The Untouchables.

Það virðist sem nýr sértrúarflokkur sé fæddur á Íslandi. Það má kalla þá "the untouchables" eða hinir ósnertanlegu. Það eru svona einstaklingar sem búa yfir þeim einstæða eiginleika að mega ekki skulda, nema það henti þeim sérstaklega. Þ.e.a.s. ef þeir eru að kaupa sér hlutabréf sem munu aukast í verðgildi.

[untouchables-cast_1137616950-000.jpg]

En núna árar illa á hlutabréfamarkaðnum og þá minnka líkur á því að kaupendur á hlutabréfum geti staðið í skilum. Sérstaklega ef það er haft í huga að hlutabréfakaupin voru fjármögnuð með lánum. Við venjulegar aðstæður eru slíkir einstaklingar gerðir upp. Nú vill svo til að töluverður hópur manna sem vinna innan fjármálafyrirtækja njóta sérkjara. Það má segja að kreppan nær ekki til þeirra því þeim er ekki gert að greiða skuldir sínar. Forsendan er sú að ekki sé hægt að hafa gjaldþrota einstaklinga í vinnu í bönkum og slíkum stofnunum.-The Untouchables-.

Á sínum tíma hreinsuðu menn til og fjarlægðu skemmdu eplin. Það var mikill uppgjörstími og ýmsir lágu í valnum að lokum. Það sýndi sig þá að menn voru ekki svo ósnertanlegir.

Á Íslandi í dag eru að myndast mjög sérkennilegar aðstæður. Það er algjör vantrú á Ríkisstjórn og Seðlabanka, bæði hér heima og erlendis. Flokkshollusta riðlast sem aldrei fyrr. Mikil ólga og gerjun á sér stað. Því er þessi sérhagsmunagæsla eins og bensín á bálið. Ætli mörlandanum sé ekki nóg boðið og fjandinn verði laus. Sjálfsagt ekki vanþörf á því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bankamálaráðherra sagði þennan gjörning sérkennilegan .

Eitthvað hefur þetta komið "jafnaðarmanninum" Björgvini G. Sigurðssyni á óvart en það má rifja það upp að honum kemur flest á óvart hvað bankanna varðar sem hann ber þó ábyrgð á fyrir hönd okkar m.a. laun bankastjóranna.

Sigurjón Þórðarson, 3.11.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband