hund en minn sem er illa taminn.

Eitthvað verða hundar að hafa fyrir stafni. Það er farið með þá í göngutúra, ratleiki og að finna falinn kjötbita. Þeir komast aldrei í tæri við tíkur því þeir eru í taumi.

Getur hugsast að mikill áhugi karla á golfi, laxveiði og skotveiði eigi sér þá skýringu að næst besta hvötin sé betri en engin.

Þetta "fittar" að minnsta kosti ekki nógu vel saman. 


THE QUEEN.

Ég horfði á þessa mynd í gær með fjölskyldunni. Var hálfneyddur til þess því mér finnst lífið of stutt til þess að horfa á sjónvarp. Myndin var aftur á móti hreint afbragð. Myndinni tókst mjög vel að lýsa hversu mikil gjá er á milli kóngafólksins og almúgans. Okkur öllum finnst allt svo gott og fullkomið á Íslandi þannig að varla getur slíkt komið fyrir hér. Var samt hugsi. Breska kóngafólkinu fannst engin þörf á því að láta það trufla sig sem olli bresku þjóðinni mikilli angist og sorg. Það þurfti miklar fortölur svo þau kæmu sér til höfuðborgarinnar. Þegar þau gengu loks á meðal þegna sinna skynjuðu þau alvöru málsins. Spurningin er hvort Geir og Solla ættu að fá sér spássitúr í staðinn fyrir að vera þvælast út um víðan völl-og láta ekki trufla sig.

Th


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband