Hvenær mótmæla Íslendingar??

Mér finnst þessi frétt athyglisverð. Hún vekur upp spurninguna hvenær mótmæla Íslendingar?

Í þessu tilfelli er um verktaka og iðnaðarmenn að ræða. Þeim hefur orðið ljóst að vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera verður enga vinnu að fá á næsta ári. Þar með skerðast kjör þeirra mjög. Um er að ræða nokkuð einslitan hóp sem skilur vel hlutskipti sitt. Við þessar aðstæður er mjög eðlilegt að menn sameinist um kröfur og veki athygli á þeim. Ef fram fer sem menn óttast munu mjög margir í þessum hópi missa vinnuna. Þar að auki eru margir með rekstur og þar með skuldbindingar. Gjaldþrot fjölda manns og heimila blasir við. Allt þetta hæfileikaríka fólk mun flytja búferlum til annarra landa, því miður. Ástæðan er sú að stefna núverandi valdhafa og AGS gefur þeim ekki kost á öðru. Það verða engar framkvæmdir á næsta ári hversu margar verktakalestir verða farnar. Ég tel þær þó mikilvægar og hvet til þeirra.

Í fyrrnefndu tilfelli mótmæla menn allt of seint. Skaðinn er skeður.

Þúsundir heimila skulda meira en virði fasteignarinnar er. Það er kallað neikvæð eiginfjárstaða. Með vaxandi kreppu munu æ fleiri heimili komast í þrot. Gjaldþrot heimila blasir við. Vanskila foreldrar munu verða borin út, á götu. Eingöngu par hundrað mótmæla þessu á Austurvelli á laugardögum. Munu almenn mótmæli vegna gjaldþrota heimila líka koma allt of seint?

Hvenær mótmæla Íslendingar?

Hverju mótmæla Íslendingar?

Hvað viljum við?

Ég bara spyr...


mbl.is Verktakalest skorar á þingheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf bara að fara að gera það sama og vg gerði í hruninu, kalla sem flesta krakka, unglinga og siðleysingja saman og ráðast á lögregluna og alþingishúsið. Þá færu hjólin að snúast.

Geir (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 05:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég spyr líka hvar erum við eiginlega stödd.  Af hverju koma ekki fleiri á Austurvöll til að mótmæla?  Ég myndi mæta ef ég væri fyrir sunnan.  En mér finnst eins og fólk sé frosið og búið að fá nóg.  Drukknandi þjóð í hlekkjum.  Og það sem verra er, ef þessi ríkisstjórn hrökklast frá með skömm, þá er ekkert sem tekur við, nema okkur takist að koma á utanþingsstjórn, eða ráða til okkar forstjóra sem stýrir landinu eins og hverju öðru fyrirtæki.  Þetta gengur ekki upp.  Endalaus hækkun útgjalda heimilanna, og ekkert að gerast í að ná illa fengnu fé af þjófunum. 

Burt með þessa ríkisstjórn, og burt með fjórflokkinn eins og hann leggur sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband